Morgunblaðið - 16.05.1981, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.05.1981, Qupperneq 1
48SÍÐUR OGLESBÓK 108. tbl. 68. árg. LAUGARDAGUR 16. MAÍ1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hægri menn styðja F álldin Stokkhólmi. 15. mai. AP. HÆGRIMENN. sem srtjíðu sig úr stjórn borgaraflokkanna í síðustu viku, iofuðu í daK að koma Thorbjorn Fálldin fráfarandi forsætisráð- herra aftur til valda i mikilva'Kri atkvæðagreiðslu í næstu viku ou styðja minnihlutastjórn Miðflokksins ok frjálslyndra undir forystu hans. Hægrimenn munu sitja hjá við atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýs- ingu á minnihlutastjórn Fálldins. Sósíaldemókratar undir forystu Olofs Palme og kommúnistar munu áreiðanlega greiða atkvæði gegn myndun nýrrar borgaraflokka- stjórnar. Vinstri flokkarnir hafa saman- lagt 174 þingsæti af 349, en 175 atkvæði þarf á þingi til að koma í veg fyrir myndun fyrirhugaðrar minnihlutastjórnar. Hægri menn hafa 73 þingsæti eða fleiri en Miðflokkurinn og frjálslyndir til samans. Gösta Bohman, leiðtogi hægri- manna, sagði á blaðamannafundi að Fálldin hefði ábyrgzt að stjórn undir hans forystu mundi fram- fylgja stefnu fyrrverandi þriggja flokka stjórnar og því mundu hægri menn ekki leggjast gegn ríkisstjórn Miðflokksins og frjáls- lyndra. Stjórnarsamvinnan fór út um þúfur í síðustu viku þar sem Fálldin og Ola Ullsten, leiðtogi frjálslyndra, sömdu við sósíal- demókrata um breytingar á skatta- lögum. Bohman var mótfallinn samkomulaginu og kallaði það svik. Þar með stóðu aðeins 102 þing- menn á bak við stjórnina (64 úr Miðflokknum og 38 frjálslyndir) og stjórn Fálldins sagði af sér. Deilurnar um skattabreyting- arnar hafa komið af stað vanga- veltum um nýjar kosningar, en Bohman sagði i dag að víðtækar breytingar yrði að gera á kosn- ingalögunum ef kosningar ættu að fara fram fljótlega, eða 28. júní eins og talað hefur verið um. Hann sagði líka að Svíar hefðu ekki efni á að búa við valdalitla bráðabirgða- stjórn eins og ástatt væri i efna- hagsmálum. Byssu (i hringnum til vinstri) miðað á páfann úr mannf jöidanum á Péturstorgi á miðvikudaginn. ítalska fréttastofan ADN Kronos komst yfir þessa mynd sem óþekktur maður tók á 8 mm filmu. Kenningarnar um samsæri styrkiast Róm. 15. maí. AP. JÓHANNES PÁLL páfi II gat hreyft handleggi og fætur í dag, 48 timum eftir tilræðið, og lækn- ar töldu „greinilega betri“ horfur Drógu til baka verkfallshótun Varsjá. 15. maí. AP. VERKAMENN i Bialystok aflýstu í dag boðuðu verkfalli eftir brottvikn- ingu þriggja iögreglumanna, sem voru sakaðir um barsmíðar á fötluðum manni. og vitnuðu til „alvörunnar“ i kjölfar tilræðisins við páfann, sem pólskir fjölmiðlar skýra itarlega frá. Stjórnarnefnd hefur ákveðið að gera áætlun um að „lögum og reglu verði" framfylgt með meiri festu og nefnd óháðra sérfræðinga hefur ver- ið falið að semja skýrslu um bágbor- ið efnahagsástand Póllands. Verkfallið sem var boðað í Bialy- stok hefði getað leitt til nýrrar ólgu verkamanna og bundið endi á til- tölulega rólegt ástand sem hefur ríkt síðan í viðvörunarverkfallinu 27. marz. Innanríkisráðuneytið tilkynnti í dag að á síðustu fjórum mánuðum hefði glæpum fjölgað um 24%, ránum um 32%, innbrotum og þjófn- uðum um 60% og skrílsiátum ein- staklinga um 10%. Flest brotin fremur drukkið fólk segir ráðuneyt- ið. á fullum bata. En læknar töldu of snemmt að spá um langtímabata- horfur páfa vegna möguleika á smitun. Páfi blessaði lækna, hjúkrun- arkonur og tæknistarfsfólk. At- höfnin var áhrifamikil og flestir viknuðu. „Ég veit að allur heimur- inn óskar mér vel,“ sagði páfi, sem verður 61 árs á mánudaginn. ítalskir saksóknarar sögðu í dag að grunur léki á að Tyrkinn Mehmet Ali Agca hefði ekki verið einn að verki er hann skaut páfa, en fullyrtu ekki að árásin hefði verið alþjóðlegt samsæri. Þeir báðu um aðstoð Interpol við rann- sókn á ferðum Agca, sem, mun hafa verið í Þýzkalandi, Spáni og e.t.v. fleiri löndum auk Sikileyjar og Perugia á Mið-Italíu síðan hann flúði úr fangelsi í nóvember 1979. Luciano Infelisi kvaðst telja að rannsóknin tæki langan tíma og ólíklegt að réttarhöld hæfust fljótlega. Hann sagði í sjónvarps- viðtali að hann væri ekki sann- færður um að um alþjóðlegt sam- særi væri að ræða, þótt gefnar hefðu verið út tilskipanir um handtökur á „óþekktum mönnum" sem kynnu að hafa hjálpað Tyrkj- anum. Bróðir sakborningsins, Adnan, sagði í viðtali í Ankara að Agca hefði skotið páfann vegna þess að „kristnir menn væru hefðbundnir óvinir múhameðstrúarmanna". Agca hefur sagt lögreglu að hann sé trúleysingi og á honum fannst miði þar sem sagði að hann vildi myrða páfann til að mótmæla „heimsvaldastefnu". Móðir Agca sagði í dag að hún „bæði til Allah fyrir skjótum bata páfa“ og kvaðst vona að „sonur minn yrði ekki hengdur“. Hún kvað hann hafa fært miklar fórnir á unglingsárum til að sjá fjöl- skyldunni farborða eftir dauða föðurins og unnið í byggingar- vinnu unz hann fékk óþekktan sjúkdóm. „Við gátum ekki farið með hann til læknis af því við áttum ekki peninga,“ sagði móðirin. Hún telur veikina hafa skaðað andlega heilsu hans og gert hann tauga- óstyrkan, tortrygginn og árásar- gjarnan. Sýrlendingar sagðir „tilbúnir tn ormstu 66 Tel Aviv. 15. maí. AP. SENDIMAÐUR Bandarfkjaforseta, Philip C. Habib, átti annan fund i dag með israelskum leiðtogum og Sýrlendingar lýstu því yfir að þeir væru tilbúnir til orrustu ef ís- Mitterrand tekur við á fimmtudag Paris. 15. maí. AP. FRANCOIS Mitterrand. nýkjörinn íorseti Frakklands, lagði til i bréfi til Valery Giscard d’Estaings forseta i dag að sjö ára valdatimi hans hæfist á miðvikudaginn, en það varð að samkomulagi i kvöld að valdatimi hans hæfist á fimmtudaginn. Giscard d’Estaing hafði áður lagt til að Mitterrand tæki við á þriðjudaginn. Stjórnlagaráðið úrskurðaði í dag að valdaskiptin skyldu fara fram eigi síðar en 24. maí. Búizt er við að Giscard d’Estaing sam- þykki að Mitterrand taki við á miðvikudaginn. Athygli stjórnmálaflokkanna beinist í vaxandi mæli að þing- kosningunum og skipun ríkis- stjórnar Mitterrands, sem hefur stöðugt neitað að svara því hvort hann verður við kröfu kommún- ista um ráðherrastóla. Kommún- istar hafa tjáð sig fúsa til við- ræðna um hlutverk í nýrri ríkis- stjórn „hvenær sem er“ og sér- fræðingar segja að sósíalistar muni ekki geta stjórnað með árangri án að minnsta kosti þegj- andi stuðnings kommúnista. Hægri flokkar Giscard d’Esta- ings og Jacques Chiracs, borgar- stjóra gaullista í París, tilkynntu í dag að samkvæmt samkomulagi Francois Mitterrand, nýkjörinn forseti Frakkiands, rabbar við vegfarendur og ferðamenn sem söfnuðust saman í rue de Biévre þar sem hann á heima. milli flokkanna yrði aðeins einn hægriframbjóðandi í kjöri þar sem kommúnistar og sósíalistar standa sterkir að vígi og tveir hægriframbjóðendur yrðu aðeins í kjöri þar sem vinstrisinnar hefðu enga sigurmöguleika. Enn var óróasamt í dag í kauphöllinni og orðrómur er uppi um yfirvofandi gjaldeyriseftirlit og aðrar ráðstafanir til að draga úr þrýstingnum á frankann, sem þó var stöðugur gagnvart dollar í dag. raclsmcnn vcldu hcrnaðarlcgar að- gcrðir í dcilunni um sýrlcnzku loftvarnacldflaugarnar i Libanon. Flotastyrkur Bandarikjanna á Miðjarðarhafi efldist í dag við komu flugvélamóðurskipsins Independ- ence, 76.000 lestir, og eldflaugabeiti- skipanna Harry E. Yarncll og Charl- es F. Adams. Fréttir hermdu að sovézka þyrlubcitiskipið Moskva væri á siglingu undan strönd Líban- on á sama tíma og ástandið versnar. Habib verður í Tel Aviv í nótt og ekkert bendir til þess enn að hann fari í þriðja sinn til Beirút eða Damaskus. ísraelska útvarpið segir að Habib fari til Saudi-Arabíu, þótt það fengist ekki staðfest. Saudi- Arabar hafa veitt Sýrlendingum fjárhagsstuðning til að efla varnir sínar, þótt utanríkisráðherra Sýr- lands muni hafa sagt að aðstoðinni hafi verið hætt. Menachem Begin forsætisráð- herra sagði eftir fundinn með Habib að Sýrlendingar neituðu enn að verða við kröfu Israelsmanna en gaf í skyn að Habib fengi meiri frest. „Tilraununum til að finna friðsam- lega lausn verður haldið áfram,“ sagði hann fréttamönnum. Aðstoð- armaður hans sagði: „Svo lengi scm Habib er kyrr er engin ástæða til að ætla að hernaðarleiðin verði valin.“ Þar sem Habib er þögull er talið ^ð hann telji sig ekki hafa náð árangri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.