Morgunblaðið - 16.05.1981, Page 16

Morgunblaðið - 16.05.1981, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAI1981 er Ivar Orgland Iðinn Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN Ask veit eg standa. Islandske dikt fra v&re dagar av Matthias Johannessen. Norsk omdiktning ved Ivar Orgland. Fonna Forlag — 1980. Ég fékk þessa bók frá ívari Orgland fyrir réttum hálfum mánuði, og á saurblaðinu reynd- ist vera heilt sendibréf, þar sem Orgland þakkar gömul kynni og óskar þess, að ég skrifi um bókina, þar eð ég sé einn af þeim „örfáu“ á landi hér, sem „verkelg kan nynorsk". Ekki fullyrði ég, að þetta sé rétt, en þó að ég hafi saumfarið bókina oftar en einu sinni, hef ég ekki fundið eitt einasta orð, sem ég skil ekki. Og oft hef ég undrazt það, að jafnvel lærðir menn hafa í viðtali við mig látið í ljós að nýnorska væri hlálega afbokuð íslenzka ... En þarna skáru sig úr þeir Bjarni Jónsson frá Vogi og Matthías Jochumsson, sem þýddu úr ný- norsku stórmerkar bækur í ljóði, Bjarni eftir Arna Gerborg og Matthías eftir Anders Hovden. Svo er þá að víkja að Ivari Orgland. Hann varð ungur sendikennari við Háskóla ís- lands og dvaldi hér á landi í tíu ár. Hann varði doktorsritgerð um Stefán frá Hvítadal en sú ritgerð varð stærðar bók, sem heitir Stefán frá Hvítadal og Noreg, og kom út á kostnað Det norske samlaget 1969, en áður hafði komið út á íslenzku bók eftir hann um Stefán. Undirtitill hennar er: Maðurinn og skáldið. En árið 1955 kom út úrval af ljóðum Davíðs Stefánssonar í þýðingu Orglands, og þremur árum síðar þýðing á ljóðaúrvali eftir Stefán frá Hvítadal. Síðan hafa komið frá hendi Orglands þýðingar í bókaformi eftir þessi skáld: Tómas Guðmundsson 1959, Stein Steinarr 1960, Hann- es Pétursson 1965, Jóhannes úr Kötlum 1967, Snorra Hjartarson 1968, Jón úr Vör 1972 og Hannes Sigfússon 1974. Þá kom frá Ivar Orgland hendi Orglands 1975 þýðing á Islenzkum aðli Þórbergs Þórðar- sonar. Og ekki er enn talið allt það ísienzkra ljóða, sem Orgland hefur þýtt og komið á prent. Eftir er að nefna ljóðasöfnin Islandske dikt frá várt hundreár 1975, Islendske guldalderdikt 1800—1930, prentuð 1976, og loks íslandske dikt frá Sólarljóð til opplysningstid, 13. hundreáret - 1835. Útgáfuár 1977. Þá hefur hann samið með öðrum tvær kennslubækur í íslenzku. Óhætt mun svo að fullyrða, að enginn erlendur maður hafi fyrr eða síðar kynnt íslenzka ljóðlist með þjóð sinni jafnrækilega og Ivar Orgland, og þegar þess er gætt, að hann hefur stundað kennslu á hverjum vetri, sent frá sér hvorki fleiri né færri en ellefu bækur frumortra ljóða og þýtt úrval úr Ijóðum færeyska skáldsins Janusar Djurhuus og Gautverjans Gunnars Larsens, verður það ómótmælanlega ljóst, að hann hljoti að vera afrenndur maður að áhuga, elju og starfs- orku, en þetta þrennt hefði ekki dugað honum til afreka og af- kasta, ef því hefði ekki verið samfara djúptæk þekking á bók- menntum, orðfegurð, hug- kvæmni, dirfska og skáldlegt innsæi. Og ekki hefði honum tekist að fá útgefin hin mörgu þýddu ljóðasöfn, sem komið hafa frá hans hendi, ef norskir rit- dómarar hefðu ekki tekið þeim vel — að ógieymdu útgáfufyrir- tækinu Fonna. Þá er að hverfa að Ask veit eg standa. Það er því sem næst sextán arka bók í allstóru broti, Matthías Johannessen prentuð á góðan pappír í prentsmiðjunni Odda og bundin hjá sömu stofnun í sterkt og snoturt band. Framan við ljóðin er 40 blað- síðna ritgerð eftir Orgland um skáldið og eljumanninn Matthí- as Johannessen, sem er annar ritstjóri stærsta blaðs landsins og er góður og gildur flokksmað- ur, en hefur sig yfir hvers konar flokkslegt dægurþras, þar sem bókmenntir og listir eru annars vegar. Föðurafi hans var norsk- ur, borinn og barnfæddur í þorpinu Eskivelli í Firðafylki, og er auðsætt, að Orgland nýtur þeirrar staðreyndar, enda rekur hann störf- og starfsferil Matt- híasar og dáir mjög atorku hans og fjölhæfni. Síðan fjallar Orgiand um skáldferil og skáldskap Matthíasar af raunsæi og djúptækri bók- menntalegri þekkingu, sem margur í hópi íslenzkra fræði- manna í bókmenntum mættu öfunda hann af. Hann drepur á sitthvað, sem honum þykir mið- ur fara í skáldskap Matthíasar, en vissulega ber hann á hann mikið og maklegt lof. Þó tekur hann ekki að mínum dómi nægi- lega djúpt í árinni um snilli hans og margvísleg tilbrigði í formi og efnismeðferð. Þá kem ég að því, hvernig úrvalið hafi tekizt. Ég sá fljót- lega, að Orgland hefur valið fleiri ljóð úr þremur fyrstu Ijóðabókum Matthíasar en ég hafði búizt við, en brátt varð auðsætt, að valið var þarna miðað við að fylgja hinni eðlis- bundnu en um leið samtíma- tengdu tjáningaþörf skáldsins sem grundvelli fjölþættari og margslungnari listrænnar þróunar. Þá vakti það athygli mína, hve tiltölulega fátt hefur verið valið úr síðustu tveimur bókum skáldsins, en þegar þar er komið, hefur þýðandanum þótt, að þar mætti draga úr, meðal annars með tilliti til stærðar bókarinnar, þar eð komin væri allheilleg mynd af áður birtum skáldskap höfundar í bókar- formi, enda þýðandanum staðið til boða að glugga í syrpu Matthíasar af ljóðum, sem ekki hafa áður verið fest á bók, og hann valið úr henni nokkur ljóð. Svo er þá að leggja dóm á sjálfa þýðingu kvæðanna. Ég hef farið yfir þau öll allvandlega, og vart rekið mig á orð eða setn- ingar, sem sómdu sér ekki eða væru valdar af vöntun á skiln- ingi máls eða hugsunar. Ný- norskan er fágað og auðugt mál norskrar alþýðu, þar sem danskra áhrifa hefur ekki gætt að verulegu leyti. Og flest orð- anna eru jafngild, úr hvaða héraði sem þau eru komin, en snyrt af snjöllum málfræðingum og þó einkum skáldum. Þýðand- inn hefur því oft átt kost á að velja á milli tveggja eða fleiri orða, og þar sem ég er dómbær, jafnan tekið þann kostinn, sem betur hæfði. Það er því síður en svo, að mér virðist þýðingin bera því vitni, að hún væri flýtisverk. Stundum eru orð og setningar svo nauðalíka íslenzkunni, að ýmsir lesendur munu setja upp stór augu og spyrja: „Er þetta virkilega góð og gild norska?" Og svo er það algengt, að menn, sem lítið hafa kynnt sér nýnorsku lendi í þeirri meinvillu, sem ég minntist á í upphafi þessa grein- arkorns, — sem sé þeirri, að finnast nýnorskan — eins og færeyskan — eins konar brengl- uð íslenzka, láta hana gjalda þess, sem hún ætti að njóta. Ég tel, að þessi bók hljóti að vekja mikla athygli, svo sérstæð- ur sem Matthías Johannessen er sem skáld og svo vel sem Ivar Orgland hefur komið skáldskap hans til skila. Ég hef ekki lesið allar þýðingar hans á Ijóðum íslenzkra skálda, en nógu marg- ar til þess að fullyrða, að þarna hafi honum tekizt enn betur upp en oftast áður, innlifun hans í anda Ijóðanna orðið með ágæt- um. Sýning Catherine Anne Tirr Sýningarnar halda áfram í Djúpinu, ein af annarri, og þannig er sýningu Asgeirs Ein- arssonar, er fékk mjög góðar viðtökur rétt lokið er ensk listakona kveður sér hljóðs, Catherine Anne Tirr, að nafni. Listakonan, er sérhæft hefur sig í gerð sáldþrykksmynda, virðist hafa langt nám að baki og í mörgum listaskólum svo sem algengt er erlendis og hefur að auki tekið þátt í fjölda samsýninga. Þótt hún vinni í grafík þrykkir hún einungis eitt eintak af hverri mynd og getur það þýtt, að hún noti þá aðferð að vera stöðugt að breyta sömu frummyndinni í sáldþrykksrammanum. Mynd- irnar á sýningunni eru mjög keimlíkar í lit og formaleik og sýningin verður þannig helst til bragðdauf í heildina. Þó mun meiri hugsun og vinna liggja að baki hverri mynd en í fljótu bragði kann að virðast og vafalítið koma þær sterkar út á samsýningu en á sérsýningu sem þessari. Ekki veit ég hverju það sætir, að listakonan heldur fyrstu sérsýningar sínar hér á landi, en hún hélt einmitt þá fyrstu á Akureyri árið 1979, en þá var hún enn við nám eða á leið til náms í Carnbrook Art Academy í Detroit, Bandaríkj- unum, þar sem hún hlaut verðlaun fyrir sáldþrykks- myndir. Það er þannig mjög stutt síðan Catherine hætti námi, sé hún þá alveg hætt, og ber sýningin þess auðsæ merki að hér sé um leitandi listspíru að ræða og enn í mótun. Það má sjá hæfileika í þessum mynd- um en annars er mjög erfitt að spá í þær. Listakonan virðist mjög á faraldsfæti og hefur m.a. lagt land undir fót í Afríku og eru nokkrar mynd- Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON irnar á sýningunni gerðar und- ir áhrifum frá veru hennar þar og á Spáni og eiga sumar að vera með goðsögulegu ívafi. Myndirnar á sýningunni spanna fjögurra ára tímabil og má sjá á þeim að Catherine hefur þróast frá hálf-raunsæi út í abstrakt og hreina tilfinn- ingasviðið í litameðferð. Hún mætti að ósekju taka meiri áhættu bæði um liti og form, æsa upp tilfinningar sínar líkt og slanga er æst upp af hendi törfamannsins, þá kemur ósjaldan fjölbreytnin líkt og hendi sé veifað. En hvað verður í þessu tilviki sker framtíðin úr. Douglas Cummings Celló- tón- leikar Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Douglas Cummings cellóleik- ari og Philip Jenkins píanóleik- ari héldu tónleika að Kjarvals- stöðum og fluttu fjórar cellósón- ötur. Fyrsta sónatan er eftir Beethoven, op. 5, nr. 2, í g-moll. I rauninni er sú sónata frekar píanóverk en sólóverk fyrir celló. Það var töluverður munur á leikmáta þeirra félaga. Tón- mjúkur leikur cellistans féll ekki vel saman við skarpan áslátt Jenkins, sem jafnvel var töluvert of sterkur fyrir samleik þeirra á köflum. Önnur sónatan á efn- isskránni er eftir Britten, op. 65 í C. í því verki sýndi cellistinn á sér nýja hlið. Verkið er fullt upp Philip Jenkins með skemmtilegheitum en minn- ir nokkuð á Debussy-sónötuna, sem þeir félagar léku á eftir. Á sama hátt og í Beethoven-sónöt- unni, vantaði nokkuð á að sam- spil blæbrigða og mótun hend- inga væri sannfærandi í sónöt- unni eftir Debussy, en í síðasta verkinu, sónötu eftir Sjostako- vits, op. 40, tókst samleikurinn með ágætum. Flutningur Cumm- ings og Jenkins á Sjostakovits var frábær, mótun hendinga og blæbrigða og sérlega lifandi flutningur var hápunktur tón- leikanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.