Morgunblaðið - 16.05.1981, Síða 18

Morgunblaðið - 16.05.1981, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1981 . HLAÐVARPINN , Eyjapeyjarnir í hljómsveitinni Radíus taka lagið fyrir Eyjamenn. Radíus á Stakkagerðistúni HLJÓMSVEITIN Radíus í Vest- mannaeyjum brá sér upp á vöru- bílpall sl. laugardag í Eyjum með hljómtæki og hátalarakerfi og lagði sem leið lá á Stakkagerðis- tún í miðbænum og hóf líflega tónleika með gömlum og nýjum lögum í bland. Fjöldi fólks mætti á Stakkó og flatmagaði í sólskin- inu um leið og það naut framtaks ungu mannanna sem skiluðu sínu hlutverki með mikiili prýði og einn efnilegasti poppsöngvari landsins í dag, Þórarinn Ólafsson þrumaði yfir bæinn með sinni styrku rödd og söngvissu. Vestmanneyingar notuðu tækifærið í góðviðrinu siðastliðinn laugardag og flatmöguðu á Stakkagerðistúni. 'pflftff r f? ■■F 4 Ljósmyndir Mbl. SÍKur>?eir. íleiðinni... Fjölmenn samkoma Islendinga í Washington UM 300 manns söfnuðust saman í Holiday Inn í Washington þann 14. marz síðastliðinn til að halda þorrablót. Þarna voru samankomnir íslendingar, sem búa á austurströnd Bandaríkjanna, allt frá Flórída í suðri til Massachusetts í norðri. Sennilegast er þetta fjölmennasta samkoma Islendinga vestanhafs í ár, s'krifar Reuben M. Monson í bréfi til Morgunblaðsins. Og hann hélt áfram: „íslendingafélagið í Washington efndi til samkomunnar en hún var hin 12. í röðinni. Erlingur Ellertsson er formaður íslendingafélagsins í Washington DC. Aðrir í stjórn eru Ásgeir Pétursson, Elsa Pétursson, Guðrún U. Martyny og Peta Holt. Fyrir mörgum var samkoman eins og að koma „heirn". Vel fór á með fólki og þorramaturinn bragðaðist vel. Hans G. Andersen, sendiherra íslands í Washington, skýrði frá gangi mála á Hafréttarráðstefnunni. Hann sagði, að ekki bæri að hafa of miklar áhyggjur af því, að allt hið mikla starf, sem að baki er, verði að engu með nýrri stjórn í Bandaríkjunum. Þrjár hljómsveitir skemmtu gestum og var sungið og dansað fram eftir nóttu. Gunnar Guðjónsson, sem er major í bandaríska hernum, stjórnaði samkomunni af mikilli snilld. Hann kom til Bandaríkjanna árið 1951 og síðan 1965 hefur hann verið í sjóhernum. Ljóst er, að margir íslendingar hér vestanhafs munu koma saman til að halda upp á þjóðhátíðardaginn þann 17. júní. Eru boranir mikið til fúsk? Úr Iðnaðarblaðinu: „Stærsta vandamál í vinnslu jarðhita eru tvímælalaust boranir," segir Sveinbjörn Björnsson, jarðeðlisfræðingur í erindi sem hann flutti. „Þar er einnig stærstan ávinning að hafa með endurbótum, því að kostnaður við boranir er meginhluti undirbúningskostnað- ar,“ segir Sveinbjörn. Segir hann okkur eiga marga færa bormenn, sjálfmenntaða og með dýrmæta og dýrkeypta reynslu. Bortæki segir hann að séu léleg og oft spennt til hins ýtrasta í verkum. „Við höfum ekki tímt að manna fyrirtækið góðum stjórnendum og rekstur jarðborana hefur því sjaldnast komist fram yfir að leysa úr vandræðum líðandi stundar," segir Sveinbjörn. Þá segir Sveinbjörn að þeir verði svolítið kindarlegir kennararnir við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sem hér er staðsettur, þegar skyggnst er eftir virkjun háhitasvæða hér. Að sjálfsögðu er Krafla þar orsök vandræðaskapar kennaranna. Kerfið verður að hafa sinn gang Úr Sjávarfréttum: „Austur á Reyðarfirði ríkir mikil eftirvænting eftir nýjum skuttogara sem á að glæða atvinnulíf staðarins. Þar fréttu Ratsjármenn af viðbrögðum kerfisins við móttöku togarans. Togarinn sem keyptur er til staðarins er Guðbjörg ÍS og verður seld Reyðfirðingum frá Flekkefjord í Noregi þar sem togarinn var upphaflega smíðaður. Hinsvegar mun togarinn gangast undir viðgerðir og eftirlit á Akureyri. Nú hefur það verið haft eftir Steingrími Hermannssyni sjávarútvegsráðherra að togarann skuli sækja til Noregs. Sem sagt: Guðbjörgu verður siglt að óþörfu til Noregs, og þaðan (fánum skrýtt?) til heimahafnarinnar nýju þar sem loks verður hægt að fagna honum. Var einhver að tala um orkueyðslu??? Jú, kerfið verður að hafa sinn gang. Togari keyptur frá Noregi, verður jú að koma frá Noregi!" HELGARVIÐTALIÐ Skipulagsleysið stendur íslensk- um ferðamannaiðnaði fyrir þrifum - segir Kjartan Lárusson, íorstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins „IIJÁ OKKÚR verða í suntar í kringum 150 brottfarir í svokall- aðar iengri ferðir um landið og cr stærsti hluti þeirra 10 daga hringferðir, en einnig er talsvert um 5 til 6 daga ferðir um Suður- og Vesturland og yfir háiendið. Þá bjóðum við ferðamönnum upp á fjoldan allan af eins dags ferðum, hæði á landi og i lofti“, sagði Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofu rikisins er blaða- maður ræddi við hann um mót- töku erlendra ferðamanna hér á Iandi í sumar og þá þjónustu, sem ferðaskrifstofan hýður viðskipta- vinum sínum. „Það eru að mestu útlendingar, sem ferðast hér innan lands, landinn virðist ekki hafa gert sér næga grein fyrir því hvaða ferða- möguleika hans eigið land býður upp á,“ hélt Kjartan áfram. „Það er tímabiiið frá maíbyrjun og til loka ágústmánaðar, sem mest er hér um erlenda ferðamenn og á þeim tíma í fyrra komu hingað tæplega 44 þúsund útlendingar. Það var talið heidur lélegt ár, þar sem ferðamönnum fækkaði um 11% frá árinu áður. Nú stefnum við að því að þeir verði 50 þúsund og mér sýnast þókanir gefa til kynna að svo geti orðið, en þess ber að gæta að á þessum tíma er jafnan mest um afpantanir og segja má í raun að ekkert verði sagt um fjöida ferðamanna, sem hingað koma og um hve mikill hagnaður hefur orðið af þeim, fyrr en þeir eru komnir og farnir, heizt með tóma pyngju. Hvað nýjungar varðar hjá okkur, þá feiast þær aðallega í breyttum og endurnýjuðum ferð- um, beinar nýjungar eru sjaldgæf- ari. Erlendir ferðamenn, sem hingað koma, eru hér til að skoða og kynnast landinu og því eru allar okkar ferðir landkynningar- ferðir, misjafnlega langar og til sem fjöibreytilegastra staða. Eins og ég sagði áðan, eru það aðallega útlendingar, sem ferðast á okkar vegum, en íslendingar gera það þó einnig í mjög auknum mæli. Það er að mínu mati nauðsynlegt fyrir alla ferðamenn að kynnast eigin landi til þess að geta notið betur ferðalaga um önnur iönd og til að vera færir um að bera eigið land og önnur saman. Þegar ég tala um ferðamenn, sem hingað koma þá er í flestum tilfellum um alvöru ferðamenn að ræða. Það er fólk sem hefur ferðast víða og veit hvað það viil. Það má J)ví telja ábendingu um það að Island sé eftirsótt og gott ferðamannaland. Það er verulegur munur á þeim, sem ferðast til tilbúinna ferða- mannastaða á sóiarströndum og gera varla annað þar en að sieikja sólskinið og þeim sem fara tii útianda tii að ferðast um og kynnast landi og þjóð. íslendingar hafa oft sett það fyrir sig, að það sé dýrt að ferðast hér innanlands, en það held ég að sé regin misskilningur, sem stafar mikið af því að samanburðinn vantar. Fólk sér ekkert því til fyrirstöðu að borga 10% ofan á gjaldeyri og er jafnframt tilbúið til að borga allt að 500 krónur fyrir hótelgistingu eina nótt í London, en telur allt of dýrt að borga heimingi minna fyrir gist- ingu hér heima. Þá telja menn að bensín hér sé of dýrt til að ferðast á einkabílum hér á landi, en viö teijum okkur þó fært að eiga um 80 þúsund einkabíla í landinu á talsvert hærra verði en aðrar þjóðir heimsins. Þetta samsvarar því að sæti í einkabílum séu um 250 þúsund, þannig að flytja má alla þjóðina í þeim samdægurs hvert á land sem er. Menn gera sér heidur ekki grein fyrir því, að eftir því sem meira er keypt af bensíni verður meira til af peningum til varanlegrar vegagerðar, sem aftur myndi lækka ferðakostnaðinn hér innan lands. Þá má heldur ekki gleyma því að það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmara að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.