Morgunblaðið - 16.05.1981, Side 32

Morgunblaðið - 16.05.1981, Side 32
32 KJARVALSSTAÐIR: Batik-myndlistar- sýning Katrinar I dag kl. 14 opnar Katrín H. Agústsdóttir myndlistarsýningu í austursal Kjarvalsstaða. A sýningunni eru 70 batikmyndir sem allar eru unnar á síðustu árum, flestar þeirra landslagsstemmningar. Katrín hefur áður haldið fjórar einkasýningar — þrjár í Bogasal Þjóðminjasafnsins og í Safnahúsinu á Selfossi. Hún er handmennta- kennari að mennt og hefur verið við nám í batiklist í Danmörku. Sýningin mun standa næstu tvær vikur en henni lýkur um mánaðamótin. Katrin II. Ágústsdóttir við eitt verkanna á sýningunni. L)<>Nm RAX Jónas Guðmundsson við eitt verkanna á sýningunni. NORRÆNA HÚSIÐ: Sýning Jónasar Guðmundssonar Málverkasýning Jónasar Guðmundssonar í Nor- ræna húsinu verður opnuð í dag kl. 14. Á sýningunni eru rúmlega 60 verk, olíumálverk og vatnslitamyndir, flestar málaðar á síðustu tveimur árum en nokkrar eru þó eldri. Jónas hefur haldið fjölda einkasýninga, þ.á m. í Norræna húsinu fyrir tveimur árum en síðasta sýning hans var í Gallery Concord í París, þar sem hann sýndi með Valtý Péturssyni. „Þetta er svona þessi sama lína og ég hef verið í,“ sagði Jónas í spjalli við blm. Mbl. „Myndefnið er sjórinn og bátarnir, gamli bærinn og ýmsar manneskjur — myndir bæði frá Reykjavík og frá Eyrarbakka þar sem ég hef verið að yrkja og mála.“ Sýningin verður opin daglega frá kl. 14—22, en henni Iýkur sunnudaginn 24. þ.m. DJÚPIÐ: Síðasta sýning- arhelgi Anne Tirr Á miðvikudaginn lýkur sýningu Catherine Ánne Tirr í Djúpinu við Hafnar- stræti. Þar sýnir hún graf- íkmyndir og eru flest verkin unnin í sáldþrykk (serigrafíu), sem hún hefur sérhæft sig í. Myndirnar á sýningunni spanna fjögurra ára tíma- bil. Eldri verkin eru tengd goðsögum, en nýjustu verkin eru heldur meira abstrakt. „Hlýja handa þinna“ sýnd í MÍR-salnum í dag verður kvikmynda- sýning í MÍR-salnum, Lind- argötu 48, 2. hæð, og hefst hún kl. 15. Er það síðasta reglulega laugardagssýning MIR á þessu vori. Sýnd verður sovéska kvikmyndin „Hlýja handa þinna", frá Grúsía-film, gerð árið 1972. Leikstjórar Sjota Mamagadze og Nodar Mamagadze. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Steinunn Marteinsdóttir leirkerasmiður opnar í dag sýningu á Kjarvalsstöðum. Rúmlega 100 verk eru á sýningunni, steinleir, postulín, vasar, lágmyndir, skálar og fleira og einnig sýnir Steinunn teikningar þær sem hún gerði í viðhafnarútgáfu AB á Stjörnum vorsins eftir Tómas Guðmundsson. Sýningin stendur til mánaðamóta. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: „Sölumaður deyr“ í kvöld — fdar sýningar eftir SÖLUMAÐUR deyr, eftir Arthur Miller, hefur nú verið sýndur þrjátíu sinnum hjá Þjóðleikhús- inu, við mjög góða aðsókn og verður ein sýning á leikritinu í kvöld. Miller hlaut hin eftirsóttu Pulitzer verðlaun fyrir þetta leik- rit á árinu 1949 þegar það var frumsýnt í New York. Síðan þá hefur verkið verið sýnt um mest allan heiminn og hvað eftir annað, enda af mörgum talið eitt af klassískum verkum þessarar aldar. Sýning Þjóðleikhússins nú hefur fengið mjög góðar viðtökur almennings. I aðalhlutverkunum eru Gunnar Eyjólfsson, Margrét Guðmunds- dóttir, Hákon Waage, Andri Örn Clausen, Róbert Arnfinnsson, Árni Tryggvason, Randver Þor- láksson og Bryndís Pétursdóttir. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son, leikmyndin er eftir Sigurjón Jóhannsson, tónlist eftir Áskel Másson, en dr. Jónas Kristjánsson þýddi leikinn. Gustur nálgast írumsýninguna Nú á miðvikudaginn, 20. maí, verður söngleikurinn Gustur, saga af hesti, frumsýndur. Verður þá jafnframt minnst 30 ára leikaf- mælis Bessa Bjarnasonar. Gustur er byggður á sögu eftir Tolstoj og hefur þessi söngleikur farið sigur- för um heiminn á undanförnum árum. Aukasýningar á Ilaustinu í Prag Enn verða tvær aukasýningar á tékknesku einþáttungunum Haustið í Prag og verða þær á þriðjudag og fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.