Morgunblaðið - 16.05.1981, Side 41

Morgunblaðið - 16.05.1981, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAI1981 41 fclk f fréttum Tndíánar mótmæla í London + Óvanaleg sjón þótti þetta í London, Indíánar reykjandi friðarpípur tóku sér sæti á flöt í námunda við bresku þinghöllina á dögunum. Indíánarnir af Kríættbálki eru þetta, en þeir fóru til London til að mótmæla þeim áformum Pierre Trudeaus forsætisráðherra Kanada að gera breytingu á stjórnskipunarlögum landsins. — Þau eru reyndar allt frá því á árinu 1867 og heita á ensku „The British North America Act of 1867“. — Mál þetta er talsvert hitamál vestur í Kanada um þessar mundir. Stytta afKGB' manni + Sovétmenn hafa reist styttu til minningar um einn helsta njósnara Sov- étríkjanna, fyrr og síðar, en hann hét Richard Sorge. — Styttan var afhjúpuð fyrir skömmu í Baku, höfuðborg Sovét- Azerbaijan. Þar var hann á uppvaxtarárum sínum. Sovétstjórnin hefur ekki heiðrað aðra úr njósnaliði sínu á svo veglegan hátt enn sem komið er. Meðal gesta sem viðstaddir voru athöfnina, sem tengd var minningarathöfn um sig- urinn yfir innrásarliði nazista, var fyrrum yfir- maður KGB-leyniþjón- ustunnar í þessu sovét- lýðveldi. Richard Sorge, sem var af þýsk-rússn- esku foreldri starfaði sem njósnari á sviði hernað- arnjósna í Tokyo á árun- um 1933 til 1941 og varð mjög vel ágengt í að safna uppl. um hernað- aráætlanir Þjóðverja, segir í fréttum af þessu. Sorge var handtekinn af japönskum leyniþjón- ustumönnum og tekinn af lífi. Erkibiskupnum var gefið svín + Erkibiskupinn af Kantaraborg, Robert Runcie biskup, fór fyrir nokkru í heimsókn til Bandaríkjanna (frá því höfum við sagt hér). Erkibiskupinn, sem stundar það m.a. í frístundum sínum að rækja svín, heimsótti þá m.a. svínaræktarbónda einn á ferð sinni um Iowa-fylki. Bóndinn gaf erkibiskupn- um eitt svínanna í búi sínu, en þau eru af svonefndu Berkshire-kyni. Þetta gladdi erkibiskupinn mjög, hann tók svínið í fang sér og fréttaljósmyndararnir voru fljótir til. Smávörur í bílaútaerðina 09 feiðalasið! -saek|um við i bensinstöðvar ESSO Olíufélasið hf Suóurlandsbraut 18 Vinnupallar úr áli og stáli Húsbyggjendur og aörir verktakar. Sparið timbur, fé og fyrirhöfn, notið vinnupalla úr áli eöa stáli. Hentar vel fyrir úti og innivinnu, hús, skipasmíðastöðvar, virkj- anir og aðrar stórfram- kvæmdir. Ennfremur bjóðum við stálundirstöð- ur fyrir loftplötur og brú- argerð. Atlas hf (.rofinni !. — Simi 2fi”.V>. Póstholf I9:t. Rcykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.