Morgunblaðið - 16.05.1981, Síða 46

Morgunblaðið - 16.05.1981, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ1981 Knötturinn þcnur út netmöskvana hjá Fram, eftir hörkuskalla Hákonar Gunnarssonar. Ljósm. Kristján. n4 ^ jPMHÞ / < IWÍ , 1! Framarar sluppu naumlega FRAMARAR sluppu sannarleKa með skrekkinn i 1. deild Is- landsmótsins i knattspyrnu i Kærkvöldi, er liðiö mætti UBK á Melavellinum. var yfirspilað, en slapp samt heim með annað stÍKÍð. Lokatölur urðu 1—1 ok er fjarri þvi að þær tölur xefi nokkra mynd af xangi leiksins. SérstakleKa i siðari hálflciknum, óðu Blikarnir inn ok út um vörn Fram, marksúlurnar nötruðu, markvörðurinn varði hvað eftir annað, auk þess sem Blikarnir brenndu nokkrum sinnum af Kt’Wium færum. Er vissuleKa ástæða til þess að biða með óþreyju eftir að sjá lið UBK ieika á Krasi. Læðist að sá Krunur að þar verði liðið illstöðvandi. Framarar fengu eitt færi í leiknum, en nýttu það ekki, Guð- mundur Blikamarkvörður varði skalla nafna síns Torfasonar. Hins vegar skoraði Pétur Ormslev beint úr hornspyrnu á 22. mínútu og náði vægast sagt óvænt forystu fyrir Fram. Vindurinn kom í veg fyrir að Blikarnir jöfnuðu í fyrri hálfleik, Guðmundur Baldursson hálfvarði þrumuskot Jóhanns Grétarssonar, knötturinn skopp- aði að markinu, en vindurinn varð þess valdandi að Guðmundur náði honum aftur í tæka tíð. Hákon Gunnarsson skallaði glæsilega i netið hjá Fram á 52. mínútu eftir hornspyrnu og eftir það fór allt í gang. Guðmundur markvörður sló skalla Helga Bentssonar í stöng, Hákon átti þrumuskot í þverslá, annað þrumuskot sem Guðmundur varði. Markvörðurinn hélt síðan ekki hárri fyrirgjöf og Jón Einarsson potaði knettinum fram hjá opnu markinu og þannig mætti lengi telja. í stuttu máli hafði UBK umtalsverða yfirburði og lék liðið oft stórgóða knattspyrnu. Fram- arar hins vegar þungir og undir lokin meira en ánægðir með annað stigið. Það var meira en liðið átti skilið. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild: UBK — Fram 1—1 (0—1) Mark Fram: Pétur Ormslev 22. mín. Mark UBK: Hákon Gunnarsson 52. mín. Áminningar: Engin. Dómari: Kjartan Ólafsson. —gg. Svíar lágu DANIR sigruðu Svía 2—1 i vin- áttulandsleik i knattspyrnu sem fram fór í Stokkhólmi i fyrra- kvöld. Lars Bastrup og Preben Eikjær skoruðu fyrir Dani, en gamla kempan Bo Börjeson minnkaði muninn fyrir Svia und- ir lok leiksins. Mikko Hame stigahæstur í víðavangshlaupunum MIKKO Hame, finnski hlaupar- inn úr ÍR, varð hlutskarpastur i keppni langhlaupara um sæmd- arheitið víðavangshlaupari vetr- arins. með því að hljóta flest stig i stigakeppni vetrarhiaupa víða- vangshlauparanna, sem víða- vangshlaupanefnd FRÍ hleypti af stokkunum á siðastliðnu hausti. Mikko hlaut 145 stig af 150 möKulegum. en keppni var með þvi sniði, að fyrir síkut i ákveðn- um víðavangshlaupum i vetur hlaut viðkomandi 15 stig, annar maður hlaut 14 stig, og þannig koll af kolli. Alls höfðu hlaupar- arnir 14 hlaup til að spreyta sig i. en tíu beztu hlaup þeirra reikn- uðust með i stigakeppninni. í samsvarandi keppni i kvenna- flokki sigraði Guðrún Karlsdótt- ir UBK, hlaut 120 stig í átta hlaupum, eða fullt hús stÍKa. en engin kona hljóp þó þau niu hlaup sem voru tilskilin. í drengjaflokki sÍKraði Einar Sig- urðsson UBK, hlaut 123 stig. I öðru sæti í stigakeppninni varð félagi Mikkos úr IR, Ágúst Ásgeirsson, sem hlaut 144 stig, eða aðeins einu stigi minna en Mikko, og enn einn ÍR-ingurinn var skammt undan í þriðja sæti, Gunnar Páll Jóakimsson, sem hlaut 138 stig. Gunnar Páll vann það afrek einn allra hlaupara, að taka þátt í öllum vetrarhlaupun- um 14, en Mikko og Ágúst hlupu 12 hlaup hvor. Ef stig úr öllum hlaupum hefðu verið reiknuð hefði, hefði Gunnar Páll verið efstur með 190 stig, Mikko í öðru sæti með 171 stig og Ágúst í þriðja sæti með 168 stig. Mikko sigraði oftast í vetrar- hlaupunum, eða fimm sinnum, Ágúst fjórum sinnum og Gunnar Páll þrisvar'. Sigurður Pétur Sig- mundsson, sem dvalið hefur í Edinborg undanfarna vetur við Mikko Háme með verðiaunin. nám, kom heim í jólafrí, og sigraði í tveimur hlaupanna þá. Jafnan var talsverð spenna í stigakeppninni allan veturinn í gegn. Gunnar Páll hafði forystuna framan af, en Mikko dró hann uppi á miðjum vetri. Ágúst sótti síðan í sig veðrið undir lokin, og gat sigrað í keppninni, með því að sigra í síðasta hlaupinu. Mikko sýndi hörku í síðasta hlaupinu og tryggi sér hins vegar sigur í stigakeppninni. Hópur hlaupara lauk a.m.k. 10 hlaupum, en hér á eftir fer listi yfir stigahæstu menn. Getið er fjölda hlaupa hjá þeim, sem ekki luku 10 hlaupum: KARLAR stÍK 1. Mikko Háme |R 145 2. ÁKÚst ÁNKeinwin ÍR 144 3. Gunnar P. Jóakimsson |R 138 4. MaKnus IlaraldsHon FIl 114 5. Kinar SÍKurðsson UBK 103 6. Óskar (>uómundsson FH(8) 83 7. Ciunnar Kristjánsson Á(9) 67 8. Gudmundur Gislason Á 67 9. Jóhann II. JóhannsHon lK(9) 66 10. Leiknir Jónsson Á 65 11. Stefán FriÓKeirsson ÍR(8) 60 KONUR stiic 1. Gudrún Karlsdóttir UBK (8) 120 2. Linda B. Loftsdóttir FII(6) 77 3. Herdis Karlsdóttir UBK(6) 71 i. Linda B. Uftsdóttir FII(6) 71 5. Ilrónn GuAmundsdóttir UBK(5) 69 6. Laufey Kristjánsdóttir HSI*(4) 57 DRENGIR stifc 1. Einar SiicurÓHson UBK 123 2. Gunnar BirKÍsson ÍR(9) 52 3. Johann Svoinsson UBK(4) 35 ÍBV og Þór leika á grasvellinum í DAG fer fram fyrsti leikurinn i Vestmannaeyjum í 1. deildar- keppninni i knattspyrnu. Heima- menn fá Þór frá Akureyri i heimsókn. Leikur liðanna fer fram á grasvellinum við Helga- fell. Þetta er fyrsti leikurinn sem fram er á grasi i sumar i 1. deildinni. Völlur þeirra Eyja- manna kom nokkuð vel frá vetr- inum og er i allgóðu ásigkomu- lagi. Leikurinn hefst kl. 16.00. Margir leikir á dagskrá um helgina ÞAÐ VERÐUR nóg að gera i knattspyrnunni um helgina. Þrir leikir fara fram i 1. deild, einn meira að segja á grasi eins og greint er frá i annarri smáfrétt hér á siðunni. Hinir tveir fara hins vegar fram á harðara „KÓlfi“, eða á möi. Leikirnir fara allir fram i dag, á Akureyri mætast KA og ÍA klukkan 14.00 og á sama tima mætast á Mela- vellinum Valur og KR. Þá fara fram fimm leikir í 2. deild áður en næsta íþróttasíða skýtur upp kollinum. Fjórir fara fram í dag. Haukar mæta Völs- ungi á Hvaleyrarholtsvelli klukk- an 14.00, ÍBK mætir Reykjavík- urmeisturum Fylkis í Keflavík klukkan 14.00, Skallagrímur mæt- ir ÍBÍ í Borgarnesi klukkan 14.00, en klukkan 15.00 mætast hins vegar Þróttur og Selfoss á Nes- kaupstað. Fimmti leikurinn fer fram á mánudagskvöldið klukkan 20.00. Þá mætast á Melavellinum lið Þróttar og Reynis. 1. deildar keppnin í badminton í DAG hefst 1. deildar-keppnin i badminton. 6 lið taka þátt i keppninni, þar af fjögur frá TBR, 1 frá KR og 1 frá Akranesi. Keppnin fer fram i TBR-húsinu og hefst kl. 14.30. Einkunnagjðfin Lið Vikings: Diðrik Ólafsson 6 Þórður Marelsson 5 Magnús Þorvaldsson 6 Helgi Helgason 5 Jóhannes Barðarson 5 Hörður Sigurðsson 5 Jóhann Þorvarðarson 4 Ómar Torfason 6 Lárus Guðmundsson 6 Aðalsteinn Aðalsteinsson 4 Heimir Karlsson 7 Ilafþór Helgason (vm) 7 Gunnlaugur Kristfinnsson (vm) 6 Lið FH: Hreggviður Ágústsson 6 Magnús Stefánsson 5 Andrés Kristjánsson 5 Logi Ólafsson 5 Sigurþór Þórólfsson 5 Gunnar Bjarnason 5 Magnús Teitsson 6 Helgi Ragnarsson 4 Ásgeir Arnbjörnsson 4 Pálmi Jónsson 5 Tómas Pálsson 6 Viðar Ilalldórsson (vm) 6 Guðmundur Hilmarsson (vm) 5 Lið Fram: Guðmundur Baldursson 6 Trausti Haraldsson 5 Hafþór Sveinjónsson 5 Marteinn Geirsson 6 Sverrir Einarsson 4 Sighvatur Bjarnason 6 Ágúst Hauksson 4 Halidór Arason 4 Gunnar Guðmundsson 4 Guðmundur Torfason 5 Pétur Ormslev 4 Ársæll Kristjánsson vm. 4 LiðUBK: . Guðmundur Ásgeirsson 5 Tómas Tómasson 6 Uelgi Ilelgason 6 Ólafur Björnsson 7 Valdcmar Valdemarsson 7 Vignir Baldursson 6 Gísli Sigurðsson 5 Jóhann Grétarsson 7 Hákon Gunnarsson 7 Jón Einarsson 7 Ilelgi Bentsson 7 Sigurjón Kristjánsson vm. 5 Vaalerengen með 2 stiga forystu VAALERENGEN hélt sinu striki er fjórða umferðin i norsku knattspyrnunni fór fram i fyrra- kvöld. Liðið sigraði Hamarkam- eraterne 2—1 i Hamar og hefur þvi 2 stiga forystu i deiidinni. Kristinn Björnsson gat ekki leik- ið vegna fótbrots sem hann hlaut nýlega eins og frá var greint i Mbl. fyrir skömmu. En úrslit leikja urðu sem hér segir: Brann — Start 2—2 Bryne — Moss 0—0 Fredrikstad — Haugar 1—1 Hamkam — Vaalerengen 1—2 Lilleström — Viking 6—0 Lyn — Rosenborg 1—1 Óvæntustu úrslitin voru án nokkurs vafa skellur Víkinganna hans Tony Knapp, en ár og dagur er síðan að Viking hefur fengið aðra eins hýðingu. Vaalerengen hefur 7 stig að fjórum umferðum loknum, Lilleström, Moss, Ham- kam, Rosenborg og Start hafa öll 5 stig. Viking hefur 4 stig, en önnur félög þaðan af minna. • Paal Jakobsen, lykilmaður Vaalerengen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.