Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 14
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1981
Pottarim
Umsjón: SIGRÚN
DAVÍÐSDÓTTIR
R|f hef áður minnzt á vorkom-
una o(í allt það 0(í held nú áfram
í sama dúr. Nú er það heil
vormáltíð. Það er ekki vanþörf á
að minna á (írænmeti, því við
Íslendiniíar erum ekki of iðnir
við að (jæða okkur á því, a.m.k.
miðað við ýmsar aðrar þjóðir.
Það er því ekki vanþörf á að
hafa «rænmeti í huga, og ekki
sízt í sumarbyrjun, þegar aðal-
grænmetistíminn er framundan.
Auk þess sem allir ættu að
snæða sem mest af grænmeti,
hafa sumir kosið að sleppa alveg
mat úr dýraríkinu, eða tak-
marka sig við þær afurðir, sem
dýrin leggja til án þess að láta
lífið fyrir. Það eru ýmsar ástæð-
ur fyrir því að fólk kýs að fara
inn á þessa braut, en algengustu
ástæðurnar eru að það álítur
jurtafæðu hollar og/eða kærir
sig ekki um að dýrum sé slátrað
til að ala fólk. Það má nefnilega
ekki gleyma því, að því ofar sem
við förum í fæðukeðjuna til að
taka mat okkar því dýrari verð-
ur hann. Þannig er í raun mun
hagkvæmara að nota t.d. korn til
manneldis heldur en að nota það
til að ala dýr, sem svo eru
borðuð. Rn þrátt fyrir þessi rök,
þá er það nú einu sinni gömul
hefð að ala dýr til manneldis og
því verður ekki breytt á svip-
stundu. Auk hollustu og hug-
sjóna hlandast svo stundum trú-
arbrögð inn í fæðuvalið.
Svokallaðar grænmetisætur
hafa verið fáar hér, en fer
líklega fjölgandi eins og annars
staðar, þó ég hafi grun um að
þam þyki enn mjög sérvizkulegt
fyrirbæri. Rf kornmatar, græn-
metis, hauna, eggja og
mjólkurrtiatar er neytt, er auð-
velt að borða hollan og nær-
ingarmikinn mat, ef þess er
aðeins gætt að hann sé fjöl-
breyttur, eins og reyndar er
dltaf nauðsynlegt. En
efegg og
mjólkurmatur er einnig úti-
lokaður, er heldur vandasamara
að setja matinn vel saman og
þeir sem huga á slíkt þurfa að
athuga vel sinn gang.
Það hefur gjarnan verið bent
á, að það að hafna kjöti og fiski
bjóði upp á öðruvísi mat, sem þá
sé bezt að meðhöndla á þann
hátt sem henti hverju hráefni
um sig, frekar en að reyna að
búa til eitthvað sem t.d. líkist
kjöti. Það eru til uppskriftir að
t.d. buffi, sem er búið til úr
þurrkuðum baunum, t.d. soja-
baunum, og einnig fæst sojabuff
í heilsufæðisbúðum. En það er
kannski vænlegra að gleyma því,
og matreiða þennan mat sem
grænmeti en ekki eitthvað sem
komi í staðinn fyrir kjöt.
Vor-
máltíð
Þótt þið séuð ekki spennt fyrir
grænmetisfæði eingöngu, er þó
alveg sjálfsagt að borða vel af
því. Það hefur verið bent á, að
það geti verið góð hugmynd að
borða öðru hverju aðeins græn-
meti, hafa svokallaða græna
daga. Hvernig væri að prófa að
hafa slíkan dag einu sinni í viku
í sumar? Og fyrir þá sem hafa
áhuga á grænmetisfæði, má
benda á að vegna aukins áhuga
víða um lönd hafa ótal bækur
verið skrifaðar um þessi efni
undanfarin ár. Hér má oft sjá
grænmetismatreiðslubækur þar
sem seldar eru útlendar mat-
reiðslubækur, t.d. pappírskiljur
frá Penguin.
Eg er svona frekar á grænu
línunni í matargerðinni í dag,
eins og sjá má, og sting því upp á
eftirfarandi matseðli: Bauna-
súpa, ostapönnukökur með
gúrkufyllingu og sítrónujógúrt-
ís.
Góða skemmtun!
Haunasúpa (handa fjórum)
Að vísu er súpan ekki búin til
úr nýjum baunum heldur fryst-
um, en harðla góð þrátt fyrir
það. Aðalgaldurinn er að hita
þær í góðu soði eða vatni, merja
þær gegnum sigti eða setja í
rafmagnskvörn og hita svo enn
frekar, ef með þarf. 1—2 sellerí-
stönglar eða 1 gulrót er möguleg
viðbót, ef ykkur sýnist svo. Ef
við höldum okkur eingöngu við
grænmetið, notum við auðvitað
ekki kjötsoð, heldur grænmet-
issoð, sem fæst t.d. í heilsufæðis-
búðum. Ég rakst t.d. á afbragðs-
gott soð frá svissnesku fyrir-
tæki, Plantaforce, í Heilsuhús-
inu neðst á Skólavörðustígnum.
Grænmetissoð sómir sér vel í
hvers kyns súpur og sósur, eða
annars staðar þar sem á að nota
soð.
Ef þið notið rafmagnskvörn,
er bezt að sjóða grænmetið í
aðeins helmingnum af vökvan-
um fyrst, setja það svo í kvörn-
ina, og hita loks afganginn af
vatninu með maukinu. Ég sting
upp á þessu vegna þess að
kvarnirnar taka sjaldnast meira
en 1 1, og eins þola ekki allar
sjóðandi vatn, svo það er tilvalið
að setja svolítið kalt vatn með í
kvörnina til að kæla vökvann. Þá
losnið þið við að bíða þar til
súpan verður nógu köld í kvörn-
ina og eins þurfið þið ekki að
setja í hana nema einu sinni ...
1 1 vatn
(soðteningur, eða grænmet-
issoðduft eða -mauk)
500 gr grænar, frystar baunir
(1—2 stönglar sellerí, smátt
skorið)
1 Hitið vatnið ásamt krafti, ef
ykkur sýnist svo. Sjóðið þar í
annað grænmeti en baunirnar.
Setjið frystar baunirnar út í, og
látið þær þiðna og hitna. Þá er
að stappa þær, annaðhvort með
því að nudda þeim í gegnum sigti
eða setja þær í kvörn. Hrærið
súpuna vel, en látið hana ekki
sjóða aftur. Berið hana fram, og
gætið þess að hræra í súpunni
um leið og hún er skömmtuð, svo
allir fái sinn skammt af baunun-
Súpan er býsna falleg á að
líta, iðjagræn og sumarleg, og
ekki er bragðið síðra. I svona
súpur er oft bætt rjóma, og
jafnvel eggjarauðum, til að
þykkja þær, en það er engin
nauðsyn, því grænmetismaukið
sér fyrir þykktinni. Þó það sé
ekki algengt, er eitthvað um
mjólkur- og eggjaofnæmi, og hér
er að minnsta kosti einn fyrir-
taks réttur, þar sem slíkt
ofnæmi kemur ekki að sök.
Svona súpa er tilvalin fyrir þá,
sem af einhverjum ástæðum
þurfa að forðast feitmeti.
Ef þið viljið breyta til, getið
þið sett nokkrar nýskelflettar
úthafsrækjur í diskana um leið
og súpan er borin fram, en þá
stígum við reyndar út fyrir
grænu línuna. Gott brauð er
auðvitað fyrirtaks meðlæti ...
Þó það þyki víst löng bið, ef
vika líður milli rétta, þá verður
þáð þó svo að vera í þetta
skiptið. Hinir tveir réttirnir
koma um næstu helgi ...
Ábætir
Ég var varla búin að sleppa
ritvélinni um daginn eftir að
hafa rabbað um krydd og krydd-
jurtir, þegar ég sá þessar kröft-
uglegu kryddjurtir í pottum í
Blómavali. Það er því kjörið
tækifæri fyrir þá sem ekki sáðu
jurtum sjálfir að ná sér í
bragðbæti í matinn.
FRJALS UM EVROPU
ÓTAKMARKAÐ FERÐALAG MEÐ JÁRNBRAUTUM í 30 DAGA
Noregur, Sviþjóð, Finnland, Danmörk, V-Þýskaland, Holland, Belgla, Luxemborg, Austurriki, Ungverjaland, Rúmenía,
Frakkland, Sviss, Italia, Júgoslavia, Grikkland, Portúgal, Spánn, Marokkó.
AU-D\'TAd fer ungt folk með ur\ al
Brottfarir: 20., 27. maí -10., 24. júní - 8., 28. júlí - 5., 26. ágúst.
Innifalið: Flug fram og aftur Luxemburg.
Járnbrautarfarseðill og farfuglahandbók um Evrópu
OR\%l V
FLUGOG BÍLL
no vild um
STORKOSTLEGAST1FEROAMAT1NN
1 / 2 / 3 / 4 VIKUR VIKULEGAR BROTTFARIR TIL LUXEMBORGAR í HJARTA MEGINLANDSINS
BILL AÐ EIGIN VALI ÓTAKMARKAÐUR AKSTUR LÖND OG ÁFANGAR AÐ VILD
SÝNISHORN AF VERÐI: 3 VIKUR, 3 í BÍL FRÁ KR. 3.164.-
URVAL við Austurvöll S 26900.
SJómannadagurinn
14. Júní 1981
SJÓMANNADAGSRAÐ ÚTI A LANDI:
Vinsamlega pantiö merki og verölaunapeninga sem fyrst
í síma 38465 eöa 83310.
Sjómannadagsráð Reykjavík.