Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1981 57 5 0 & h Tónlistarskólans í Reykjavík í Tónlistarskólanum í Reykjavík, sem í vetur hefur minnst 50 ára afmælis síns, standa nú yfir vorpróf og lýkur skólaárinu síðla í þessum mánuði. Hér er í dag rætt við tvo kennara skólans auk skólastjórans og greina þeir frá starfi sínu og spjalla auk þess vítt og breitt um tónlistariðkun í landinu og stöðu hennar. þessum árum, Björn Árnason og Rúnar Vilbergsson. Reynir á samkomulagið Eru margir í fagottnámi? — Þeir eru ekki margir, en stefnan hefur verið sú að reyna að hafa það marga í námi, að við getum haft fullskipaða hljómsveit innan skólans. Ég hef tekið nem- endur sem byrjendur og haft þá hér í 7 til 8 ár og segja má að það sé e.t.v. stærsti galiinn að sami kennarinn annast þá allan þann tíma. Það reynir því á að sam- komulag sé gott milli nemandans og kennarans öll þessi ár og kennarinn á erfitt með að endur- taka sig ekki. En eftir því sem tónlistarskólar bæði úti á landi og í Reykjavík auka starfsemi sína er líklegt að við getum takmarkaö inngöngu við lengra komna nem- endur, enda er æskilegt að sami kennari sé ekki lengur en 4 ár með sína nemendur. En fá fagottleikarar allir störf hér heima í sínu fagi? — Það hefur varla reynt á það ennþá, enda eru þeir nú í fram- haldsnámi. Enginn fer heldur út í þetta með atvinnuna eingöngu í huga og minnt skal á að góð menntun verður ekki frá neinum tekin. En fagottleikarar geta sinnt margs kyns tónlistarstörfum eins og aðrir tónlistarmenn og þótt ekki séu t.d. núna fyrir hendi ákveðin störf í hljómsveitum þá kemur að því að þær þurfa endurnýjunar við. Tónheym kennir fólki að heyra tónlist rétt - segir Sigurður Markússon fagottleikari Nóg af fagotttónlist Einn af kennurum Tónlistarskólans er Sigurður Markússon fagott- leikari. Auk þess að kenna fagottleik hefur hann í 22 ár, utan eins árs, sem hann var við nám i Evrópu, annast kennslu i tónheyrn og er hann eini kennarinn, sem annast hefur þá námsgrein. Sigurður útskrifaðist frá Tónlistarskólanum árið 1953 og var síðan fjögur ár við nám í Curtis Intitute of Music í Bandaríkjunum. en hóf störf við Tónlistarskólann í Reykjavík haustið 1959. — Það hefur verið gott að vinna við þessa stofnun, henni er ekki ofstjórnað og kennurum er sýnt traust, en vel er fylgst með árangri nemenda á prófum og er Jón Nordal skólastjóri iðulega sjálfur meðal prófdómara, segir Sigurður, en hann er í upphafi beðinn að segja í nokkrum orðum hvað tónheyrn sé: Tónheyrn spannar alla þætti — Tónheyrn spannar yfir alla þætti tónlistarnámsins og í stór- um dráttum má segja, að hún hjálpi fólki til að heyra tónlist án hjóðfæris, skrifa heyrða tónlist án hljóðfæris og hún kennir fólki að heyra rétt, heyra hvort það er að spila eða syngja rétt o.s.frv. Hún kemur að gagni við hvers kyns störf að tónlist og þetta er skyldu- námsgrein fyrir alla sem ætla sér að ljúka prófi frá hinum ýmsu deildum skólans og eru nemendur í tónheyrn orðnir milli 60 og 70 ár hvert. Námið tekur tvo vetur að jafn- aði og eru kenndir tveir tímar í viku. Þetta nám er að því leyti likt hljóðfæranámi, að menn verða að sinna því daglega, því árangur verður ekki nema með æfingunni. Námið fer fram í hóptímum og það fer ekki hjá því að það reyni á taugarnar hjá mörgum fyrst í stað, enda reyni ég að gefa hæfi- legt aðhald og gera mönnum grein fyrir því að þetta er ekkert föndur, því námsefnið er mikið. erfiði þeirra hefur borið árangur og hjálpar þeim í náminu. Allt námið í Tónlistarskólanum er að þróast meira og meira í nám á háskólastigi og skólinn er sífellt að verða nær því að starfa eins og erlendir tónlistarháskólar og það á einnig við þessa grein og því finna menn það fljótt þegar á liður að tónheyrnin er mikilvæg undirstaða tónlistarnáms. Og eins og fyrr segir kennir Sigurður Markússon einnig á fag- ott: — Já, ég hef annast kennslu á fagott þessi ár og er fyrsti nem- andinn, sem ég útskrifaði, Haf- steinn Guðmundsson, nú búinn að vera starfsfélagi minn í Sin- fóníuhljómsveit Islands í mörg ár. Tvo aðra hef ég útskrifað á Hefur mikið verið samið sér- staklega fyrir fagott? — Fagott er lítið þekkt hljóð- færi, hér hefur mest borið á því sem hljómsveitarhljóðfæri. En það er af nógu að taka. Til dæmis samdi Vivaldi 36 konserta fyrir fagott. Einnig má nefna, að skól- inn hefur sérstaklega beðið ís- lensk tónskáld að semja fagott- verk sem einn þátt í einleiksprófi nemenda þeirra, sem útskrifast hafa héðan og þannig hafa Þorkell Sigurbjörnsson, Atli Heimir Sveinsson og Jónas Tómasson og fleiri aukið við islenskar tónbók- menntir. Er til nóg af tónlistarmönnum fyrir framtíðina? — Við eigum til mikið af stór- gáfuðu fólki og ég tek ofan fyrir mörgu ungmenninu, sem „briller- ar“ í menntaskóla og sinnir jafn- framt tónlistarnámi sínu af krafti. I því er ekki lítil vinna fólgin, það fólk sýnir geysilegan dugnað og meðan svo er þarf engu að kvíða. Mikilvæg undirstaða Koma nemendur þá fljótt auga á mikilvægi tónheyrarinnar? — Sennilega er best að svara þessu með því að segja, að þegar nemendur eru farnir frá okkur í nám erlendis fæ ég oft kveðjur og jólakort og menn hafa séð að Sigurður Markússon fagottleikari er hér með nokkra nemendur i tima í tónheyrn. LjAsm.: Kristján JARLINN hvílir í friði allir gestir horf nir JARÐNESKAR leifar James Hepburn, fjórða jarlsins af Bothwell, sem var fjórði eiginmaður Maríu Stuart Skota- drottningar. hafa af einhverjum óskiljanlegum ástæðum varðveitzt heilar og óskemmdar.í múmíuformi í Danmörku í fjórar aldir. Þær höfðu mikið aðdráttarafi fyrir skemmti- ferðamenn þangað til fyrir tæpum fimm árum, þegar Danir settu jarlinn í lokaða líkkistu og bönnuðu aðgang að kistunni. þar sem hún er geymd, fyrir íullt og allt. Síðan hafa allar tilraunir til að berja jarlinn augum verið unnar fyrir gýg. Þær hafa verið jafnvon- lausar og tilraunir jarlsins til að hrifsa til sín skozku krúnuna frá Maríu drottningu. Hann flúði land og hristi af sér skozka lávarða, sem veittu honum eftirför, en lézt veikur á geði í danskri dýflissu. Margir hafa sýnt því mikinn áhuga að skoða líkið síðan það hvarf úr augsýn, þar á meðal japanskir sjónvarpsmenn, sem vildu kvikmynda það, og ýmsir Skotar. En eins og prestur í 800 ára gamalli þorpskirkju, þar sem jarlinn alræmdi hvílir, komst ný- lega að orði, „getur enginn lengur fengið að opna kistuna". Lézt í dýflissu „Við viljum leyfa honum að hvíla í friði," sagði presturinn, séra Ohrt. „Og nú hvílir hann í friði og múmían er mjög vel varðveitt." Líkið varðveittist sem múmia væri í upprunalegri gröf sinni undir Faarvejle-kirkju, en hvílir nú zinkvarið innan í eftirlíkingu af 16. aldar likkistu í myglulykt- andi kjallara-kapellu. Jarlinn lézt í dýflissu í Dragsholm-kastala, sem er í næsta nágrenni, árið 1578, 11 árum eftir að hann varð pólitískur fangi Friðriks II Danakonungs. Hann flúði frá Skotlandi vegna ásakana um að hafa skipulagt samsærið um morðið á Henry Stuart Darnley, öðrum eiginmanni Maríu drottningar. Ættingjar fyrrverandi hjákonu jarlsins og lánardrottnar, sem hann skuldaði fé úr fyrri Danmerkurferð, höfðu hendur í hári hans í Noregi. Hann var framseldur Friðriki konungi, sem þá var konungur bæði Dan- merkur og Noregs auk íslands. Síðustu fimm árin í fangavist- inni gerðu hann sturlaðan og hann lézt 52 ára gamall. Sagan segir, að hann hafi verið hlekkjaður við súlu, sem var helmingi lægri en hann, svo að hann hafi ekki getað staðið uppréttur. Hann var graf- inn í kirkjunni, eins og algengt var á þessum tímum. Skoðunarferðir Nokkrar aldir liðu og þá tók einhver sig til — sennilega kirkju- þjónn — og hóf að skipuleggja skoðunarferðir að molnandi kistu jarlsins, en þá hafði lokið eyðzt fyrir löngu. Kirkjan varð geysi- vinsæll ferðamannastaður vegna líkkistunnar, sérstaklega hjá mörgum kynslóðum skólapilta. Þegar umræður hófust um það, hvort koma ætti líkinu fyrir í kistu, bentu starfsmenn ferðamála í Danmörku á, að líkið væri það eina sem laðaði gesti að smábæn- um Faarvejle, sem er 74 km norðvestur af Kaupmannahöfni nema ef vera kynni að einhver vildi virða fyrir sér lauka, sem vaxa á uppfylltu landi við Lamme-fjörð. Á árunum fyrir 1970 — þegar líkið hafði verið sett undir glerlok í hvítmálaðri einkakapellu við hliðina á steingirðingu kirkjunnar — komu um 30.000 ferðamenn á ári tii að góna á það. Jarlinn falinn Til þess lágu þrjár ástæður, að ákveðið var að fela jarlinn: — Marga gesti hryllti við sjón- arspilinu og þeir fóru ekki dult með þá skoðun sína og létu hana óspart í ljósi — sumir i bréfum til danskra yfirvalda. — Múmían sýndi fljótt hrörn- unarmerki eftir flutning hennar frá upphaflegum legstað 1949 og jafnvel þegar innsigluð stálkista með glerloki var tekin i notkun 1963 hélt hrörnunin áfram. — Smámynt, sem gestir létu í samskotahauk. nægði ekki til að laða að starfsfólk. sem gat unnið heilan vinnudag og gætt múmi- unnar. auk þess sem ekkert fé var fyrir hendi til þess að ráða annað gæzlufólk. Danska þjóðminjasafnið kom múmíunni tvívegis í lag áður en hún var sett í lokaða líkkistu. Síðan hefur safnið komið fyrir ljósmyndum af jarlinum eins og hann leit út þegar ferðamenn máttu glápa á hann eins og þá lysti í kapellunni. Flestum gleymdur Nú er hann að mestu gleymdur. Skozka skjaldarmerkjafélagið sendi hjálm jarlsins í fyrra og honum var komið fyrir í litla safninu, sem risið hefur upp. Annars breytist ekkert og enginn kemur, eins og séra Ohrt komst að orði. Ohrt er 48 ára gamall og kveðst enn muna eftir ferðum til Faar- vejle, þegar hann var 12 ára gamall skáti. í þá daga, segir hann, voru þrjár eða fjórar kistur með múmíum fjögurra barna í grafhýsinu hjá jarlinum. Nú hafa þau verið grafin og hvíla í kirkjugarðinum undir mosavöxnum legsteinum. „Gamall kirkjuþjónn stríddi stundum okkur strákunum og lék stundum á okkur," sagði hann. Hann benti á múmíu jarlsins og sagði: „Þetta er jarlinn af Both- well, fullorðinn." Svo benti hann á eina af litlu múmíunum og sagði: „Og þetta er jarlinn þegar hann var lítill.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.