Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1981 63 fclk í fréttum Móðir og dóttir mæður sama dag Yarð móðir og amma samdægurs Það var margt um manninn á þorrablótinu uk fóik skemmti sér hið besta. + Því var slegið upp í þættinum „Pólk í fréttum" hér í blaðinu laugardaginn 9. þ.m. að mæðgur í Ameríku hafi báðar eignast dætur sama daginn og þótti það tíðindum sæta. En þetta sama gerðist reyndar hér á Islandi fyrir nákvæmlega 22 árum. ,Þá áttu mæðgurnar Margrét Sigurjónsdóttir og Kristín Haraldsdóttir dætur sama dag og varð Margrét þann- ig móðir og amma samdægurs. Dóttir Margrétar heitir Svava Haraldsdóttir og dóttir Kristín- ar Erla Dagný Stefánsdóttir. Við fengum þær Margréti, Kristínu og Erlu til að koma saman og leyfa okkur að smella af þeim mynd en því miður gat Svava ekki verið með á henni þar sem hún er búsett í Keflavík. Við verðum því að birta sér mynd af henni sem tekin var nýlega. Að lokinni myndatöku spjall- aði blaðamaður Morgunblaðsins við þær mæðgurnar um þetta óvenjulega tilfelli. — Já, þetta þótti töluvert óvenjulegt og starfsfólkið á fæð- ingardeildinni sagði að þetta hefði ekki komið fyrir áður þau 16 ár sem hún hafði starfað, sagði Kristín Haraldsdóttir. Það var dálítið asnalegt að lenda uppá fæðingardeild með móður sinni. Annars vakti þetta ekki mikla athygli útífrá á sínum tíma — en manninum mínum þótti það voðalega sniðugt að þegar hann kom í heimsókn á fæðingardeildina þá heimsótti hann dóttur sína, eiginkonu, tengdamóður og mágkonu allar í einu. — Þetta var mikið vesen á sínum tima — við vorum hafðar saman í stofu og mikið við okkur haft, sagði Margrét. Fæðingarn- ar uppá hvítasunnudag 1959 og fæddist Svava kl. 7 um morgun- inn en Erla Dagný kl. 13. Ég Þorrablótið var haldið á heimili Schrader-hjónanna og þá var tekin af þeim þessi mynd. Mæðgurnar ásamt dóttur dótturinnar. F.v. Margrét Sigurjónsdóttir, Kristín Haraldsdóttir og Erla Dagný Stefánsdóttir. Ljósm. Kristján. Þorrablót í Flórida + Íslendingaíélagið í Orlando, Florida, hélt Þorra- blót 14. febrúar 1981. Blótið sóttu um 65 manns, en það var haldið á heimili formanns íslendingafélags- ins, hr. B. Schrader, en hann er kvæntur íslenzkri konu. Að sögn heimildarmanns okkar er mikill áhugi fyrir því að Flugleiðir hefji flug til Orlando, sem er miðsvæðis á skaganum og því tiltölulega stutt þaðan til allra staða á Florida. Svava Magnúsdóttir með Krist- ján litia, en hún er ömmusystir hans. man að þegar ég var búin að eiga mina þá var hún sett inn til Kristínar og þegar hún var búin að eiga sína þá var hún sett inn til mín. Þetta var allt svolítið skrítið. Ég hef aldrei heyrt um annað tilvik þar sem mæðgur hafi átt börn sama daginn hér á landi — en það væri gaman að frétta af fleiri tilfellum. Að lokum spurði blaðamaður Mbl. Erlu Dagnýju, dóttur Krist- ínar, hvort hún vildi leggja orð í belg. — Nei, það læt ég alveg lönd og leið, sagði Erla Dagný — ég stórskammast mín fyrir að þú skulir ætla að fara að skrifa um þessa vitleysu í blöð. Og þar með sláum við botninn í þetta og óskum þeim Erlu Dagnýju Stefánsdóttur og Svövu Magnúsdóttur til hamingju með 22ja ára afmælið, sem þær eiga í dag. - bó Fjórir fulltrúar útskriftaraðals Grunnskóla Garðabæjar 1981. F.v. Steinar Pálmason, Ásdis Paulsdóttir, Lovisa Vattnes og Magnús (Superman) Jónsson. LjÓ9m. RAX. Húllumhæ útskriftaraðals frá Garðabæ + Mikið húllumhæ varð hér fyrir framan Morgunblaðshúsið er 70 unglingar söfnuðust þar saman um hádegisbilið sl. þriðjudag um það leyti sem blaðamenn voru að mæta til vinnu. Höfðu ungl- ingarnir búist ýmsum gervum og voru í hópnum hin furðulegustu skrípi — höfðu sumir brugðið sér í dýrslíki en flestir létu sér þó nægja að klæðast einkenni- lega. Blaðamaður og ljósmynd- ari Morgunblaðsins fóru á stúf- ana til að finna út hverju þetta sætti og tókum við tali fjór- menningana Steinar, Ásdísi, Lovísu og Magnús. — Þetta húllumhæ gerum við í tilefni þess að Grunnskóla Garðabæjar er lokið og við öll útskrifuð úr grunnskóla núna — það hefur áreiðanlega oft verið gert húllumhæ af minna tilefni, sögðu þau. Ja, hvað við gerum í framtíð- inni? — því verður framtíðin náttúrulega að skera úr. Þau Asdis, Lovísa og Magnús voru þó að velta því fyrir sér að fara í menntaskóla næsta vetur en Steinar hugðist helzt verða kokkur er tímar liðu. Þetta voru eldhressir krakkar. Að lokum sögðust þau vona að aðrir bekkir í Grunnskóla Garðabæjar myndu halda við þessum sið — að efna til húllum- hæs við skólaslit — þannig að þetta yrði fastur siður í framtíð- inni og setti árlega svip á bæinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.