Alþýðublaðið - 30.05.1931, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.05.1931, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7. sennilega vera fyrsti presturinn hér á landi, sem sýnir þá djörf- ung að blanda sér í félagsmál verkalýðsins, en vonandi verður hann ekki sá siðasti. Höfðu suimir orð á því, að honu.ni væri nær að stofna kristilegt félag, en ein- hvern ttma hefir verið sagt: Það, sieim þér gerið einum mínum minsta bróður, það hafið þér mér gert. Mundi þetta ekki vera bend- ing til prestanna um að starfa ótrauðir í verkalýðsfélögum ? Varla verður það skilið sem bann við því. Skutull. Frá Jónína Jónatansdóttir er fædd 22. maí 1869 í Garða- hverfi í Gullbringusýslu, en til Rvíkur fluttist hún um 25 ára. Opinbera starfsemi sína hóf frú Jónína I Gó'ölemplararegiunni og hetir útrýming áfengis úr landinu jafnan verið eitt af áhugamálum hennar. Stjórnmálastarfsemi sína hóf frú Jónína 1912, er hún tók að undirbúa stofnun verkakvenna- félags. Mætti hún þar víða litlum skilningi, en hún vann að þessu með þeim brennheáta sannfær- ingarkrafti ,er einkennir hana, og árið 1914 var verkakvennafélagið „Fram,sókn“ stofnað. Varð frú Jónína þá formaður þess og hefir jafnan verið endurkosin formaður síðan. Hefir starf frú Jónínu orðið hið giftudrýgsta fyrir féiagið og telur það nú á níunda hunidrað kvenna. Frú Jónína hefir átt sæti í bteej- arstjórn Reykjavíkur sem full- trúi Alþýðuflokksins, og hún er varamaður Jóns Baldvinssonar sem landkjörinn þingmaður. Frú Jónína er nú í fjórða sæti á lista Alþýðuflokksins við þing- kosningarnar í Reykjavík, og þýðir ekki að leyna því, að hún er sett þar af því að visisa er fyrir að hún muni draga fjölda af atkvæðum að listanum, en ekki af því að neinn láti sér detta í h;ug að Álþýðuflokkurinn komi að öllum sínum frambjóðendum i Reykjavík. En þó vikur nú svo við, að vel getur svo farið, að frú Jónína komist á þing við þessar kosningar, því verði Jón Baldvinsson kosinn í Snæfells- ness- og Hnappadals-sýslu, þá tekur hún sæti hans í þinginu. Atkvæðamunur Alþýðuflokks- ins og íhaldsflokksins í Snæfalte- ness- og Hnappadals-sýslu verður áreiðanlega ekki mikill, og er það nú komið undir skilningi kvenfólksins í þessu kjördæmi. hvort það á að bætas.t ein kona við á þinginu, því með því að kjósa Jón Baldvinsson geta konur komið frú Jónínu að. Væri ósk- andi að kvenfólkið í umræddu kjördæmi hefði skilning á þessu, því ekki veitir af að bætt væri við konum á þing, og færi vel á því, að það væri frú Jónína, þessi fram úr skarandi gáfu- og áhuga-kona. Bóndadóttir (nú verkamannskona Í Rvík). Frambjóðanái AiD^ðaflokbsins í BðroaríjafðarsfMn. Sveinbjörn Oddsson, frambjóð- andi Alþýðuflokksins í Borgar- fjarðarsýslu, er fæddur að Brennistöðum í Borgarfjarðar- sýs,lu 8. nóv. 1885. Oddur faðir hans bjó að Brennistöðum í 54 ár. Þegar Sveinbjörn var 17 ára að .aldri fór hann hingað til Reykjavíkur og byrjaði að nema skósmáði; við þá iðn var hann í 2 ár, en svo fór hann alfarinn héðan til Akraness. Hefir hann stundað sjómensku þar síðan, þar til fyrir fáum árum, ýmist sem háseti, formaður eða vélamaður. Síðast liðin ár hefir hann stund- að bifreiðaakstur. Sveinbjörn er óvenju fólags- lyndur maður, og á því sviði liggja eftir hann stóf flrki. Máð- urinn er og prýðilega gefinn, ó- sérhlífinn til allra starfa í þágu félags síns, úrræðagóður og dyggur félagi. Þegar verklýðsfélag Akramess var stofnað árið 1924 var Svein- björn kosinn yarajormaðuT þess, en síðast liðin ár, að undanteknu fyrsta árinu, hefir liann verið for- rnaður þess, enda hefir hann borið hag alþýðustéttarinnar á Akranesi mjög vel fyrir brjósti og viljað sameina hana í félaginu til samedginlegrar baráttu fyrir bættum kjörum. Sveinbjörn kyntist fyrst jafn- aðarstefnunni og verklýðssamtök- unum af frásögn Alþýðublaðsins eldra. Hreif stefnan þá hug hans Sueinbjörn Ochlsson. ur gan, og síðan hefir hann skipað sér í fylkingar hennar af lífi og sál og ekki taliö eftir sér að leggja henni lið, þegar á hefir þurft að halda, enda mun í sögu alþýðusamtakanna verða minst baráttu Sveinbjarnar á Akranesi sem dæmis þess, við hvað hreyf- ingin átti að stríða á frumbýlis- árunum. Tvisvar hefir Sveinbjörn átt sæti á þingum Alþýðusam- bands Islands. I ungmennafélaginu á Akraniesi hefir Sveinbjörn staríaö síðan ár- ið 1910. Þar hefir hann setið ; fjölda nefnda’ og unnið þar af sömu eljunni og dugnaðinum sem alls staðar annars staöar. í sitúkunni „Akurblóm" hefir hann starfað síðan 1918. Hann hefir verið æðsti templar stúk- unnar og gegnt ýmsum öðrum embættum og störfum. í Fiskifélagsdeild Akraness hiefir hann verið formaðuir í 9 ár. Árið 1917 stofnaði hann sjúkra- samlag Akraness, og starfar það enn af fullu fjöri. Hefir það hjálpað fjölda mörgum yfir eríiða veikindatíma. Síðan Svbj. stofn- aði það, heíir hann ýmist verið formaður þess eða varaformaður. Af ýmsum öðrum félagsmálum heíir Sveinbjörn haft mikii af- skifti, og alt af hefir hann reynst hinn ráðabezti og öruggasti til að leita. Eins og á framanrituðu sést hefir Sveinbjörn miðað alt sitt opinbera starf við menningarmál alþýðu. Hann hefir lagt þar fram krafta sína, sem honum fanst að hugsjónir sínar stefndu að. Sveinbjörn hefir aldrei verið fjáður máður. Hann hefir alt af unnið baki brotnu fyrir sér og sínum, enda sýnir maðurinn það, að Irann hefir ekki legið á liði sínu á farinni æfi. Á komandi árum mun ,hin nýja menningarstefna, sem kend er við samtök alþýðunnar, velja slíka menn, sem Sveinbjörn Oddsson er, til að vera talsmenn sína. Hagur alþýðunnar í Borgar- fjarðarsýslu verður og bezt trygð- ur með því, að Sveinbjörn Odds- son nái þar kosningu. Framblóðandl AipýðufSokhsms í VestDr-liliiavatiissýslH. Að líkindum hefir engina stjórnmálaflofckanna jafnmarga lunga menn í kjöri víð í Ihönd far- andi kosningar eins og Alþýðu- flokkurinn. Er þetta mjög eðli- legt, þar sem meiri hluti ungm íslendinga mun að flestu aðhyil- ast jafnaðarstefnuna. Frambjóðandi Alþýðuflokksins í Vestur-Húnavatnssýslu er Sig- urður Grímisson lögfræðingur. i Hann er þegar mjög vel þektur Signrdur Grímsson lögfræðingur. víða um land, ekki sízt af ljóð- um þeirn, er hann gaf út ran 1922. Sigurður er einn þeirra manna, sem ekki lætur aldaranda eða skoðanir samferðamanna sinna sníða sér stakk. Hann er jafnaðarmaður af sannfæringu, og ekkert fær þokað honum frá skoðuii hans. Hann stundaði mjög skrifstofustörf á námsárum sínum og eftir að Kann tók embættis- próf, enn fremur hefir hann verið biaðamaður og kom á þeim árum margt snjalt frá hans hendi. T. d. var hann við Alþýðubláðiö i 1 á#r. Um skeið hefir hann haft eigm lögfræðiskrifstofu. Nú á Sigurður Grimsson að fara inn í hreiðrið „þar sem Framsókn ræður" og frægt er fyrir Hannes Jónsson og kúgun hans við verkamenn. Er þess að vænta, að alþýðan þar nyrðra hrindi af höndum sér andstæð- ingum sínum, en styðji þann rnann til brautargengis, er kem- ur fram fyrir hönd þess flokks, sem alt af berst fyrir hagsmun- um hennar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.