Morgunblaðið - 09.07.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1981
13
í brúðkaupsferð
á íslandi
Spjallað við hjónin Bruno og
Evu Blomquist-Bjarnborg
„Við erum hér i brúðkaupsferð ásamt öðrum nýgiftum hjónum.“
sögðu þau Bruno og Eva Blomquist-Bjárnborg, sem fyrir stuttu voru
gefin saman i hjónaband í Sviþjóð. Þau búa nú í Stokkhólmi, en eru
bæði ættuð frá Smálöndunum í Svíþjóð.
„Þetta er í fyrsta sinn sem við
heimsækjum ísland, en ekki það
síðasta, því það er svo margt sem
við eigum eftir að sjá,“ sögðu
hjónakornin, en undanfarnar tvær
vikur og hálfa viku hafa þau
ferðast vítt og breitt um landið.
„Við fórum fyrst til Akureyrar og
þaðan til Mývatns og nágrennis.
Síðan fórum við upp í Borgarnes
og einnig skruppum við til Hafnar
í Hornafirði og Kirkjubæjar-
klausturs. í Skaftafelli dvöldum
við í þrjá daga og heimsóttum
einnig Gullfoss og Geysi. Það má
því eiginlega segja að við höfum
séð sitt lítið af hverju, en það er
nóg eftir sem bíða verður næstu
Islandsreisu."
Það vekur athygli að meðal
farangurs þeirra hjóna er fiðlu-
kassi, sem vel virðist búið um. Það
kemur í ljós, að unga frúin er
nýútskrifaður fiðlukennari og
skilur fiðluna sjaldnast við sig.
„Þegar við erum komin í ró á
kvöldin tek ég upp fiðluna mína og
spila. Það er alveg yndislegt að
spila úti í guðsgrænni náttúr-
unni,“ sagði Eva og fór nú að leysa
utan af fiðlunni sinni. Fyrr en
varði ómuðu ljúfir tónar fiðlunnar
í eyrum nærstaddra, en eiginmað-
urinn horfði hugfanginn á og sló
taktinn með fætinum. Hann vinn-
ur hjá Umhverfisverndarráði
Stokkhólmsborgar, en sagðist
hafa skilið vinnuna eftir heima og
því lítið veitt því athygli hvort
Island hefði við umhverfisvanda-
mál að glíma. „Reyndar hef ég
tekið eftir undarlegri lykt, sem
stundum hefur lætt sér inn á
tjaldstæðið. Einhver sagði mér að
hún væri kölluð peningalykt,"
sagði Bruno íbygginn á svip.
Honum virtist ekki vera mikið um
þessa lykt gefið, en taldi þó að
Island væri tiltölulega ómengað
land og það væri mikill kostur nú
á hinum síðustu og verstu tímum.
Cuthbert hjónin ásamt dætrum sínum Margareth sjö ára og Jennifer fjögurra ára.
„Grettir sterki virðist haf a
verið karl í krapinu44
Cuthbert-fjölskyldan heimsótt á tjaldstæðið í Laugardal
í snyrtilegu tjaldi miðsvæðis á
tjaldsvæðinu i Laugardal hafði
Cuthbert fjölskyldan búið um sig.
Við nánari athugun kom i ljós að
þetta var fjögurra manna fjöl-
skylda frá Edinborg i Skotlandi,
nánar tiltekið hjón með tvær
dætur, fjögurra og sjö ára. Er við
gerðum vart við okkur sat frúin
og þræddi teygju i sundskýlu
eiginmannsins, enda var fjölskyld-
an á leið i sund.
„Við komum til landsins í gær og
þar með rættist langþráður draum-
ur um að heimsækja ísland," sagði
fjölskyldufaðirinn og bætti því við
að hér væri mun hlýrra en hann
hefði búist við. „Ég hafði heyrt að
hér væri oftast nokkuð svalt, en við
virðumst ætla að verða heppin með
veður. Ætlunin er að leigja bíl og
ferðast eitthvað um óbyggðir og hef
ég sérstakan áhuga fyrir að komast
á veiðar," bætti hann við. Hann
taldi líklegast að hann myndi renna
fyrir silung, því laxveiðar væru ekki
í hans verðflokki.
„Ég hef lesið þó nokkuð af
íslendingasögunum ykkar, og er
mér sérstaklega minnisstæður
maður að nafni Grettir sterki. Það
virðist nú hafa verið karl í krap-
inu.“
Nú eru dæturnar, Jennifer og
Margareth orðnar óþolinmóðar,
enda heyrast hlátrasköll og buslu-
gangur frá sundlauginni í Laugar-
dal, enda er hún ekki langt frá.
Frúin hefur líka lokið við að
lagfæra sundskýlu eiginmannsins
og því ekki eftir neinu að bíða öðru
en að losna við spurula blaðamenn.
Heyrði um eldgosið í
Heklu á bamaheimilinu
Hann er ekki hár í loftinu hann
David litli. enda aðeins sex ára, en
hann veit þo hvað hann vill. Á
barnaheimilinu heima i Sviþjóð
heyrði hann um eldgosið í Heklu
og varð það til þess að vekja áhuga
hans fyrir eldfjöllum og öðrum
furðufyrirbærum, sem finna má á
jslandi. Sótti hann mjög fast að
komast til íslands og varð það til
þess að móðir hans, Jane, ákvað að
nota sumarfríið til þess að ferðast
um landið ásamt vinkonu sinni,
Evu, og svo auðvitað David litla.
„Mér finnst Island gott land og ég
veit að það verður mjög spennandi
að ferðast um landið," sagði David
og móðir hans bætti við að þau
hefðu komið til landsins í gær og
því ekki enn fundið það sem þau
væru að leita að. „Það vonumst við
til að finna í sveitinni", sagði hún
og hrærði ákaft í potti, sem virtist
innihalda eitthvert lostæti. „Við
ráðgerum að ferðast um landið í
rútum og dveljast í tjöldum. Okkur
finnst mjög gaman að vera í
útilegu, enda er það ódýr ferðamáti,
auk þess sem slíkt gerir manni
kleift að komast í mun nánari
snertingu við náttúruna, en ef
dvalist er á hótelum."
Að sögn Evu líkist Reyjavík mun
meira norskum borgum en sænsk-
um. „Ég dvaldi í Noregi um tíma
fyrir tveimur árum og í Reykjavík
finnst mér ég vera að sjá aftur það
sem ég sá þar.“
Nú er maturinn hjá Jane tilbúinn
og ferðalangarnir soltnir. Ekki má
maturinn kólna og því best að hafa
sig á brott.
í leit að eldfjöllum og öðrum furðufyrirbærum. David sex ára, Eva og Jane.
Farfuglaheimilið flytur í Laugardal
TJALDSTÆÐIÐ í Laugardal er
starfrækt á vegum Reykjavíkur-
borgar en nýlega var Farfugla-
deild Reykjavíkurborgar úthlut-
að lóð á horni Sundlaugarvegar
og Laugarásvegar, rétt ofan við
tjaldstæðið.
Ráðgert er að reisa
þar nýtt og glæsilegt farfugla-
heimili, sem fullbúið getur tekið
við allt að 200 farfuglum. Að
sögn Þorsteins Magnússonar,
framkvæmdastjóra Farfugla-
deildarinnar, er hægt að taka á
móti 60 farfuglum í Farfugla-
heimilinu við Laufásveg, en þeg-
ar yfir flýtur þar eru farfuglar
hýstir í Miðbæjarskólanum, en
þar mun vera hægt að taka á
móti eitthundrað farfuglum til
viðbótar. Sagði Þorsteinn að gert
væri ráð fyrir að framkvæmdir
við hið nýja farfuglaheimili
gætu hafist í haust, en það
verður reist í fjórum áföngum.
Hann sagði ennfremur að rætt
hefði verið um að auka mjög
samvinnu farfuglaheimilisins og
tjaldstæðisins í Laugardal, en
bygging hins nýja farfuglaheim-
ilis gerði kleift að auka mjög
þjónustu við erlenda ferðamenn.
í leit að sjálfum sér. Winfried Arndt frá Kiel i Þýskalandi.
„Vonast til að
finna sjálfan mig
á íslandi44
Rabbað við Winfried Arndt frá Kiel
Hann kúnr sig niður yfir bók, milli þess sem hann sýpur á
nýmjólkurfernu og nartar í þurrt hrökkbrauð. Hann gefur sér þó
tima til þess að lita upp og spjalla er okkur ber að garði, en
aðspurður kveðst hann heita Winfried Arndt og koma frá Kiel i
Þýskalandi.
„Eg kom til landsins með
flugvél í gær og ætla að nota
fríið mitt til að ferðast um.
Gömlu íslendingasögurnar
vöktu áhuga minn fyrir landinu,
sem ég held að sé mjög áhuga-
vert. Þetta er jú land elds og ísa
og fólkið sem hér býr hefur
merkilega sögu að baki. Ég veit
að landið fellur mér að skapi,
enda held ég að það líkist eðli
mínu. Það má eiginlega segja, að
tilgangur ferðar minnar til ís-
lands, sé að leita að sjálfum mér.
Þótt ég finni mig ekki þá er ég
fullviss um að ég kynnist mér
betur,“ sagði Arndt og bætti því
við að til þess að ná þessu
markmiði sínu væri nauðsynlegt
að ferðast einn.
Arndt kvaðst vera
áhugamálari og ætlunin væri að
mála myndir af náttúru lands-
ins. „Helst langar mig að mála
fjöllin og svo hef ég líka hug á að
fara til Ákureyrar og mála húsin
þar. Heima í Þýzkalandi vinn ég
við að selja bækur."
Að sögn Arndt er dýrt fyrir
Þjóðverja að komast til íslands,
en um landið ætlar hann að
ferðast í rútum og á puttanum.
„Farangur minn vegur sautján
kíló og getur því verið þreytandi
að ganga mikið með slíka byrði á
bakinu. Hins vegar hef ég áður
ferðast á þennan hátt og slíkur
ferðamáti á vel við mig,“ sagði
Arndt, og er nú farinn að líta í
áttina til bókarinnar, sem hann
var að lesa. Hún virðist spenn-
andi og ekki viljum við tefja
hann um of frá bókarlestrinum.
- AK