Morgunblaðið - 09.07.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981 RLR upplýsti fiársvikamál KOMIST heíur upp um (jársvika- mál í Reykjavík ok nemur upp- ha rtin sem um er art ra da um 26 þúsund krónum. samkvæmt upp- íýsinKum rannsóknarlöKreKÍunn- ar. Málsatvik eru þau aö maöur i borKÍnni íékk annan mann til að skrifa upp á víxla „in blaneo" sem útKefandi. en sá var ölvaður þe^ar hann skrifaði upp á víxl- ana. Talið er að vixlarnir hafi verið um 25 talsins. Þegar útgefandinn gerði sér grein fyrir málinu fór hann til RLR og kærði, enda kvaðst hann ekki vera borgunarmaður fyrir víxlunum. Þegar hafðist upp á manninum sem með víxlana var, kom í ljós að hann hafði látið víxlana frá sér fara og kvaðst hafa keypt vörur fyrir þá. Rannsókn- arlögreglan fór fram á að maður- inn yrði úrskurðaður í gæsluvarð- hald, og var í fyrradag tekin ákvörðun um að hann yrði í gæslu til 15. júlí, enda hafði einn víxill- inn fallið. Víxlarnir reyndust þá niðurkomnir hjá þriðja manni, sem aftur hafði notað þá í bíla- viðskiptum, en þau kaup gengu til baka. Reyndust ekki fleiri víxlar hafa komist í umferð en þeir sem notaðir voru í bílaviðskiptunum, fjórir talsins, upp á 26000 krónur. Tókst lögreglunni að ná öllum hinum víxlunum, að einum undan- skildum og er hans nú leitað. Samningaviðræðum um Blönduvirkjun miðar „ÞAÐ VAR haldinn fundur á mánudaginn á skrifstofu Blöndu- ósshrepps á Blönduósi með samn- inganefndum annars vcgar virkj- unaraðila og hins vegar fuli- trúum þeirra sex hreppa sem þarna eiga hlut að máli. Samn- ingaviðra'ðum miðaði nokkuð, en erfitt að segja nokkuö nánar um það á þessu stigi," sagði Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri hjá RARIK er Mhl. spurði hann um gang viðræðna um Biönduvirkj- un. Kristján sagði, að rætt hefði verið áfram um virkjanatilhögun og hvernig bætur fyrir land það sem færi undir vatn verða ákveðn- ar. „Við höldum þessum viðræðum áfram og reynum að leita lausnar. Það verður unnið í málinu fram að næsta samningafundi sem er fyrirhugaður í næsta mánuði." EBE-viðræðurnar: í GÆR hófust viðræður íslend- inga og nefndar Efnahagshanda- lags Evrópu í Reykjavík. um skiptingu fiskistofna og gerð rammasamnings. Viðræðum verður haldið áfram i dag, en þær fara fram i Átthagasal Hótel Sögu. Af íslands hálfu taka þátt í viðræðunum þeir Hannes Haf- stein, Jón Arnalds, Már Elísson og Jakob Jakobsson. I gær var farið vítt og breitt yfir öll samn- ingsatriði, og verður viðræðum fram haldið í dag, en ekki er búist við að samkomulag náist að þessu sinni, samkvæmt upplýsingum er Morgunblaðið fékk í gær frá viðræðunum. — Meðfylgjandi mynd, sem tekin var í gær, sýnir hluta sendinefndar Efnahags- bandalagsins. Æðsti yfirmaður Hjálpræðishersins í heimsókn Æðsti yfirmaður Hjálpræðishersins, general Arnold Brown, kom i heimsókn hingað til lands i gær. Er þetta i fyrsta skipti, sem alheimsleiðtogi hersins kemur hingað i heimsókn. Brown yfirhershöfðingi mun tala hér á nokkrum samkomum, m.a. i kvöld og annað kvöld i Neskirkju. Samkomurnar eru öllum opnar meðan húsrúm leyfir. Meðfylgjandi mynd var tekin á Hótel Sögu i gærkvöldi af Arnold Brown og fleiri yfirmönnum Hjálprscðishersins. Hershöfðinginn er þriðji frá hægri á myndinni. Vegna heirosóknarinnar eru staddir hér fleiri góðir gestir, m.a. umdæmisstjórarnir A.K. Solhaug og óskar Jónsson, William Clark, alþjóðlegur ritstjóri Hjálpræðishersins, John Bate, einkaritari hershöfðingjans og brigader Ruby Guðmundsson. 144™.Mbl.E-llU. Guðríður Þorsteinsdóttir: Einnig mjög mikil óánægja hjá BHM Ekki búist við samkomu- lagi að þessu sinni „ÞAÐ ER einnig mjog mikil óánægja víða hjá okkur, eng- inn vafi á því.“ sagði Guðríð- ur Þorsteinsdóttir fram- kvæmdastjóri Bandalags há- skólamanna, er Mhl. ræddi við hana í tilefni af yfirlýs- ingu Kristjáns Thorlaciusar í Mbl. í gær um mjög mikla óánægju innan aðiídarfclaga BSRB vegna launamála. Guðríður sagði einnig: „Okkar samningar renna út í lok febrúarmánaðar á næsta ári og við munum auðvitað segja upp samningum í haust og leggja fram kröfur. Samn- ingstíminn er lögbundinn og hefur ekki verið tekin ákvörð- un um það enn þá að segja þeim upp, áður en samnings- tímabilið rennur út.“ Guðríður sagði, að unnið væri að rannsóknum á stöðu launamála, þó væru ekki nein- ar víðtækar rannsóknir í gangi, en fylgst væri vel með því sem gerist annars staðar. Aðildarfélög BHM eru 20 að tölu að sögn Guðríðar og sagðist hún hafa heyrt að miklar umræður um kjaramál ættu sér nú stað innan þeirra og væri óánægja mikil. Kvennaframboð á Akureyri: 150 tíl 200 manns á fundi í gærkvöldi Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins: Landsfundur verður hald- inn 29. okt. til 1. nóv. Engar hugmyndir né tillögur um frestun „ÞAÐ HAFA engar hugmyndir eða tillögur heyrst hér innan- húss né á öðrum vettvangi, sem ég veit um. að landsfundi Sjálf- sta-ðisflokksins verði frcstað. Hann verður haldinn 29. októ- ber til 1. nóvember," sagði Kjartan Gunnarsson fram- kva^mdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, er hann hafði sam- band við Mbl. í gær vegna fréttar sem birtist í Alþýðu- hlaðinu og Kjartan sagði að mætti misskilja þar sem blaða- maður Alþýðublaðsins hefði sleppt úr i skrifum sínum þætti úr viðtalinu við sig. „Mínar samræður við blaða- mann Alþýðublaðsins fóru fram á þá lund,“ sagði Kjartan, „að hann spurði mig, hvort komið hefðu fram tillögur eða hug- myndir um að fresta landsfundi og ég þvertók fyrir það, enda hef ég engar fréttir haft um slíkt. Ég sagði honum, hvenær fundurinn ætti að vera, 29. október til 1. nóvember, og aðspurður um það, hvort það væri heimilt eða ekki að fresta fundinum, sagði ég honum hið rétta sem er, að engin ákvæði eru í reglum flokksins sem banna það. Þessu sleppti blaðamaður í umfjöllun sinni og mátti því skilja á fréttinni að ef til vill lægi eitthvað slíkt í loftinu, en það var alls ekki aðalefni samtals okkar.“ Kjartan bætti því við, að undirbúningi fyrir landsfund miðaði vel og ekkert væri að vanbúnaði að halda hann á áðurgreindum tíma. Akureyri. 8. júlí. í KVÖLD var haldinn hér fundur í Alþýðuhúsinu, þar sem ræddur var möguleiki á sérstöku kvennaframboði við næstu bæjarstjórnarkosningar á Akureyri. Fundinn sóttu á að giska 150 til 200 manns. Þar voru konur í miklum meiri- hluta, en þó voru allmargir karlar meðal fundarmanna. Svava Aradóttir setti fundinn og skipaði Nönnu Mjöll Atla- dóttur og Elínu Antonsdóttur fundarstjóra, en Sigfríði Þor- steinsdóttur og Ingibjörgu Auð- unsdóttur fundarritara. Að því búnu voru fluttar framsöguræður, og ræðumenn voru Valgerður Magnúsdóttir, Hólmfríður Jónsdóttir, Karólína Stefánsdóttir, og Guðmundur Sigvaldason. Að loknum fram- söguræðum var boðið upp á kaffiveitingar og þær Kristjana Jónsdóttir og Sunna Borg fluttu stuttan leikþátt. Að því loknu áttu að hefjast hópumræður og fundinum átti síðan að ljúka með almennum umræðum. Þeg- ar Morgunblaðið fór í prentun var ekki ljóst hvort lögð yrði fram tillaga um að stefna að sérstöku kvennaframboði, eða hvort stefnt skyldi að því að efna til annars fundar með auglýstu markmiði. Þessi fund- ur var frekar kynningarfundur hugmyndarinnar að sérstökum framboðslista kvenna við næstu bæjarstjórnarkosningar og boð- að til hans af fimmtíu kjósend- um á Akureyri. - Sv.P. Luther /. Rep- logle látinn HINN 3. júlí sl. andaðist í Handa- ríkjunum Luther I. Replogle, fyrrvcrandi sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi, 79 ára að aldri. Replogle stofnsetti samnefnd hnattlíkanafyrirtæki í Chicago og rak um árabil. Árið 1969 var hann skipaður sendiherra Bandaríkj- anna á íslandi og gegndi hann því embætti til ársins 1973. Eftir að Replogle hvarf héðan af landi brott gaf hann Reykvíkingum gos- brunninn, sem settur var upp { Tjörninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.