Morgunblaðið - 09.07.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981
Viðræður um stuðning við Flugleiðir:
Luxemborgarmenn gefa
svar eftir rikisstjómarfund
*
Steingrímur Hermannsson leggur til stuðning af hálfu Islands
Skýrt var frá viðræðum fulltrúa íslands og Luxemborgar á blaðamannafundi í gær.
FUNDI samgönguráðhcrra Lux-
emborgar og íslands og flug-
málastjóra landanna ásamt öðr-
um embættismönnum um stuðn-
ing ríkisstjórna landanna við
Atíantshafsflug Fluglciða lauk i
Reykjavik í gærmorgun án þess
að niðurstaða fengist. Stein-
grímur Hermannsson kvaðst
mundu leggja til við ríkisstjórn-
ina að Flugleiðum verði aftur
veittur 3 milljóna dollara stuðn-
ingur í eitt ár. en Jose Barthcl,
samgönguráðherra Luxemborg-
ar, kvaðst verða að gefa ríkis-
stjórninni skýrslu um viðræð-
urnar og sagði hann að á fundi
hennar á morgun yrði tekin
ákvörðun um stuðning.
Steingrímur Hermannsson
kvaðst telja áframhaldandi að-
stoð ríkisins verjanlega þar sem
svo virtist sem framundan væru
nú horfur á öruggari rekstrar-
grundvelli Atlantshafsflugsins og
sagðist hann þar byggja á skýrslu
bandaríska ráðgjafarfyrirtækis-
ins Aviation Consulting, sem
fengið var til að kanna rekstur-
inn á þessari flugleið og framtíð-
arhorfur. Sagði hann í skýrslunni
m.a. gert ráð fyrir notkun breið-
þotu, daglegum ferðum yfir hafið
og að hallalausum rekstri yrði
náð eigi síðar en árið 1984 og gert
ráð fyrir um 65% til 85% sæta-
nýtingu á næstu árum.
Jose Barthel, samgönguráð-
herra Luxemborgar, sagði við-
ræðurnar hafa verið vinsamlegar
og gagnlegar, öll spil hefðu verið
lögð á borðið og menn rætt
opinskátt um þennan vanda.
Sagðist hann vera jákvæður í
garð Flugleiða og gera sér ljósa
grein fyrir þýðingu starfsemi
fyrirtækisins fyrir bæði löndin,
en í Luxemborg væri einnig við
Luxemborgar. Ljósm.: Guðjón.
aðra erfiðleika að etja í efna-
hagslífi, atvinnuleysi og erfið-
leika í stáliðnaði. Því gæti hann
ekki sagt fyrr en eftir ríkisstjórn-
arfund á morgun hvaða afstöðu
Luxemborgarmenn tækju til
hugsanlegs stuðnings við Flug-
leiðir og þá með hvaða hætti.
Sigurður Helgason forstjóri
Flugleiða, sagði að á stjórnar-
fundi fyrirtækisins í dag yrðu
þessi mál rædd, m.a. skýrsla
Bandaríkjamannanna, en ekki
teknar neinar stórar ákvarðanir,
t.d. um breiðþotukaup. Sigurður
sagði sjáanleg ákveðin merki um
hatnandi stöðu fyrirtækisins á
næstunni og kvaðst vona að
grundvöllur fyndist fyrir áfram-
haldandi Atlantshafsflugi.
Breiðþota hentugust í Atlantshafsflug Flugleiða?
Skýrslan byggð á raun-
sæi en ekki bjartsýni
- segir forstjóri ráðgjafarfyrirtækisins er tók saman skýrsluna
„BREIÐÞOTA hæfir betur Norð-
ur-Atlantshafsfluginu og nú er
gott tækifæri til að kaupa slíka
þotu. Um þessar mundir eru
fáanlegar g«jðar notaðar breið-
þotur á kringum 25 milljónir
dollara. en nýjar kosta þær um 50
milljónir dollara. Þær eru scldar
á lægra verði nú en nokkru sinni
áður eða mun verða og þetta
ta kifa ri eiga Flugleiðir að nota
sér.“
Það er Dixon Speas, sem rekur
bandaríska ráðgjafarfyrirtækið
Aviation Consulting, sem mælir
þessi orð, en fyrirtæki hans hefur
síðustu mánuði kannað rekstr-
argrundvöll og horfur Norður-Atl-
antshafsflugs Flugleiða. Skýrsla
þessi var unnin eftir viðræður
stjórnvalda íslands og Luxem-
borgar, m.a. fyrir Luxair, Cargo-
lux og Flugleiðir.
„Flugleiðir standa á gömlum
merg á leiðinni yfir Norður-Atl-
antshaf þar sem Loftleiðir hafa
getið sér góðan orðstír í gegnum
25 ár,“ sagði Dixon Speas enn-
fremur. „Fyrirtækið er vel þekkt í
Bandaríkjunum og fólk minnist
lengi ferða með viðkomu á Islandi.
T.d. ungt fólk með lítil auraráð,
sem notaði sér hin ódýru fargjöld
Loftleiða, það vill gjarnan ferðast
með Flugleiðum enn í dag. Starfs-
fólkið er líka vel þjálfað og með
mikla reynslu i öllu er lýtur að
flug- og ferðamálum. Stjórnendur
fyrirtækisins hafa gegnum árin
notað tækifæri sem buðust til að
treysta grundvöll sinn, efla og
endurnýja flugvélakost og koma
til móts við óskir farþega. Þrátt
fyrir að nú gangi illa um sinn álít
ég að enn séu tækifæri og þar á ég
við breiðþotur.
í skýrslu okkar teljum við hag-
kvæmast að breiðþota sé notuð til
ferða milli New York og Luxem-
borgar og að flogið verði beint eða
með viðkomu á íslandi. Tel ég að
R. Dixon Speas. forstjóri handariska ráðgjafarfyrirtækisins, sem
kannaði rekstrargrundvöll og framtíðarhorfur flugs Flugleiða á
Norður-Atlantshafsleiðinni (t.v.) og Einar Aakrann. stöðvarstjóri
Flugleiða i Luxemborg, en þeir hafa unnið mikið saman vegna
könnunar þessarar.
I.jósm. Rax.
full þörf verði á breiðþotu og að
Flugleiðir eigi að stefna að því að
taka hana í notkun vorið 1982 og
held að upp frá því muni hún
henta bezt á þessari leið sumar
sem vetur."
Kinar Aakrann, stöðvarstjóri
Flugleiða í Luxemborg, tók undir
með Speas að ferðamannastraum-
ur væri vaxandi. Sagði hann að í
sumar væru nú farnar 9 til 10
ferðir yfir hafið í stað 6 til 7 eins
og ráðgert hafði verið og auknar
bókanir hefðu orðið til þess að
ferðum var fjölgað. Sagði Einar að
með bættri aðstöðu í Luxemborg
mætti einnig búast við auknum
ferðamannastraumi.
„Ekki er óeðlilegt að flugfélag,
sem í 25 ár hefur staðið sig í
samkeppni á þessari erfiðu flug-
leið, lendi einhvern tíma í erfið-
leikum og nú eru þeir vegna
síharðnandi verðstríðs og frjáls-
ræðis í fargjaldamálum," segir
Speas. „Einnig hefur hækkandi
eldsneytiskostnaður aukið á erfið-
leikana. Nú er svo komið að
stærstu flugfélögin í Bandaríkjun-
um tapa stórfé á flugleiðum sinum
yfir Norður-Atlantshaf og þau eru
nú að sjá að það getur ekki gengið
lengur. Jafnvel þótt þessi flugfélög
hafi aðrar leiðir, sem skila hagn-
aði, þola þau ekki til lengdar að
tapa stórfé."
Dixon Speas sagði, að meðal
skýringa á þessu mikla verðstríði
væri tilkoma Laker Airways og
Air Florida. Félögin hafi komið
snögglega inn á þennan markað og
boðið ódýr fargjöld til að ná
farþegum. Nú þegar þau væru
búin að koma sér fyrir á þessum
leiðum gætu þau hins vegar tekið
upp breytta stefnu og segir Speas
að þess verði skammt að bíða, að
mörg flugfélög sameinist um að
hækka fargjöld sín yfir hafið,
mörg teikn séu á lofti um það.
„Þetta er að mínu viti ekki
bjartsýni heldur raunhæf spá og á
þessum upplýsingum byggjum
við,“ segir Speas. „Við reynum að
vera íhaldssöm og jafnframt
raunsæ í útreikningum okkar og
ég held að Flugleiðir muni á
næstunni ná mun betri stöðu á
Norður-Atlantshafinu. Erfiðleikar
í 2 til 3 ár eru ekki mikið þegar
litið er til 25 góðæra, en þeir eru
að sjálfsögðu miklir meðan þeir
standa yfir.
Við höfum líka fundið, að Lux-
emborg á vaxandi vinsældum að
fagna meðal ferðamanna, því þar
lenda menn ekki í örtröð og
eilífum biðröðum eins og á flestum
stórum flughöfnum í Evrópu. Þá
hefur ísland í síauknum mæli
verið í fréttum m.a. vegna eldgosa
og allt eykur þetta áhuga manna
fyrir landinu og þrá til að ferðast
hingað. Áður fyrr var nauðsynlegt
að ferðast um Island vegna ódýrra
fargjalda, en nú er það orðið
aðlaðandi og allt rennir þetta
stoðum undir þá skoðun okkar, að
Flugleiðir nái aftur fyrri stöðu á
þessari flugleið."
Fyrirtæki sitt um ráðgjöf fyrir
flugrekstur stofnaði Dixon Speas
árið 1951 og hefur það yfir að ráða
sérfræðingum á sviði fjármála,
tæknimála varðandi flugvélar og
flugrekstrarmála. Hafa 7 menn
tekið saman skýrsluna, en af þeim
eru 4 fyrrverandi starfsmenn
bandarískra flugfélaga. Aviaton
Consulting hefur annast ráðgjöf
m.a. fyrir SAS, Swissair, Air
France, British Airways svo dæmi
séu nefnd, einnig starfað nokkuð í
Afríku og Asíulöndum. Dixon
Speas starfaði sjálfur í 10 ár hjá
American Airlines og á stríðsár-
unum átti hann oft viðkomu hér-
lendis.
„Þá flugum við DC-3 vélum og
fórum mikið milli Evrópu og
Ameríku, en nú er ég alveg hættur
að fljúga og hefi síðustu 30 árin
starfað að hvers kyns ráðgjöf fyrir
flugfélög. Hef ég áður unnið fyrir
íslendinga, t.d. með Loftleiða-
mönnum þegar þeir ákváðu að
kaupa CL-44 vélar sínar, sem lengi
voru notaðar á flugleiðinni yfir
Norður-Atlantshaf,“ segir Speas
að lokum.
Sigrún
Magnúsdótt-
ir leikkona
látin
SIGRÚN Anna Magnúsdóttir
leikkona lézt i Reykjavik hinn 7.
júli si. Sigrún var (ædd 24.
nóvember 1904 á Ísaíirði.
Sigrún Magnúsdóttir vann við
afgreiðslustörf á Isafirði og tók
þar mikinn þátt í sönglífi og
starfaði með Leikfélagi ísafjarð-
ar. Að áeggjan Haraldar
Björnssonar hélt hún árið 1928
til náms við Konunglega leik-
skólann í Kaupmannahöfn og
dvaldi þar í 2 ár. Eftir heimkom-
una 1930 hóf hún að leika með
Leikfélagi Reykjavíkur, en
fimmtug að aldri ákvað hún að
hætta leikstörfum og fluttist til
ísafjarðar. Þar fékkst hún við
verzlunarstörf og gerðist meðeig-
andi að Hannyrðabúð ísafjarðar
með mágkonu sinni Kristínu
Gísladóttur. Síðustu árin vann
hún á skrifstofu Skipasmíða-
stöðvar Marselíusar Bernharðs-
sonar.
INNLENT