Morgunblaðið - 09.07.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.07.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 1981 Útgefandi t#W>ij$> hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, . Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 80 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Apartheidstefna Alþýðubandalagsins Aðskilnaðarstefna sú í Suður-Afríku, sem kennd er við „apartheid" og viðheldur misrétti hvítra og þeldökkra, hefur ekki til þessa þótt eftirbreytniverð. Hún virðist þó eiga nokkurn hljómgrunn í hugum alræðissinna innan borgarstjórnarmeirihlut- ans í Reykjavík, ef hliðsjón er höfð af ummælum Theódórs Jónssonar, framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar. Eitt af þeim málum sem berar gludroða og tætingsvinnubrögð vinstri meirihlutans í Reykjavík þessa dagana er deilan um náðhús í Torfunni. Hún stendur meðal annars um, hvort sniðganga eigi gildandi reglugerðarákvæði, sem mæla fyrir um tilllit til þarfa fatlaðra, við endurbyggingu Bernhöftsbakarís í Torfunni. Formaður byggingarnefndar og sérstakur kommissar Alþýðubandalagsins í skipulagsmálum telur óþarft að fara að fyrirmælum þessarar reglugerðar, eins og greint var frá í leiðara Mbl. í gær. Theódór Jónsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, kemst svo að orði um þetta efni í viðtali við Morgunblaðið í gær: „Mér finnst þetta sjónarmið Torfusamtakanna, að ætla að leysa málið með því að byggja eitt hús með snyrtiaðstöðu fyrir hreyfihamlaða á miðri Torfunni, bera keim af „apartheid“-aðskilnaðarstefnu. Ef farið væri að tilmælum byggingarnefndar og salernið í Bernhöftstúni breikkað um hálfan metra og dyr þess opnuðust út kæmi það að gagni fyrir flest alla hreyfihamlaða." Samlíkingin við „apartheid" felur í sér hvassa gagnrýni á þau viðhorf, sem kommissar Alþýðubandalagsins í skipulagsmálum Reykjavíkurborgar berst nú fyrir. í þessu máli sem öðrum breyta kommúnistar þvert á orð og eiða þegar þeir ráða ferð og framkvæmdum. Engu er líkara en Alþýðubandalagið hafi gert hina fornu kenningu, að fagurt skuli mæla en flátt hyggja, að leiðarljósi sínu í borgar- og þjóðmálum. „Apartheid“-stefna Alþýðubandalags- ins gagnvart hreyfihömluðum er enn eitt dæmið af mörgum því til staðfestingar. Málum klúðrað Forsvarsmenn iðnaðarins í landinu eru orðnir langeygir eftir því að ríkisstjórnin standi við fyrirheit í 12. lið efnahagsáætlunar sinnar þess efnis að tryggja afkomu samkeppnis- og útflutnings- iðnaðar. Heimild í lögum til álagningar 2% jöfnunar- og aðlögunargjalds hafi ekki verið notuð, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli, og gengisþróun frá áramótum hafi verið flestum iðnaðarfyrirtækjum afar óhagstæð. Nefna þeir sem dæmi að samkeppnisstaða íslenzkra fyrirtækja, sem eigi í samkeppni við þýzkar iðnaðarvörur, hafi versnað um 8—9% frá áramótum. Við óbreyttar aðstæður blæðir iðnaðinum út, segja iðnrekendur, með tilheyrandi áhrifum á atvinnuöryggi þess fólks, sem haft hefur lífsframfæri af iðnaðar- störfum. Þá segja iðnrekendur að undirrót þessa vandamáls séu ólík starfsskilyrði atvinnuveganna. Farsælasta lausnin sé því jöfnun þeirra. „Telur FÍI,“ segir í bréfi til ríkisstjórnarinnar, „að ígildi jöfnunar- og aðlögunargjalds ætti að felast í því og bendir í því sambandi á samræmingu launaskatts og aðlögunargjalds og jöfnun á skattafrádrætti launþega og samkeppnisatvinnuveganna." Þar segir ennfremur: „Með ábyrgð ríkissjóðs á 5% hærra viðmiðunarverði en þá gilti á erlendum mörkuðum, tryggði ríkisstjórnin afkomu fiskvinnslunnar. Það er brýnt, að þetta loforð gagnvart iðnaðinum verði efnt.“ Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður FÍI, telur ekki einvörð- ungu að ríkisstjórnin hafi vanefnt fyrirheit gagnvart iðnaðinum í 12. lið efnahagsáætlunar sinnar, heldur hafi viðskiptaráðherra klúðrað aðlögunargjaldsmálinu þann veg, að ekki væri til umræðu að taka það upp að nýju. Það væri því nauðsynlegt að fara nýjar leiðir. Hér er engin tæpitunga töluð um frammistöðu ráðherrans. Viðskiptaráðherra hefur sætt mjög hörðum ámælum forsvars- manna iðnaðar að undanförnu. Iðnaðarráðherra hefur keppst við að þvo hendur sínar af meðferð hans á heimildarákvæðum laga um álagningu jöfnunargjalds, sem aftur lýsir samstarfsheilindunum á stjórnarheimilinu, sem tekin eru að trosna heldur betur. Sameiginleg fréttatilkynning iðnaðarráðuneytisins og FÍI í kjölfar viðræðna þessara aðila um verðlagsmál, lánamál og hina óhagstæðu þróun gengis fyrir iðnaðinn á þessu ári, er af mörgum túlkuð sem fyrirboði gengisfellingar. Viðskiptaráðherra þvertekur fyrir þá túlkun. En neitun hans er almennt sett á hillu efasemdanna. En fróðlegt verður að fylgjast með samstarfi og meðferð þeirra samþingmanna úr Austurlandskjördæmi, sem nú stýra málum í viðskipta- og iðnaðarráðuneytum, á málefnum útflutnings- og samkeppnisiðnaðar í landinu, sem nú á í vök að verjast og „blæðir út“ ef fram heldur sem horfir að dómi forráðamanna FÍI. Setningin sem ekki var lesin Morgunblaðið fjallaði í gær, að marggefnu tilefni, um meðferð forystugreina dagblaðanna í ríkisútvarpinu. Einn efnis- punktur féll með öllu niður í upplestri. Sá efnispunktur hljoðaði svo: „Hefur útvarpið valið þann kost að stytta greinarnar og slíta úr samhengi, áður en þær eru fluttar á öldum ljósvakans." „Sérstök stemmning um borö“ Þær Vera Scholz-Sadebeck og Annegret Múller-Stiffel notuðu tímann. meðan flestir farþeKanna vuru i landi, til að njóta sólarinnar. í GÆRKVÖLDI lét úr höfn í Reykjavík áleiðis til Akureyrar ok Húsavikur sovéska skemmti- ferðaskipið „Estonia". Er skipið á leijtu hjá vestur-þýskri ferða- skrifstofu og eru um borð 17fi farþegar frá V-Þýskalandi, IIol- landi ok BcIkíu. Skipið kemur hingað frá Brem- erhaven og heldur frá Húsavík á föstudagskvöld áleiðis til Sval- barða og þaðan til nokkurra hafna víðs vegar um Noregsstrendur. Á meðan skipið lá við bryggju í Reykjavík brugðu blaðamaður og ljósmyndari sér um borð og áttu stutt samtöl við nokkra farþega og þær Annegret Muller-Stiffel leið- angursstjóra og Vera Schoiz- Sadebeck en hún hefur yfirumsjón með skoðunarferðum farþega. Þær Annegret og Vera sögðu að ferðir á Norðurslóðir væru ákaf- lega vinsælar í Þýskalandi. Fólkið langaði að sjá Island og Noreg, sem væri mikið fjallað um í þýskum fjölmiðlum, og auk þess hina velþekktu miðnætursól. Þær sögðu að sovésku skipin væru sérstaklega vinsæl í Þýska- landi og Mið-Evrópu yfirleitt vegna þess hve ódýr þau væru, þjónustan góð og þá væru þau sérstaklega hreinleg. Annegret sagði að það skapaðist alveg sér- stök stemmning um borð í þessu skipi og stuttu eftir að farþegar koma um borð finnst öllum eins og þeir séu ein fjölskylda. Vera Scholz-Sadebeck sagði að 30—40% farþega um borð hefðu verið þar áður því þeim líkaði svo vel vistin um borð. Úti á afturþiljum skipsins voru þrjár konur frá Bremen, Osna- briick og Túbingen. Voru þær allar hæstánægðar með ferðina. Hefðu þær allar verið um borð í þessu skipi áður. Höfðu þær einnig ferðast með Alexander Pushkin, sem er eitt skipa Baltic Shipping Company sem á Estonia, um suð- urhöf og líkað vel. Þeim fannst minjagripir vera mjög dýrir hér á landi en mjög áhugaverðir. Þá sögðust þær hafa ferðast um Island og verið hrifnar af náttúru- fegurð þess. Hlökkuðu þær mjög mikið til að koma til Akureyrar og Húsavíkur því þangað hefðu þær aldrei komið. Þegar þær voru spurðar af hverju þær veldu sjóleiðina til ferðalaga sögðu þær ástæðuna vera þá að sjóferðum fylgdi ró og næði og væru því miklu þægilegri ferðamáti. Staðreyndir um aðlögunargjaldið eftir Þórhall * Asgeirsson ráð uneytisstjóra Það er alltof algengt í íslenskum blaðadeilum, að aðalatriði málsins gleymast, en haldið er áfram að pexa um aukaatriði. Sú hefur einnig orðið raunin í skrifunum um aðlögunargjaldið. Morgun- blaðið skrifar aðallega um, hvað fulltrúi hjá efnahagsbandalaginu, Bang Hansen, sem Morgunblaðið gerði að aðstoðarframkvæmd- astjóra EBE, á að hafa sagt við iðnrekendur, sem er aðgjört auka- atriði og skiptir raunverulega engu máli. Áróðursmeistarar hafa hagað sér eins og smástrákar í bófahasar, sem hrópa í sífellu „bang bang“. Það verður því ekki komist hjá því að draga fram í stuttu máli aðalatriði málsins, ekki síst eftir að starfsmaður iðnaðarráðuneyt- isins hefur fundið ástæðu til að gagnrýna í Morgunblaðinu vinnu- brögð viðskiptaráðuneytisins. Mun það verða einsdæmi í sögu stjórnarráðsins, að starfsmaður þar ræðst opinberlega á sam- starfsmenn sína á þennan hátt. Aðalatriði þessa deilumáls eru þau. hvort rikisstjórnin á að virða gerðaa samninga, sem að flestra dómi hafa haft gifurlega þýðingu fyrir okkur eða hvort standa á i sifelldum deilum við þau samtök, sem við höfum fri- verslunarstarf við. Ekki verður komist hjá því að gera nánari grein fyrir málavöxtum, en ég skal reyna að vera atuttorður, þótt af mörgu sé að taka. Gamla aðlögunar- gjaldið Þegar aðlögunargjaldið var lagt á um mitt ár 1979, var lýst yfir, að það skyldi afnumið i árslok 1980 og var þaið skilyrði fyrir sam- þykkt gjaldsins af hálfu EFTA ráðsins, en Efnahagsbandalagið mótmælti því, en greip ekki til refsiaðgerða. Þegar mál þetta var til umræðu á Alþingi, lýsti Einar Ágústsson, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, sem tekið hafði þátt í viðræðunum um álagningu gjalds- ins við EFTA-löndin, yfir eftirfar- andi: „Annað atriði, sem mjög mikil áhersla var lögð á og ég legg höfuðáherslu á miðað við þann málflutning, sem ég leyfi mér að hafa uppi í þessari ferð og við sem hana fórum, er, að þetta gjald verði fellt niður í árslok 1980. Það er ekki hægt að fara fram á svona undanþágur á fölskum forsendum. Alþingi og ríkisstjórnin verða því á því eina og hálfa ári, sem til stefnu er, að gera aðrar ráðstafan- ir, ef iðnaðurinn íslenski þarf þá enn á áframhaldandi vernd að halda. Það er ekki hægt að svíkja gerða samninga, það mcgum við ekki láta henda okkur“. Eins og Einar segir var lofað að afnema gjaldið og voru slíkar yfirlýsingar margoft gefnar af fulltrúum íslands í Genf og Briiss- el að sjálfsögðu í fullu umboði ríkisstjórnarinnar. Því hefur verið haldið fram, að sendiherra Islands í Brússel og Genf og ég hafi barist gegn aðlögunargjaldinu. Hið sanna í málinu er, að við töldum það skyldu okkar að vekja athygli á því, að álagning slíks gjalds, giltu um, væri ekki í samræmi við EFTA-stofnsamninginn og frí- verslunarsamninginn við EBE. ER það ekki skylda embættismanna að gæta þess, að gerðir samningar séu virtir og að leitað sé ráða við lausn innlendra vandamála með aðgerðum, sem brjóta ekki í bága við alþjóðasamninga? Þrátt fyrir aðvörunarorð mín, mat ég afstöðu EFTA og EBE þannig, eins og ég skýrði þáver- andi viðskiptaráðherra frá, að EFTA-ráðið myndi samþykkja slíkt gjald fyrir eindregin tilmæli ríkisstjórnarinnar m.a. með hliðsjón af því, að ríkisstjórnin féll frá stefnuyfirlýsingu sinni um að framlengja aðlögunartímann. Hins vegar taldi ég mjög líklegt, að EBE myndi samþykkja gjaldið. Hvort tveggja reyndist rétt. í byrjun var farið fram á hækkun jöfnunargjaldsins úr 3% í 6% á þeirri forsendu, að iðnaðurinn byggi við s.k. „gengisóhagræði", en Davíð Sch. Thorsteinsson fullyrti, að það dyggði til að fá hækkunina samþykkta. Þetta reyndist algjör- lega rangt og gat EFTA alls ekki fallist á þessi rök. Var þá fundið það ráð að styðjast við eldra orðalag á 20. grein EFTA-stofns- amningsins, sem mátti túlka ís- landi í hag, af því að aðlögunart- íma þess var ekki lokið. Þetta ákvæði gildir ekki lengur, því að aðlögunartímanum er lokið. Þetta ákvæði gildir ekki lengur, því að aðlögunartímanum er lokið. Þótt rökin um „gengisóhagræði" hafi reynst haldlaust 1979, heldur Dagblaðið því fram í leiðara 3. júlí, að þau megi nota til að leggja aftur á aðlögunargjald nú. Nýtt aðlögunargjald Hjörleifur Guttormsson, iðnað-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.