Morgunblaðið - 28.07.1981, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981
SKAKÞING NORÐURLANDA:
Ornstein með
vinnings forskot
AXEL ORNSTEIN frá Svíþjóð hefur fen«ió óskabyrjun i
úrvalsflokknum á Norðurlandamótinu í skák og er nú einn í
efsta sæti með þrjá og hálfan vinning af fjórum mögulegum.
Heill vinningur skilur Ornstein frá næstu mönnum, þeim
Guðmundi Sigurjónssyni, Ilelga Ólafssyni, Sverre Heim, Knut
J. Helmers og Harry Schussler, sem allir hafa tvo og hálfan
vinning. Töluvert mikið hefur verið um jafntefli i fjórum
fyrstu umferðunum, en það er augljóst að þeir sem ætla að
veita Ornstein keppni um efsta sætið verða að fara að vinna
skákir.
Þriðja og fjórða umferð voru
tefldar á laugardag og sunnudag
og má segja að fjórða umferðin
hafi verið jafn spennandi ogþriðja
umferðin var tilþrifalítil.
Þriðja umferð
Raaste — Helgi 'h — 'k
Schussler — Heim 'h — 'h
Margeir — Hansen 1—0
Guðmundur — Ornstein V4 — V4
Kristiansen — Helmers lh—lh
Rantanen — Höi biðskák
Mesta athygli vakti skák þeirra
Raaste og Helga, þar sem hinn
síðarnefndi fékk heldur betra
endatafl eftir sviptingar í byrjun.
Raaste tókst þó að halda sínu með
góðri vörn. Svo einkennilega vildi
til að tveir keppenda í meistara-
flokki, þeir Róbert Harðarson og
Jóhannes Gísli Jónsson, fylgdu
skák þeirra Raaste og Helga eftir
fram í endatafl. Þá brá Róbert út
af, en hann hefði betur haldið
áfram að herma eftir Raaste, því
það var ekki fyrr en eftir bið að
honum tókst naumlega að halda
sínu.
Schussler stóð allan tímann
betur gegn Heim, en tímahrak
háði honum þannig að hann varð
að sætta sig við jafntefli. Þess má
geta að um morguninn vann
Schússler sinn fyrsta sigur á
íslenskri grund, er hann sigraði
Færeyinginn Hansen, en á
Reykjavíkurskákmótinu í fyrra
vann hann ekki eina einustu skák,
heldur gerði tólf jafntefli og tap-
aði einni!
Guðmundur fékk heldur hag-
stæðari stöðu eftir byrjunina gegn
Ornstein, en Svíinn var fastur
fyrir og hélt sínu örugglega. Skák
Kristiansen og Helmers varð
snemma flókin, en skyndilega
skiptist upp á næstum öllu liðinu
og var þá auðvitað samið jafntefli.
Rantanen stóð lengst af mjög vel
gegn Höi, en eins og venjulega tók
tímahrakið sinn toll af finnska
stórmeistaranum nýbakaða og er
skákin fór í bið virtist jafnteflið
fyrirsjáanlegt.
Hansen lenti í gildru í byrjun-
inni og missti síðan peð í fram-
haldinu:
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Ilansen (Færeyjum)
Katalónsk byrjun
1. Rf3 - Rf6, 2. d l - e6, 3. c4 -
d.r>. 4. g3 - Be7, 5. Bg2 - 04), 6.
<H) — b6,
(Þetta leikkerfi hefur sjaldan
reynst svörtum vel. 6. — dxc4 og 6.
— c6 eru vænlegri möguleikar.)
7. Rc3 - Bb7, 8. Re5 - Rbd7. 9.
cxd5 — Rxe5?
(I fljótu bragði virðist þessi
leikur tryggja svörtum góða stöðu,
en svarleikur hvíts er mjög öflug-
ur. Betra var því 9. — Rxd5)
að fórna peði því í framhaldinu
verða menn svarts vægast sagt
ankannalega staðsettir.)
13. Be3 - I)b4. 14. a3 - Dxc4,
15. Rd4
(Hótunin er 16. Bfl, en Rantan-
en er reynslunni ríkari frá skák-
inni við Helmers, en þá lokaðist
einmitt drottning hans inni)
- f6, 16. Hcl - Df7, 17. Ra4 -
Rc7, 18. He2 - Kh8, 19. Hd2 -
He8, 20. Bf4 - Bf8
(Menn svarts standa illa, en það
er hægara sagt en gert að brjótast
í gegn.)
21. g4 - Rc5, 22. Rb6 - Hb8, 23.
Rc4 — Rxe4, 24. Bxe4 — Hxe4,
25. Rxd6 - Bxd6, 26. Bxd6
(Hótar 27. Rb5)
- Ha8, 27. Df3 - £5
unni í byrjuninni fyrir hrók,
biskup og peö. Hann fékk síðan
trausta stöðu og eftir mistök af
minni hálfu náði hann vinnings-
stöðu. Þá tók tímahrakið síðan
ráðin í sínar hendur:
Svart: Guðmundur Sigurjónsson
10. d6!
(Ef nú 10. — Bxg2? þá 11. dxe7
— Dxe7,12. dxe5 og hvítur vinnur
lið. Svar svarts er því þvingað, en
staða hans verður mjög bágborið)
— Rc6,11. dxe7 — Dxe7,12. Bg5
— Hfd8
(Eftir 12. — h6 er 13. d5! sterkt)
13. e3 - h6.14. Bxf6 - Dxf6,15.
Da4 - Ra5.16. Bxb7 - Rxb7,17.
Dc6 - Ra5, 18. Df4 - Dxí4, 19.
gxf4 — Rc4, 20. Ra4 og hvítur
vann á umframpeðinu.
....._ j&m w
Axel Ornstein
4. umíerð:
Ornstein — Raaste 1—0
Margeir — Guðmundur 0—1
Helgi — Rantanen 'h — 'h
Höi — Kristiansen biðskák
Helmers — Schússler 'h — 'h
Hansen — Heim 0—1
Á tveimur borðum réði tíma-
hrakið ríkjum og sem fyrr var það
Rantanen sem lék aðalhlutverkið.
Eftir miklar flækjur hafði honum
loks tekist að snúa á Helga, en átti
aðeins örfár sekúndur til að ljúka
skákinni. Helgi bauð þá jafntefli,
en það hefði hann betur látið
ógert, því um leið féll Rantanen á
tima og tók því boði Helga auðvit-
að fegins hendi.
Hvítt: Helgi ólafsson
Svart: Itantanen (Finnlandi)
Kóngsindversk vörn
1. Rf.3 - g6, 2. d4 - Rf6, 3. c4 -
Bg7, 4. g3 - 0-0, 5. Bg2 - d6, 6.
Rc3 - Rbd7, 7. (H) - e5, 8. e4 -
c6, 9. h3 - Re8!?, 10. Hel -
exd4,11. Rxd4 - Db6.12. Rb3 -
a5
(Heikki Westerinen, landi Rant-
anens, lék 12. — Db4 gegn Port-
isch á Ólympíumótinu á Möltu. Nú
ákveður Helgi, vafalaust réttilega,
28. Rxc6!? — bxc6, 29. Dc3+ —
Kg8,30. Dxc6 — De6, 31. Bxc7 —
Hel+, 32. Kh2 - Dxc6, 33. Hxc6
- Bb7, 34. Hb6 - Be4, 35. Bb8
— g5, 36. gxf5??
(Nauðsynlegt var 36. f3)
IIhl+, 37. Kg3
Þaö er stundum skammt stórra
högga á milli í tímahraki. Nú
getur svartur unnið með 37. —
Hgl+, 38. Kh2 - Hg2+, 39. Khl -
Hxf2+ o.s.frv., en um leið og Helgi
bauð jafntefli féll Rantanen á
tíma. Hugsanlega má segja að
jafntefli hafi verið sanngjörn úr-
slit, en það er ljóst að ef Rantanen
lætur ekki af tímahraksóvana
sínum fá þó áhorfendur á Norður-
landamótinu a.m.k. eitthvað fyrir
snúð sinn.
Raaste tefldi byrjunina illa
gegn Ornstein og Svíinn fékk
yfirburðastöðu. í endatafli náði
Finninn hins vegar gagnfærum og
það var aðeins eftir að báðir höfðu
vakið upp drottningu og út í
drottningaendatafl var farið að
Ornstein tókst að knýja fram
vinning og voru þá margir á þeirri
skoðun að Raaste hefði fatast
vörnin.
Helmers og Schússler spöruðu
kraftana og kom það fáum á óvart.
Carsten Höi á allgóða vinnings-
möguleika í endatafli við landa
sinn, Jens Kristiansen, með peð
yfir og góða kóngsstöðu.
Guðmundur fórnaði drottning-
Hvítt: Margeir Pétursson
35. - Bf5?
(Eftir 35. — Be4! hefur svartur
auðunnið tafl)
36. Db2 - H8d7, 37. Hh5 - 16.
38. Db6 - Kf7, 39. Hh8 - Kg6,
40. Hb8?
(Miklu betra var 40. c6! — bxc6,
41. Dxc6 og hvítur nær mótspili)
- Hdl, 41. Hxb7?
(Biðleikur hvíts og jafnframt
tapleikurinn, 41. c6, var enn nauð-
synlegt. Nú sleppur hvítur ekki úr
mátnetinu, því mótspil hans er of
máttlaust.)
- II7d2, 42. c6 - Hhl, 43. Da7
(Eða 43. Dc7 — Hgl+, 44. Kf4 -
Kh6 með margvíslegum hótunum.)
- Hh3+, 44. KI4 - e5+, 45. Ke3
- Hhh2 og hvítur gafst upp.
Enn er Færeyingurinn Hansen
ekki kominn á blað, en í skákinni
við Heim hafði hann þó óneitan-
lega unnið til þess með snjallri
vörn sinni lengi framan af erfiðu
hróksendatafli:
Svart: Heim (Noregi)
Hvítt: Hansen (Færeyjum)
45.15! - exf5, 46. Kxd5??
(Afar ljótur afleikur. Hvítur
átti í fórum sínum hinn skemmti-
lega leik 46. Hb6! sem gulltryggir
jafnteflið.)
- Hd7+, 47. Kc6 - Hd3.48. Hb7+
— Ke6, 49. exf6 — Hc3+ og hvítur
gafst upp.
Keppni er hafin
í öllum flokknm
Ilvítt: Jörgen Nilsson (Sví-
þjoð)
Svart: Sjur Norve (Noregi)
ítalski leikurinn
1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. d4
- exd4, 4. Bc4 - Rf6, 5. 0-0 -
Rxe4, 6. Hel - d5, 7. Bxd5 -
Dxd5, 8. Rc3 - Da5, 9. Rxe4 -
Be6, 10. Bd2 - Bb4, 11. Rxd4
- Rxd4,12. c3 - 0-0-0,13. cxb4
- Df5, 14. Hcl - Bd5, 15. Rg5
- Dg6
Á laugardaginn hófst keppni
í meistaraflokki, opnum flokki
og kvennaflokki á Skákþingi
Norðulanda sem fram fer þessa
dagana i Hamrahliðarskólan-
um. Þátttakendur á mótinu eru
þá alls orðnir 174, 12 í úrvals-
flokki. 49 í meistaraflokki. en
þar tefia skákmenn með 2000
stig og meira, 106 í opna
flokknum, sem eins og nafnið
bendir til er opinn öllum og i
kvcnnaflokki eru þátttakendur
sjö talsins.
Meistaraflokkurinn hefur að
vonum látið á sjá síðan á
undanförnum Norðurlandamót-
um, því nú er teflt um Norður-
landameistaratitilinn í úrvals-
flokknum. Þeir sem hefðu viljað
tefla upp á titilinn, en komast
ekki í úrvalsflokkinn hafa því
margir hætt við þátttöku.
Enginn titilhafi er því í meist-
araflokknum nú, en þar eru þó
margir knáir meistarar meðal
þátttakenda, bæði íslenskir og
erlendir. Ekki er komin nein
skýr mynd á stöðuna þar ennþá,
enda aðeins lokið tveimur um-
ferðum og nokkrum biðskákum
ólokið. Tvo vinninga hafa nú,
þegar þetta er ritað, þeir Stigar
Noregi og Svíarnir Rydell og
Akvist. Sterkustu íslendingarnir
hafa því allir misst niður hálfan
vinning eða meira, en það má
mikið vera ef þeir Gunnar Gunn-
arsson, Sævar Bjarnason, Jó-
hannes Gísli Jónsson, Hilmar
Karlsson og margir fleiri öflugir
fulltrúar okkar ná ekki að
blanda sér í baráttuna um efsta
sætið.
í opna flokknum er einnig
ógerlegt að spá um úrslit, en það
er ánægjulegt að sjá hve margir
íslenskir skákmenn hafa notað
tækifærið og tekið þátt í sinu
fyrsta alþjóðlega móti. Þar gæti
fengist reynsla sem síðar meir
vegur þungt á metunum.
Keppendur í kvennaflokki eru
aðeins sjö talsins og þar ættu
íslensku stúlkurnar að eiga góða
möguleika. Þær Sigurlaug Frið-
þjófsdóttir og Pamela Stewart
frá Danmörku voru efstar eftir
tvær umferðir með einn og
hálfan vinning hvor, en Áslaug
Kristinsdóttir hafði aðeins teflt
eina skák og unnið hana.
Margar skákir í meistara-
flokknum hafa verið mjög
skemmtilegar og teflt hefur ver-
ið létt og leikandi. í skákinni
sem hér fer á eftir verður uppi á
teningnum gamalt og gott af-
brigði af ítalska leiknum. Svarti
verða á mistök í þrettánda leik
og hvítur ákveður síðan að fórna
hrók sem svartur hefði betur
þegið.
teflir byrjunina allt of hægfara
og hvítur nær yfirburðastöðu. í
stað 21. — Ha3? var nauðsynlegt
að leika 21. — Hc7.
Hvítt: Petter Stigar (Noregi)
Svart: Ole Knudsen (Dan-
mörku)
Enski leikurinn
1. d4 - Rf6, 2. c4 - c5, 3. Rf3
— e6,4. Rc3 — cxd4,5. Rxd4 —
Rc6, 6. g.3 - Bb4, 7. Bg2 - 04),
8.04) - Bxc3,9. bxc3 - a6,10.
Ba3 - He8, 11. Bd6 - e5, 12.
RÍ5 - g6. 13. Re3 - b5, 14.
cxb5 — axb5
16. Hxc7+ - Kb8, 17. Bf4 -
Re6, 18. Hxe6 - Bxe6, 19. Df3
— Bc8, 20. Hxb7++ og svartur
gafst upp.
\ Einn af þeim sem hefur fullt
hús í meistaraflokknum er ung-
ur Norðmaður, Petter Stigar, en
hann hefur oft teflt fyrir Noreg
á alþjóðlegum unglingamótum. I
annarri umferð vann hann sigur
í skemmtilegri skák. Svartur
15. Bxe5! - Hxe5, 16. Bxc6 -
Ha6, 17. Bf3 - Hc5, 18. a4 -
Bxa4, 19. Hxa4 - Hxa4, 20.
Dxa4 - Hxc3, 21. Dd4 - IIa3,
22. Hcl - Ha6, 23. Dc5 og
svartur gaf.