Morgunblaðið - 28.07.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981
35
Minning - Sveinn
Kristinn Jónsson
• •
- frá Innri- Veörará í Onundarfirði
Fæddur 21. desember 1900.
Dáinn 21. júlí 1981.
Sveinn Kristinn Jónsson fædd-
ist í Tungu í Önundarfirði, en þar
bjuggu þá foreldrar hans, þau
hjónin Hinrika Halldórsdóttir, f.
12.9. 1870, d. 26.8. 1943, og Jón
Sveinsson, f. 14.11. 1866, d. 6.11.
1933. Sðiar búa þau um tima á
Kirkjubóli í Korpudal. Mestallan
búskap sinn búa þau á Innri-
Veðrará, sem var eignarjörð
þeirra og þar lá þeirra lífsstarf.
Þau hjón voru bæði dugnaðarfork-
ar og bættu jörð sína mikið í
ræktun og húsakosti. Jón stundaði
sjómennsku með búskapnum þeg-
ar færi gafst. Hann var rammur
að afli og þótti varla einhamur til
vinnu og vinnuharður. Börnin
lærðu því snemma að taka til
hendi. Var Jón jafnan talinn í
góðum efnum.
Þegar Jón lést tóku þau við
búskapnum, börn hans Magnús og
Sigríður, og síðar með Magnúsi
Gróa Þórðardóttir frá Breiðadal
eftir að þau giftust. Þau eru fyrir
áratugum flutt til Flateyrar, en
hafa nytjað jörðina og dvalið
meira og minna á Innri-Veðrará
að sumrinu. En því minnist ég á
þetta hér, að á orði er haft hve
frábærlega skemmtilega þau Gróa
og Magnús hafa haldið öllu í
horfinu. Gamli bærinn og hjallur-
inn við hann standa óbreyttir
síðan ég var barn, og skarta
stássklæðumm úti og inni. Tún-
garðurinn, sem hlaðinn er úr
grjóti, ver túnið á tvo vegu, og
hefur verið svo viðhaldið, að hann
þjónar sama hlutverki og í upp-
hafi. Er hann góður vitnisburður
um gamalt handverk, og sýnir
með hvaða hætti menn vörðu tún
sín áður en almennt var farið að
nota girðingarefni. Væru þau vel
að því komin, Magnús og Gróa, að
sveitungar þeirra eða aðrir heið-
ruðu þau fyrir varðveislu þessara
minja.
Ég ólst upp á Ytri-Veðrará hjá
foreldrum mínum, en alfarið þar
hjá afa mínum og ömmu eftir að
foreldrar mínir létust. Báðir Veðr-
arárbæirnir standa hátt, og er
útsýni mikið um allan Önundar-
fjörð og til hafsins. Svo stutt var
milli bæjanna að glöggt mátti sjá
mannaferðir þegar gengið var um
hlað, en túnin lágu saman. Minn-
ist ég alla tíð sérlega góðs sam-
komulags milli heimilanna. Ef
verkfæri eða annað, sem á þurfti
að halda í bili, vantaði á öðrum
bænum, var enginn hlutur sjálf-
sagðari heldur en að það væri
lánað og notað eins og þurfti.
Þau Innri-Veðrarárhjónin áttu
fjögur börn, eina dóttur, Sigríði,
sem var elst. Sveinn sá, sem ég vil
minnast hér, var elstur bræðr-
anna, næstur var Guðbjartur, sem
er löngu látinn. Magnús, hinn
yngsti, er nú einn á lífi af þeim
systkinum.
Um fermingaraldur er Sveinn
kominn til sjóróðra með föður
sínum að Kálfeyri, sem þá var
verstöð utarlega í Önundarfirði.
Siðan ræðst hann háseti hjá þeim
mikla sjómanni Finni heitnum
Guðmundssyni frá Görðum, og
hefur hann efalaust margt af
honum lært.
Rúmlega tvítugur ræðst hann
sem formaður á vélbátinn Ölduna,
sem var eign Hinna sameinuðu
verslana, en framkvæmdastjóri
var Kristján Ásgeirsson á Flat-
eyri.
Árið 1927 kaupir Sveinn í félagi
við Ragnar Jakobsson vélbátinn
„Geysi". Hélst samvinna þeirra til
ársins 1940, og á því tímabili
eignuðust þeir fjóra báta: „Geysi",
„Smyril", „Reyni“ og „Einar
Þveræing". Sveinn var skipstjór-
inn, en Ragnar framkvæmdastjór-
inn í landi. Var gert út á margs-
konar veiðar, línu að vetrinum,
kúfisk að vorinu, síldveiði með
reknetum á sumrin, og handfæri.
Þegar bátarnir stækkuðu tók
Sveinn hið minna fiskimannapróf
á Þingeyri 1934. Sveinn var afla-
sæll og heppinn formaður, hlekkt-
ist aldrei á og missti aidrei línu.
Þótti séður og hirðusamur skip-
stjóri. Var aldrei talað um tap á
þeirri útgerð á þessum annars
erfiðu árum. Voru þeir Ragnar og
Sveinn einkar samhentir og sam-
starf þeirra alltaf gott.
Árið 1940 geri ég, sem þetta
rita, út mótorbátinn „Vestra", og
er þá við flutning á fiski frá
Súgandafirði til ísafjarðar fyrir
breska matvælaráðuneytið. Þá er
það, sem Sveinn ræðst til mín, og
er hann ýmist stýrimaður eða
skipstjóri á „Vestra".
Þannig stóð á þessum flutning-
um, að öll striðsárin sendi mat-
vælaráðuneytið breska fiskflutn-
ingaskip til ísafjarðar til þess að
kaupa fisk þar. Var losað úr
bátnum yfir í flutningaskipið þeg-
ar komið var að landi með aflann.
Hlutverk okkar á Vestra var að
taka á móti fiskinum úr bátunum
á Súgandafirði á kvöldin þegar
þeir komu að, ísa hann og losa yfir
í flutningaskipið á ísafirði næsta
morgun. Reyndist Sveinn mér
traustur stjórnandi og félagi þessi
ár. Þetta voru oft erfiðar og
slarksamar ferðir í næturmyrkri
og slæmum veðrum að vetrinum.
Stóðu þessir flutningar þar til
striðinu lauk 1944.
Sveinn snýr þá til heimilis síns
á Flateyri, og hóf þá starf sem
verkstjóri við frystihúsið á staðn-
um, en þá er Ragnar Jakobsson
þar framkvæmdastjóri. Sveinn
starfar sem verkstjóri áfram eftir
að Einar Sigurðsson eignaðist
frystihúsið. Fór orð af Sveini sem
verkstjóra, oft við erfiðar aðstæð-
ur.
Árið 1960 lét hann af störfum,
og flyst með fjölskyldu sína til
Reykjavíkur. Fljótlega eftir að
Sveinn flytur hingað suður er
hann orðinn starfsmaður minn á
ný, og þá sem vélstjóri á m/s
„Baldri", og síðan á m/s „Suðra".
Starfar Sveinn hjá mér óslitið til
ársins 1974, að hann fer í land
vegna heilsubrests, þá orðinn 74
ára gamall.
Sveini á ég mikið að þakka, en
eins og áður getur þekkti ég hann
frá því ég var barn að aldri.
Reyndist Sveinn mér sérlega
traustur starfsmaður og góður
vinur. Hann var einstaklega til-
lögugóður og útsjónarsamur. Sjó-
mennska var honum í blóð borin.
Oft fannst mér í erfiðum flutning-
um kringum landið í vondum
veðrum, að Sveinn kynni ráð við
öllu. Hann kunni þá list þegar
vanda bar að höndum, að setja
fram tillögur sínar á svo einfaldan
og látlausan hátt, að hljómaði
aldrei sem skipun. Maður hlaut að
fara að ráðum hans, og komst líka
fljótlega að því, að ráðleggingum
hans var óhætt að treysta.
Sveinn Jónsson kvæntist árið
1931 Þóreyju Guðmundsdóttur frá
Súgandafirði, en hún var fædd á
Arnarstapa í Tálknafirði, og lifir
hún mann sinn.
Fyrsta búskaparár þeirra hjóna
byggir Sveinn stórt íbúðarhús á
Flateyri fyrir þau, og bjuggu þau
þar uns þau flytja tií Reykjavíkur.
Þau Sveinn og Þórey eignuðust
þrjú mannvænleg börn. Þau eru:
Jóna, f. 1932, kennari og formaður
Öryrkjabandalags Islands, gift
Sigurði Jóelssyni, kennara, og eru
þau búsett í Kópavogi. Jón, f. 1940,
skrifstofustjóri, kvæntur Elín-
borgu Jónu Pálmadóttur, búsett í
Garðabæ. Unnur, f. 1946, gift
Guðmundi R. Ingasyni, fram-
kvæmdastjóra, og búa þau í Hafn-
arfirði. Barnabörnin eru ellefu.
Vinur er kvaddur. Frá mér
fylgja þakkir fyrir langa og góða
samveru, sem aldrei bar skugga á.
Ég bið honum guðs blessunar.
Jón H. Franklin
Nýr sendiherra
Þýzkalands til
starfa í ágúst
NÝR sendiherra Þýzkalands
kemur til landsins um miðjan
næsta mánuð. Heitir hann dr.
Jörg R. Krieg og kemur í stað
Raimund Hergt, sem lét aí
embætti íyrir aldurs sakir
hinn 1. júní sl.
Dr. Jörg R. Krieg var
skipaður sendiherra Þýzka-
lands á íslandi fyrir nokkrum
mánuðum. Hann kemur frá
Zagreb í Júgóslavíu þar sem
hann hefur verið aðalræðis-
maður frá því 1976. Hann
hefur áður starfað í Mílanó,
Madrid, Vín og Genúa.
AKiI.ÝSINtiASÍMINN KR:
22480 kjíJ
JUorjjunblatiib
AÐ
GEFNU
viljum við
upplýsa
viðskiptavini okkar um þá staðreynd, að
þar sem framleiðendur LUXOR sjónvarpstækja,
keppa ætíð að því besta, hafa
þeir hætt við Philipskerfið \/2000
í gerð myndsegulbandstækja og tekið
TIIEFNI
IU1Ö9V
upp hið frábæra VHS kerfi
sem viðurkenndir
framleiðendur nota.
LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999
Útsölustaöir: Karnabær Laugavegi 66 —
Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík —
Portiö Akranesi — Patróna Patreksfirði —
Epliö ísafiröi — Álfhóll Siglufiröi —
Cesar Akureyri — Bókav. Þ.S. Húsavík —
Hornabær Hornafiröi — M.M. h/f. Selfossi —
Eyjabær Vestmannaeyjum.
harfaÖ _
snvm
3* Meiré
'St
Fyrir rúmu ári völdum við úr 4 gerðum af gos- p,
drykkjavélum á evrópumarkaði. SODA-MAT ^
varð fyrir valinu, þvl hún reyndist auðveldust _
I notkun. Ekkert mas með flöskur eða aðra
kostnaðarsama aukahluti, þvi okkar reynsla (
sýndi, að gosið hélst ekki I sllkum flöskum.
Þú framleiöir gosdrykkinn beint í glasið á
svipstundu.
Mikið úrval af gosdrykkja-kjörnum
Eins árs ábyrgð á tækjum. _
Fyllum jafnóðum á kolsýruhylkin. CJn^)
o
JRSerVa^fooo.
Meira en 1 árs reynsla á íslandi
■Ílllálll
Armúla 21, simi 82888