Morgunblaðið - 28.07.1981, Side 39

Morgunblaðið - 28.07.1981, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1981 39 oft. Hún var mér ráðhollur og góður vinur. Um Ragnhildi Ásgeirsdóttur á ég góðar minningar, minningar um konu, sem stóð af sér storma lífsins með reisn, konu, sem bar með sér birtu og yl. Ástvinum hennar sendi ég sam- úðarkveðjur og óska þeim velfarn- aðar. Margrét Jónsdóttir Ragnhildur Ásgeirsdóttir fé- lagssystir okkar er látin 71 árs að aldri. Hún var fædd og uppalin í Hvammi í Dölum, kjördóttir prestshjónanna Ragnhildar Bjarnadóttur föðursystur sinnar og séra Ásgeirs Ásgeirssonar. Ragnhildur varð því ekki aldur- hnigin á borð við þorra hérlendra kvenna, sem flestar verða að búa sig undir að eiga langt æfikvöld. Það er ekki mjög langt síðan Ragnhildur var að alast upp á prestssetrinu í Dölum vestur, á mælikvarða sögunnar, reiknað í árum. En ef litið er til baka yfir viðburði í lífi þjóðar og einstakl- inga verður sjö áratuga saga svo löng og viðburðarík að undrum sætir. Að vera presstdóttir í sveit var ekki hversdagslegt hlutskipti á fyrstu áratugum aldarinnar. Því fylgdi bæði vandi og vegsemd. Einkum þó vandi. Prestsdóttirin varð að standa sig við bústörf ekki síður en aðrir og hún þurfti að geta gengið í hverskonar strit- vinnu langan vinnudag. En auk þess bar henni að vera fyrirmynd annarra ungra kvenna um hátt- prýði og alla framkomu. Heimili prestsins var annað og meira en heimili embættismanna nú á dögum. Brauðið þurfti að fæða marga, þar var ætlast til að verkin við búreksturinn jafnt sem embættisverkin væru rækt með fuljum sóma. Án efa hefur dóttir prestshjón- anna í Hvammi alist upp við umhyggju og ástríki, en jafnframt fengið hlutdeild í þeirri ábyrgð sem fylgir hvers konar góðum gjöfum, veraldlegum og andlegum. Ragnhildur lauk námi í Kvenna- skólanum í Reykjavík 1929. Á árunum 1941—1942 stundaði hún nám við verslunarskóla í Osló. Kennarapróf tók hún í Bandaríkj- unum 1945, með skriftarkennslu sem sérgrein. Allt frá árinu 1947 fékkst Ragn- hildur við kennslu, síðari árin nær óslitið. Allt þar til í vor sem leið starfaði hún við Menntaskólann við Hamrahlíð, kenndi þar vélrit- un. Ragnhildur var tvígift. Fvrri maður hennar var Sigurður Ola- son hæstaréttarlögmaður, þau slitu samvistum. Ófeigur J. Ófeigsson var seinni maður henn- ar. Þau eignuðust eina dóttur, Ragnhildi Pálu, sem fædd er 1951. Hún stundar nú nám við háskóla vestan hafs. Maður hennar er Vilhjálmur Egilsson hagfræðing- ur og er hann að búa sig undir doktorspróf í þeirri grein. Börn þeirra hjóna eru tvö. Ragnhildur og Ófeigur ólu einnig upp frænku Ragnhildar, Salóme Ósk Eggerts- dóttur, konu Hjalta Guðmunds- sonar dómkirkjuprests. Ófeigur og Ragnhildur skildu. Þegar ég sá Ragnhildi fyrst var hún rúmlega þrítug. Hún hafði notið menntunar bæði heima og erlendis og bar með sér þá fágun sem gott uppeldi og kynni af menningu heimsins geta veitt þeim sem gefinn er hæfileikinn til að meðtaka. Um hana var æfin- týraljómi. Hún samsvaraði kven- ímynd skáldsögu og kvikmyndar, lýtalaus í framkomu, falleg og ljúf. Þessi voru áhrif af lauslegum kynnum, næstum einungis það sem hver maður hlaut að veita athygli við fyrstu sýn. Á þessum árum var almennt litið svo á að hlutverk konunnar væri að stjórna heimili og standa prúðbúin við hlið manns síns á hátíðlegum stundum. Það var ein- mitt á slíkri stund sem ég minnist Ragnhildar fyrst. Betur varð ekki farið með þetta hlutverk en hún gerði þá. Seinna þegar ég kynntist henni, var mér ljóst að hinn þátturinn, ráðdeild og stjórnsemi góðrar húsmóður, var ekki síður ríkur í fari hennar. Starf, ábyrgð á eigin lífi og sinna nánustu er hlutskipti sem bíður allra þótt misjafnlega gangi að verða við ytri og innri kröfum, vera góður þegn og líta ekki á skylduna sem lamandi hönd og vinnuna sem leiða kvöð. Ragnhildur gegndi því tvíþætta eða öllu heldur margþætta starfi að stunda kennslu, ala upp börn og annast móður sína ellihruma. Þessu nútímalega kvenhlutverki gerði hún svo góð skil að ekki fór á milli mála að þar var að verki kona, búin hinum bestu hæfileik- um. Á tímum barlóms og víls er hressandi að njóta samvista við þá sem standa föstum fótum í gróinni menningu og fyllast ekki bölsýni og vonleysi þó sitthvað gangi öðruvísi en upphaflega var áform- að. Það var þessi skapfesta sem meðal annars gerði að svo hollt var að umgangast Ragnhildi. Sjálfsvirðing og óbrigðul smekk- vísi settu mark sitt á framkomu hennar sem ætíð var jafn hlýleg og aðlaðandi. Þótt hún byggi yfir ríkulegu skopskyni, þá var gaman- ið aldrei kaldranalegt eða móðg- andi. Þegar Ragnhildur lét af for- mennsku í Zontaklúbbi Reykjavík- ur sagði ein félagssystir okkar í þakkarorðum að hún hefði stjórn- að klúbbnum fallega. Þessi orð eru mér minnisstæð, þau hittu í mark. Hvað eina sem Ragnhildur tók sér fyrir hendur var af smekkvísi gert. Að leiðarlokum kveðjum við, félagar í Zontaklúbbi Reykjavík- ur, Ragnhildi með alúðar þökk fyrir allt sem hún lagði fram til þess að meðal okkar ríkti sannur félagsandi. Megi fjölskylda hennar og vinir lengi njóta minninga um giftu- drjúga daga góðrar konu. Vigdís Jónsdóttir Ragnhildur tengdamóðir mín lést á Landspítalanum 22. júlí sl. eftir næstum fjögurra mánaða æðrulausa baráttu við krabba- mein í heila. Ragnhildur var ein af þeim manneskjum, sem hafa haft á mig mest áhrif til þess að móta lífsskoðanir mínar og til að reyna að kenna mér að meta þær dyggðir, sem hverjum manni eru nauðsynlegar til velfarnaðar og hamingju. Ragnhildur hafði þessi áhrif á mig með fordæmi sínu, þar sem ósérhlífni og takmarkalaus umhyggja fyrir velferð dóttur sinnar, Ragnhildar Pálu, dóttur- barnanna, Önnu Katrínar og Bjarna Jóhanns, auk minnar, sýndi best þá merkiskonu, sem Ragnhildur hafði að geyma. Fyrir mér er Ragnhildur per- sónugervingur þeirrar kynslóðar íslendinga, sem á fyrri helmingi þessarar aldar kom þjóðinni úr fátækt til bjargálna. Sú kynslóð Islendinga taldi það skyldu sína að skila næstu kynslóð þjóðarinnar betri lífskjörum og betra þjóðfé- lagi. Sú kynslóð tók ekki frá framtíðinni heldur byggði upp fyrir hana. Umhyggja þessarar kynslóðar fyrir þeim, sem eiga að erfa landið, kom mjög vel fram hjá Ragnhildi, þegar hún sagði einu sinni við mig; „Maður á ekkert af því, sem maður fær frá foreldrum sínum. Börnin manns eiga það allt saman." Þessi orð Ragnhildar tengda- móður minnar festust í huga mínum og voru rifjuð upp aftur og aftur, þegar einn þeirra manna, sem sóttust eftir útnefningu Demókrataflokksins til forseta- framboðs í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum síðan, gerði ná- kvæmlega þetta að megininntaki þess, er hann boðaði bandarísku þjóðinni í kosningabaráttu sinni. Þessi maður, Jerry Brown, ríkis- stjóri í Kaliforníu, sem leitar ráða hjá mörgum af mestu gáfumönn- um bandarísku þjóðarinnar, orð- aði hugsun Ragnhildar tengda- móður minnar svona: „Við eigum ekki að líta á það, sem við höfum sem arf frá foreldrunum heldur sem skuld til barna okkar." Ragnhildur breytti svo sannar- lega í samræmi við þetta lífsvið- horf kynslóðar sinnar. Ungt fólk í landinu er reyndar meira og meira að smitast af þessu lífsviðhorfi kynslóðarinnar, sem er að kveðja okkur og ég tel mig alveg einstaklega lánsaman að hafa fengið að umgangast Ragnhildi tengdamóður mína, einti besta fulltrúa þessarar kyn- slóðar og njóta alúðar hennar og umhyggju. Ragnhildur ætlaðist aldrei til neins í staðinn sjálf fyrir allt það sem hún gerði fyrir okkur hjónin og börnin okkar. Eina leiðin til að sýna henni, að hjálp hennar og umhyggjusemi var metin, var að reyna að fara að fordæmi hennar og veita börnunum hjálp og um- hyggju. Enginn getur umgengist konu eins og Ragnhildi tengdamóður mína án þess að finna þörf til að breytast. Konur eins og Ragnhild- ur sýna manni, hvað kærleikurinn er sterkur. Fórnarlund hennar var rík, og hún hafði mikla gleði af börnum okkar hjónanna. Ham- ingja Ragnhildar var velferð þeirra. Ég stend í mikilli þakkarskuld við Ragnhildi. Hún reyndist mér eins og móðir mín og besti kenn- ari. Vilhjálmur Egilsson Látin er í Reykjavík vinkona mín, Ragnhildur Ásgeirsdóttir, skriftar- og vélritunarkennari, Sólvallagötu 51. Hún fæddist í Hvammi í Dölum 16. júlí 1910 og var næstelst fimm barna hjónanna Margrétar Maríu Pálsdóttur, Pálssonar að Eyri við ísafjörð og Jóns Finnboga Bjarna- sonar, lögregluþjóns á ísafirði. Dó Margrét ung frá börnum sínum. Albræður Ragnhildar eru Bjarni, netagerðarmaður í Vestmannaeyj- um, Magnús fv. skólastjóri Ármúlaskóla í Reykjavík og Ás- geir, deildarstjóri á Skattstofunni. Elsti bróðirinn, Páll, lézt á ungl- ingsaldri. Hálfsystkini átti hún tvö, Kolbrúnu, gifta Sigurði E. Árnasyni, kaupmanni og Ármann er starfar við Álverið í Straums- vík. Kornabarn varð Ragnhildur kjördóttir hjónanna Ásgeirs pró- fasts Ásgeirssonar í Hvammi í Dölum og Ragnhildar Ingibjargar Bjarnadóttur, föðursystur sinnar, en þeim hjónum hafði ekki orðið barna auðið. Prófastfrúin var glæsileg gáfukona, mikill persónu- leiki og mjög vel skáldmælt. Að henni laðaðist margt gáfufólk. Hún og Jón Finnbogi, faðir Ragn- hildar, voru börn Bjarna Gíslason- ar, stórbónda í Ármúla. Hann var talinn stórbrotinn, vel skáldmælt- ur og svo mikill bókamaður að í einu herbergi hússins voru allir veggir þaktir bókum enda var herbergið ekki notað undir annað. Séra Ásgeir Ásgeirsson tók mikinn þátt í þjóðmálum og fé- lagsmálum. Hann var fram- kvæmdastjóri og formaður Kaup- félags Hvammsfjarðar 1911—19 og einn af stofnendum og formað- ur Kaupfélags Stykkishólms 1920—25. Formaður Sparisjóðs Dalasýslu var hann í meira en 30 ár. Heimili þeirra hjóna var mikil miðstöð menningar á sínum tíma og orðlagt fyrir höfðingsbrag. Ættrækin voru þau með afbrigð- um og hjá þeim munu hafa dvalið ýmis ung ættmenni um lengri eða skemmri tíma. Sama má segja um Ragnhildi, kjördóttur þeirra, að hjá henni dvöldust líka ýmrs ung skyldmenni hennar um lengri eða skemmri tíma. Eins og nærri má geta vönduðu prófasthjónin til uppeldis einka- dóttur sinnar. Píanóleik nam hún hjá móður sinni, prófastfrúnni, sem kenndi bæði á píanó og gítar. Gekk Ragnhildur á Kvennaskól- ann í Reykjavík og eftir það á Verzlunarskóla í Noregi þar sem hún hélt jafnframt áfram námi í píanóleik. Síðar var hún eitt ár við nám við Háskólann í Minnesota, þar sem hún sérhæfði sig í vélrit- unar- og skriftarkennslu. Ragnhildur var tvígift. Hún giftist fyrri manni sínum, Sigurði É. Ólasyni, lögfræðingi árið 1934. Þau skildu eftir þriggja ára hjóna- band. Ragnhildur giftist öðru sinni Ófeigi J. Ófeigssyni, lækni, árið 1940. Þau skildu árið 1958. Dóttir þeirra er Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, fædd 17. september 1951. Hún er gift Vilhjálmi Egils- syni, hagfræðingi og eiga þau tvö börn, Önnu Katrínu, 6 ára og Bjarna Jóhann, 2ja ára. Hafa þau börn svo sannarlega mikið misst, önnur eins amma og Ragnhildur var þeim. Hef ég aldrei horft upp á jafnfórnandi ömmukærleika og hennar. Fósturdóttir Ragnhildar og Ófeigs er Salóme Ósk Eggerts- dóttir sem kom til þeirra sjö ára gömul árið 1942 og dvaldi á heimili þeirra þar til hún giftist Hjalta Guðmundssyni, Dóm- kirkjupresti, árið 1954. Þeirra dætur eru Ingibjörg, nemi í hjúkr- unarfræðum við Háskóla íslands og Ragnhildur, menntaskólanemi. Ragnhildur Bjarnadóttir átti við mikla vanheilsu að stríða og varð að leita sér lækninga til Reykjavíkur. Varð að ráði að fjölskyldan réðist í að byggja sér hús að Sólvallagötu 51 þar sem þau bjuggu síðan. Fluttu þau inn í það árið 1934. Ragnhildur Ás- gcirsdóttir annaðist móður sína af sérstakri umhyggju og þótt hún væri síðustu árin algerlega rúm- liggjandi og komin upp á aðra með alla hluti, hafði Ragnhildur hana á heimilinu til síðasta dags. Séra Ásgeir lézt árið 1956 en kona hans árið 1965. Ragnhildur stundaði skriftar- og vélritunarkennslu í nærfellt 30 ár. Kenndi hún m.a. við Verzlun- arskóla íslands, Réttarholtsskól- ann, Menntaskólann við Hamra- hlíð og Háskólann. Einnig starfaði hún við blaðamennsku um skeið. Þótt mótvindar hlósu ok mapddu um stund OK mörK væru rrfiÓ þin sporin. þá KeislaÓi frá þór þin Klaóværa lund sem Klnandi döKKÍn á vorin. Þessa vísu orkti Ragnhildur Bjarnadóttir til dóttur sinnar, Ragnhildar Ásgeirsdóttur, og lýsir hún þeirri síðarnefndu vel, því glaðværð, æðruleysi og góðar gáf- ur voru það sem einkenndu hana mest. Ragnhildur Ásgeirsdóttir var falleg kona, kvenleg og höfðingleg í senn. Skemmtileg var hún með afbrigðum og hafði næmt auga fyrir því skoplega í tilverunni. Hafði ég ómælda ánægju af að ræða við hana um heimsins gagn og nauðsynjar og mat álit hennar mikils. Stórmennska hennar kom fram í því að hún tjáði tilfinn- ingar sínar fremur í athöfn en orði. Kom þetta t.d. fram í því hvernig hún fórnaði sér fyrir aðra. Hún staðnaði ekki heldur hélt áfram að þroskast til dauðadags og var ætíð ung í anda. Veit ég að ungt fólk sóttist eftir félagsskap við hana. Dætrum sínum kenndi hún m.a. að líta björtum augum á tilveruna og umfram allt að reyn- ast lítilmagnanum vel. Þar gekk hún á undan með fordæmi sínu. Ung stúlka kom þannig á heimili prófastshjónanna að Ragnhildur, þá níu ára gömul, hitti hana vegalausa og leiddi hana við hönd sér heim á prestsetrið. Hjá fjöl- skyldunni dvaldi hún svo æ síðan, meðan heilsa og kraftar entust. Segir þessi saga meira en nokkur orð. Guð blessi Ragnhildi og geymi. Aðstandendum votta ég dýpstu samúð. Rannveig Tryggvadóttir í dag verður til moldar borin Ragnhildur Ásgeirsdóttir. Aðrir munu rekja æviskeið hennar, en ég vil aðeins fara örfáum orðum um störf hennar í Menntaskólan- um við Hamrahlíð, þar sem hún var kennari frá fyrsta skólaári skólans þar til hún lét í vor af störfum vegna veikinda. Á sextán starfsárum Mennta- skólans við Hamrahlíð hefur eng- inn kennari annar leiðbeint jafn mörgum nemendum og Ragnhild- ur Ásgeirsdóttir, þar sem hún hafði með höndum alla vélritun- arkennslu í skólanum, og vélritun er liður í skyldunámi allra stúd- enta. Ragnhildur sinnti kennsl- unni af alúð og með hógværð og vildi hvers manns vanda leysa. Ég veit að fjölmargir nemendur skól- ans, eldri og yngri, minnast henn- ar með hlýhug og þakklæti. Þar sem Ragnhildur sinnti vél- ritunarkennslunni ein og lítil tengsl eru milli vélritunar og annarra námsgreina skólans, hygg ég að hún hafi starfað nokkuð einangruð frá öðrum kennurum. En margir kennarar og aðrir starfsmenn skólans náðu samt að kynnast henni og kveðja nú traustan starfsfélaga og góðan vin. Ég flyt aðstandendum Ragn- hildar Ásgeirsdóttur samúðar- kveðjur frá nemendum, kennurum og öðru starfsliði Menntaskólans við Hamrahlíð. Örnólfur Thorlacius Akureyri: Fengu byggingar- gjöld endurgreidd ásamt vöxtum Akureyrarbær endurgreiddi fyrir nokkru tveimur loðareig- endum, sem skilað höfðu lóðum sínum. byggingargjöld ásamt vöxtum af upphæðinni, en ekki var orðið við bótakröfum annars þeirra. Lóðunum tveimur var skilað þar sem jarðvegsdýpi var um 7 metrar eða 5 metrum meira en talið hafði verið. Að sögn Valgarðs Baldvinsson- ar, bæjarritara á Akureyri, er það fremur sjaldgæft að lóðum sé skilað þar og að menn fái bygg- ingargjöldin endurgreidd á þenn- an hátt. Að þessu sinni hefði þó þótt rétt að hafa þennan háttinn á því að upplýsingar bæjaryfir- valda um jarðvegsdýpi hefðu reynzt villandi. Því hefði þótt sjálfsagt að greiða almenna inn- lánsvexti, 34%, ofan á bygg- ingargjöldin til þess að viðkom- andi aðilar bæru ekki fjárhags- legan skaða vegna þessa. Þó hefði ekki þótt ástæða til að verða við bótakröfum, sem annar aðilinn setti fram vegna útlagðs kostnað- ar við teikningar og fleira, en ekki var í því tilefni nefnd ákveðin upphæð. Valgarður sagði ennfremur að búizt væri við því að þessar lóðir byggðust þrátt fyrir þetta og auk þess ættu viðkomandi menn að geta fengið lóðir annars staðar í bænum. t RÓSBORG JÓNSDÓTTIR, Nfaröargötu 47, er dáin. Jaröarförin hefur fariö fram. Þakka hlýhug og kveöjur. Kjartan Ó. Kfartanaaon, aynir, tangdabörn og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.