Morgunblaðið - 28.07.1981, Side 19

Morgunblaðið - 28.07.1981, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1981 19 Símamynd-AP. Elízabet EnKlandsdrottning og Nancy Reagan forsetafrú ræðast við þar sem þær voru að fyigjast með póló-keppni í Windsor á sunnudag. Meðal keppenda í enska liðinu var Karl rikisarfi. en mótherjarnir voru frá Spáni. Nancy Reagan verður viðstödd brúðkaup Karls prins og lafði Díönu á miðvikudag. draga á fingur lafði Díönu á mið- vikudag er gerður í welsku gulli, sem er heldur dekkra en venjulegt gull. Hringurinn er gerður úr gulli úr einu gullnámu Bretlands; hún fannst í Clogan St. David’s í Bontddu-héraði árið 1923. Fjórir aðrir meðlimir konungsfjölskyld- unnar hafa fengið hringa gerða úr námunni í Bontddu. Hinn fyrsta fékk móðir Elísabetar drottningar árið 1923 þegar hún giftist hertog- anum af York; síðar Georg 6. Árið 1947 var gull úr Bontddu notað í hring handa Elísabetu drottningu. Aftur var gull sótt til Wales 13 árum síðar þegar Margrét prinsessa giftist Snowdon lávarði og loks 1973 þegar Anna prinsessa giftist Mark Phillips. Sir John Betjeman, hirðskáld Breta, hefur samið ljóð til heiðurs brúðhjónunum. Sir John, en meðal forvera hans eru þjóðskáld á borð við Dryden, Wordsworth og Tenny: son, er nýkominn af sjúkrahúsi. í apríl síðastliðnum fékk hann hjartaslag en sir John er 75 ára gamall. Hann var skipaður hirð- skáld 1972 og hefur skáldið sætt gagnrýni fyrir að stinga penna of sjaldan í blek. Að lokum: Thailenskur stjörnu- fræðingur spáir því, að Karl prins og lafði Díana muni eignast son innan tveggja ára. Og einnig, og það ætti að vera Bretum ekki síður kærkomið; vegna jákvæðra afstöðu stjörnumerkja, mun brúðkaupið stuðla að því rétta við bágan efnahag Bretlands. Mútuhneyksli í sovétlýðveldi Moskvu. 27. júlí. AP. TVEIR sovézkir landbúnaðar- starfsmenn hafa verið fangelsaðir fyrir að þiggja mútur fyrir að falsa gæðaflokka ullar, sem er útveguð handa ríkisverksmiðjum að sögn sovézkra hlaða i gær. Mikhail N. Gorelov, kunnur sér- fræðingur stjórnardeildar í rússn- eska sovétlýðveldinu, var dæmdur í 12 ára fangelsi og eignir hans voru gerðar upptækar. Honum var gefið að sök að hafa skipulagt svindlið. Maður að nafni Voropinov, skrifstofustjóri í borginni Nevinn- omyssk, var dæmdur í 10 ára fangelsi og ýmsir aðrir vitorðs- menn í suðurhluta rússneska lýð- veldisins fengu einnig dóma. Gorelov fékk þúsundir rúblna á sjö ára tímabili frá ullarframleið- endum fyrir að skrá ull, sem hann hafði eftirlit með, í hærra gæða- flokki en hún átti að vera. Einnig var blandað saman góðri ull og slæmri til að fela slæmu ullina fyrir verksmiðjunum. Gorelov hélt nákvæma skýrslu um múturnar, sem hann þáði, og skýrslur hans voru meðal 15 binda af sönnunargögnum er sækjandinn lagði fram í réttarhöldunum. Battek fyrir rétti í Prag Vín. 2t. júlí. AP. EINN af leiðtogum baráttumanna mannréttinda i Tékkóslóvakíu. Rudolf Battek. var leiddur fyrir rétt í Prag í dag, ákærður fyrir undirróður og viðnám gegn yfirvöldum, að sögn útlaga í dag. Battek var þingmaður á dögum sér fimm ára fangelsi. Battek var í hópi hinna fyrstu sem skrifuðu undir mannréttinda- yfirlýsinguna 1977 og einn af stofn- endum nefndar sem berst fyrir málstað fórnarlamba óréttlátra ofsókna í Tékkóslóvakíu. Hann er félagsfræðingur að mennt og varð að sjá sér farborða með rúðuhreinsun. Lögreglan í Prag handtók hann í júní 1980 og gaf honum að sök að hafa ráðizt á lögregluþjón. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum vildi Battek til- kynna að bifreið hans hefði verið stolið. Hann hefur verið í haldi síðan og .vorsins í Prag“ 1968 og á yfir höfði. Amnesty International hefur sagt að mál hans sé skýlaust brot á mannréttindum. Amnesty vitnaði í fréttir um að kona Batteks, Dagmar, hefði ekki fengið að hitta hann síðan í október 1980 þegar hún heimsótti hann í Ruzyne-fangelsi skammt frá Prag. Lögfræðingur Batteks hefur heldur ekki fengið að hitta hann síðan. Góðar heimildir herma, að yfir- völd í Tékkóslóvakíu undirbúi rétt- arhöld í málum 16 annarra andófs- manna, þar á meðal Jiri Hajeks, sem var utanríkisráðherra á „frjálsræðistímanum". Bandaríkin sökuð um sýklahernað á Kúbu Miami. 27. júli. AP. FIDEL Castro Kúbuforseti sakaði i gær Bandarikjamenn um að hcyja „sýklahernað“ gegn Kúbu- mönnum og hafa valdið drepsótt- um á eynni. Hann sagði að við öðru væri ekki að búast af ríkisstjórn sem væri „þekkt fyrir mannvonzku, lygar og algert samvizkuleysi". Castro sagði að eins og margir aðrir væri hann haldinn þeim illa grun að CIA hefði valdið þeim drepsóttum sem hefðu komið upp á eynni. í einum síðasta faraldrinum hafa 113 beðið bana, þar af 81 barn, 400 hafa tekið veikina. Castro sagði þetta í tveggja og hálfs tíma ræðu á afmæli upphafs byltingarinnar á Kúbu 1953. í Washington sagði talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins að ráðuneytið vildi ekkert um málið segja fyrr en ræðan hefði verið rannsökuð. Forsetinn veittist einnig að út- lagasamtökunum Alpha 66 í Mi- ami, sem viðurkenna að hafa sent víkingasveitir til Kúbu í því skyni að koma honum fyrir kattarnef og vinna skemmdarverk á verzlunum og fyrirtækjum. Vilja skýringu á flugslysinu Lundon. 27. júlí. AP. BRETAR hafa beðið Rússa um staðfestingu á fréttum um að brezkur rikisborgari hafi verið í argentinsku flugvélinni sem fórst i Sovétrikjunum skammt frá landa- mærunum að Tyrklandi og íran i siðustu viku. Blaðið Sunday Times segir að flutningaflugvélin hafi verið að flytja hergögn frá ísrael til íran þegar hún fórst. Blaðið segir að Stuart Allan McCafferty, 38 ára gamall Skoti, hafi verið i flugvél- inni, sem var skrúfuþota af gerðinni CL-44 og villtist yfir landamærin 18. júlí og fórst eftir að sovézkar orrustuflugvélar höfðu elt hana uppi* Talsmaður brezka utanríkisráðu- neytisins sagði í dag að brezka sendiráðið í Moskvu hefði spurt sovézk yfirvöld um McCafferty og beðið um skýringu á kringumstæð- um flugslyssins. Blaðið sagði að McCafferty hefði verið einn af höfuðpaurum vopnasölunnar, sem fréttir herma að samið hafi verið um í London. Flugvélin var notuð til að flytja 360 lestir af varahlutum í skrið- dreka og skotfæri sem íranska flugherinn vantar í stríðinu gegn írökum að sögn blaðsins. Hergögnin eru gerð í Bandaríkjunum. Simamynd AP. Darayosh Kherka majór úr írans- her á hlaöamannafundi i Kairó eftir flótta frá tran á laugardag á flugvél af gerðinni B-707. Kherka hefur fengið hæli sem pólitiskur flóttamaður i Egyptalandi. Góður ^ félagi GF-8989H/E Stereo Portable Radio Cassette Stereo ferðatæki frá kr. 1900,- PAPSS Auto Program Search System Mt-Touch Soft-Touch Operation [ lfl| DCXBY SYSTEM | Feröa- og kassettutæki meö 4 útvarpsbylgjum, FM stereó, stuttbylgju, miöbylgju og langbylgju. 2x5,5 wött RMS. „2-way“ hátalarar, 2 innbyggöir míkrófónar. Óvenjulega góöir upptökueig- inleikar. Lengd 510 mm. Hæö 284 mm. Breidd 134 mm. HLJÓMTÆKJADEILD LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999 Útsölustaöir: Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavik — Portiö Akranesi — Patróna Patreksfiröi — Epliö isafiröi — Álfhóll Sigluflröi — Cesar Akureyri — Radíóver Húsavík — Hornabær Hornafiröi — M.M. hf. Selfossi — Eyjabær Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.