Morgunblaðið - 16.08.1981, Síða 1
Sunnudagur
16. ágúst
Bls. 33—64
Þegar Lev Nikola-
evitsj Tolstoj bað um
hönd Sonju Behrs ár-
ið 1862 var hann
rösklega þrítugur að
aldri og lífsreyndur
maður. Hann hafði
ferðazt vítt um,
fylgzt með hernaðar-
átökum í Krímstríð-
inu og hafði skapað
sér orð sem rithöf-
undur — þótt enn
ætti hann eftir að
skrifa sín merkustu
verk. Sonja var aftur
á móti aðeins 18 ára,
saklaus og óreynd.
Hjónalíf þeirra sem
stóð í 48 ár átti eftir
að draga dám af
þessu upphafi og
hefði getað verið efni
í skáldsögu eftir
Tolstoj sjálfan.
Anne Edwards
hefur nýlega sent frá
sér ævisögu Sonju
Tolstoj, sem hún hef-
ur byggt á bréfum og
dagþókum, sem fram
til þessa hafa hvergi
birzt, og fleiri heim-
ildum til að draga
upp mynd af hjóna-
bandi þeirra sem var
sérkennilegt sam-
bland ástríðu og
innilegs kærleika og
eitraðist síðar af af-
brýði og hatri.
Tolstoj kom til að heim-
sækja fjölskyldu Sonju,
Behrs-fjölskyíduna, í
hvert skipti sem hann var í
Moskvu, oft óvænt, en var jafnan
velkominn gestur. Stundum kom
hann síðdegis, í önnur skipti á
kvöldin og hann eyddi jafnmikl-
um tíma í að tala við börnin á
heimilinu og foreldrana. Hann
var mjög hrifinn af Behrs-
börnunum og sagði, að þau hefðu
i sér „neista" og auk þess iðandi
lífsfjör og kæti. Þau sýndu
honum öll ástúð og blíðu og
löðuðu fram sams konar eigin-
leika hjá honum.
Tolstoj viðurkenndi fyrir vini
sínum, að hann væri „tilbúinn"
að kvænast og bætti við: „Ef
Sonja væri 16 ára en ekki 14,
myndi ég biðja hennar strax."
Þegar þetta var grunaði engan í
fjölskyldunni, að Tolstoj væri
hrifinn af neinni dætranna.
Hann var einfaldlega góður fjöl-
skylduvinur, sem átti auðveldara
með að ná tengslum við ungt
fólk en margir á hans aldri.
Árið 1858 var Sonja ung
stúlka, draumlynd og óvenjulega
falleg, með stór dökk augu og
munnsvip sem vitnaði um heitar
tilfinningar. Hún var auðvitað,
þegar hér var komið sögu, bara
barn og hegðaði sér samkvæmt
því en Tolstoj hreifst æ meira af
henni eftir því sem þau hittust
oftar.
Glaðværð sú sem var í öndvegi
á Behrs-heimilinu var Tolstoj
blátt áfram nauðsynleg. Konur
skipuðu stóran sess í hugarheimi
hans og þegar hann kom aftur til
hins afskekkta seturs síns,
Yasnaya Polyana, fylltist hann
einmanakennd. Hann var sann-
færður um að hann þyrfti á
kvenmanni að halda, „ekki vegna
tilfinninga, heldur hreinlega af
heilsufarsástæðum", og hann tók
upp samband við Axiniu Bazyk-
ina, bóndastúlku, sem vann hjá
honum, en eiginmaður hennar
var þá í hernum.
Axinia var „blátt áfram,
hreinskiptin og ails ekki ólagleg,
með stór skær augu og djúpa
rödd, og hafði yfir sér ferskleika
og fjör". Honum fannst flest í
fari hennar vera aðlaðandi, og
þó að honum fyndist það lítil-
mótlegt að fleka hjú sitt til
fylgilags við sig, var hann ekki
nægilega sterkur til að standast
freistinguna. Tókst nú með þeim
ástarsamband og voru ýmsir
felustaðir fundnir til að þetta
spyrðist ekki út. „í dag úti í
skógi. Ég er bjáni, ruddi. Dökkt
hörund hennar og augu hennar.
Ég er ástfangnari en ég hef
nokkru sinni verið. Engin önnur
hugsun kemst að hjá mér,“
skrifaði hann í dagbók sína 1858.
Hann skrifaði að staðaldri í
dagbók sína og fór þar ekki í
felur með geðhrif sín og tilfinn-
ingar. I júlí ól Axinia honum
son, Timofei.
Á nýársdag 1895 skrifar hann
í dagbók sína: „Ég verð að gifta
mig á þessu ári, ef ég ætla mér
það á annað borð.“ En reyndar
var það ekki fyrr en 1862, að
hann bað um hönd Sonju, þá 34
ára gamall. Og bónorði hans var
vel tekið. Sem nú Behrs-hjónin
tóku beiðni hans játandi sam-
stundis, átti Tolstoj í miklu
sálarstríði. Átti hann að kvæn-
ast henni, án þess að segja henni
að hann væri ekki sá heilagi
maður, sem hún taldi hann án
efa vera. Átti hann að segja
henni að hann hafði átt mök við
ótal kvenmenn, að hann hefði í
fjárhættuspili misst frá sér
megnið af arfi sínum? Hann
ákvað að hún YRÐI að vita allt.
Til að vera nú alveg viss um að
ekkert færi fram hjá henni, lét
hann hana hafa dagbók sína til
lestrar. Og morguninn eftir að
hafa fengið jáyrði dr. Behrs,
rétti hann Sonju bækurnar sem
sögðu lífssögu hans.
að virðist ekki hafa
hvarflað að hinum vænt-
anlega brúðguma hvaða
áhrif þessi lesning myndi hafa á
stúlkuna, 18 ára gamla. Um
kvöldið fór Sonja til herbergja
sinna að kvöldverði loknum og
byrjaði að lesa. Hún var þrumu
lostin. Hún vissi að vísu um
spilafíkn hans, en nú viku áður
en þau hugðust ganga í hjóna-
band, uppgötvaði hún, að maður-
inn sem hún elskaði, hafði haft
mök við allar mögulegar kven-
persónur, tatarastelpur og hór-
ur, konur sem voru vinkonur
móður hennar, meira að segja
sín eigin hjú — og að hann hafði
samvizkusamlega skráð allt hjá
sér. Og meira að segja hafði eitt
ævintýrið getið af sér barn!
Þegar Tolstoj kom morguninn
eftir tók Sonja á móti honum,
ein. Það var ekki fyrr en hann sá
grátbólgið andlit hennar, að
honum skildist hvílíka regin-
skyssu hann hafði gert. Og
hversu mikla kvöld það hafði
kostað hana að lesa um fortíð
hans. Hann reyndi í fáti að
útskýra fyrir henni, að hann
hefði viljað að hún vissi allan
sannleikann um sig, að honum
hefði fundizt að milli þeirra
mættu aldrei vera nein leynd-
armál. Sem hann nú grátbað
hana að sýna sér skilning, starði
hann á hana í þvílíkri angist að
vart verður með orðum lýst,
enda var hann sannfærður um
að hann hefði misst hana. Hún
skynjaði kvöl hans og fylltist
umhyggju í hans garð. „Það var
kannski bezt þegar allt kemur til
alls,“ sagði hún grátandi, „en
það var hræðilegt, hræðilegt.”
Fáeinum dögum áður en
hjónavígslan fór fram, var húsið
að fyllast af gestum og spenna
og tilhlökkun lá í loftinu. Og
eftir því sem fleiri og fleiri
brúðargjafir voru sendar til
Behrs-heimilisins, var næstum
ekki þverfótað um gangana.
Brúðguminn hafði keypt glæsi-
legan svefnvagn, pantað mynda-
töku af Sonju og látið taka mynd
af sér og hafði gefið Sonju
demantsdjásn.
Þann 23. september, giftingar-
daginn, kom Tolstoj óvænt
snemma um morguninn. Hann
var í miklu uppnámi og krafðist
þess að fá að hitta Sonju. Þegar
þjónarnir sögðu honum að það
bryti í bága við alla siði, að
brúðgumi fengi að sjá brúði sína
fyrr en við altarið, ýtti hann
þeim til hliðar og hraðaði sér til
herbergis Sonju.
Þessa nótt hafði hann legið
andvaka og brotið heilann um
það hvort það væri rétt af sér að
kvænast þessari fallegu, full-
komnu, saklausu stúlku og hann
hafði komið til að segja henni, að
enn hefði hún tíma ... það er
enn hægt að hætta við þetta allt.
Hann var hennar ekki verðugur.
Samvizka hans bauð honum að
benda henni á að endurskoða það
skref sem hún var í þann veginn
að stíga. Hún gat ekki elskað
hann, ekki þegar hún vissi um
allt það vonda og viðbjóðslega
sem hann hafði gert, hún gat
ekki elskað gamlan, ljótan ka.ll.
Móðir Sonju. Lyubov Alex-
andrövna, frétti af því að brúð-
guminn hefði brotið allar hefðir
og væri hjá brúði sinni. Hún
hraðaði sér til herbergis hennar.
Hún kom að dóttur sinni hágrát-
andi. Tolstoj fór, en ekki fyrr en
Sonja hafði fullvissað hann um,
að hún iðraðist einskis og ætlaði
engu að breyta.
Vígslan átti að fara fram
klukkan átta um kvöldið í
Fæðingarkirkjunni.
Klukkan sex byrjaði Tanja, syst-
ir Sonju, og brúðarmeyjarnar að
klæða brúðina i brúðarskartið,
íburðarmikið og glæsilegt.
Tanja, sem var eftirlætissystir
Sonju, hjálpaði henni að setja
upp hárið og slörið var síðan
skreytt nýjum blómum.
Kveikt var á kertum við íkon-
ana í kirkjunni og kertaljósin
endurköstuðu töfrandi birtu um
kirkjuna hvar 300 gestir biðu
komu brúðhjónanna!
Eftir að Sonja og greifinn
höfðu verið gefin saman, voru
kórónurnar teknar af höfðum
þeirra og presturinn óskaði þeim
til hamingju og tók við kertun-
um sem þau höfðu haldið á.
SJÁ NÆSTU SÍÐU