Morgunblaðið - 16.08.1981, Page 4

Morgunblaðið - 16.08.1981, Page 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 ÁRLEGA er keppt um heimsmeistaratitilinn í Grand Prix Formúlu 1-kappakstri víöa í heiminum. í kappakstri sem þessum sameinast gífurleg tækniþekking og reynsla þeirra ökumanna, sem hafa komist svo langt aö taka þátt í honum. Blaðamaður Morgunblaösins var viöstaddur HRAÐINN Formúlu 1-kappakstur í Jarma á Spáni, sem er skammt frá Madrid, í lok júnímánaöar. Hér á eftir fer í grófum dráttum frásögn af því sem þar var aö gerast. Formúlu 1-kappakstur er sagö- ur einn hættulegasti leikur, sem maöurinn tekur þátt í. Hraðinn er gífurlegur og fer jafnvel upp í 200—300 km/klst. og eykst hraö- inn sífellt meö aukinni tækniþekk- ingu. Segja kappakstursmenn, aö miðaö viö þann hraöa, sem hraöskreiðustu ökutækin í Form- úlu 1-akstrinum ná, þá séu ekki til brautir fyrir þann hraöa og eru þeir mjög óánægöir meö þá þróun mála. Alþjóðaráð kappaksturs- keppna hefur tekiö þaö ráö aö banna svokallað „sliding skirt“ þetta keppnisáriö, sem leyfð voru á bílunum í fyrra og geröi þeim mögulegt aö aka hraöar sérstak- lega í beygjum. Var þetta gert til aö tryggja öryggi ökumannanna, en kappaksturshetjurnar telja þessa ráöstöfun skref afturábak, því er ekki gott aö segja hvaö verður á næsta ári. Dæmi um daudaslys Enda þótt tækni og leikni sé gífurleg, þá má lítið út af bera, svo ekki verði stórslys jafnvel leiöa til dauöa ökumannanna. Nokkur dæmi eru um slíkt á undanförnum árum. Skemmst er aö minnast dauöa hins 35 ára gamla Patrick Depailler. Á síöastliðnu ári varö bilun í hjólabúnaöi bifreiöar hans í keppni á Hochenheim-brautinni í Vestur-Þýskalandi meö þeim af- leiöingum aö bíll hans fór utan í giröingu og Depailler lést skömmu síðar vegna höfuömeiösla. Brautin í iZVma ein sú erfidasta Formúlu 1-keppnin tekur 3 daga hverju sinni. Fyrstu tvo dagana það er aö segja föstudag og laugardag fer tíminn í reynsluakst- ur og athugun á búnaöi bílanna viö þær aöstæöur, sem fyrir eru. Brautin í Jarma þykir ein sú erfiðasta sinnar tegundar, vegna þess aö hún reynir mjög á líkam- legt þrek ökumannanna. Hún er tiltölulega stutt og bugðótt og geta John Watson é fullri ferð. ökumennirnir lítiö slappaö af á beinum brautum. Auk þess hefur hitinn, sem var mikill, áhrif á aksturinn. Hitabylgja hefur gengiö yfir Spán og annar eins hiti hefur ekki verið þar í 40 ár. Bestu tímarnir í reynsluakstrin- um skera úr um þaö, hvaöa bílar taka þátt í keppninni á sunnudeg- inum. Aö þessu sinni voru það 30 bílar, sem kepptu en aöeins 24 bílar komast í úrslitakeppnina. Einnig ráöa úrslit reynsluaksturs- ins röö bílanna við ráslínu. Þaö skiptir því miklu máli aö ná góöum tíma og meiri möguleikar eru halda forystunn; eö ekki‘'þarf ZZ rara fram úr eins mörgum bílum. í reynsluakstrinum á föstudegin- um varö Allan Jones (Williams FW/7C) núverandi heimsmeistari meö besta tímann. í ööru sæti varö Carlos Reutermann (Williams FW/7C) en hann er nú stigahæstur þaö sem af er heimsmeistara- keppninni í ár. Reutermann og Jones eru í sama liði þaö er aö segja TAG-Saudi-Leyland-liöinu, sem er tvímælalaust sterkasta liöiö í Formúlu 1-kappakstrinum í ár. í þriöja sæti varö Jacques Laffite Tafla yfir 11 stigaefstu kappakstursmennina í heimsmeistarakeppninni í Formulu 1-kappakstri, þaö sem af er keppni. stig 1. Carlos Reutermann 43 2. Nelson Piquet 35 3. Jaques Laffite 25 4. Allan Jones 24 5. Gilles Villeneuve 21 6. John Watson 20 7. Allan Prost 19 8. Riccardo Patrese 10 9. Eddie Cheever 10 10. Elio De Angelis 10 11. Hector Rebaque 10 Þegar er lokid 10 keppnum af 15, næsta keppni verdur 16. ágúst í Austurríki. (Talbot Ligier JS17), fjórði varö Allan Prost (Renault RE30) og fimmti John Watson (McLaren MP4). Á reynsluakstrinum á laugar- deginum uröu þeir sömu aftur efstir nema hvaö Laffite varö fyrstur, Jones annar, Reutermann þriöji, Watson fjóröi og fimmti varö Prost. Þaö var því nokkuö Ijóst hverjir mundu blanda sér í efstu sætin í aðalkeppninni á sunnudeginum, en allt getur skeö í kappakstri. Reglur brotnar Eins og áöur segir eru Allan Jones og Carlos Reutermann í sama liöi, TAG-Saudi-Leyland-liö- inu, þar sem Jones er fyrsti ökumaöur en Reutermann er öku- maður númer tvö. Þær reglur gilda innan liöanna aö annar ökumaöur á að aöstoöa fyrsta ökumann í keppni til aö ná eins langt og mögulegt er ef aöstæður bjóða upp á slíkt og annar ökumaöur má ekki keppa viö fyrsta ökumann í sama liði eöa fara fram úr honum, ef báðir eru fremstir. Því hefur þaö komiö mjög á óvart í ár aö Carlos Reutermann hefur brotiö þessar reglur og þá um leiö þann samning sem hann geröi viö liöiö í upphafi. Nú er Reutermann stigahæstur í heimsmeistarakeppninni og í beinni samkeppni viö Allan Jones, sem er fjórði og hefur þessi staöa skapað ýmsa erfiöleika innan liös- ins. Blaöamaður Morgunblaðsins raeðir viö heimsmeiatarann Allan Jones. Ljósm. Mbl. Egill Ágústsaon. Jaquos Laffite varö númer tvö á Spáni, hann er þriðji í heims- meistarakeppninni það sem af er komið. Hór slappar hann af fyrir keppni. Carlos Reutermann, sem nú er stigahæstur í heimsmeistara- keppninni, er jafnan umkringdur blaöamönnum sem spyrja um keppnina milli hans og Allan Jones. Ljósm. Mbl. Egill Ágústsson. John Watson til hægri en hann varð þriðji í Formúlu 1-kappakstrin”- j Jarma á Spán* ~jj , ryr8fa 8æti á -V.Vorstone á Bretlandi. Myndin var tekin klukkutíma eftir sigur hans á Spáni. Hjá honum situr fyrrverandi heimsmeistari, James Hunt, en Hunt keppti fyrir sama lið og Watson, það er Marlboro McLaren-liðið, er hann vann heimsmeistarakeppnina árið 1976. Ljósm. Mbl. Egill Ágústsson. Blaöamaöur náöi tali af Carlos Reutermann og spurði hann um afstööu hans til umsagnar Allans Jones þar sem Jones segist ekki geta treyst Reutermann lengur sem öðrum ökumanni. „Þetta er alveg rétt hjá Jones,“ sagöi Reutermann, „hann ætti ekki aö treysta mér. í Ríó þar sem keppnin var á milli okkar tveggja fór ég fram úr Jones, en áöur en ég geröi þaö hugsaöi ég meö mér, annaðhvort fer ég fram úr honum núna eöa ég pakka saman mínu dóti og held heim á búgaröinn minn. Þetta var erfiö ákvöröun en ég varö að taka hana. Ég hef verið í Formúlu 1-kappakstri í 10 ár og nú er annaö hvort aö hrökkva eöa stökkva.“ Blaöamaöur náöi seinna tali af Jones og bað hann aö segja álit sitt á atburöinum í Ríó? „Þetta atvik mun ekki endurtaka sig,“ sagöi Jones, „því hef ég lofaö sjálfum mér.“ Blaöamaöur spuröi Jones þá aö því, hvort hann myndi ekki aö- stoöa Reutermann í keppninni í ár eins og Reutermann haföi hjálpaö honum í fyrra? „Þaö er andsk. ... vitleysa aö Reutermann hafi hjálpaö mér því ég var oft ergilegur yfir því hvaö hann aöstoöaöi mig lítið." Meö þessum oröum stikaöi heimsmeistarinn í burtu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.