Morgunblaðið - 16.08.1981, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.08.1981, Qupperneq 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 HRAÐINN EYKSTSÍFELLT art, James Hunt, sem báðir eru hættir keppni, og John Watson, sem sigraöi í keppninni í Silver- stone þann 18. júlí síöastliöinn en hann keppir fyrir Marlboro McLaren-liðiö, og Carlos Reuter- mann, aö það eru ekki þeningarnir sem skipta sköpum. Heldur er það hinn mikli áhugi, sem mennirnir hafa á akstrinum sjálfum, keþpn- inni, spennunni og þeim lífsstíl, sem fylgir því að vera kaþþakst- ursmaður. Áhuginn viröist sem- sagt yfirskyggja hræðsluna og þá áhættu, sem þessir menn setja sig í á kappakstursþrautinni, ööruvísi geta þeir ekki náö árangri, eins og John Watson sagði. Víkjum að sjálfri aðalkeppninni. Þegar sunnudagurinn rann upp var brennandi sólskin og hiti. Var hitinn rúmar 40 gr. en komst uþþ í 50 gr. á brautinni. Hægt var aö ímynda sér, hvernig ökumönnun- um leið í sínum þröngu ökutækjum í þykkum eldvarnarbúningum og með hjálm á höfði. Segja má að það jafngildi því að vera í þreföldu föðurlandi að vera í slíkum akst- ursbúningi. Áhorfendur þökkuöu því Guði fyrir að geta haldiö sig í skugga og geta drukkiö sitt vatn eða vínglas. Leiknir ökumenn Jaques Laffite haföi haft besta brautartímann, fór brautina á 13.754 sekúndum. Allan Jones varð annar meö 14.024 sekúndur, Reutermann þriöji með 14.342 og John Watson meö 14.657 sekúnd- ur. Næstir komu Allan Prost, Giacomelli, Villeneuve, Andretti, Piquet og svo koll af kolli. Allt eru þetta mjög góðir öku- menn. Villeneuve hafði til dæmis unniö Monte Carlo-keþpnina hálf- um mánuði áður, Mario Andretti varð heimsmeistari árið 1978, og Piquet er nú annar í heimsmeist- arakeppninni. „Heilinn klikkadi“ Merki var gefið og bílarnir þustu af stað. Laffite fyrstur á Talbot Lieger með Matra V 12-mótor. Hann varð fyrir skakkaföllum strax í upphafi og dróst því aöeins aftur úr. Heimsmeistarinn Allan Jones á Williams-bíl með Ford-mótor tók þá forystuna og eftir 5 hringi var hann fjórum sekúndum á undan Reutermann, sem er á samskonar bíl. En Laffite ætlaöi greinilega ekki að láta erfiða byrjun eyði- leggja fyrir sér og nálgaöist John Watson á McLaren-bíl, sem er með Cosworth DFV V8-mótor, með auknum hraöa og komst fram úr honum á 13. hringnum. Á 14. hringnum geröist undrið, ekkert sást til Allan Jones, sem hingað til hafði haldið forystunni. Hann sagöi eftir keþpnina: „Þaö var heilinn sem klikkaöi. Þaö haföi verið skipt um bremsukerfi í bílnum rétt fyrir keppnina og það virkaöi ekki rétt. Ég keyrði hratt í beygju og ætlaði síðan að draga úr hraðanum meö því að nota hemlana en hemlaöi of fast þannig aö framhjólin læstust föst, og bílinn stefndi beint áfram í stað þess að beygja. Ég vissi af þessari bilun og átti að haga akstrinum eftir því.“ Jones hélt áfram kepþni og barðist hetjulega til aö ná sinni fyrri stöðu og komst í 7. sæti, en þar við sat, því uþþ kom bilun í gírkassa bifreiðar hans. Sendiferöabíll eins og flytur öku- tækin og tæknibúnað á miMi aksturskeppna. „Pytturinn" svokallaöi. Þar hafa liðin bækistöö sína ó meðan ó keppninni stendur. Ljósm. Mbl. Egill Ágústsson. Villeneuve á Ferrari, sem er með Ferrari V6 túrbó-vél hafði verið í sjöunda sæti á ráslínunni og var nú kominn í fyrsta sætið og á hæla honum kom Reutermann, Watson, Laffite, Piquet, De Angelis, Andr- etti, Mansell, Jones og Giacomelli. Það gekk á ýmsu í keppninni. Sjö ökumenn uröu aö hætta keppni, fjórir vegna bilana, sem upp komu í bílum þeirra, þrír vegna þess að það urðu smáslys hjá þeim, þeirra á meðal var Piquet. Villeneuve sigradi Hér verður ekki allri keppninni lýst heldur aðeins lyktum hennar. Á 60. hringum var rööin þessi: Villeneuve (Ferrari) var hyrstur, annar var Laffite (Talbot Lieger) þriðji Reutermann (Williams) og John Watson (Marlboro McLaren) fjórði og á eftir honum kom De Angelis (Lotus). i þessari röð hringsóluöu fyrstu bílarnir hring eftir hring og beindist allur spenn- ingurinn aö þeim. Allt í einu tókst Það er lítið svigrúm í bílunum. Hér situr Alian Prost í fullum skrúða. í hita leiksins. John Watson (Marlboro McLaren) aö skjótast fram úr Reutermann. Laffite geröi líka tilraunir til aö komast fram úr Villeneuve, hvattur af samlöndum sínum, en án árang- urs. Villeneuve tókst aö halda forystunni. Úrslitin í Jarma urðu því þau, aö Villeneuve varð númer eitt á 46 mínútum 33,01 sek., Laffite númer tvö á 46 mínútum 35,23 sekúnd- um, John Watson númer þrjú, á 46 - Nú bætum við síðum kjólum á útsöluna. Glæsilegt úrval. v. Laugalæk, sími 33755.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.