Morgunblaðið - 16.08.1981, Side 18

Morgunblaðið - 16.08.1981, Side 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 HIMINN og JÖRÐ Merkúr er sú reiki- stjarna sem næst er sólu. Séö frá jöröu er hún því ávallt nálægt sólu og sést aðeins í Ijósaskiptunum: ýmist sem morgun- stjarna, eða sem kvöld- stjarna. Athuganir á Merkúr frá jörðu hafa því reynst erfiðar, til dæmis aldrei náöst verulega góðar myndir af yfirborö- inu. En ferðir geimflauga hafa nú opnað okkur leyndardóma þessarar næst minnstu plánetu sólkerfisins. Flaugin Mar- iner 10 kom aö Merkúr í mars 1974 og sendi yffir 2800 Ijósmyndir af yffir- borðinu til jarðar. Hvað þessar myndir sýna verð- ur rætt hér á eftir, en fyrst er rétt að víkja lítillega að þekkingu manna á Merkúr fyrir ferð Mariner 10. Fyrir Mariner 10 Þótt eki væri unnt aö kanna yfirborð Merkúrs meö neinni ná- kvæmni frá jöröu, var unnt aö rannsaka ýmis önnur fyribæri. Þannig reiknaöist þvermáliö 4480 km, eöa nokkru minna en hjá stærstu tunglum stóru reikistjarn- anna (Ganymede, stærsta tungl Júpíters er t.d. 5300 km í þvermál, og Títan, stærsta tungl Satúrnusar er um 5000 km í þvermál). Unnt var aö reikna út massann, sem reyndist 5,5% af massa jarðar. Af reikistjörnunum er aöeins sú ysta, Plútó, meö minni massa en Merk- úr. Eðlisþyngdin reyndist hins veg- ar mjög há, 5,5 miöaö viö vatn, sem er svipaö og hjá jöröu. Því hlýtur Merkúr aö hafa óvenju stóran kjarna úr járni eöa ööum þungum efnum. Lengi var taliö aö snúningstími Merkúrs væri jafn langur umferö- artímanum, eöa 88 dagar. Sam- kvæmt jjessu átti sólarhringurinn aö vera jafn langur árinu. Þetta þýddi að Merkúr snéri ætíö sömu hliö aö sólu: sú hliö væri því brennheit, en bakhliöin jökulköld. Síöar kom í Ijós aö þessar niöur- stööur voru rangar: Merkúr snýst í raun um sjálfan sig á 59 dögum, þ.e. þrisvar um sjálfan sig á sama tíma og hann gengur tvo hringi um sólu. Vegna samspils snúningstím- ans og umferöartímans er sólar- gangurinn hinn furöulegasti á Merkúr. Á 88 daga fresti viröist sólin gera lykkju á braut sína: fyrst stöövast hún, gengur síöan nokk- uö til baka, og heldur svo áfram í fyrri stefnu. Aö auki er sólargang- urinn breytilegur eftir því hvaöan af yfirborðinu horft er: sólin gengur mishratt og viröist minnka og stækka vegna jjess aö fjarlægöin milli hennar og Merkúrs er svo breytileg. Viö skulum þó ekki eyöa meira rúmi í þetta, heldur víkja að uppgötvunum Mariner 10. Yfirborðið Ljósmyndir frá Mariner 10 ná yfir um 40% af yfirboröinu og sýna fyrirbæri sem eru allt niöur í 50 m í þvermál. Merkúr viröist eyöileg veröld og hann er svo líkur tungl- inu aö oft er erfitt aö greina myndir frá þeim í sundur. Gígar eru algengir, sumir unglegir og margir meö fjallskeilur í miöju. Eins og á tunglinu eru sumir gíganna meö bjartar rákir eöa geisla í kringum sig. Á yfirboröinu eru stórar slétt- ur, sem viröast áþekkar höfum tunglsins. Stærsta sléttan er Cal- orisdældin, sem er yfir 1300 km í þvermál — þrisvar sinnum stærri en ísland — og girt fjallakeöju, sem rís 2 km upp af sléttunni. Þaö sem vakti mesta eftirtekt á yfirboröinu eru stórkostleg kletta- belti, sem liggja um Merkúr þveran og endilangan. Klettarnir eru frá hundruöum metra upp í nokkra kílómetra á hæö og mörg hundruö kílómetrar á lengd. (Til saman- buröar eru lengstu sprungur á íslandi aöeins nokkrir tugir km.) Klettarnir eru taldir hafa orðið til við kólnun kjarnans. Þegar kjarni Merkúrs kólnaöi dróst hann sam- an og olli þannig gífurlegum þrýst- ingi í skorpunni. Aö lokum varö þrýstingurinn svo mikill aö skorp- an brotnaöi, hlutar hennar risu og mynduöu þessa klettaveggi. Eftir aö geimflaugar tóku aö kanna yfirborö reikistjarnanna og fylgitungla þeirra, varö stjörnu- fræöingum Ijóst aö setja varö ákveðnar reglur um hvernig nöfn skyldu valin á helstu fyrirbærin. Aö lítt athuguöu máli gæti virst eðli- legt aö nefna fjöll, dali, gíga og sléttur eftir frsBgum stjörnufræð- ingum fortíöar og nútíöar. Viö nánari skoöun sést þó aö slíkt er ótækt. Bæöi er, aö nöfn flestra stjörnufræöinga sögunnar hafa þegar viö notuð á yfirborö tungls- ins, og einnig, aö slík nafngiftar- regla gæfi alranga mynd af fram- lagi einstakra greina til þeirrar menningar sem nöfnin veldi. Tón- skáld, rithöfundar, heimspekingar og listamenn hafa ekki síöur lagt skerf til menningar okkar en stjörnufræöingar. Alþjóöasam- band stjörnufræöinga ákvaö á fundi sínum í Ástralíu 1973, aö setja á fót nefnd fyrir hverja plánetu til aö ákveöa nöfnin. Niöurstaöan fyrir Merkúr var sú, aö klettarnir eru nefndir eftir skipum landkönnuöa; sléttur eru heitnar eftir nafni Merkúrs á ýms- um þjóötungum; og gígarnir heita eftir frægum rithöfundum, tón- skáldum og listamönnum. Þannig eru nú klettar á Merkúr sem heita Santa María (skip Kolumbusar), og stór gígur nefnist Jóhann Sebastí- an Bach. Aðrar rannsoknir Mariner 10 tók ekki bara Ijós- myndir, heldur voru um borö ýmis mælitæki. Þau leiddu m.a. í Ijós, aö Merkúr hefur lofthjúp, sem aö vísu er svo þunnur aö hann rís varla undir nafni. Loftþrýstingurinn er innan viö einn milljaröasta af þrýstingnum viö yfirborö jaröar, og í raun er lofthjúpur Merkúrs svo þunnur, aö aö geimfari sem stæöi á yfirboröinu yröi ekki var viö neitt loft, nema meö sérstööum mæli- tækjum. Enn meiri undrun vakti þó sú uppgötvun, aö Merkúr hefur segul- sviö. Segulsviö plánetanna er taliö myndast viö hraöa efnisstrauma í bráönum kjörnum þeirra, og þó svo aö Merkúr hafi bráöinn kjarna (sem er óvíst), þá snýst hann alltof hægt til aö valda segulsviöi. Hver er þá skýringin? Helst er hallast aö því, aö í fyrndinni hafi Merkúr snúist mun hraðar en nú, og þá hafi oröið til sterkt segulsviö. Þegar hraunin, sem þá runnu, storknuöu, segulmögnuöust þau í samræmi viö segulsviöiö, og menn telja aö þaö sé þetta „frysta" segulsviö í berginu sem mælitækin nemi. Slík „fryst“ segulsviö eru vel þekkt hér á jöröu, til dæmis í íslensku blágrýtishraunlögunum, en þau eru jafnan mjög veik. En þaö er einmitt svo meö Merkúr, því segulsvið hans er aðeins um 1% af styrkleika jarösegulsviösins. Þróun Merkúr Enn hefur engin geimflaug lent á yfirboröi Merkúrs og því engin bergsýni fengist til rannsókna. Því er Ijóst aö sú mynd, sem vísinda- menn hafa af þróun plánetunnar, A (A) Þessi mynd tekur yfir 150x300 km. Dalurinn neöst á myndinni er 7 km breiöur og yfir 100 km langur. Flatbotn- aöi gígurinn á miöri myndinni er um 80 km í þvermál. (B) Á þessari mynd, sem tekur yfir 50x40 km, sjást gígar sem eru allt niöur í 150 m í þvermál.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.