Morgunblaðið - 16.08.1981, Side 28
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981
<^1980 Uni«»wl Prtu Synd'CQte
(( SJ/VLFS ER HÖNP/N hollust."
Ék kemst ekki út fyrr en
eftir 10 mínútur. Ég á að
IdK'd til sjáifur eftir mig?
Með
morgunkaffinu
Ég sé ekki að þú getir verið
dómbær um mitt ástand.
la-knir. — Horfðu bara i
spejíil!
Fár bregður
hinu betra, viti
hann hið verra
Bak verslunarhelgar keppast
blöð við að lýsa skrílslátum ungs
fólks á samkomustöðum úti í
íslenskri náttúru. Hitt, sem vel er
gert, liggur í láginni.
Systur tvær, Anna 15 ára og
Brynhildur 13 ára, fóru í útilegu
með stöllum sínum hvor í sína átt.
Báðar höfðu erindi sem erfiði,
komu glaðar og hressar að helgi
lokinni.
Anna fór að Galtalæk. Á móts-
stað fékk hún að inna af höndum
einhver nytjastörf. Veitti það
henni tvöfalda ánægju: lagði
nokkuð sjálf af mörkum og
minnkaði útgjöld hennar. Kom
það í góða þágu, því að hvíti
jakkinn hennar var víst heldur
dýr miðað við sumarlaun. Hún
sést ekki ætíð fyrir, séu falleg föt í
boði.
Brynhildur fór upp í Vatnaskóg.
Fékk hún að róa út á vatnið og
varúðar gætt í hvívetna. Síðustu
nóttina í Vatnaskógi rigndi svo að
illvært varð þeim stöllum í tjaldi
sínu. Þeir Vatnaskógamenn hlupu
undir bagga og skutu yfir þær
skjólshúsi, þótt þröngt væri Svarf-
aðardalurinn setinn.
Þeir Vatnaskóga- og Galtalækj-
armenn eiga miklar þakkir skild-
ar. Kostnaði öllum var stillt í hóf,
síður en svo að krakkarnir væru
höfð að féþúfu. I Vatnaskógi var
gestum öllum séð fyrir fæði við
svo lágu verði að nesti að heiman
hefði kostað sýnu meira.
Sjálfur fór ég í þriggja daga
ferð um Snæfellsnes. Einskis
kynslóðabils gætti, börn frá for-
skólaaldri til manna með heilan
áratug ellilaunaaldurs að baki.
Þótt obbinn væri íslendingar,
voru þó fulltrúar þriggja erlendra
þjóða með i förum. Ekki mátti
milli sjá hvort nyti ferðarinnar
betur, amman eða sonarsonur
hennar 12 ára. Gist var tvær
nætur í frábæru félagsheimili
þeirra Helgfellinga. Standa þau
þarna þrjú í hvirfingu, sístækk-
andi samkvæmt kröfum tímans.
Gengið var í fótspor Snorra goða
upp á Helgafell. Engin launráð
voru nú ráðin þar, en nýliðar báru
fram í hljóði þessa einu ósk þegar
upp var komið, enda höfðu þeir
gætt þess dyggilega að líta ekki
um öxl. Mikið liggur við, menn
verða ekki bænheyrðir ef út af er
brugðið.
Af Helgafelli er dýrleg sýn yfir
Þórsnes allt og langt út fyrir,
vitandi af Þórsnesingum hinum
fornu sitjandi að sumbli undir
fótum sínum, en þeir dóu inn í
fellið, eins og lesa má um í bókum.
Ekki er úr vegi að glöggva sig á
staðarnöfnum, óbreyttum frá því í
öndverðu. Við rætur Helgafells
sunnanvert er leiði Guðrúnar
Ósvífursdóttur, hlaðið upp að
vanda. Hefur svo verið eins lengi
og elstu menn vita, kannski allar
þessar tíu aldir.
Póstbáturinn Baldur bar ferða-
langa hratt út Hvammsfjarðar-
röst, enda tvöfaldast ferð hans
miðað við siglingu á kyrrsævi.
Ofan af tindi Syðri-Dímonar-
klakks mátti sjá spegilsléttan Ei-
ríksvog við rætur klettsins. Baldur
þessi er sá sjöundi, tvö hundruð
tonn, Baldur fyrsti var 3 til 4 tonn,
opinn róðrarbátur.
I Berserkjahrauni var þræddur
sá vegur er þeir bræður Halli og
Leiknir ruddu yfir hraunið og allt
að landamerkjagarði sem þeir
hlóðu. Skyldi Halli hljóta að
launum Ásdísi dóttur Víga-Styrs.
Málum lyktaði samt svo að ráð-
bani þeirra bræðra, Snorri goði,
hlaut Ástríðar, en þeir bræður
myrtir í baðinu heita og „kasaðir í
dal þeim, er svá er djúpur, at
engan hlut sér ór honum nema
himin yfir sik; þat er við sjálfa
götuna." Dysin er enn á sínum
stað. Ferðafélagar gengu ofan í
„dal þann djúpa" og gengu úr
skugga um að Eyrbyggja skýrir
rétt frá staðháttum öllum. (Á máli
þeirra útvarpsmanna hefðu þeir
Jön A. Gissurarson
bræður „látist" að baði. Á dögun-
um skýrði útvarpið frá að 70
manns hefði „látist" við Berlín-
armúrinn.)
Björn hinn fjölvísi Sigfússon
hyggur að þeim berserkjum hafi
verið búinn hvílustaður þannig að
síður fengju þeir grandað Styr og
Snorra með „hinu illa auga“.
Reyndust þessi ráð Snorra hald-
kvæm — eins og fleiri — að engin
eftirmál fylgdu.
Skotunum tveimur þótti fengur
að sjá Hálfsterk við Stóralón og
heyra söguna um hann, en með því
að lyfta honum á stall fluttust
strákar upp um nokkur launaþrep,
hættu að vera hálfdrættingar og
urðu fullgildir hásetar. Eitthvað
áþekkt kunnu Skotar þessir úr
sínum átthögum.
í gamalli skólaskýrslu lýsir
skólastjóri árshátíð í skóla sínum,
en hún hafði tekist með ágætum:
„Fannst ekki áfengislykt nema af
tveimur." Ég er þess fullviss að
ekki hefði fundist áfengislykt af
einum, hvað þá tveimur, sem
afbragð þótti í þeim merka skóla,
þó eftir hefði verið hnusað. Þó
kom hópurinn harðánægður heim,
kannski vegna þess.
Blaðamenn góðir. Gætuð þið
ekki ritað meir um það sem gott er
í fari unglinga, látið ósómann lönd
og leið. Ekki veltast allir ungl-
ingar blindfullir á hallærisplani.
Hvorki neyta allir unglingar eit-
urlyfja né heldur höndla með þau.
Gamalt máltæki segir: „Það er illt
að heita strákur og vera það ekki.“
Eða eru þið að fiska eftir stærra
fyrirsagnaletri yfir næstu grein-
ar?
Jón Á. Gissurarson
Um „Praxis“ og „klámhunda“:
HÖGNI HREKKVÍSI
„Siökkvið þið bara á útvarpinu“
Kæri Velvakandi!
Við erum hér tvær sem langar
til að fá birtar í Velvakanda
nokkrar línur í sambandi við
miðdegissöguna „Praxis". í Vel-
vakanda þann sjöunda þessa mán-
aðar var sett út á að klám
fyrirfinnist í sögunni „Praxis".
Við erum sammála því að það sé
notað orðbragð í sögunni sem ekki
getur talist „siðsamlegt". En hvað
með það? I fyrrnefndri grein
Velvakanda segir „klámhundar
hafa alltaf verið til sem hafa
gaman af þessu, en í útvarpi
almenns hlustanda ...“
Við tvær lesum Vísi og önnur
blöð daglega og höfum orðið varar
við að t.d. eru birtar myndir af
„sumarstúlkum Vísis" — ekki er
hægt að segja að þær séu svo mjög
siðsamlega klæddar allar miðað
við að myndirnar af þeim birtast í
dagblaði almenns lesanda. Eng-
inn hefur hingað til kvartað yfir
því í fjölmiðlunum.
Ekki vitum við betur en að það
sé reynt að raða niður efni í
útvarpið svo að allir hafi gaman af
einhverju í dagskránni. Er þá ekki
jafn upplagt að svonefndir „klám-
hundar" fái eitthvað að hlusta á
einu sinni til tvisvar í viku eins og
t.d. sinfóníuunnendur (þeir hljóta
að vera fáir sem geta hlustað á
sína þætti á næstum hverjum
degi). Satt er það, að til eru
þannig bækur og tímarit sem
„klámhundar" geta haft sér til
afþreyingar, — en það eru líka til
plötur með sinfóníum. Ef einhver
á svo bágt að hann vorkenni
sjálfum sér ef hann getur ekki
hlustað á alla útvarpsdagskrána
og þurfi að kvarta í almenning út
af því, þá teljum við slíkan mann
sjálfselskan og eiginhagsmuna-
segg.
Við undirritaðar vinnum við
ræstingu á elliheimilinu og hlust-
um því oft á útvarpið, þar sem
gamla fólkið hefur það oft opið —
en syrpurnar eru satt að segja því
miður oft það eina sem hlustandi
er á. Hversu oft á dag haldið þið
að við óskum þess að geta lokað
eyrunum. Eilífar sinfóníur og
dagskrárkynningar eru ekki fyrir
okkar smekk, en hingað til höfum
við ekki verið að kvarta út af
þessu.
Okkur finnst að fullorðið fólk
ætti að geta virt það að hugsan-
lega gætu aðrir en það haft gaman
af að hlusta á þessa „klámhrjáðu"
sögu „Praxis".
Að lokum viljum við koma á
framfæri til dagskrárstjóra að
gjarnan mætti fækka sinfóníum
og dagskrárkynningum í útvarp-
inu en lengja í þess stað syrpurn-
ar. Þær eru eiginlega það eina sem
hlustandi er á og létta mörgum
störfin. Við tvær og margir starfs-
félagar okkar hafa reynslu af því.
Við vonum innilega að þetta
bréf birtist í Velvakanda því þeir
sem við teljum í hópi sjálfselskra
hafa áreiðanlega gott af því að
lesa það. Og til ykkar sem eruð á
móti sögum eins og „Praxis" —
slökkvið þið bara á útvarpinu
þegar slíkt efni er flutt. Það
gerum við þegar okkur mislikar
dagskráin og höfum ekki hingað
til þurft að hlaupa kvartandi í
fjölmiðla þess vegna.
Tvær undir tvítugu.