Morgunblaðið - 16.08.1981, Side 29

Morgunblaðið - 16.08.1981, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981 61 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100KL 10—11 FRÁ MANUDEGI "fr tt Þessir hringdu . . . Athugasemdir við bréf Jóns Kr. Gunnarssonar Kristín Eyfells hringdi og vildi gera eftirfarandi athuga- semdir við bréf Jóns Kr. Gunn- 'arssonar sem birtist í Velvak- anda 14. þ.m. „Mér kom orðalag Jóns í upphafi bréfsins mjög spánskt fyrir sjónir en þar segir hann, „Einhver Edda Bjarna- dóttir finnur sig knúða að vera með vangaveltur um örlög há- hyrninga ..sagði Kristín. „Ég tel að Jóni ætti að vera full kunnugt um hver Edda er og sé þetta því ekki annað en skens af hans hálfu. En ef hann veit það ekki, þá get ég upplýst hann um að Edda er ein af forvígis- mönnum í samtökunum Skuld er berjast fyrir hvalavernd og hún er eiginkonar Harðar ólafsson- ar, sem er lögfræðingur Green- peace-manna hér. Ég bið Velvakanda fyrir þenn- an pistil vegna þess að þau hjónin fóru nýlega til skammrar dvalar erlendis og getur Edda því ekki svarað fyrir sig að svo stöddu. Hún mun væntanlega gefa Jóni viðeigandi svör þegar hún kemur til landsins aftur. Fyrir mitt leyti finnst mér bréf Jóns andstyggilegt. Ekki hef ég verið orðuð við hvalfriðun og stend fyrir utan öll félagssamtök í því máii, en að undanförnu hef ég dálítið kynnt mér hvernig hvalveiðar ganga fyrir sig og ofbýður mér það alveg. Ég skil ekki hvernig nokkur maður fær sig til a bera í bætifláka fyrir slíkt." Þakkir til Frið- riku fyrir bréf um „Praxis“ 3213—9728 hringdi og þakk- aði Friðriku Guðmundsdóttur fyrir bréf sem hún skrifaði um útvarpssöguna „Praxis" í Vel- vakanda 14. þ.m. „Ég er fyllilega sammála því sem Friðrika segir í bréfinu og skil ekki hvernig forráðamönnum útvarps dettur í hug að láta lesa svona óþverra- sögu. Aumingja stúlkunni sem þýðir þetta og les vorkenni ég af heilum hug, því fyrir mér ber það órækt vitni um brenglað sálarástand. Mér er sagt að hún sé barnakennari að atvinnu og það þykir mér miður, því ég held að börnin sæki varla neitt gott til hennar. Ég vil svo þakka Friðriku fyrir gott bréf — það er nauðsynlegt að einhver taki til máls, en allt of margir hafa setið þegjandi undir óþverranum." „Praxis“ góð saga, vel þýdd og vel lesin Rannveig hringdi og kvaðst vera alveg agndofa yfir þeirri óánægju sem sumir útvarps- hlustendur hefðu látið í Ijós með útvarpssöguna „Praxis". „Það eina sem ég er óánægð með er að hún skyldi vera lesin á þessum tíma, því fyrir bragðið missti ég af nokkrum lestrum. Ég er öryrki og þess vegna mikið heima við og það koma margir að heimsækja mig. Allt það fólk hefur lýst ánægju sinni með þessa sögu og hafði gaman af að heyra hana lesna. Þá langar mig til að þakka Dagnýju Kristjáns- dóttur fyrir lesturinn. Hún les að mínu mati alveg sérstaklega vel, og þó ég hafi ekki haft tækifæri til að skoða bókina held ég að ég geti fullyrt að hún muni vera alveg sérstaklega vei þýdd. Ég vil svo að lokum þakka Dagnýju fyrir framtakið — að þýða þessa bók og 1»-' ’nana fyrir <*V»; \ utvarpi.“ Pabbi! Komum á berjamó Hljóðlega og markvisst hefur náttúran unnið að kappi. — Miklu verki þarf að ljúka af fyrir vetur. Við höfum séð berjavísana stækka og grænka og taka á sig dökkan lit. Langt er síðan við fórum að taka eftir bláa litnum á driti fugla. — Farfuglarnir eru farnir að hlaða sig upp af vítamín- um fyrir ferðina löngu og ströngu. Og refirnir, sem haldið var að lifðu á veiðum og dýrahræum, voru sestir að krásunum, því að í tvo mánuði á haustin eru berin þeirra aðalfæða og í einn mánuð á vorin, þegar þau koma undan snjó, en þetta hafa rannsóknir á refum á Ströndum leitt í ljós. Við mennirnir kunnum líka að meta þessar gjafir. Og að fara á berjamó hefur um langan aldur verið fjölskylduhátíð hjá okkur íslendingum, og hver man ekki sjálfan sig sem barn leggjast þreytt og sælt til svefns með dansandi berin fyrir augunum. Ólíkt fuglum og refum getum við geymt berin til vetrarins, sem saft eða sultu og einnig fryst þau. Berjahratinu skulum við ekki henda á haug, því að þó örfáum takist að koma sér upp kríuvarpi og nokkrum með elju og þraut- seigju að koma sér upp æðarvarpi, geta aliir komið sér uppi berja- Þessa skemmtilegu teikningu sendi Sigurður Velvakanda með bréfinu en hún er eftir hann sjálfan. 0^ SIG6A V/QGA g iiLVtmt ijfjji KARNABÆR W Glæsibæ — Laugavegi 66 M Austurstræti ii. Þessi föt — og ýmis önnur getur þú fengiö meö 15% afslætti aöeins út þennan mánuö PANELKROSSVIÐUR: Nokkrar fallegar geröir voru aö koma frá Hollandi. SAIMA-PARKET: Nýja birkiparketið frá Finnlandi, mjög sérstætt og fallegt. FANERAMI: Furugólf frá Svíþjóö, tvær geröir. MIFA: Pílárar og tilheyrandi efni í stigahandrið. PRINT: Harðplastið viöurkennda í miklu litaúrvali. Vinsamlegast komiö og kynnið ykkur ofanritaðar vörur ásamt mörgu fleiru sem viö bjóðum í verslun okkar. PALL ÞORGEIRSSON & CO Ármúla 27 — Símar 34000 og 86100. lyngi. Við pressum berin, setjum saft- ina á flöskur, en berjahratið í poka, sem við förum svo með við fyrsta tækifæri út um landið okkar og dreifum því, þar sem sér í mold innan um grjótið. Eða þá að við förum upp á eitthvert uppblás- ið holtið, sem tekur með þakklæti við fræjunum úr hendi okkar og skrýðist með árunum grænni lyngkápu, mönnum og dýrum lofts og láðs til augnayndis og nytja. Berin eru öllum jákvæð — jákvæð eins og sólin. I Sigurður Þorkelsson Vó GLUQM LOtKíP' tymú/iwMmt vú 6ITöR EKK/ vm%r< UE/NM^ YÍ/bKOm^] AV VIÉKÍ<\U /&r QóvfAW! N mNTíNK/WU- ^waNuf \imi e$ V/KlR ^oi Á bÖLU ^ÍT5ÍÖ66MN/ VÁ L\T0VÍ V/y ^SSbl Á\u Á* bOLObWTTb N/Z^AQKA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.