Morgunblaðið - 16.08.1981, Page 30
02 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1981
Ileim aö Hólum
Undanfarna áratugi hef-
ur tíökast að halda hátíð að
Hólum um 17. helgi sumars.
Hátíðahöld þessi hófust
þegar verið var að safna fé
til þess að reisa turn þann
sem nú stendur við Hóla-
dómkirkju, minnisvarðann
um Jón biskup Arason.
Minnisvarðinn var vígður 7.
nóvember 1950.
Undanfarin ár hefur
Hólafélagið haft veg og
vanda að hátíðahaldi að
Hólum, en félagið var stofn-
að í ágústmánuði 1964.
Formaður þess er séra Arni
Sigurðsson. Hlutverk fé-
iagsins er að vinna að efl-
ingu Hólastaðar á sem víð-
tækustu sviði. Höfuðáhersla
skal lögð á endurreisn bisk-
upsstóls að Hólum, en stóll-
inn var lagður niður árið
1801. Ennfremur keppir fé-
lagið að því að reistur verið
kristilegur skóli á staðnum
með það aðalmarkmið að
efla þjóðræk'ni. íslensk
fræöi, félagsþroska og
kristilegt uppeldi. Skóla-
hugmynd þessi fékk byr
undir báða vængi þegar
Guðrún Þ. Björnsdóttir frá
Veðramóti stofnaði sjóð í
þesu skyni árið 1969. Ekki
hillir þó enn undir byggingu
þessa skóla, en Hólafélagið
hefur undanfarin sumur
staðið fyrir starfrækslu
leikmannaskóla að Hólum
fyrir ýmsa starfsmenn
kirkjunnar úr röðum leik-
manna. Hefur þessu skóla-
haldi verið sýndur mikill
áhugi.
Biskupsstóll
að Hólum
Hiklaust má telja Hóla
höfuðstað Norðurlands allt
frá því að Jón biskup Ög-
mundsson settist þar að
sem fyrsti biskup Hólastift-
is 1106 og allt þar til
stóllinn var lagður niður
sem fyrr segir 1801. Þegar í
tíð Jóns biskups Ögmunds-
sonar var settur á stofn
skóli að Hólum og er haft
fyrir satt, að hann hafi í
engu til sparað að reka
skólann með reisn og fá til
hans sem hæfasta kennara
frá útlöndum, þar eð fárra
eða engra var völ heima.
Skólinn var mikið sóttur og
vekur athygli að konur
sóttu einnig til hans. Er
einnar sérstaklega getið,
Ingunnar Arnórsdóttur af
Ásbirningaætt. Hún varð
svo vel að sér í latínu, að
hún kenndi hana mörgum.
Fræg er einnig sagan af
Þóroddi Gamalíelssyni
dómkirkjusmið, er lærði
latínu við að heyra hana
kennda klerkum og varð
hann hinn mesti íþrótta-
maður í þeirri list.
Ekki er hægt að telja alla
þá merku biskupa sem stól-
inn hafa setið, en fáir munu
hafa markað dýpri og var-
anlegri spor með setu sinni
þar en Guðbrandur biskup
Þorláksson. Prentsmiðja
hans og bókaútgáfa henni
tengd er einstætt menning-
arafrek og ber þar að sjálf-
sögðu hæst útgáfa Biblíu
þeirrar sem við hann er
kennd og kom út árið 1584.
Má telja einstætt að fámenn
eyþjóð skuli eignast alla
Biblíuna á eigin tungu með
svo veglegum hætti þetta
skömmu eftir siðbót. Auk
hins trúarlega gildis sem
þetta hefur haft hefur þessi
útgáfa vegið þungt þegar
um er að ræða varðveislu
tungunnar.
Kirkjuþing samþykkti ár-
ið 1964 að landinu skyldi
skipt í þrjú biskupsdæmi og
er þá gert ráð fyrir að
biskup yfir Norðurlandi
sitji á Hólum. Enn er allt
óráðið um lyktir þessarar
hugmyndar, en hitt er víst
að fyrr eða síðar fá norð-
lendingar sinn biskup að
nýju enda hefur sú skipan
mála verið áréttuð með áliti
starfsháttanefndar Þjóð-
kirkjunnar. Ekki er vafi á
að það yrði Hólum mikil
lyftistöng að fá biskup að
staðnum.
Hólahátíð
Eitt aðalmarkmið Hólafé-
lagsins allt frá stofnun þess
hefur verið að standa fyrir
árlegum Hóladegi í 17. viku
sumars, svo sem fyrr var
getið. í sambandi við árlega
Hólahátíð hefur hátíðar-
guðsþjónusta farið fram í
dómkirkjunni og hátíðar-
samkoma að lokinni guðs-
þjónustu. Hafa kirkjukórar
víða að af Norðurlandi ann-
ast kirkjusöng, ásamt lista-
mönnum er sungið hafa við
samkomuna eða flutt tón-
verk og andleg ljóð. Erindi
hafa jafnan verið flutt um
hin margvíslegustu kirkju-
leg efni.
Hóladagurinn hefur jafn-
an verið fjölsóttur hvað-
anæva að af landinu.
Að þessu sinni er Hóla-
hátíðin haldin í dag, 16.
ágúst. Hátíðin hefst með
guðsþjónustu í dómkirkj-
unni, þar sem biskup ís-
lands hr. Sigurbjörn Ein-
arsson predikar, og prófast-
ur þeirra Skagfirðinga, séra
Gunnar Gíslason í Glaum-
bæ þjónar fyrir altari
ásamt staðarpresti, séra
Sighvati B. Emilssyni, séra
Bolla Gústavssyni í Laufási
og séra Hjálmari Jónssyni á
Sauðárkróki. Kirkjukórinn
á Sauðárkróki syngur, undir
stjórn Jóns Björnssonar.
Við guðsþjónustuna verður
flutt stólvers eftir Eyþór
Stefánsson.
Á hátíðarsamkomunni
síðar um daginn flytur Jón-
as Þórisson kristniboði há-
tíðarræðu í tilefni kristni-
boðsárs, en ávörp flytja þeir
séra Árni Sigurðsson for-
maður Hólafélagsins og
séra Pétur Sigurgeirsson,
auk annarra dagskrárliða.
Sérstök hátíðasamkoma
verður fyrir börn.
Heim að Hólum
Uppbygging Hólastaðar
sem kirkjulegrar miðstöðv-
ar fyrir Norðurland bíður
framtíðarinnar. Þar er fyrir
menntasetur fyrir bændur.
Þess er að vænta að reisn
staðarins eigi enn eftir að
vaxa og er það ekki aðeins
hlutverk norðlendinga
einna heldur ógoldin skuld
þjóðarinnar allrar við þá
sem héldu uppi reisn stað-
arins fyrr á öldum og veittu
þaðan straumum trúar og
lærdóms til þjóðarinnar
allrar.
Fjdrsjóður
Guðspjöllin í dag fjalla m.a. um fjársjóð og um ráðsmennsku.
Jesús talaði oft um það, að við ættum að gæta vel þeirra gæða
sem við höfum hlotið úr hendi Guðs. Líf okkar og öll gæði lífsins
er nokkuð sem við þiggjum sem gjöf frá skaparanum eilífa, gjöf
sem okkur ber að ávaxta og gæta.
Því miður vantar mikið á, að við mannanna börn höfum gætt
gjafa Guðs eins og ber. Mengun í náttúru og í mannlífi ber þess
glögg merki, að margt hefur farið úrskeiðis, Það verður því
aldrei of oft ítrekað og prédikað, að við tökum okkur á í þessum
efnurn.
En þegar Jesús talar um fjársjóð í texa dagsins, þá á hann við
meira en þau gæði sem við hljótum hér og nú. Hann á við
fjársjóð sem skiptir máli í lífi og dauða. I því sambandi segir
hann: „Þar sem hjarta þitt er, þar mun og hjarta þitt vera.“
Spurningin er því, hvað viljum við gera að fjársjóði lífs
okkar? Hvað er þess virði, að það geti staðið undir nafni? —
Sumir eiga ef til vill auðvelt með að svara þessu. Nefna þá
gjarnan atvinnu, fjölskyldu, holl og góð áhugamál og annað
eftir því. Þetta allt er að sjálfsögðu mjög gott og þess virði að
tala um það sem fjársjóð. — En Jesús Kristur hafði ákveðið
svar við þessari spurningu, sem enn er í gildi: „Safnið yður
fjársjóðum á himni"!
Að eiga fjársjóð á himni er að eiga trú á Guð og þann sem
hann sendi, Jesúm Krist. Sá, sem á lifandi trú á Guð, hann hefur
eignast markmið í lífinu, hjarta hans þráir að slá í takt við
hjarta Guðs. Hann hefur eignast fjársjóð sem er dýrmætari en
allt í þessu lífi. Það var ekki út í hött að Jesús sagði: „Eitt er
nauðsynlegt." Þrátt fyrir allt gott, nytsamlegt og nauðsynlegt,
þá er aðeins eitt sem skiptir máli þegar allt kemur til alls,
samfélagið við Guð.
Guðssamfélagið er æðst, best og nauðsynlegast hverjum
manni. Maðurinn er skapaður til samfélags við Guð og fyrr
hefur hann ekki öðlast fjársjóðinn eina. Fjársjóður himinsins er
svo ríkur af gæðum, að hann nægir okkur alít lífið hér á jörðu
og í hinu eilífa ríki Guðs.
Biblíulestur
vikuna 16.—22. ágúst
Sunnudagur 16. ágúst Lúk. 16,1—9
Mánudagur 17. ágúst I. Kor. 10, 1-13
Þriðjudagur 18. ágúst Lúk. 12, 32-48
Miðvikudagur 19. ágúst II. Tím. 4, 5-8
Fimmtudagur 20. ágúst Lúk. 16,10-17
Föstudagur 21. ágúst I. Tím. 1,12-17
Laugardagur 22. ágúst I. Mós. 41,1-43