Morgunblaðið - 25.08.1981, Qupperneq 1
4I8SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
186. tbl. 68. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 25. AGUST 1981
Prentsmiðja Morgunblaösins.
Lögðu un(iir sig
sendiráð Irans
í Stokkhólmi
Stukkhólmi. 24. áifúst. AP.
SÆNSKT lögreglulið, sérstaklega þjálfað til að kljást við
uppþotsmenn, ruddi sér braut inn í bústað íranska
sendiherrans í Stokkhólmi um hádegisbilið í dag og tók fasta
34 stúdenta frá íran, sem haft höfðu húsið á valdi sínu í fjóra
tíma.
Sendiherrann og fjölskylda
hans, sem verið höfðu í gísl-
ingu, sluppu ómeidd og engan
stúdentanna sakaði. Náms-
mennirnir voru óvopnaðir.
Þeir tóku sendiráðsbústaðinn
á sitt vald til að vekja athygli
á „fjöldamorðunum" í íran.
Kröfðust námsmennirnir þess
að fá aðgang að sænskum
fjölmiðlum til að geta for-
dæmt ógnarstjórn Khomein-
Do Amaral
Eanes
is. Sænska stjórnin neitaði að
verða við kröfum þeirra.
Stjórnin í Teheran krafðist
þess, jafnskjótt og hún frétti
af atburðunum í Stokkhólmi,
að ráðist yrði til atlögu við
námsmennina og þeir fang-
elsaðir en gíslunum bjargað.
(Símamynd Pros.sens Bild. Stokkhólmi)
Sænska lögreglan rekur írönsku stúdentana, sem tóku bústað íranska sendiherrans í Stokkhólmi á
sitt vald í gær, á undan sér i gegnum garð sendiherrans áleiðis að lögreglubilum.
Lokafundur hafréttarráð-
stefnunnar á næsta ári
Genf. 24. áKÚst. AP.
SAMKOMULAG náðist unt
það á hafréttarráðstefnunni í
Do Amaral tekur sæti
í stjórn Balsemaos
UsKabun. 24. áKÚKt. AP.
EANES Portúgalsforseti ræddi í
dag við flokksleiðtoga í portúgalska
þinginu um væntanlcga ríkisstjórn
undir forsæti Franciscos Balsema-
os. sem baðst lausnar fyrir stjórn
sína fyrir tveimur vikum.
Búizt er við því að Eanes feli
Balsemao formlega í kvöld eða morg-
un að mynda nýja stjórn. Sú stjórn
verður væntanlega allmiklu styrkari
en fyrri stjórn hans, þar sem Freitas
do Amaral, leiðtogi kristilegra demó-
krata, ákvað að gefa kost á sér í
stjórnina, en hann hefur ekki setið í
ríkisstjórn síðan Sa Carneiro forsæt-
isráðherra fórst í flugslysi í janúar
sl.
Do Amaral hefur sagt að hann hafi
heitið Sa Carneiro því að setjast ekki
í rikisstjórn á ný á meðan Eanes
væri forseti en litlir kærleikar voru
með þeim tveimur síðarnefndu. Do
Amaral sagðist hins vegar líta svo á,
að full þörf væri á því að styrkja
þriggja flokka stjórn Balsemaos, m.a.
vegna þess að Eanes hefði gefið í
skyn, að hann kynni að boða til nýrra
þingkosninga, tækist ekki að koma
saman starfhæfri stjórn. Sagðist
hann ekki hafa treyst sér til að
víkjast undan ábyrgð, þegar Bals-
emao hefði skorað á sig að taka sæti
í stjórninni.
Þriggja flokka bandalag Balsema-
os hefur 134 þingsæti í portúgalska
þinginu af 250.
Genf í dag að halda nýjan
fund í New York í vor um
samningsuppkast það, sem
nú liggur fyrir, og var ákveð-
ið að öllum efnislegum samn-
ingum um málið skyldi lokið
fyrir 30. apríl nk. Einnig var
ákveðið að undirbúa sérstaka
undirritunarathöfn í Caracas
í Venezuela, þar sem ráðstefn-
an hófst árið 1974, í septem-
ber 1982.
Ákveðið var að breyta heiti
samningsuppkastsins, sem
legið hefur fyrir, og kalla það
nú „opinber ráðstefnudrög",
en orðinu „formleg" var sleppt
að kröfu Bandaríkjamanna.
Samkomulag náðist einnig
um að haldið skyldi áfram
samráðsviðræðum um efni
draganna og Bandaríkja-
mönnum þar með gefið færi á
að reyna að vinna fleiri þjóðir
til fylgis við þær breytingar,
sem þeir vilja gera á þeim
kafla draganna, sem fjallar
um vinnslu og nýtingu málma
af hafsbotni á djúpsævi.
Samkomulagið ber hins veg-
ar einnig með sér að komið var
til móts við kröfur ýmissa
þróunarlanda um að gengið
verði frá hafréttarsamningn-
um hið fyrsta.
Pólland:
Samstaða óbeint
sökuð um njósnir
Varsjá. 21. áKÚst. AP.
STJÓRNIN í Póllandi herðir nú á
áróðri sinum gegn Samstöðu.
samtökum hinna frjáisu verka-
lýðsfélaga i Póllandi. í opinber-
um málgögnum stjórnarinnar i
dag er ráðist á leiðtoga Samstöðu
Flugslysið á Taiwan:
„Aökoman
stríði væri nýlokið
eins og'
66
Taipei. 21. áKÚst. AP.
LÍK ALLRA fórnarlambanna í
flugslysinu mikla á Taiwan
höfðu í kvöld fundizt að undan-
skildu líki þriggja mánaða
gamals barns. sem talið er að
hafi komið til jarðar í þéttum
skógi um miðbik þess 7 kiló-
metra svæðis, sem brak fiugvél-
arinnar dreifðist um.
Um 500 ættingjar þeirra sem
forust komu saman við líkhúsið í
Taipei, þar sem 42 illa sködduð-
um líkum hafði verið komið fyrir
utan dyra til þess að ættingjar
gætu reynt að bera á þau kennsl.
Tekizt hefur að bera kennsl á 67
þeirra, sem með vélinni voru.
Ættingjar hinna látnu for-
dæmdu flugfélagið, sem átti vél-
ina er fórst, og jusu skammar-
yrðum yfir nærstadda starfs-
menn félagsins.
Fólkið krafðist þess einnig, að
þeir sem báru ábyrgð á því að
vélin var send í hina örlagaríku
ferð tveim dögum eftir að henni
hafði verið snúið við úr öðru
flugi vegna bilana, verði látnir
sæta ábyrgð og þungri refsingu.
Ekkert hefur enn komið fram
um orsakir slyssins, en um-
fangsmikil rannsókn fer nú
fram. Talsmenn flugfélagsins
hafa ekki útilokað að um
skemmdarverk kunni að hafa
verið að ræða. „Svarti kassinn" í
vélinni hefur ekki fundizt.
Sjónarvottar að slysinu sl.
laugardag segja að vélin hafi
brotnað í tvennt örstuttu eftir að
heyrzt höfðu tvær sprengingar.
Einn sjónarvotta sagðist hafa
séð fjölda fólks steypast til
jarðar úr flaki vélarinnar. Ann-
ar sjónarvottur, 18 ára gömul
stúlka, sem var að vinna í garði
föður síns, sagðist hafa séð
mann falla ofan úr háloftunum,
lenda á þaki garðhússins og fara
í gegnum það. Lík konu kom til
jarðar í garðinum.
„Aðkoman að slysstaðnum var
hryllileg, það var eins og stríði
væri nýlokið," sagði einn þeirra,
sem fyrstur kom á vettvang.
og þeir óbeint sakaðir um njósnir
fyrir erlenda aðila. Þá eru vest-
rænir diplómatar gagnrýndir
fyrir að hafa mikið samband við
leiðtoga Samstöðu.
Verkamenn í Kadowice halda
enn fram kröfunni um að for-
stjóra stærstu stálverksmiðju í
borginni verði vikið frá, en yfir-
völd hafa neitað að verða við
henni. Þá ítrekuðu leiðtogar Sam-
stöðu í dag kröfu sína um að fá
aðgang að hinum opinberu fjöl-
miðlum í Póllandi. Einnig voru
lögð fram formleg mótmæli við
fyrirætlun stjórnvalda um að fjór-
falda verð á brauði á næstunni.
í fréttabréfi Novosti á íslandi í
dag er vitnað til yfirlýsingar sem
gefin var út að afloknum viðræð-
um Brezhnevs forseta Sovétríkj-
anna og leiðtoga annarra Austur-
Evrópuríkja að undanförnu á
Krímskaga. Þar segir m.a. að
„kreppuástandið í Póllandi" sé eitt
átakanlegasta dæmið um hina
margháttuðu erfiðleika, sem sósí-
alísk ríki hafi átt við að etja.
Einnig segir, að þróun sósíalism-
ans hafi m.a. sannað hve mikil-
vægt sé fyrir kommúnistaflokka
að láta ekki „freistast til að verða
skuldug auðvaldsríkjunum" og
„veita andsósíalískum öflum við-
nám í tíma“. Mun hér átt við
aðstæður í Póllandi.