Morgunblaðið - 25.08.1981, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981
„Flakkarinn“ ad seljast?
SLIPPSTÖÐIN á Akureyri hefur nú gert samning um sölu á skipi sínu „Flakkaranum" og er væntanlegur
kaupandi Pétur Valdimarsson, framkvæmdastjóri á Akureyri. Kaupverð er um 39 milljónir, eða 5,2
milljónir dollara, en farið var fram á 10% kaupverðs að láni frá Byggðasjóði, en ekki fékkst öll sú
upphæð, eða aðeins 2.280.000 krónur svo enn er ekki ljóst hvort af sölu verður.
Að sögn Péturs Valdimarssonar er ætlunin að skipið verði gert út frá Reyðarfirði, verði af kaupunum.
Þar sem ekki er ljóst hvort skipið muni fá leyfi til loðnuveiða, sagði Pétur að ætlunin hefði verið að
breyta skipinu þannig að það gæti stundað veiðar í troll og myndi það því byrja á slíkum veiðum ef
samningar næðust.
Jóhann Hjartarson
í sjötta til ellefta sæti
JÓIIANN Hjartarson er nú í
sjötta til ellefta sæti á heims-
meistaramóti unglinga, 20 ára og
yngri. sem fram fer þessa dag-
ana. Lokið er sex umferðum á
mótinu og hcfur Jóhann hlotið
fjóra vinninga. í fimmtu umferð
gerði hann jafntefli við Gruska
frá Argentínu og í sjöttu umferð
vann hann Minibock frá Austur-
ríki. Efstir á mótinu eru þeir
Ehlvest frá Sovétrikjunum og
Júgóslavinn Cvitan.
Ingi R. Jóhannsson, aðstoðar-
maður Jóhanns, sagði í samtali við
Mbl. í gær að í umferðunum um
helgina hefðu verið miklar svipt-
ingar og toppurinn hefði riðlast.
Fyrst vann Short frá Englandi
Tempone, Argentínu, sem verið
hafði efstur, en tapaði síðan fyrir
Cvitan. Ehlvest ruddi .sér brautina
í efsta sætið með því að sigra
Whitehead frá Bandaríkjunum í
sjöttu umferð. í þriðja til fimmta
sæti með 416 vinning eru þeir
Short, Tempone og Gruska, en
jafnir Jóhanni í sjötta til ellefta
sæti eru þeir Whitehead, Salov,
Sovétríkjunum, Arlando, Italíu,
Kuyf, Hollandi, og Cespedes, Kól-
ombíu.
Seljahverfí:
Tveir 500 línu
strengir slitnuðu
TVEIR fimm hundruð lína síma-
strengir slitnuðu í gærkvöldi í
Seljahverfi í Breiðholti, þar sem
verið var að vinna við jarðgröft.
Þetta olli því að um eitt þúsund og
tvö hundruð símanúmer í Breið-
holti urðu sambandslaus, en sam-
kvæmt upplýsingum er Morgun-
blaðið fékk í gærkvöldi hjá bilana-
vakt símans, stóðu vonir til að
unnt yrði að gera við strengina í
nótt.
Reykjavíkurvika:
,Ástandið aldrei eins
slæmt og á þessu ári“
Minni aðsókn á úti-
atriði vegna veðurs
— segir Guðmundur
Lýðsson formaður
Samtaka grásleppu-
hrognaframleiðenda
„VIÐ vöruðum við því í maí að
við ga'tum lent í markaðsörðug-
leikum ef við hcidum áfram að
veiða. Nú er þessi staða komin
upp en er hún líka vegna þess að
Norðmenn hafa fjórfaldað sitt
aflamagn og þeir undirhjoða
okkur,“ sagði Guðmundur
Lýðsson, formaður Samtaka
grásleppuhrognaframleiðenda.
í samtali við Morgunhlaðið. en
útlit er fyrir mjög mikla sölu-
erfiðleika á grásleppuhrognum
á þessu ári. en aðeins helmingur
afians. sem veiddur hefur verið,
hefur verið seldur.
„Norðmenn hafa alltaf," sagði
Guðmundur, „undirboðið okkur
og Kanadamenn líka, en annað er
gengisstaðan. Dollarinn er alitaf
að verða sterkari en Evrópu-
gjaldmiðlarnir hafa staðið í stað.
Þeir selja á 240 til 270 dali á
meðan við seljum á 330 dali. Við
höfum ekki viljað fara fram á að
lækka þetta verð en það er það
sama og var árið ’80. Við vitum
að það hafa verið veittir gjald-
frestir, sem okkur er mjög illa
við, og við teljum það alveg
óþolandi að það skuli verið að
veita gjaldfresti á svona vörur.
Sérstaklega þegar tekið er tillit
til þess að bankakerfið er ekki
tilbúið til þess að veita öllum
afurðalán.
Sagði Guðmundur ennfremur,
að grásleppukarlarnir njóti ekki
eðlilegrar lánafyrirgreiðslu og
væri það eitt af því sem samtökin
væru að berjast við. Samtökin
fengu bréf frá Hafnarstjórninni í
gær þar sem þeim var endanlega
veitt lóð úti í Örfirisey, undir
stórt verkunarhús og kæli-
geymslu. Sagði Guðmundur það
vera grundvöllinn fyrir því að
hægt væri að standa í þessum
sölumálum af einhverju viti.
Ástandið í sölumálum er alfarið
ótækt. „Grundvallaratriðið er,“
sagði Guðmundur, „að koma
þessu kæli- og verkunarhúsi upp,
því það er eina vörnin sem við
höfum í baráttunni við þessar
þjóðir, en það er að geta sýnt og
sannað að við höfum bestu vöru
sem fáanleg er.
Ástandið hefur aldrei verið
eins slæmt og það er í ár. Það má
búast við að töluvert skemmist af
grásleppuhrognum og er að sögn
Guðmundar þegar farið að eyði-
leggjast nokkur hluti. Sagði Guð-
mundur að ekki kæmist nokkurt
lag á þessi mál fyrr en kæli-
geymslan verður tekin í notkun,
en hann átti von á að af því yrði
fyrir 1. júlí næsta ár.
„Við erum hér með vöru,“ sagði
Guðmundur, „þar sem við ráðum
70 % af því sem markaðurinn
tekur við. Það er nokkuð sem við
eigum að nýta okkur. Við ættum
að ráða öllum söluskilmálum,
verði og öðru. Það á að koma
lagafrumvarp hér sem var fellt í
fyrra eða þingið svæfði í nefnd-
um og það var einmitt um
byggingu svona kæligeymslu,
veita ákveðnum peningum í það.
Það er grundvöllurinn að þessum
erfiðleikum sem við eigum við að
etja í dag að þetta frumvarp var
kæft.
Frumvarpið verður lagt aftur
fyrir þegar þingið kemur saman í
haust.
Við náum engum tökum á
þessu fyrr en kæligeymslan verð-
ur byggð. Við höfum þá ein-
hverja samningsstöðu.
Hún er
engin í dag,“ sagði Guðmundur
Lýðsson, formaður Samtaka
grásleppuhrognaframleiðenda.
GÓÐ AÐSÓKN var að dagskrár-
atriðum Reykjavíkurviku á
Kjarvalsstöðum um helgina en
óhagstætt veður varð þess vald-
andi að hætta varð við úti-
skemmtun Slökkviliðsins, sem
fara átti fram á laugardag. og
minni aðsókn varð að öðrum
útiatriðum af sömu orsökum.
Reykjavikurviku er nú lokið og
þykir hún hafa tekist vel.
Talsverður fjöldi fólks lagði leið
sína til þeirra fyrirtækja, sem
kynnt voru, Slökkvistöðvarinnar,
Bæjarútgerðar Reykjavíkur og
Strætisvagna Reykjavíkur. Ýmsar
uppákomur svo sem fiskmarkað-
urinn mæltust vel fyrir. Markús
Örn Antonsson, sem átti sæti í
þriggja manna nefnd Reykjavík-
urviku, lýsti ánægju sinni með
samstarfið við þau fyrirtæki, sem
kynnt voru í vikunni. Sagði hann
að þeim árangri hefði verið fylli-
lega náð sem stefnt var að og
aðstandendur væru hinir ánægð-
ustu með framkvæmdina.
Skagafjörður:
Tvö frystihús taka ekki við
afla vegna fjárhagsörðugleika
FRYSTIIIÚS í Skagafirði eiga nú
í miklum greiðsluörðugleikum og
hafa tvö þeirra, frystihúsið
Skjöldur og Ilraðfrystihúsið hf. á
Hofsósi, af þeim sökum ekki
gctað tekið við fiski úr tveimur
síðustu veiðiferðum skipa Út-
gerðarfélags Skagfirðinga. sem
þau eru hæði eignaraðilar að og
gerir út þrjá togara.
Að sögn Marteins Friðriksson-
ar, stjórnarformanns Útgerðarfé-
lagsins og framkvæmdastjóra
Fiskiðjunnar, hefur aðeins þriðja
frystihúsið, Fiskiðjan getað tekið
við afla, sem vegna þessa hefur þó
orðið nánast of mikill. Hann
sagðist þó búast við að úr þessu
rættist og hin frystihúsin gætu
tekið við afla úr næstu veiðiferð-
um, enda væri það mikilvægt þar
sem fiskvinnslustöðvarnar hver
fyrir sig væru of litlar til að geta
unnið allan afla skipanna þriggja
auk smábátanna. Hann sagði
stöðu Fiskiðjunnar engu að síður
slæma eins og hinna frystihús-
anna, enda væri staða fiskvinnsl-
unnar í landinu almennt slæm og
Fiskiðjan væri engin undantekn-
ing frá því. Hjá þeim væri um
talsverða birgðasöfnun að ræða og
því skilaði fjármagn sér seint inn.
Hvað síðan yrði gert á næstunni,
yrði að koma í ljós, en hann
vonaðist til að ekki þyrfti að koma
til uppsagna og að ástandið skán-
aði.
Davíð Qddsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins:
Ógnvænlegt ástand framund-
an í málefmint Hitaveitunnar
Hækkanir komið seint og illa, segir Kristján Benediktsson
„EFTIR SÍÐUSTU gjaldskrár
hækkun Hitaveitu Reykjavíkur.
er sýnt að þar heldur áfram að
síga á óga-fuhliðina og menn
eru að koma þessu þjóðþrifafyr-
irtæki í slíkt horf, að enginn
veit hvernig ástandið verður
eftir örfáa mánuði. hvað þá i
komandi framtíð.“ sagði Davíð
Oddsson horgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins i samtali við
Morgunhlaðið í gær. er hann
var spurður álits á stöðu Ilita-
veitunnar, eftir síðustu gjald-
skrárha-kkun.
„Ég held að þessi stefna ríkis-
stjórnarinnar sé afar háskaleg,
því Hitaveitan er eitt hagkvæm-
asta fyrirtækið í landinu, mest
gjaldeyrissparandi og hagkvæmt
fyrir borgarbúa alla. Það er
ógnvænlegt ástand framundan í
málefnum Hitaveitunnar og það
er þegar búið að koma málum í
það horf, að óviðráðanlegir hlut-
ir geta gerst fyrirvaralaust, eða
fyrirvaralítið. Þar á ég einkum
við hversu dregið hefur verið úr
sjálfsögðu og eðlilegu viðhaldi á
gömlum lögnum, sem þá og
þegar geta gefið sig með háska-
legum afleiðingum og auk þess
hefur gjörsamlega verið látið
undir höfuð leggjast að sinna
þeim óskum Hitaveitunnar, að
huga að framtíðarvatnsöflun, en
við vatnsöflunina eru nú notaðar
dýrari aðferðir en eðlilegar eru,“
sagði Davíð Oddsson.
„Skýringin á vanda Hitaveit-
unnar er sú, að gjaldskrárhækk-
anir hafa komið seint og illa,
árið í fyrra var sérstaklega
slæmt að þessu leyti, og að því
búum við nú,“ sagði Kristján
Benediktsson borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins í gær.
„Hækkanir hafa tæpast verið
með eðlilegu móti frá áramótum,
og Hitaveitan hefur ekki náð sér
aftur, vegna þess hve mikið hún
dróst aftur úr í fyrra. Þetta mál
er mjög alvarlegt, vegna þess að
Hitaveita Reykjavíkur hljóp
myndarlega undir bagga þegar
olíukreppan kom 1973, og gekkst
þá inn á að leggja dreifikerfi í
nágrannasveitarfélögunum, án
þess að henni bæri skylda til.
Það hefur að sjálfsögðu það í för
með sér, að það vatn sem
Hitaveitan hefur til umráða,
gengur fyrr til þurrðar. Þess
vegna hefði hún þurft að geta
unnið sífellt að vatnsöflun. Það
er það alvarlegasta við þetta,
Hitaveitan hefur ekki getað
sinnt því verkefni sem skyldi
vegna fjárskorts," sagði Kristján
Benediktsson.