Morgunblaðið - 25.08.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981
15
Norðan garri
Ríkisútvarpið IIljóAvarp:
JARÐARFÖR
eftir Björn Bjarman.
Leikstjóri: Baldvin Halldórsson.
Ta knimaöur: Georg MaKnússon.
JARÐARFÖR Björns Bjarman
er eiginlega nokkuð skemmtileg
smásaga í leikritsformi. Leik-
ræna kosti hefur verkið fáa til
aö bera. Persónurnar eru látnar
romsa upp mörgum setningum,
þeim er mikið niðri fyrir. Allt
þetta færi betur í rituðu máli.
Eftir Björn Bjarman hefur
verið flutt eitt sjónvarpsleikrit:
Póker (1978), en kunnastur er
hann fyrir sögur sínar. Það er
óneitanlega smellið efni sem
Jarðarför er byggð á. Gamall
sérvitringur í plássi úti á landi
hefur misst sambýliskonu sína
og hyggst koma henni í moldina
án afskipta annarra. En þá
birtist dóttir konunnar og eigin-
maður hennar og ætla sér að
flýta greftruninni og krækja í
arfinn. Sá gamli lætur ekki
deigan síga, enginn traðkar á
honum, enda er málfarið að
^Hér er óspilltum
manni úr plássi, að vísu
sérsinna, stefnt gegn
samviskulausu sunnan-
fólki, tákni borgarbúa.
Þetta er ákaflega ein-
földuð mynd með
raunsæislegu yfir-
bragði, en ekki alveg
laus við brodd, þ.e.a.s. á
vissan hátt trúan-
leg.^Í
Lelkllst
eltir JÓHANN
HJÁLMARSSON
eigin sögn „norðan garri með
hraglanda og skítkasti". Þau
hjón leita liðveislu sýslumanns,
en vegna þess að samúð hans er
Björn Bjarman
með gamla manninum eru
stjórnvöld fyrir sunnan látin
skerast í leikinn. Sýslumaður-
inn er gott yfirvald og refur
eins og búast má við og skilur
eftir hverju þau hjón eru að
sækjast. Hann kemur á þau
höggi á óvæntan hátt og þegar
leiknum lýkur stendur sá gamli
með pálmann í höndunum.
Hér er óspilltum manni úr
plássi, að vísu sérsinna, stefnt
gegn samviskulausu sunnan-
fólki, tákni borgarbúa. Þetta er
ákaflega einfölduð mynd með
raunsæislegu yfirbragði, en
ekki alveg laus við brodd,
þ.e.a.s. á vissan hátt trúanieg.
Valur Gíslason kann flestum
betur að leika gamla menn og
þrjóska og gerði úr persónu
Helga kallsins það sem efni
stóðu til. Þóra Friðriksdóttir
var háttstemmd í hiutverki
dótturinnar Sigrúnar Ellu, af-
hjúpaði léttilega rotið hugarfar
hennar og kjánaskap. Sýslu-
maður Rúriks Haraldssonar var
hefðbundin túlkun gamalkunnr-
ar persónu. Vandræðalegt hlut-
verk eiginmannsins Axels var í
höndum Gunnars Eyjólfssonar
og einhvern veginn fannst mér
Gunnar utangátta, eins og hann
væri að hugsa um annað en
hlutverk sitt.
Maður fékk að kynnast hug-
myndaheimi Björns Bjarmans í
útvarpinu, en eins og fyrr segir
hafði maður það ekki á tilfinn-
ingunni að verið væri að flytja
leikrit. Leikrænastur var endir-
inn, ef um slíkt er unnt að tala,
að minnsta kosti brá fyrir
• haganlega gerðum samtölum og
leikhljóðin vorú ekta.
Samtími í
Ballöðuformi
Lars Gustafsson (f. 1936) hefur
lengi verið rómaður fyrir þekk-
ingu sína á ólíklegustu hlutum.
Ekki verður á móti mælt að
kunnátta hans er mikil og flest
sem hann skrifar er með heim-
spekilegu yfirbragði.
í Þýskalandi hefur honum verið
skipað í röð helstu snillinga sam-
tímabókmenntanna og í heima-
landinu Svíþjóð eru margir hrifnir
af rithöfundinum. En þær raddir
heyrast líka að Gustafsson sé
aðeins leikari í hlutverki hins
lærða bókmenntamanns og bak
við gervið sé varla nema miðl-
ungshöfundur.
Hvað sem um Gustafsson má
segja hefur honum tekist að höfða
til samtíðarinnar með skáldsögum
sínum, ljóðum og ritgerðum. Að
vissu marki hefur hann alltaf
verið í andófi, en aldrei langt frá
ríkjandi stefnu þeirra sem ráða
framgangi bóka og höfunda.
Með skáldsögunni Herr Gust-
afsson sjálv (1971) leitast Lars
Gustafsson við að lýsa nútíma-
manni í vanda, bókin er í senn
persónulegt og pólitískt uppgjör
með hliðsjón af Divina Comedia
Dantes. Fyrirmynd Gustafssons
er endurreisnarmaðurinn, sá sem
allt veit og kann, sameinar and-
lega hneigð og verklega hæfni. í
Herr Gustafsson sjálv er líka
draumurinn um framtíðarríkið,
útópíuna, áhrifavaldur.
Þótt skáldsögur Lars Gustafs-
sons og ritgerðasöfn hafi valdið
deilum hafa menn ekki verið í
neinum vafa um ljóðskáldið.
Fyrsta ljóðabók hans var Ballong-
fararna (1962) og meðal hinna
merkari er Bröderna Wright upp-
söker Kitty Hawk (1968). Eins og
bent hefur verið á einkennast
ljóðin af sérkennilegu samspili
hversdagsmynda, fegurðarþrár og
heimspeki. Meðal þeirra skálda
sem á sjöunda áratugnum voru
kennd við nyenkelhet var Gust-
afsson framarlega í flokki. í sum-
um Ijóðanna frá þessu tímabili
leiðir hann lesandann út í auðn
eða einmanalegt landslag til að
sýna honum sjálfan sig, kannski í
mynd lítils svarts hunds á víðáttu-
miklum ísbreiðum sem stefnir frá
MÞað hefur vakið at-
hygli hve ljóðskáldið
Lars Gustafsson á auð-
velt með að yrkja undir
mörgum háttum. Hann
hefur til dæmis endur-
vakið sonnettuformið
og hvað form snertir er
löng leið frá fyrstu
bókum hans til hinnar
síðustu.
landi eins og hnykill borinn af
vindum. I ljóðinu um hundinn
segir skáldið: Ekkert land er
rósamara en þetta.
í fyrra kom út ljóðabók eftir
Lars Gustafsson sem nefnist Art-
esiska brunnar cartesianska
drömmar, útg. Norstedts. Megin-
hugmynd ljóðanna er lýst með
tilvitnun í Descartes þar sem
stendur að vaka og draumar verði
ekki aðskilin. Heimspekingurinn
Cartesius orðaði þetta þannig:
Dreymi þig að þú sért vakandi er
þá nokkuð í reynslu þinni sem
getur sannfært þig um að þig
dreymi.
I Artesiska brunnar cartesi-
Lars Gustafsson
Bókmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
anska drömmar eru tuttugu og tvö
Ijóð með heitum eins og Ballaðan
um vinina ókunnu, Ballaðan um
börnin, Ballaðan um tilviljanir
lífsins, Ballaðan um ástina,
Harmljóð um dáinn labradorhund
og Söngur um djúp heimsins, djúp
augans, hverfulleik lífsins.
Hið lærða skáld og heimspek-
ingur nýtur sín vel í þessum
Ijóðum. Ballöðuformið býður upp
á frjálslega túlkun, bindur skáldið
ekki eins og oft áður við einfalda
mynd. Ljóðin eru frásagnarkennd
og með mörgum innskotum úr
daglegu lífi og bókum.
Það hefur vakið athygli hve
ljóðskáldið Lars Gustafsson á auð-
velt með að yrkja undir mörgum
háttum. Hann hefur til dæmis
endurvakið sonnettuformið og
hvað form snertir er löng leið frá
fyrstu bókum hans til hinnar
síðustu. Þessi sífellda leit getur
verkað tilgerðarlega á suma les-
endur, en sannleikurinn er sá að
Gustafsson hefur alltaf eitthvað
mikilvægt að segja þótt ekki sé
það alltaf splunkunýtt heldur
megi skoða í samhengi evrópskra
bókmennta og heimspeki.
Meðal huggunarorða Gustafs-
sons í Artesiska brunnar cartesi-
anska drömmar er eftirfarandi
boðskapur: Hið eina sem frelsar er
tilgangsleysið.
í ballöðunum yrkir hann oft um
tilgangslausa fegurð sem glatar
samt ekki ljóma sínum. Mótsagna-
kenndir tímarnir búa þrátt fyrir
allt yfir fegurð. Að vísu er hún
gamalkunn, en engu að síður ný.
Fenner
Reimar og
reimskífur
Astengi
Fenner Ástengi
Leguhús
Vald
Poulsen
Suðurlandsbraut 10,
sími 86499.
Al (,I.VSI\(.ASIMI\\ KR:
22410
Júorounblnbiti
Þakrennur — þakrennur
vorum aö fá hinar kunnu Marley
þakrennur.
Borgarás
Sundaborg 7, sími: 81044.
Innihurðir
Hagstætt verð/góð greiðslukjör
Biðjið um myndaiista ísíma 18430
Timburverzlunin Völundur hf.
KLAPPARSTÍG 1 S. 18430 j SKEIFAN 19 S. 85244