Morgunblaðið - 25.08.1981, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981
19
Noregur:
FlugSAS
leggst niður
Osló. 24. ágúst. AP.
ALLT ílug SAS í Noregi leKffst
niður frá og með þriðjudags-
morKni vejfna verkfalis fluK-
virkja. sem eÍKa í launadeilu við
vinnuveitanda sinn, en búast má
við að verkfallið verði skamm-
vinnt. þar sem boðaður hefur
verið sérstakur fundur ríkis-
stjórnarinnar á morKun ok búist
við að verkfallið verði leyst snar-
leKa með Kerðardómi.
Verkfallið hefur ekki áhrif á
flug norska flugfélagsins Braatens
Safe, þar sem flugvirkjar félags-
ins eru í öðru stéttarfélagi en
flugvirkjar SAS.
Könnuður-2
við Satúrnus
Pasadena. 24. ágúst. AP.
KÖNNUÐUR-2 var í daK í
700.000 mílna fjarlægð frá
Satúrnusi og hefur þegar sent
frá sér mikilvægar upplýs-
ingar um reikistjörnuna. Verð-
ur geimfarið í minnstri fjar-
lægð frá Satúrnusi á morgun.
Búist er við að árangur af
ferð Könnuðar-2 til Satúrnusar
verði enn meiri en er forveri
hans, Könnuður-1, fór þar fram
hjá í fyrra. Könnuður-2 fer
talsvert nær Satúrnusi, og jafn-
framt hefur braut hans verið
sérstaklega lögð til að rannsaka
fyrirbrigði sem ekki fengust
skýringar á í ferð Könnuðar-1.
Þannig er gert ráð fyrir, að
leyndardómar hringjanna um
Satúrnus verði leystir nú. Þá
hefur þegar komið í ljós af þeim
myndum sem Könnuður-2 hefur
sent frá sér, að stormakerfin
svonefndu virðast haldast stöð-
ug-
Frá Satúrnusi mun Könnuð-
ur-2 halda til Úranusar, þar
sem hann verður í janúar 1986.
«Si&. THE OBSERVER
Brezhnev bendlaður við
hvarf Raoul WaUenbergs
Eftir Chris Mosey
í Stokkhólmi
Sænska ríkisstjórnin kann-
ar nú skýrslur, er gefa til
kynna. að Leonid Brezhnev,
forseti Sovétríkjanna. kunni
að hafa borið beina ábyrgð á
handtöku Raoul Wallen-
bergs, sænska stjórnarer-
indrekans, sem bjargaði þús-
undum ungverskra Gyðinga
frá útrýmingarbúðum naz-
ista undir lok síðari heims-
styrjaldarinnar.
Reynist skýrslur þessar á
rökum reistar, geta þær spillt
fyrirhuguðum viðræðum full-
trúa Sovétríkjanna og Sví-
þjóðar, sem hefjast eiga í
Moskvu í næsta mánuði um
möguleika á að koma á fót
kjarnorkuvopnalausu svæði á
Norðurlöndum.
Leif Leifland, fulltrúi utan-
ríkisráðuneytisins, verður
formaður sænsku viðræðu-
nefndarinnar, og hefur hann
verið beðinn að taka upp
Wallenberg-málið á grund-
velli þeirra upplýsinga að
Brezhnev kunni að vera viðrið-
inn það. Tæpast verður þeirri
viðleitni vel tekið.
Wallenberg, sem er af fjár-
sterkum sænskum ættum
kominn, var skipaður fulltrúi
við sænska sendiráðið í Buda-
pest á miðju ári 1944, og
notaði hann fé, sem safnað var
í Bandaríkjunum til að leysa
út um 100 þúsund Gyðinga, að
því er talið er, sem- annars
hefðu lent í útrýmingarbúðum
drápssveita Adolf Eichmanns.
Þegar Rauði herinn tók
borgina snemma árs 1945 var
Wallenberg handtekinn, sak-
aður um njósnir, og fluttur til
Moskvu. Halda Sovétmenn því
fram, að hann hafi látizt í
Ljubljanka-fangelsinu tveim-
ur árum síðar.
Á liðnum árum hafa hvað
eftir annað borizt fréttir um
að Wallenberg væri enn á lífi í
sovézka fangabúðakerfinu.
Samtök til að fá hann Ieystan
úr haldi hafa verið sióínuð í
Svíþjóð, Bandaríkjunuip, ísra-
el og Englandi. Fyrr á þessu
ári var efnt til alþjóðaréttar-
halda á vegum þessara sam-
taka í Stokkhólmi, þar sem
lagðar voru fram skýrslur frá
fyrrum föngum í Sovétríkjun-
um, sem töldu sig vita hvar
Wallenberg væri niður kom-
inn. Sovétríkin hafa stöðugt
neitað að taka upp að nýju
mál þessarar „síðustu hetju
útrýmingarbúðanna".
Séu þær upplýsingar réttar
að Brezhnev sjálfur beri ein-
hverja ábyrgð á handtöku
Wallenbergs, skýrir það
ástæðuna fyrir þeim þagn-
armúr, sem Sovétríkin hafa
reist um málið.
Starfsmenn sænska sendi-
ráðsins í Tel Aviv hafa undan-
farið verið að yfirheyra Yaak-
ov Menaker, sovézkan andófs-
mann, sem nú býr í ísrael.
Menaker var liðsforingi í 18.
herdeild Rauða hersins, sem
„frelsaði" Budapest. Hann
heldur því fram að 18. her-
deildin hafi verið undir stjórn
Brezhnevs, sem þá var ungur
og upprennandi starfsmaður
kommúnistaflokksins þjón-
andi í Rauða hernum.
Ingrid Gárde Widemar,
formaður sænsku Raoul Wall-
enberg-samtakanna, segir:
„Við vitum að Brezhnev var
starfsmaður flokksins í Buda-
pest þegar Raoul var handtek-
inn. Við getum ekki fengið
staðfest að Brezhnev hafi
sjálfur gefið fyrirmæli um
handtökuna, en hann hlýtur
að hafa vitað um hana. Þess-
vegna eigum við erfitt með að
trúa því þegar hann segist
ekki vita hvar Raoul Wallen-
berg sé niður kominn. Þetta
gæti skýrt það hvers vegna
Brezhnev tekur öllum tilmæl-
um okkar svo neikvætt."
Sjálf kveðst hún sannfærð
um að Wallenberg sé enn á
lífi, nú orðinn 69 ára. „Við
vitum á hvaða fangabúða-
svæði hann er. Hann er veikur
og illa haldinn, en enn á lífi."
Hún segir að Wallenberg-
samtökin hafi farið þess á leit
við Leifland að hann taki
málið upp við Brezhnev í
viðræðunum í Moskvu í næsta
mánuði. Leifland hefur hins-
vegar falið sænska sendiráð-
inu í Tel Aviv að ræða frekar
við Yaakov Menaker um þær
staðhæfingar hans, sem fyrst
komu fram í sænska síðdegis-
blaðinu Aftonbladet í Stokk-
hólmi, að Brezhnev bæri
ábyrgð á handtöku Wallen-
bergs. Síðar mun utanríkis-
ráðuneytið senda fulltrúa sinn
frá Stokkhólmi til að ræða við
Menaker og ganga úr skugga
um gildi staðhæfinganna.
í næsta mánuði greiðir
bandaríska þingið atkvæði um
fyrirliggjandi frumvarp um að
gera Wallenberg að heiðurs-
borgara Bandaríkjanna. „Það
er engin andstaða — við
reiknum með að frumvarpið
verði samþykkt," segir Ingrid
Gárde Widemar.
Dregur úr drykkju-
skap á Grænlandi
ÁFENGISSKÖMMTUNIN á Grænlandi hefur borið árangur, að
sögn Lars Emil Johansens landstjórnarmanns. Frá því að
„drykkjukvótinn“ var tekinn upp 1979 hefur drykkjuskapur
minnkað að minnsta kosti um 40 til 50%.
— En við eigum enn við áfengisvanda að stríða, sagði
Johansen og bætti því við, að Grænlendingar væru ákveðnir í að
útrýma drykkjuvandamáli sínu.
Samkvæmt áfengisskömmt-
uninni, fá Grænlendingar
skömmtunarmiða í hverjum
mánuði upp á 72 punkta áfeng-
isnotkun fyrir mánuðinn. Sam-
kvæmt kerfinu jafngildir einn
punktur einni bjórflösku eða
þremur sentilítrum af áfengi.
Við að kaupa flösku af borðvíni
eru sex punktar strikaðir af
seðlinum.
Veitingahús og ölstofur selja
ekki sterka drykki fyrr en eftir
klukkan 18 á daginn og bann er
við áfengissölu á sunnudögum.
Þá verða gestir að gera sér
svokallað heimastjórnaröl
(léttur pilsner) að góðu.
Ferðamenn þurfa þó ekki að
óttast bjór- eða áfengisþorsta,
því þeir fá fullan mánaðar-
skammt þótt þeir dvelji ekki í
eynni nema í viku.
Vegna skömmtunarinnar
hefur svartamarkaðsbrask með
skömmtunarkort blómstrað.
Gengur mánaðarkortið á 1100
krónur í Gödtháb og vitað er að
þau seldust um tíma á 1600
krónur. Þá mun auðvelt að
falsa skömmtunarkort. Auk
þessa blómstrar heimabrugg.
Lars Emil Johansen lýsti
þeirri skoðun sinni, að of mikið
væri gert úr drykkjuskap
Grænlendinga. „Ég skil ekki af
hverju drykkjuskapur, kyn-
sjúkdómar og fíkniefnanotkun
eru helztu umræðuefnin þegar
Grænland ber á góma. Það er
hér ýmislegt annað sem meira
er í spunnið," sagði Johansen.
(Byggt á Politiken.)
Eagle
er EINSTAKUR
Komió og
skoðið
torfærubílinn
Fyrirliggjandi í De Luxe útgáfu, meö
sjálfskiptingu og vökvastýri.
Verö 184 þús. Sýningarbíll á staðnum.
EAGLE
KAMMBACK
AMC-UMBOÐID
EGILL VILHJÁLMSSON H/F,
Smidjuvegi 4, símar 77200 og 77720.