Morgunblaðið - 25.08.1981, Síða 48
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981
ÍA sigraði
Úrslitakcppni 3. aldursflokks
i knattspyrnu fór fram á Akur-
cyri um helgina ok fór ÍA mcð
sÍKur af hólmi eftir að þcir
hófðu sisrað í úrslitalcik 1—0.
Kcppni hófst á fimmtudaK <»K
lcikið i tvcim riðlum á fimmtu-
daK. fftstudaK ok lauKardaK cn
til úrslita um sætin i mótinu
var svo leikið á sunnudaK- í
A-riðli lcku Þór, Valur. Týr. ok
ÍK cn í B-riðli lcku hinsvcKar
llottur. ÍA. Þróttur ok Fylkir.
Ilrslitin í riðlunum urðu scm
hcr scKÍr:
A-riðill:
Valur - ÍK 2-1
Þór — Týr 5—1
ÍK - Þór 1-5
Valur — Týr 6—0
Valur — Þór 3—1
ÍK — Týr 3-0
B-riðill:
Fylkir - ÍA 0-2
Höttur — Þróttur 0—4
ÍA — Höttur 12—0
Fylkir — Þróttur 1—4
ÍA — Þróttur 1—1
Höttur — Fylkir 0—3
A-riðilinn sigraði Valur en í
B-riðli sigraði IA á hagstæðara
markahlutfalli.
Á sunnudaginn var svo byrjað
á að leika um 7.-8. sætið og þar
áttust við Höttur og Týr, og
sigraði Höttur 3—2, næst var
leikið um 5.-6. sætið og þar
áttust við IK og Fylkir og sigraði
Fylkir örugglega 3—0. Þá var
komið að leik Þórs og Þróttar
um 3.-4. sætið og þar sigruðu
Þórsarar 4—1 eftir að jafnt
hafði vrið 1—1 í hálfleik. Að
síðustu var svo komið að úrslita-
leiknum og voru það Valur og í A
sem þar áttust við. Liðin voru
mjög jöfn framan af leiknum og
skiptust þau á um að sækja en
lítið var um hættuleg færi fyrr
en á 20. mín. en þá átti Guðni
Bergsson þrumuskot af vítateig
en Pétur í marki IA var vel á
verði og varði boltann. Þegar
aðeins ein mín. var eftir af fyrri
hálfleik kom svo markið sem
réði úrslitum leiksins og verður
það að teljast til flokks þeirra
marka sem eru nefnd útsölu-
mörk. Valgeir Barðason var með
knöttinn langt úti á kantinum
hægra megin og hugðist hann
gefa hann fyrir. Honum tókst
það svo vel að boltinn sigldi í
háum boga yfir alla og í mark-
stöngina og þaðan í netið, en
markvörður Vals gerði enga til-
raun til að verja því hann taldi
að knötturinn færi auðsjáanlega
framhjá. í seinni hálfleik komu
Valsarar mjög ákveðnir til leiks
og sóttu þeir nú mun stífar en
ÍA. Þeim varð þó lítið ágengt
framan af hálfleiknum en seinni
hluta hálfleiksins skall oft hurð
nærri hælum við mark ÍA og
björguðu þeir t.d. tvisvar á
marklínu í einni sókninni, en inn
vildi boltinn ekki og sigurinn og
íslandsmeistaratitillinn var ÍA
enda fögnuðu þeir innilega þegar
dómari leiksins flautaði hann af.
Leikurinn í heild var ekkert
sérlega vel leikinn en þó brá
fyrir skemmtilegum köflum af
hálfu beggja liða og hefði jafn-
tefli gefið einna réttasta mynd
af gangi leiksins.
-jor
• Lið Vals sem lék úrslitalcikinn gcgn tA, en tapaði 1—0 og varð
því í öðru sæti.
• íslandsmeistarar ÍA i þriðja aldursflokki í knattspyrnu.
,Átti ekki von á sigri“
- sagði Ólafur Þórarinsson fyrirliði ÍA
Að úrslitaleiknum loknum
hitti blm. að máli ólaf Þórðar-
son fyrirliða ÍA að máli og var
hann að vonum mjög kampa-
kátur. Ilann sagði að þetta væri
í annað skipti sem hann og
félagar hans yrðu íslandsmeist-
arar cn þeir hefðu orðið mcist-
arar árið 1977 og þá í 5. flokki,
cftir að hafa lcikið 5 úrslitaleiki
við Val. llann hélt áfram:
„Þctta lið sem við hftfum á að
skipa hefur eiginlcga verið
óbreytt frá því við vorum i 5.
flokki og hefur það haft mikið
að segja og einnig er andinn
mjftg g(>ður en það gerir sitt.
Við hftfum æft nokkuð vel i
sumar og hefur okkur gengið
alveg þokkalega. Þessi úrslita-
keppni hefur verið mjög erfið
og nokkuð crfiðari en ég átti
von á. Ég átti alls ekki von á að
við myndum vinna þennan lcik
því við spiluðum við Val fyrr í
sumar og þá unnu þeir okkur
3—1, og því vorum við eigin-
IcKa búnir að sætta okkur
hálfpartinn við annað sætið cn
við ætluðum auðvitað alltaf að
gera okkar besta í Ieiknum og
berjast til þrautar,“ sagði hann
um lcið <>k hann hvarf til félaKa
sinna á ný.
- jor
Björgvin sigraði á
Ingimundarmótinu í golfi
UM HELGINA var formleKa
opnaður 18 holu Kolfvftllur að
Jaðri við Akureyri með minn-
ingarmóti um Ingimtind Árna-
son sem starfaði mjftg mikið i
þágu Kolfklúbbs Akureyrar i
lifanda lífi. Mótið hófst með
hátíðlcKri athftfn á lauKar-
daK.smorKuninn <>k þar tóku til
máls Frímann Gunnlaugsson
formaður GA og cinnig Konráð
Bjarnason scm er formaður
GSÍ. Að þvi búnu tók Ilafliði
Guðmundsson. sem er einn af
elstu meðlimum GA, fyrsta
höggið á nýja veilinum en hann
var í _heiðursholli“ ásamt Jóni
Sólnes ok SÍKtryKKÍ Júlíussyni,
en þeir fóru fyrstir af stað.
Mótið var 36 holur og var kcppt
bæði mcð ok án forKjafar, þátt-
takan var mcð afhrÍKðum KÓð
ok voru kcppcndur mjftK
ánæKðir mcð 9 holu viðbótina.
Úrslitin í mótinu urðu sem
hér segir:
Án forgjafar: högg
Björgvin Þorsteinsson GA 151
Gunnar Þórðarson GA 154
Sigurjón R. Gíslason GK 157
Jón Þór Gunnarsson GA 158
Magnús Birgisson GA 158
Með forgjöf: högg
Þórður Svanbergsson GA 143
Halldór Svanbergsson GA 146
Gunnar Þórðarson GA 146
Öll eignarverðlaun til mótsins
voru gefin af KEA, en þar
starfaði Ingimundur þegar hann
lést. Svo gaf Vangur hf öllum
þátttakendum boli og einnig fría
ferð til Reykjavíkur fyrir efsta
norðanmann á Johnny Walker-
mót næsta ár.
- jor.
• Þór frá Akureyri varð í þriðja sæti í íslandsmótinu.
• Lið Þróttar varð í f jórða sæti.
Hraðmót í kvenna-
knattspyrnu fer
fram á Akureyri
AÐ I'RUMKVÆÐI Kvennancfndar KSÍ hcfur vcrið ákveðið að
stofna til hraðmóts í knattspyrnu fyrir konur á Akureyri helgina
28.—30. ágúst næstkomandi.
Keppni þessi hefur verið nefnd Bautakeppnin, en veitingahúsið
Bautinn á Akureyri hefur gefið bikar og vcrðlaunapcninga til
þcssarar kcppni. Knattspyrnuráð Akureyrar séu um framkvæmd
mótsins.
Tíu félög hafa tilkynnt þátt-
töku í mótinu og hefur verið
dregið í riðla.
A riðill
KR
ÍBÍ
Völsungur
Valur
Víðir
B riðill
KA
Víkingur
Leiknir
FH
Breiðablik
Leiktími verður 2x20 mín. með
5 mín. leikhléi. Markatala ræður
úrslitum í riðlum verði lið jöfn
að stigum. Efstu lið hvors riðils
leika síðan til úrslita. Verði
jafnt að leiktíma loknum skal
framlengt um 2x5 mín. Verði
enn jafnt verður vítaspyrnu-
keppni, 5 spyrnur hvort lið.
Verði enn jafnt að þeim loknum
skal haldið áfram vítaspyrnum
þar til öðru liði tekst ekki að
skora, en þó eftir jafn margar
spyrnur.
Það er von þeirra aðila sem
komið hafa keppni þessari af
stað, að hún verði árlega, í lok
hvers keppnistímabils hjá stúlk-
unum. í reglugerð um verðlauna-
gripinn segir, að bikarinn skuli
vinnast til eignar er lið hefur
unnið hann 3svar í röð eða 5
sinnum alls.
• Hafliði Guðmundsson slær
upphafshftggið á nýja
golfvellinum á Akureyri.
Vonast er til að keppni þessi
verði til að efla enn þann áhuga
sem nú er hjá stúlkunum og
knattspyrnuáhugafólki fyrir
kvennaknattspyrnu, en hún er
nú í mikilli sókn.