Morgunblaðið - 25.08.1981, Page 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981
Ómar og Jón höfðu ástæðu til að líta afturúr bílnum, þeir skildu alla keppendur eftir fyrir aftan sig, þó
ekki fyrr en eftir spennandi keppni.
Ómar og Jón knúðu fram
sigur eftir hörkukeppni
við Hafstein og Kára
- Aðeins f jórir af tólf luku keppni í Ljóma-ralli 1981
:
ALÞJÓÐLEGA rallinu lauk síðdegis sl. sunnudag, af 12 keppnisbilum sem hófu rallið luku aðeins 4
rallinu. Sigurvegarar urðu bræðurnir ómar og Jón Ragnarssynir á Renault 5 Alpine. Er þetta fjórða rallið
sem þeir sigra á árinu, hafa þeir náð þvi að sigra allar keppnir sem haldnar hafa verið hingað til á árinu.
Með þessum sigri i Ljómarallinu tryggja þeir sér íslandsmeistaratitilinn i rallakstri.
Að loknu Ljómarallinu verður
ekki annað sagt en að vel hafi
tekist til með framkvæmd þess.
Rallið var 1700 km langt og tók
þrjá daga að ljúka því, sérleiðir
voru 23 km alls. Fyrsta keppnis-
daginn sem var föstudagur kom í
ljós að einvígi yrði milli Ómars og
Jóns Ragnarssona og Hafsteins
Haukssonar og Kára Gunnarsson-
ar. Að loknum föstudegi höfðu
Ómar og Jón nauma forystu, en á
laugardegi átti margt eftir að
gerast og verður greint frá því
helsta hér á eftir.
Eftir ræsingu á laugardags-
morgun var ekin sérleið við Gunn-
arsholt. Þar datt úr Escort Gunn-
laugs Bjarnasonar og bróður hans,
Ragnars. Jafnvægisstöng brotn-
aði, kom það þeim á óvart, því hún
átti að vera með því besta sem í
bílnum var. Margt annað hafði
áður hent þá bræður, á Kili valt
bíllinn á mikilli ferð. En með
fádæma hörku sneru þeir bílnum
á réttan kjöl, með handafli, óku
síðan eins og ekkert hefði í
skorist. Ragnar greindi Mbl. frá
því að á Kili hefði gamansamt
atvik hent þá! Vatnsflaumur gekk
yfir rúðuna og setti Ragnar þurrk-
urnar í gang, en samt sem áður
sást ekkert út. Gunnlaugur hróp-
aði kveiktu á þurrkunum og Ragn-
ar kvaðst vera búinn að því, rifust
þeir síðan, en í ljós kom að vatnið
var innan á framrúðunni. Kom
það gegnum stærðar gat á gólfi
bílsins.
Eftir að Gunnlaugur og Ragnar
duttu út voru aðeins fjórir bílar
eftir. Landmannaleið var ekin og
bauð upp á mikinn hraða og
skemmtilegan akstur. Hafsteinn
og Kári söxuðu á forskot Ómars og
Jóns, en á Fjallabaksleið austur
náði Ómar að aka betur. Á sérleið
við Meðalland var ekið án teljandi
erfiðleika og að Fjallabaksleið
aftur, nú í vestur. Hafsteinn og
Kári óku greitt og að því er virtist
létu þeir vaða í allar ár á fullri
ferð. Samt sem áður tókst Ómari
og Jóni að ná betri tíma. John
Haugland og Jan Bohlin létu lítið
að sér kveða, áttu þeir í hinum
mestu vandræðum, er þeir óku
yfir ár. Þeir sáu ekki í gegnum
framrúðuna fyrir vatni, sem var
innan á rúðunni. Þurfti Bohlin að
þurrka í sífellu til að Haugland
sæi eitthvað út, tími þeirra var því
slakur.
Birgir og Hreinn Vagnssynir á
Cortina lentu í óteljandi vandræð-
um á rallinu, á Fjallabaksleið kom
gat á bensíntankinn, vatnskassinn
sogaðist að viftuspaðanum, raf-
magnið rétt náði að knýja þurrk-
urnar, sem nauðsynlega þurfti við,
og síðast en ekki síst brotnaði
bensínbarki. Urðu þeir. að festa
barkann með vír og aka með
vélina á 6000 snúningum. Varð
Birgir að svissa af og á, í stað þess
að nota bensíngjöfina, tókst þeim
þannig að skrölta í mark sérleið-
arinnar. Sögðu þeir að án hjálpar
frá viðgerðarmönnum annarra
bíla í rallinu, hefði þeim aldrei
tekist að komast í gegn. Það sem
eftir var dagsins var ekið um
Landmannaleið, Gunnarsholt, ís-
ólfsskálaveg og hluta Reykjanes-
leiðar. Síðasta leiðin var um
Hvassahraun, þar gerðist það
helst að Birgir og Hreinn óku eins
og andskotinn væri á eftir þeim,
því einhver sagði þeim að þeir
væru fallnir út. Þurftu þeir því
ekki að spara bílinn eins og áður.
En í ljós kom að um mistök
keppnisstjórnar var að ræða. Á
Fjallabaksleið fóru þeir yfir há-
markstíma, sem aka mátti leiðina
á að sögn keppnisstjórnar. Þeir
kærðu og varð niðurstaðan sú að
hámarkstími hafði verið of lítill,
enda náði enginn bílanna þeim
tíma. Voru því keppnisbílarnir
fjórir sem áður.
Eftir að í mark kom seint á
laugardagskvöld, fóru viðgerð-
armenn með bílana á verkstæði
sín. Fór Mbl. á milli þeirra, þar
sem menn unnu í bílunum fram
undir morgun, til þess að þeir yrðu
í toppstandi við ræsingu á sunnu-
dagsmorgun. Mest þurfti að gera
við Cortinu Birgis og Hreins, laga
þurfti það sem á undan hefur
verið talið, ásamt ýmsu öðru sem
týndist til. Án viðgerðarmanna
geta rallakstursmenn ekki verið
og eiga þeir svo sannarlega þakkir
skildar, svefnlausar nætur og
ofþreyta hrjáir þá oft í marga
daga á meðan á keppni stendur.
Á sunnudag var rigning og
leiðindaveður, sérleiðirnar voru
mikið til undirlagðar vatni, en
áfram var öslast. Áður hafði
Hafsteinn Hauksson látið í það
skína, að hann ætlaði sér fyrsta
sætið. Spenna var því mikil í
höfuðstöðvum rallsins í Austur-
bæjarskóla, þar fór allur útreikn-
ingur fram undir stjórn Birgis
Bragasonar, stjórnanda rallsins.
Strax í upphafi tókst Hafsteini
og Kára að ná betri tíma en þeim
Ómari og Jóni, ekið var um
Kaldadal og upp í Borgarfjörð.
Síðan var ekið hjá Bæ í Borgar-
firði og allan Flókadal niður að
Uxahryggjum. Uxahryggjaleið var
síðasta sérleið í þessu ralli. Sýnt
var að Hafsteinn og Kári áttu ekki
möguleika gegn Ómari og Jóni.
Reyndar fóru þeir frammúr á
Escort sínum, en sigur Ómars og
Jóns var aldrei í • hættu, náðu
Lokastaðan
Ómar Ragnarss./Jón Ragnarsson, Renault Alpine 1.10.47
Hafsteinn Haukss./Kárí Gunnarss., Ford Escort 2000 1.14.44
John Haugland/Jan Olaf Bohlin. Skoda 130 RS 2.10.15
Birgir Vagnsson/Hreinn Vagnsson, Ford Cortina 4.34.43
Hafsteinn Hauksson og Kári Gunnarsson á Escort 2000. Þeir hrepptu
annað sætið, hér sjást þeir ösla yfir blauta leiðina við Bolabás.
ómar hló dátt, þegar Jón þurfti að opna tvær flöskur af kampavini.
þar sem Ómar er bindindismaður góður.
Hafsteinn og Kári hálfri mínútu
betri tíma en bræðurnir, eftir
djarfan og stórskemmtilegan
akstur.
Kjósarskarðsleið til Reykjavík-
ur var síðasta ferjuleiðin, áður en
ekið var í mark, stöðvuðu öku-
menn í Víðishúsinu í Kópavogi.
Þar var rætt um rallið og flugu
margar sögur þar fram og aftur.
John Haugland kvað erlenda öku-
menn ekki eiga möguleika í Is-
lendinga nema að hafa æft tvær
til þrjár vikur fyrir keppni. Sjálf-
ur ætlar hann að koma til landsins
á næsta ári og æfa sig í hálfan
mánuð fyrir næsta stórrall.
I mark komu bílarnir um sex-
leytið á sunnudagskvöld, þar tók
Maríanna Friðjónsdóttir meðlim-
ur keppnisstjórnar á móti þeim.
Ræddi hún við keppendur og kom
m.a. fram hjá Ómari Ragnarssyni
að hann teldi Islendinga eiga að
hafa þessa keppni erfiða, til þess
að geta sýnt erlendum ökumönn-
Texti og myndir:
Gunnlaugur Rögnvaldsson
um í tvo heimana. Hlógu allir
viðstaddir dátt að þessum um-
mælum, ekki kvað síst John Haug-
land og Jan Bohlin. Skáluðu síðan
sigurvegararnir, þ.e. Jón skálaði
við sjálfan sig, því Ómar er
bindindismaður góður. Fengu
margir að smakka á veigunum því
Jón torgaði þeim ekki einn. (Sjá
myndir.)
Hafsteinn Hauksson kvað Ómar
aldrei hafa ekið betur en í þessu
ralli. Sagði hann að þeir Kári
hefðu ætlað sér sigur fram á
síðustu stundu, en að rallinu
loknu, væru þeir ánægðir með
annað sætið, því Ómar og Jón
ættu sigur fyllilega skilið. Á
sunnudagskvöld var ball í tengsl-
um við rallið og fór fram verð-
launaafhending. Einnig voru af-
hentar veifur til viðgerðarmanna
rallbílanna, sem staðið höfðu sig
frábærlega, sérlega þó Brandur,
Óskar og Gunnar sem komið höfðu
Cortinunni margumtöluðu í gegn.
Hreinn, annar ökumanna í henni,
kom því á framfæri að án þeirra
hefðu þeir hvergi farið, einnig
þakkaði hann viðgerðarmönnum
annarra bíla, sem aðstoðuðu þá
ómetanlega.
Fram eftir kvöidi var síðan
rallað í Sigtúni og var fjölmenni
mikið.