Morgunblaðið - 25.08.1981, Qupperneq 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981
Móöir mín og tengdamóöir,
ELÍSABET BREIDFJORD,
lést t Landspítalanum að morgni 22. þ.m.
Kriatlaug Gunnlaugsdóttir,
Valtýr Jónsson.
Hjartkær móðir okkar, +
JOHANNA SIGURÐARDÓTTIR,
EskihlíA 33,
andaöist 23. ágúst. Snjólaug og Guðríður Sveinsdætur.
Í
Systir okkar,
JÓNA PÉTURSDÓTTIR YOUNG,
lést í btlslysi í Las Vegas, Bandaríkjunum, 23. júlí síöastliöinn.
Jaröarförin hefur fariö fram.
Vilborg Pétursdóttir,
Gunnar Pétursson,
Guómundur Pétursson.
+ Móðir okkar og tengdamóöir.
RAGNHEIDUR HAFSTEIN THORARENSEN.
lést laugardaginn 22. ágúst.
Oddur C.S. Thorarensen, Unnur L. Thorarensen,
Alma Thorarensen, Bjarni Bjarnason,
Svala Thorarensen, Reynir Sigurðsson,
Katrín Erla Thorarensen,
Elín Hrefna Thorarensen, Haukur Clausen.
Eiginmaður minn og faöir okkar,
BENEDIKT GUDMUNDSSON,
Túngötu 8, Sandgerði,
lést föstudaginn 21. ágúst.
Sigríóur Gunnarsdóttir
og börn.
+
Faöir okkar,
GUÐMUNDUR SVEINBJÖRNSSON,
til heimilis aö Elliheimilinu Grund,
lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 23. ágúst.
Synir hins látna.
+
Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
JÓN BERGÞÓR JÓNSSON,
Leifsgötu 28, Reykjavík,
andaöist í Landakotsspítala 22. ágúst.
Jaröarförin veröur auglýst síöar.
Börn hins lótna.
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
EIÐUR GÍSLASON,
verkstjóri,
Ásgaröi 129,
andaöist aö morgni 22. ágúst.
Jaröarförin auglýst síöar.
Guörún Ingjaldsdóttir,
Krístjana Eiðsdóttir, Jón Guömundsson,
Ragnar Eiösson, Þórunnborg Jónsdóttir,
Ingjaldur Eiösson, Sigrún Pálsdóttir,
Ragnheiöur M. Eiösdóttír, Guðmundur V. Gunnarsson
og barnabörn.
+ Útför
JÓNS KR. WAAGE, Langholtsvegi 160,
fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 26. agust kl. 13.30.
Garðar Waage, Jón Waage,
Hulda Þórarinsdóttir, Erla Waage,
Geir G. Waage, Auður Waage,
Freyr Waage, Baldur Waage.
Minning:
Jón Kristjánsson
frá Kjörseyri
Fæddur 29. maí 1908.
Dáinn 12. ágúst 1981.
Þegar ég kvaddi Jón Kristjáns-
son í lok velheppnaðrar helgar-
ferðar 5. júlí í sumar, hvarflaði
það ekki að mér að það yrði
síðasta handtak okkar í þessu lífi.
Þó ég vissi reyndar að hann gekk
ekki heill til skógar, kom það
aldrei í Ijós þegar félagsstarf var
annars vegar. En kynni okkar
hófust einmitt í félagsstarfi.
Jón Kristjánsson var fæddur 29.
maí 1908, hann ólst upp hjá
foreldrum sínum að Kjörseyri við
Hrútafjörð. Árið 1938 hóf hann
búskap á föðurleifð sinni, Kjörs-
eyri, ásamt konu sinni, Ingigerði
Eyjólfsdóttur frá Sólheimum í
Laxárdal, og bjuggu þau þar
rausnarbúi ásamt 4 börnum sínum
til ársins 1965 að þau fluttu til
Reykjavíkur. Þá tók við jörðinni
sonur þeirra hjóna, svo enn er hin
landríka Kjörseyri í ábúð sömu
ættar. Eftir að Jón flutti suður
starfaði hann hjá Tilraunastöð
ríkisins að Keldum.
Árið 1970 gerðist Jón félagi í
Kvöldvökufélaginu Ljóði og sögu
og þar starfaði hann af brennandi
áhuga allt til hinstu stundar. Þau
ár sem ég hef verið formaður þess
félags, hef ég kynnst. því mjög vel
hvað Jón var framúrskarandi
áhugasamur og virkur þátttak-
andi í félagslífinu í heild, enda
voru félagsmál honum sérstaklega
hugleikin.
I gegnum árin var oft leitað
hans liðsinnis til þátttöku í
margskonar nefndum innan félags
okkar, svo var og um önnur félög
er hann átti sæti í. Hann tók
ævinlega vel í að starfa að félags-
málum og var oft hjá okkur í
kvöldvökunefndum og ferðanefnd-
um, einnig átti hann sæti í
ritnefnd síðastliðin 4 ár. Öll fé-
lagsstörf rækti hann af einstökum
dugnaði og festu. Jón var vel
ritfær og hagmæltur, flutti ávallt
frumsamið efni, þegar hann tók
þátt í kvöldvökuskemmtunum hjá
félaginu. Jón hafði mjög fastmót-
aðar skoðanir og var óhræddur við
að láta þær í ljós ef því var að
+
Maðurinn minn,
W.W. RISNER,
lést í sjúkrahúsinu í Philadelfiu 19. ágúst 1981.
Ingunn Ingimundardóttir Risner.
+
Þökkum af alhug samúð og vinarhug viö andlát og útför
MÖRTU INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR,
Starhaga 16.
F.h. ættingja og vandamanna,
Valgerður Stefánsdóttir, Gunnar Ásgeirsson.
+
Maöurinn minn,
SIGMUNDUR BJÖRNSSON,
Löngumýri 20, Akureyri,
veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 27. ágúst kl.
13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuö, þeim sem vildu minnast hins látna
er bent AFjóröungssjúkrahúsiö á Akureyri.
Fyrir hönd vandamanna,
Sigrún Gísladóttir.
Skrifstofur okkar, verslun og verkstæöi veröa
lokuð í dag,
milli kl. 1 og 3, vegna jarðarfarar
Víglundar Guðmundssonar,
Brædurnir Ormsson hf.,
Lágmúla 9.
Vélsmiðia Orms og Víglundar
verður lokuð eftir hádegi í dag, þriðjudaginn 25.
ágúst, vegna jaröarfarar Víglundar Guömundssonar.
skipta. Hann tók til máls á
félagsfundum og kom oft af stað
umræðum um ýmis félagsmál sem
jafnvel ella hefðu ekki verið rædd.
Hann var félagsvanur, og bar oft
fram ýmsar tillögur og fylgdi þá
gjarnan málum sínum fast eftir.
^Jón var sterkur persónuleiki,
sem setti svip á félagslífið í Ljóði
og sögu, honum þótti vænt um
þetta þjóðlega félag og vildi hag
þess sem bestan. I hinni árlegu
sumarferð nýverið tók hann að sér
leiðarlýsingu, við fórum hluta
leiðarinnar einmitt um þær slóðir
sem hann hafði lifað og starfað
mesta og besta æviskeið sitt.
Leiðin lá um hluta Kjörseyrar-
lands, þar sagði hann okkur frá
örnefnum og ýmsum sögnum. Það
er táknrænt að svo skyldi æxlast
til, að síðasta ferðalagið sem hann
fór í með okkur, var farið á hans
heimaslóðir, þar gafst okkur tæki-
færi að fá hann sjálfan til að sýna
okkur hið mikla landsvæði sem
jörðinni Kjörseyri fylgir, Kjörs-
eyri var hann ávallt kenndur við,
og hjá okkur félögum hans í Ljóði
og sögu oft nefndur konungurinn
af Kjörseyri. Nú er konungurinn
fallinn frá, en eftir verða minn-
ingar um hann í bundnu og
óbundnu máli.
Ég hef skrifað þessi fábreyttu
minningarorð um félagsmanninn
Jón, þannig þekkti ég hann best.
Ég þakka honum samfylgdina í
gegnum árin og áhugasamt félags-
starf. Ingigerði og afkomendum
þeirra sendi ég hlýjar samúðar-
kveðjur.
Sigurður Axelsson.
Er mér að kvöldi miðvikudags-
ins 12. ágúst síðastliðins barst
andlátsfregn Jóns Kristjánssonar,
kom mér í hug sannleikur máls-
háttarins „Enginn veit sína ævi
fyrr en öll er“, því aðeins klukku-
stundu síðar var fyrirhugað að
hann kæmi til nefndarfundar sem
boðað hafði verið til á heimili
mínu. Þeim fundi var frestað
vegna hins snögglega andláts
Jóns.
Jón Kristjánsson og kona hans
Ingigerður Éyjólfsdóttir hafa ver-
ið í Kvöldvökufélaginu Ljóði og
sögu í 11 ár. Haustið 1977 var Jón
Kristjánsson kosinn í ritnefnd
félagsins og vann þar æ síðan af
miklum áhuga. Ég hafði þá setið í
ritnefnd félagsins frá 1971 og
hafði kynnt því gegnum störf þar,
hve sérstaklega áhugasamur hann
var fyrir útgáfustarfseminni, því
enginn af okkar ágætu félags-
mönnum sýndi slíkan dugnað sem
hann að útbreiðslu á riti okkar
„Raddir félagsmanna". Eftir að
Jón Kristjánsson kom til ritnefnd-
arstarfa sýndi það sig að þar var
maður sem lét ekki sitt eftir liggja
við söfnun á gömlum og nýjum
fróðleik. En okkur ritnefndar-
mönnum er falið það verkefni að
safna og skrá til varðveislu það
sem við náum til af slíku efni. Jón
Kristjánsson var meðal þeirra
félagsmanna sem sjálfur færði í
letur frásagnir af ýmsum atvikum
úr lífi sínu. Við höfðum undanfar-
ið starfað mikið saman, þar sem
útgáfa félagsblaðs stendur yfir, en
þó honum auðnaðist ekki aldur til
að sjá þetta rit fullunnið, þá á þar
eftir að bera fyrir augu lesenda
það sem Jón heitinn ritaði fyrir
þessa útgáfu, það mun standa
óbreytt eins og frá var gengið
meðan hann lífs var.
Þegar Kvöldvökufélagið Ljóð og
saga átti 20 ára afmælis síðastlið-
inn vetur flutti Jón Kristjánsson
ágæta afmælisræðu. Þar sagði
hann í upphafi ræðu sinnar: „Snar
þáttur í lífi mannsins er félags-
hygKjan, flestum mun reynast
erfitt að standa einir, þetta er
manninum meðfætt og hann er
haldinn sterkri þrá til að fá
þessum þætti lífsins fullnægt."
Þessar línur finnast mér lýsa Jóni
Kristjánssyni sjálfum mjög vel,
hann var maður félagsmála og
hann endaði líf sitt mitt í hringiðu
félagsmála.
Ég votta Ingigerði og börnum
þeirra samúð mína.
Fyrir hönd ritnefndar Kvöld-
vökufélagsins Ljóðs og sögu þakka
ég Jóni Kristjánssyni fyrir gott
samstarf á undanförnum árum.
Hrafnhildur Kristinsdóttir.