Morgunblaðið - 25.08.1981, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981
39
Minning:
Guðjón Víglundur
Guðmundsson
í dag fer fram í Dómkirkjunni
útför mágs míns, Guðjóns Víg-
lundar Guðmundssonar, og langar
mig til að minnast hans nokkrum
orðum.
Víglundur var fæddur í Hafnar-
firði 11. okt. 1912. Foreldrar hans
voru Stefanía Halldórsdóttir, af
rangæskum ættum, og Guðmund-
ur Magnússon, ættaður af Álfta-
nesi.
Víglundur var þriðja barn for-
eldra sinna, en systkinin urðu alls
fimm. Fjögur þeirra systkina náðu
fullorðinsaldri, en yngsti bróðir-
inn lézt í æsku.
Árið 1930 hóf Víglundur nám í
rennismíði hjá Vélsmiðju Hafnar-
fjarðar, sem þá var útibú frá
Vélsmiðjunni Héðni. Þar vann
hann til ársins 1936, er hann
ásamt nokkrum vinnufélögum sín-
um keyptu fyrirtækið og ráku það
sem hlutafélag til ársins 1961, er
hann setti á stofn vélsmiðju fyrir
fyrirtækið Bræðurnir Ormsson
hf., en árið 1973 keypti Víglundur
vélsmiðjuna ásamt syni sínum,
Eiríki Ormi, og hefur hún síðan
verið rekin sem Vélsmiðja Orms
og Víglundar sf. Þeirri vélsmiðju
veitti hann forstöðu, unz hann
varð að láta af störfum sökum
veikinda, er nú hafa dregið hann
til dauða.
Víglundur tókst á við veikindi
sín af þvílíku æðruleysi og karl-
mennsku, að oft þótti þeim, er hjá
Kristensa Valdís
Jónsdóttir - Kveðja
„AA hvcría aítur til upphafsins
cr friAurinn; þaA cr að hafa
náA takmarki. tilvistar sinnar.“
Með nokkrum fátæklegum orð-
um vil ég þakka ömmu minni það
sem hún gaf mér í gegnum árin og
það sem ég fékk að njóta í návist
hennar. Þegar ég var lítil óskaði
ég þess og bað til Guðs að hún
myndi lifa að eilífu og aldrei
aldrei deyja. En þó hún kveðji
okkur nú, þá lifir hún í huga okkar
sem elskuðum hana og dáðum og
virtum.
Ég var vön að segja: Hún amma
var á við tvo, sannkölluð valkyrja,
sem hefði átt að sæma heiðurs-
merki fyrir dugnað, elju og hjálp-
semi og föðurlandsást. Þetta
endurtek ég nú og ævinlega.
Amma eignaðist 15 börn og tólf
fengu þau, hún og afi, að ala upp.
Vinna og aftur vinna var því allt
hennar líf, hún þekkti ekki annað.
Bara að ég kæmist með tærnar í
námunda þar sem hún hafði
hælana.
Ég hefi aldrei kynnst konu sem
var jafn nægjusöm og sátt við sitt
hlutverk í lífinu. Hún sagði oft:
Bara að heilsan sé góð svo fólk
geti unnið, og verið ánægt með það
sem það hefur, þá er allt í lagi.
Á einn hátt var hún erfið. Ef
hún var veik eða meidd, kvartaði
hún aldrei eða kveinkaði sér. Og á
sjúkrahúsinu undir það síðasta
var það undrunarefni hve vel hún
bar sig, þrátt fyrir miklar kvalir.
Systurnar á sjúkrahúsinu önnuð-
ust hana svo yndislega að betra
var ekki á kosið og hefði ekki verið
betra annarsstaðar. Því gleymum
við aldrei. Amma þraukaði og stóð
sig vel. Ég vissi að hún var orðin
þreytt. Hún þráði að fara á fætur
og heim, hugsa um heimilið og afa.
Amma var búin að líða nóg. Guð
tók hana til sín og þar veit ég að
henni líður vel. I hvítu klæðunum
var hún svo falleg og friður yfir
andlitinu. Góðu hlutverki hefir
hún lokið og það með sóma. Við
höfum misst mikið, en afi þó mest.
Við hittumst öll seinna þótt mis-
munandi löng bið verði á. Og eitt
er enn. Það var ein setning sem
hún amma mín sagði svo oft við
mig: myndu að kurteisi kostar
ekki neitt. Heilræði, sem ég geymi
en því miður oft gleymi.
Með þessum línum vil ég þakka
ömmu minni allt það sem hún
hefir gefið mér og okkur öllum og
aldrei verður metið til fjár.
Guð blessi ömmu mína allar
stundir. Ég. mun alltaf sakna
hennar. Sjöín.
stóðu, slíkt vera nær ofurmann-
legt. Hann var ávallt kominn
aftur til vinnu sinnar, hvenær sem
smá uppstytta varð á í átökum
hans við hinn aögangsharða sjúk-
dóm. Kom sér þá oft vel að eiga
athvarf á góðu heimili, þar sem
eiginkona og börn létu ekkert
ósparað til að létta byrðarnar.
Víglundur var frábær verkmað-
ur og hafði til að bera ekki aðeins
einstaka vandvirkni í sínu fagi
sem rennismiður, heldur svo
mikla efniskunnáttu, að hann var
einn fróðasti maður um meðferð
hvers kyns málma og smíði úr
þeim. Það er álit undirritaðs, að
Víglundur hafi verið brautryðj-
andi í allskyns málmsuðu og þá
ekki sízt rafsuðu, og er gott til
þess að vita að sú þekking er í
heiðri höfð í fyrirtæki þeirra
feðga.
Á yngri árum stundaði Víglund-
ur talsvert íþróttir og var um
árabil formaður Skíða- og skauta-
félags Hafnarfjarðar. Einnig
starfaði hann í slökkviliði Hafnar-
fjarðar um árabil.
PrófdóTnari í rennismíði var
hann í fjölda ára og lét sig
menntun og ekki síður fram-
haldsmenntun í fagi sínu miklu
varða.
Víglundur kvæntist árið 1946
systur minni, Eyrúnu, og bjuggu
þau fyrstu 23 hjúskaparár sín í
Hafnarfirði, en fluttu þá til
Reykjavíkur. Þau hjón eignuðust
fjögur börn: Stefaníu Sigurveigu,
gifta Helga Guðmundssyni, bygg-
ingameistara, Eirík Orm, járn-
smíðameistara, kvæntan Ingi-
björgu Jónsdóttur, Rannveigu,
gifta Alberti Albertssyni, verk-
fræðingi, og Guðmund Helga, sem
enn er í foreldrahúsum. Barna-
börnin eru átta.
Nú er skarð fyrir skildi á
heimili systur minnar að Stigahlíð
79, en í þeirri trú, að tíminn lækni
öll sár, vona ég, að góður Guð létti
systur minni og börnum hennar
þá erfiðu daga, er í hönd fara.
Karl Eiríksson.
Þegar ég hugsa til langra og
heillaríkra samskipta við tengda-
son minn, Víglund Guðmundsson,
Samband islenskra loðdýraræktenda:
Reynt að fá aðild að Saga
fursHSölusamtökunum
Akurcyri. 22. áKust.
AÐALFUNDUR Samhands ís-
lenskra loðdýrara-ktenda hófst á
Akureyri í gær og verður haldið
áfram i dag. í gær fóru fram
venjuleg aðalfundarstörf, en í
dag vcrður farið í heimsókn í
rninka og refabú við austanverð-
an Eyjafjörð og auk þess verða
flutt fra>ðsluerindi. Einnig verða
afgreiddar nokkrar ályktunartil-
lögur.
Fundurinn samþykkti að fela
stjórninni að vinna að því að fá
fulla aðild að norrænu sölusam-
tökunum Sagafurs og þar með
komast íslensk minka- og refa-
skinn inn á norræna uppboðið,
sem er hið langstærsta í heimin-
um. Þar er aðeins seld úrvalsvara,
um helmingur af öllum minka-
skinnum og þrír fjórðu allra
refaskinna, sem til falla í heimin-
um árlega. Þar hefur líka fengist
áberandi hæst verð fyrir loðskinn-
in. 1% af uppboðsandvirðinu er
varið til að standa undir auglýs-
inga- og sölustarfsemi, en sölu-
skrifstofur eru í öllum helstu
stórborgum heims. Það yrði því
geysimikill hagur af því ef íslensk-
um loðskinnaframleiðendum tæk-
ist að komast inn á Saga-uppboðin
og selja vöru sína í þessum
norrænu sölusamtökum. Fram til
þessa hafa íslensk skinn verið seld
á fremur litlum einkauppboðum í
Lundúnum og Kaupmannahöfn.
Einnig var skorað á rétt yfir-
völd að koma upp tilrauna- og
kennslubúi í loðdýrarækt við
bændaskólann á Hólum hið allra
fyrsta. Fundurinn taldi það for-
sendu fyrir áframhaldandi þróun í
loðdýrarækt hér á landi. Margar
umsóknir berast nú víðs vegar að
af landinu um að fá að setja á
stofn refabú.
í stjórn Sambands íslenskra
loðdýraræktenda voru kosnir
þessir menn: Haukur Halldórsson,
Sveinbjarnargerði, formaður,
Reynir Bardal, Sauðárkróki, vara-
formaður, Þorsteinn Aðalsteins-
son, Dalvík, ritari, Arvid Krog,
Lómatjörn, gjaldkeri og Leifur
Tómasson, Akureyri, meðstjórn-
andi. Varamenn í stjórn eru Egg-
ert Bollason, Dalvík, og Jón Magn-
ússon, Reykjavík.
- Sv.P.
rifjast meðal annars upp fyrir
mér framkvæmdirnar við Lág-
múla 9 á árunum 1963—66. Á þeim
árum voru mikil og stór hús reist í
borginni og þess vegna erfitt að fá
byggingameistara og smiði til
starfa. Bygging hússins í Lágmúla
var æði margbrotin, einkum þök
lágbyggingarinnar, sem voru að
mestu undirbyggð úr járnprófíl og
síðan lögð bárujárni. í rauninni
hefði þetta verk heyrt undir þrjár
iðngreinar. En þessu verki öllu
luku þeir feðgar, Víglundur og
Eiríkur Ormur, í sameiningu með
mikilli prýði og á styttri tíma en
búast hefði mátt við að óreyndu.
Þeir fluttu svo fyrstir manna með
vélsmiðju sína inn í húsið. Margt
fleira þessu líkt um vinnubrögð
tengdasonar míns mætti nefna,
þótt ekki verði gert hér í stuttum
kveðjuorðum.
Víglundur var fyrirmyndar
heimilisfaðir, elskaður og virtur
af konu sinni og börnum. Hann
byrjaði hjúskapinn með því að
byggja gott íbúðarhús í Hafnar-
firði í næsta nágrenni við æsku-
stöðvar sínar. Síðan seldu þau
hjón það hús og fluttust til
Reykjavíkur og hófu þar nýtt
landnám. Keyptu þau hús, sem var
í smíðum í Stigahlið 79, og fylgdi
allstór lóð. Víglundur vann þar baki
brotnu ásamt fjölskyldu sinni,
enda ber húsið, utan sem innan og
svo hinn fallegi skrúðgarður, þeim
fagurt vitni, sem að unnu.
Því miður átti tengdasonur
minn við mikla vanheilsu að stríða
um allmörg ár. Langvinnur sjúk-
dómur hefur loks yfirunnið eigin-
manninn, guði sé lof úr því sem
komið var. Örþreytt eiginkona, ein
sinna, sér, hvað orðið er. Einhver
hvíslar í farlægð: „en ég veit að
látinn lifir, það er huggun harmi
gegn“. Þannig veit ég, að dóttir
mín hugsar, og bið góðan guð að
styrkja hana og varðveita um
ókomna framtíð ásamt öðrum
ástvinum.
Eiríkur Ormsson
Að morgni 15. þ.m. lézt í
Borgarspítalanum Víglundur
Guðmundsson járnsmíðameistari
eftir langvarandi veikindi, tæp-
lega 69 ára að aldri. Hér verður
hvorki rakin ætt hans né uppruni
né heldur ævisaga, enda gert af
öðrum, sem betur þekktu til en ég.
Við Víglundur unnum auk þess
svo fjarskyld störf. að þar komum
við ekki saman. Mér var þó vel
Ijóst af ummælum manna ogjins
þeim verkum, sem ég sá eftir
Víglund, að þar fór saman mikil
kunnátta og vandvirkni og eins
snyrtimennska í hvívetna. Ber
heímilið að Stigahlíð 79 þess m.a.
glöggt vitni.
Um langt árabil lágu leiðir
okkar Víglundar saman stöku
sinnum sakir ættartengsla við
Eyrúnu, konu hans, og hefði svo
sem oftar mátt vera. En um
allmörg ár höfðum við saman
veiðileyfi í Leirvogsá, hér uppi
undir Esjunni, og þá var mér ljóst,
hvílíkur ágætismaður Víglundur
var og góður félagi. Bar þar aldrei
á skugga. Hann kom mér þannig
fyrir sjónir, að hann væri frekar
fáskiptinn og um leið óáleitinn um
annarra hagi. I sambandi við
veiðar kom sama prúðmennska
fram og í dagfari hans öllu og full
tillitssemi við veiðifélaga. Nú éru
liðin mörg ár síðan við gengum
stundum saman á bökkum Leir-
vogsár, en minningin um mætan
félaga lifir, og fyrir þær stundir
þakka ég nú. Um leið sendi ég
Eyrúnu, frænku minni, og börnum
hennar og öðru skylduliði samúð-
arkveðjur mínar og fjölskyldu
minnar.
Jón Aðalsteinn Jónsson.
ÁTHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
KAUPMENN
IÐNAÐARMENN
Eigum til tvo notaða SIMCA1100
sendibíla 1979 í sérflokki:
SIMCA 1100 „tröll" ekinn 55.000 km.
Einn eigandi — einn bílstjóri. Eins og
„nýr úr kassanum". Verö kr. 55.000.-.
SIMCA 1100 ekinn 60.000 km. Einn
eigandi. Vel meö farinn. Kr. 45.000.-.
Góö greiöslukjör.
Til sýnis og sölu á Bílasölu Guðfinns
- Sími 81588.
fö\tökull hf.