Morgunblaðið - 25.08.1981, Side 33

Morgunblaðið - 25.08.1981, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981 41 fclk f fréttum íþróttamót fatlaðra + Ted Kennedy jr. býr sig undir að slá boltann í baseball-keppni á íþróttamóti fatlaðra sem fram fór í Boston nýlega. Edward Kennedy öldungadeilarþingmað- ur, sem fylgist hér með tilburð- um sonar síns, flutti ræðu við upphaf mótsins, en þátttakendur voru mörg þúsund. Eins og kunnugt er missti Teddy jr. fótinn vegna krabbameins fyrir nokkrum árum. Hörundsár + WOODY Allen, sem þekktur er fyrir að gera stöðugt grín af sjálfum sér, en þrátt fyrir allt ákaflega hörundsár og viðkvæmur. Hann höfðaði mál á hendur sjónvarps- stöðvar vegna þess að hún útvarpaði í leyfisleysi gömlu viðtali, sem hafði verið tekið við hann og var orðið „úrelt“ að mati Allen. Ekki vitum við hvað Allen lét út úr sér í þessu viðtali en kröfurnar á hendur sjónvarpsstöðinni nema 150 milljónum króna. Ný James Bond-mynd + Frumsýning fimmtu James Bond-myndarinnar „For your Eyes only“ fór fram i London nýlega. Þar voru mætt skoska söngkonan Sheena Easton. sem syngur titillagið í myndinni og hetjan sjálf, Roger Moore. Var þessi mynd tekin af þeim við það tækifa'ri. Framleiðendur James Bond- myndanna eru nú farnir að velta því alvarlega fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að gefa Roger Moore frí og fá yngri mann til þess að fara með hlutverkið. En aðdáendur Moore geta ekki hugsað sér að sjá annan mann í hlutverkinu þótt Moore sé kom- inn á sextugsaldur. Zara Anne Elizabeth Philips + ÞESSI mynd var tekin af Önnu prinsessu ásamt dóttur sinni þegar sú síðarnefnda var skírð í kirkju Windsor-kastala fyrir stuttu. Barnið var skýrt Zara Anne Elizabeth Philips og þykir ekki ólíkt móður sinni. I.itla stúlkan fæddist 15. maí síðastliðinn. Kveðja + ÞESSI mynd er tekin af Karli bretaprins og Diönu þar sem þau komu út úr flugvélinni í Englandi að lokinni tveggja vikna brúðkaupsferð um Mið- jarðarhafið. Þá héldu þau rakleiðis til Balmoral í Skotlandi, þar sem aðrir meðlimir konungsfjöl- skyldunnar voru í fríi. Litla myndin er tekin af Karli, þar sem hann veif- ar til mannfjöldans um leið og snekkjan Brit- annia fjarlægist land á leið inn í Rauðahafið. Mannfjöldinn stóð á bökk- um Suez-skurðar og hyllti prinsinn þegar skipið sigldi framhjá. ZEBOP Platan Zebop með Santana hefur gengið mjög vel víöast hvar í heiminum, enda naut lagiö I’ Winning geysilegra vinsælda lengi vel. Nú er lagið The Sensitive Kind á hraöri leið upp bandaríska vinsældalistann. Zebop er ein besta plata Santana í seinni tíð. Heildsöludreifing SlaÍAOf hf Símar 85742 og 85055.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.