Morgunblaðið - 25.08.1981, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1981
45
/'N .
VELVAKANDI
SVARAR Í SÍMA
0100KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
it
Rikisútvarpið — hljóðvarpsdagskrá:
„Yerður að ráða bót á
ófremdarástandi útvarps44
Til Velvakanda!
Ég var að blaða í ritsafni
Pálma heitins Hannessonar,
rektors, þess mæta manns. Þá
rifjaðist upp hve mikið var um
flutning vandaðra erinda og er-
indaflokka á fyrstu árum út-
varps, og hve menningarlega var
staðið að flutningnum. Þá var
ekki þetta eilífa músíkskrölt
með hverju töluðu orði. Þá var
fólki treyst til að hlusta í
hálftíma, án þess að „hvíla“ það
með allskonar glamri, sem sjald-
an á neina samleið með efninu,
sem verið er að flytja.
Er nú enginn Pálmi lengur,
eða Sigurður Nordal, svo að
dæmi séu nefnd, eða er það
peningaleysið eingöngu sem á
sök á hve sáralítið er um bita-
stætt efni í útvarpinu? Peninga-
leysi sökum allt of lágra afnota-
gjalda, sem ekki má hækka
vegna áhrifa þess á vísitöluna og
kaupgjaldið, enda þótt afnota-
gjaldið sé nú innan við helming
þess, sem það var að raungildi á
þeim árum, sem hér er vitnað
til?
Sé þessu svona varið, að hér sé
eingöngu efnalegri fátækt um að
kenna, dettur mér í hug ráð:
Næst þegar allsherjar kjara-
samningar verða á ferðinni og
gengið verður frá tilheyrandi
„félagsmálapakka", ættu samtök
launafólks, til tilbreytingar, að
leggja í pakkann tillag af sinni
hálfu. Þetta tillag yrði ósk um að
útvarpsráð fái frjálsar hendur
um ákvörðun afnotagjalda, og
launafólk afsali sér um leið
þeirri sáralitlu kauphækkun,
sem hækkun vísitölu af þessum
sökum mundi annars valda. Ég
held að þetta gætu verið nokkuð
góð viðskipti fyrir alla.
Einhvernveginn verður í öllu
falli að ráða bót á ófremdar-
ástandi Útvarps, sem árum sam-
an.hefur ekki tekist að rækja
hlutverk sitt og mun auk þess
hafa safnað skuldum, sem að
öllu óbreyttu verða aðeins jafn-
aðar með því að draga enn úr
gæðum útvarpsefnis.
Fyrst ég er að skipta mér af
útvarpsrekstri kemst ég ekki hjá
að láta í ljósi hneykslun mína á
ferlegri óstundvísi útvarpsins,
því að hér verður engu um kennt
nema stjórnleysi.
Islendingar eru víst upp og
ofan, ekki stundvísir, og því full
þörf að stuðla hér að breytingu
til batnaðar. Einnig þessu var
allt annan veg farið í gamla
daga, þrátt fyrir að það voru þá
ekki segulbönd og því allt efni
flutt beint.
Ég minnist þess eitt sinn að
dr. Guðbrandur Jónsson flutti
erindi. Þegar hann átti eftir 2—3
mínútur af tilsettum tíma var
honum gefið merki um það, svo
sem venja var til. Litlu síðar var
honum svo gefið merki um að
tíminn væri úti, en' Guðbrandur
hélt áfram lestrinum. Þegar
liðnar voru 3 mínútur umfram
tilsettan tíma var hann tekinn
úr sambandi og næsti dagskrár-
liður hafinn, þótt hann hefði þá
enn ekki lokið erindinu.
Nú þykir ekki tiltökumál þótt
komið sé 10—20 mínútnr,fram
yfir auglýstan tíma og er þó
mest af efni flutt af böndum, og
því fyrirfram vitað nákvæmlega
hve langan tíma hver dagskrár-
liður tekur í flutningi.
Á þessu ætti því að vera
auðvelt og útlátalaust að ráða
bót.
Björn Steffensen
Neytandinn fer
ekki að velja
og haf na
5155—6267 hringdi og vildi
koma eftirfarandi á framfæri:
„Það er útaf þessu stríði milli
gosdrykkjaframleiðenda," sagði
hann. „Mér skilst að Ölgerðin hf.
og Coca Cola séu búin að klaga
Sanítas hf. fyrir einokun eða
Þessir hringdu . . .
eitthvað slíkt. Eg sem neytandi vil
hins vegar koma því á framfæri,
að ég fæ ekkert að velja og hafna
— ef ég fer á veitingastað einhver-
staðar, eða matsölustað, þá er mér
bara skammtað það sem þeir eru
með á boðstólnum af goskrykkj-
um. Gosdrykkjaframleiðendur eru
með sínar vélar á þessum stöðum
og hafa sína menn til að mata
þær. Mér finnst því að þeir ættu
að líta sér nær þessir menn — þeir
fylla þessar vélar sínr upp með
eigin framleiðslu og þeir láta ekki
gosdrykki frá öðrum fyrirtækjum
í þær, og neytandinn hefur enga
möguleika til að velja og hafna.“
ÞENNAN
jakka og ullarjakka getur þú
fengið meö
15% afslætti
út þennan mánuð.
KARNABÆR
Laugavegi 66 — Glæsib* — AuMursn;r»i
v Simi frá skiplibordi 85055
msmtmmsmm
Blaðburðarfólk
óskast
AUSTURBÆR
VESTURBÆR
Hringbraut 37—91
Hávallagata
Granaskjól
Bræöraborgarstígur
Garöastræti.
Freyjugata 28—49
Hringiö í síma
35408