Morgunblaðið - 10.09.1981, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981
Landsþing Samstöðu:
Heiðursgesti neitað
um vegabréfsáritun
Stokkhólmi. 9. septembor. AP.
HAFT ER eftir heimildum í Stokkhólmi. að Pólverja, sem búsettur er
í Svíþjóð (>K hefur verið tengiliður milli Samstöðu og verkalýðsfélaKa
á Vesturlóndum. hafi verið meinað að koma til Póllands þó að honum
hafi verið boðið þannað sem heiðursgesti á þing Samstöðu.
Jakub Swiecicki, sem búið hefur
í Svíþjóð í sjö ár og er sænskur
borgari, hefur tvívegis áður verið
snúið við þegar hann hefur ætlað
að fara til Póllands þó að um það
hafi áður verið samið, að hann
gæti ferðast þangað án vegabréfs-
áritunar. Samstaða hefur mót-
mælt þessari ákvörðun stjórn-
valda harðlega og sænska utanrík-
isráðuneytið hefur einnig verið
beðið að skerast í leikinn.
Swiecicki hefur um eins árs
skeið unnið sem milligöngumaður
Samstöðu og verkalýðsfélaga á
Vesturlöndum og hefur einnig
verið fulltrúi fyrir Nowa, pólskt
neðanjarðartímarit. Hann sagðist
enga skýringu kunna á neitun
pólskra stjórnvalda aðra en þá, að
hann ynni fyrir Samstöðu, og
kvaðst vona, að þau breyttu
ákvörðun sinni fljótlega.
ASSOCIATED PRESS
Skipulagsmál
rædd í Gdansk
SAMSTAÐA, samtök óháöra verkalýðsfélaga í Pól-
landi. mun ræða stefnumótun samtakanna á lands-
fundinum sem nú stendur yfir í Gdansk. 892 fulltrúar
sitja þingið en 9,5 milljónir Pólverja eru í samtökun-
um.
Málefni eins og aðgangur sam-
takanna að pólskum, ríkisreknum
fjölmiðlum verða tekin fyrir en
skipulagsmál innan samtakanna
sjálfra verða einnig rædd. Skiptar
skoðanir eru um þau á þinginu.
Sumir vilja sterka miðstýringu frá
Gdansk. Lech Walesa, leiðtogi
samtakanna, er sagður hlynntur
því fyrirkomulagi. Aðrir vilja
einskonar sambandsstjórn með
höfuðstöðvar í Gdansk sem stóru
samtökin td. í Silesiu, Varsjá og
Lodz hafa mikil áhrif í.
Fulltrúar samtakanna segja að
hreyfingin fyrir sambandsstjórn
sé sterk en áhrif Walesa í samtök-
unum séu svo mikil að hann fái
vikulega sínar tillögur samþykkt-
ar. Hann mun væntanlega verða
endurkjörinn leiðtogi Samstöðu á
þinginu með miklum meirihluta
atkvæða.
Skiptar skoðanir eru innan sam-
takanna um hvort þau eigi aðeins
að láta verkalýðsmál til sín taka
eða fjalla einnig um almenn fé-
lagsmál. „Við getum ekki rætt
verkalýðsmál í smáatriðum fyrr
en við höfum leyst meiriháttar
vandamnál Póllands," sagði einn
fulltrúi á fundinum sem ekki vildi
láta nafn síns getið. „Það er ekki
til neins að krefjast þess að
verkamenn fái gúmmíhanska sér
til hlífðar í verksmiðjum ef það er
ekkert gúmmí til í landinu," sagði
hann.
En fulltrúar á þinginu eru
sammála um að Samstaða geti
aðeins fengið einhverjum umbót-
um framgengt í landinu ef sam-
tökin standa undir nafni og sýna
sanna samstöðu.
A þinginu verður rædd tillaga
um opnar sveita- og bæjarstjórna-
kosningar í desember og fulltrúa-
kosningar á þing. „Þingsályktun-
artillögur hafa litla þýðingu nema
þingmenn séu sannir fulltrúar
almennings í landinu," sagði einn
fulltrúi á landsþingi Samstöðu.
„Hvað sem er getur gerst í
Póllandi," sagði Andrzej Gwiazda,
varaleiðtogi Samstöðu. „Þess
vegna gæti þetta landsþing leitt til
einhvers sem enginn á von á.“
Nýtt lyf
fyrir
gigtveika
GIKTARMEÐALIÐ Cino-
pal er nýkomið á markað í
Danmörku og ætti það að
lina kvalir margra gikt-
veikra í framtíðinni. Þetta
lyf á ekki að hafa neinar
hliðarverkanir og er alveg
nýtt af nálinni.
Lyfið hefur engin áhrif
fyrr en það kemur í lifrina,
ólíkt lyfjum eins og t.d.
aspiríni sem hefur gjarnan
slæm áhrif á magann. Cin-
opal fæst aðeins gegn lyf-
seðli í Danmörku.
Um 40% allra fulorðinna
Dana þjást af einhvers
konar gikt. ' Um 15.000
manns hljóta örorkubætur
vegna sjúkdómsins og um
75.000 þjást af látlausri
liðagikt.
Khomeini hótast við
óvirii klerkaræðisins
Beirut. 9. sept. AP.
AYATOLLAH Khomeini, erkiklerkur í íran, hótaði því í dag, að
„sverðið yrði látið ríða án afláts" til þess, að upprætt yrði öll andstaða
við stjórnvöld og skoraði jafnframt á klerkana að láta enn meir til sín
taka í stjórnmálalegum afskiptum. í París skoraði Massaoud Rajavi,
leiðtogi Mujahedeen khalq, helsta stjórnarandstöðuflokksins í íran, á
stuðningsmenn sina að hefja „frelsisbaráttu“ gegn ofurvaldi Khom-
einis og klerkanna.
í ræðu, sem útvarpað var í
Teheran í dag, sagði Khomeini, að
skæruliðar Mujahedeen khalq
væru „málaliðar alætunnar Amer-
íku“ og að sverðið yrði notað gegn
þeim ef þeir létu sér ekki segjast
og hættu andstöðu við stjórnvöld.
„Þegar trúin var í bernsku," sagði
Khomeini, „voru villutrúarmenn
barðir án afláts með sverði í
höfuðið þar til þeir tóku sinna-
skiptum. Margir voru drepnir.
Píslavættisdauði er nokkuð, sem
enginn ætti að skorast undan.“
Massaoud Rajavi, leiðtogi Muja-
hedeen khalq, sem er í útlegð í
Frakklandi ásamt Bani-Sadr,
fyrrv. forseta, sagði í dag, að 1000
flokksmenn hans hefðu verið líf-
látnir á þessu ári og 10.000 væru í
fangelsi vegna baráttunnar gegn
harðstjórninni. Hann hvatti fylg-
ismenn sína til að hefja frelsisbar-
áttu um land allt og sagði, að
„Khomeini væri orðinn valtur á
fótunum og dagar hans brátt
taldir".
Mujahedeen khalq-flokkurinn
hefur að leiðarljósi eins konar
blending af marxisma og múham-
eðstrú og hefur að eigin sögn á að
skipa meira en 50.000 virkum
félögum. Fylgismenn hans hafa
verið sakaðir um að bera ábyrgð á
flestum tilræðum við íranska
ráðamenn að undanförnu og í
dagblöðunum í Teheran var í dag
skýrt frá því, að sex þeirra hefðu
verið líflátnir í borginni Babol við
Kaspíahaf ásamt 61 Kúrda, sem
barist hefði fyrir sjálfstæðu Kúrd-
istan.
20 bresk herskip af 70 fara á sölulista
I>ondon. 9. septomber. AP.
BRESKA varnarmála-
ráðuneytið hefur ákveðið
að selja úr landi 20 af 70
herskipum breska sjó-
hersins. Ástæðan fyrir
þessari sölu er vaxandi
tilkostnaður við varnir
landsins ok niðurskurður
á fjárframlöKum til sjó-
hersins vejfna kaupanna
á Trident-fluí?skeytum og
nýjum kjarnorkukafbát-
um.
Skipin, sem til sölu eru,
liggja nú fyrir akkerum við
Havant, skammt frá Ports-
mouth, og verða þar sýnd
væntanlegum kaupendum.
Talsmaður sjóhersins sagði, að
skipin „ættu mikið eftir enn“ og
Flugvélamóðurskipið Invincible, sem Ástraliumönnum stendur nú til boða fyrir 175 milljónir
sterlingspunda. bað hljóp af stokkunum 1973 og er 19.500 lestir að stærð. AP-mynd
væru sannkölluð kjarakaup
fyrir hvern meðalstóran sjóher.
Meðal skipanna, sem nú eru
föl, eru freigátan Zulu, sem
kostaði 6 milljónir punda 1962,
en fæst nú fyrir 20 millj.,
freigátan Lincoln, sem fyrir 22
árum kostaði 3,5 millj. punda
en er nú eftir miklar endurbæt-
ur metin á 30 millj., og flug-
vélamóðurskipið Hermes, en
ekki er vitað hvað sett er upp
fyrir það.
Auk þessara skipa og ann-
arra er til sölu flugvélamóð-
urskipið Invincible, sem er
19.500 lestir að stærð, og um
þessar mundir fara fram við-
ræður við Ástralíumenn um
kaupin á því. Upphaflegt verð
var 200 millj. punda eh nú er
talað um að það sé komið í 175
millj.