Morgunblaðið - 10.09.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.09.1981, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981 Langholtskirkjukórinn í Central Lutheran Church. Langholtskirkjukórinn í Minneapolis Líklega hafa flestir ís- lendingar bæði gestir og þeir sem búsettir eru hér í St. Paul Minneapolis haidið í Central Luther- an Church sunnudaginn 30. ágúst sl. Ekki var þó um messu að ræða. held- ur átti að fjölmcnna á tónlcika Langholtskirkj- ukórsins. Það voru 7 — 800 manns sem komu til að hlýða á Jón Stefánsson stjórna sínu margradd- aða hljóðfæri og óhætt er að segja að hann brást ekki vonum þeirra sem til kórsins þekktu. en kom óðrum á óvart, sem vissu ekki hvers vænta mátti. , . , ,. Korinn vakti óskipta hrifningu, ekki sízt flutningur hans á íslenzkum nútímaverk- um og hinsvegar söngur Ólafar Ilarðardóttur. Að tónleikunum loknum var haldið í safnaðarhcimili kirkjunnar þar sem kon- ur úr Ilekluklúhhnum huðu upp á kaffi og meðlæti. Par var spjallað fram eftir kvöldi og það er óha*tt að segja að fleiri hafa hugsað það sem ein vestur-íslenzk kona sagði: „I>að var óglcym- anleg tilfinning að vera íslcndingur í kvöld.“ Einstakar móttökur Blm. hitti þau kórfélaga Guð- mund Gunnarsson, Ingimund Friðriksson, Signýju Sæmunds- dóttur og Sigrúnu Erlu Hákonar- dóttur að máli og spurði hvernig ferðin hefði tekizt. — Ferðin hefur gengið mjög vel, sögðu þau, og móttökur hafa verið alveg einstakar. Síðasta vika hef- ur verið býsna erfið. Við höfum haldið sjö tónleika á aðeins átta dögum. Þessir tónleikar hérna í Minneapolis eru tíundu tónleik- arnir okkar. — Er þetta fyrsta söngför ykkar erlendis? — Nei, við höfurn farið þrisvar sinnum. Andinn innan kórsins er alveg sérstakur og með okkur í ferðinni eru makar, mæður og börn og allir hafa hjálpazt að. Þetta hefur verið mjög skemmti- leg ferð, en núna er fólkið aðeins farið að langa heim. Upp á síð- kastið er það farið að taka upp myndir af börnunum heima og sýna þær hvert öðru. Á morgnana eru æfingar hjá okkur þ.e.a.s. upphitunaræfingar og raddþjálf- un og svo er sungið alls staðar sem hægt er. Það kom meira segja einu sinni fyrir að við sungum uppi á þaki á hótelinu sem við bjuggum á. Hápunkturinn í Winnipeg í viðtali við Ólöfu og Jón Stefánsson kom fram að söngferð- in hefði heppnazt með afbrigðum vel þó að dagskráin hafi verið nokkuð ströng undir lokin. Hápunkt ferðarinnar töldu þau hafa verið í Winnipeg, þar sem þau héldu tvenna tónleika, hina Á**, Jón Stefánssun stjórnandi kórsins og Ólöf Haröardóttir. fyrri í lítilli kirkju en þá síðari í Consert Hall, sem mun vera eitt af beztu tónleikahúsum vestanhafs. Að auki söngkórinn að Gimli og víðar fyrir aldraða Vestur- Islendinga, og sögðu þau Ólöf og Jón það ógleymanlegt að hafa getað glatt þetta gamla fólk og fundið gleði þess og þakklæti. Alveg frábært Dr. Daniel Simundsson og Sally eiginkona hans voru meðal gesta á tónleikunum. Daniel kvaðst vera íslenzkur í báðar ættir. Faðir hans var fæddur í Reykjavík, en fluttist síðan á Blönduós en móðir hans er ættuð frá Vík í Mýrdal. Sjálfur er Dr. Daniel fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum, og talar ekki íslenzku þó bróðir hans og faðir geri það. Blm. spurði hvernig þeim hjón- um hefði líkað söngurinn og kvaðst Sally hafa notið hans mjög og sagðl að maður þyrfti ekki að vera íslendingur til að njóta tónleikanna. Þetta var alveg frá- bært. - G.G. Mætti gerast oftar Hjónin Örn og Margret Arnar voru einnig meðal hlustenda kórs- ins. Aðspurð sögðust þau hafa búið í Minneapolis í 18 ár í allt, og létu vel af því. Hinsvegar sögðu þau að það væri alltaf gott að koma í heimsókn til íslands. Kváðust þau alltaf tala saman á íslenzku og reyna að sletta ekki. Blm. spurði hvort ekki væri gaman að fá svona stóran hóp af Islendingum og hvernig þeim hefði fundizt. — Þetta voru alveg frábærir tónleikar og einstaklega gaman að fá kórinn hingað til okkar. Þetta mætti gjarnan gerast oftar. Ingimundur Friðriksson, Sigrún E. Hákonardóttir, Signý Sæmundsdóttir og Guðmundur Gunnarsson. Dr. Daniel Sigmundsson og kona hans Sally. Örn og Margrét Arnar, sem eru búsett í Minneapolis.,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.