Morgunblaðið - 10.09.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981
37
x.
félk f
fréttum
/ *
Olivia
og Cliff
kœrustupar?
+ Olivia Newton-John og Cliff
Richard hafa þekkst í 10 ár, en
nú síðustu árin hafa kynni
þeirra orðið nánari að því er
fróðir halda fram. Þegar Cliff
var á sínu fyrsta söngferðalagi í
Bandaríkjunum nú ekki alls
fyrir löngu, var Olivia allt í einu
komin til Los Angeles og þau
sáust víða saman og þótti mjög
gott á milli þeirra.
Þægilegar
hárgreiðslur
Hvernig lýst ykkur á þessar hárgreiðslur fyrir
veturinn? Það sem þær eiga sameiginlegt allar, er að
það þarf ekki mikið fyrir þeim að hafa. Er það ekki
einmitt þannig, sem konurnar, sem vinna úti, vilja hafa
það?
Liz Taylor segir ástar-
sambandið uppspuna
+ Liz Taylor er sögð bálreið út í
slúðurdálkahöfunda vegna
frctta þess efnis. að hún og
leikstjórinn Zev Bufman eigi í
ástarsambandi.
Zev Bufman leikstýrir verkinu
„Litlu refirnir“ á Broadway en
Liz Yaylor fer með aðalhlutverk
þess leiks og þykir hafa staðið
sig með einstakri prýði í hlut-
verki sínu.
Hvað varðar ástarsamband
þeirra Bufman og Taylor, þá
segir Liz að hér sé um algjöran
þvætting að ræða, því hún sé
alltaf jafn ástfangin af þing-
manninum sínum, John Warner.
Segist hún alltaf taka flugvél frá
New York til Washington, þegar
hún eigi frí, þó það sé ekki nema
eina kvöldstund.
Segir Liz ennfremur að það sé
hreint og klárt ógnvænlegt,
hvernig blöðin geti spilað með líf
fólks, eins og þeirra í þessu
tiifelli.
Zev Bufman ber þessa frétt
líka til baka og segist vera búinn
að vera hamingjusamlega giftur
í 20 ár og hann eigi 3 myndarleg
börn.
Er Ingemar Stenmark í
giftingarhugleiðingum?
+ Ingemar
Stenmark.
skíðakappinn
frægi. sem nú
býr í Mónakó.
og vinkona
hans, Ann
Uvhagen, sjást
mikið saman og
er sagt að mjög
fari vel á með
þeim. Ann. sem
hefur starfað
sem flugfreyja
hjá Lufthansa.
hefur lagt
starfið á hill-
una um tíma.
Segja sænsku
hlöðin að allir
búist við að
skötuhjúin fari
að gifta sig inn-
an tiðar.
Joe Jaekson þykir einhver skemmtilegasti karakter
nýbylgjunnar. Uppátæki hans hafa verið margvísleg
og ætið hefur hann komið glettilega á óvart. Joe
Jackson dustar nú rykið af gömlum og góðum „djömp
og djæv“- slögurum á 4. plðtu sinni. Spilagleðin og
fjörið er ótrúlegt og það stenzt enginn Joe Jackson
snúning þegar sveiflugleði Jumpin’ Five nær yfir-
höndinni.
Graham Maby Niek Weldon Joa Jackaon Larry Tolfraa Raul Oliviara
Peta Thomax Dova Bitelli
Heildsöludreifing
stdðorhf
Símar 85742 og 85055.