Morgunblaðið - 10.09.1981, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1981
41
1 Vr,
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
I0100KL 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
(WdítíœViM'M.
Af lífsaflsstjörnufræði og öðruvísi sálvísindum:
Sambandsskynjun - stjömulíffræði
Rannsóknir á vitundarlífi
mannsins eru afar flókið og
margþætt viðfangsefni og á engu
öðru sviði vísinda er jafn fátt um
viðurkennd sannindi.
Sennilega myndu framfarir á
þessu sviði vera örari ef gaumur
væri gefinn að svonefndri lífafls-
verkun, en það er lífsamband,
sem auk þess að hafa áhrif
manna á milli, nær ennfremur til
annarra hnatta. Vísindi, sem um
'þetta fjalla ættu því í raun og,
nefnast lífaflsstjörnufræði eða
stjörnulíffræði, eins og dr. Helgi
Pjeturss nefndi þá grein vísinda.
Kennimenn hafa flokkað vit-
undina í tvo þætti ljós-(eða
skýr?)vitund og dulvitund.
Ljós-vitund er vitund sem nær
upp á yfirborðið — þ.e. hún gerir
sér grein fyrir skynhrifum, sem
hún nemur.
Dulvitund er talin vera óljós
vitund er nær yfir öll skynhrif,
sem maðurinn nemur — einnig
þau, sem eru ómeðvituð — ásmt
allt, sem maðurinn hefur upplif-
að, lært og gleymt. Oftast kemur
það upp á yfirborðið við dá-
leiðslu, en stundum í vöku.
Kennimenn telja að það komi
einnig fram í draumum og við
miðilssamband.
Ef við eigum að halda okkur
við þá kenningu að dulvitund sé
óljós vitund, þá er ómögulegt að
setja þau skynhrif, sem miðillinn
nemur í vökusambandi, á bekk
með dulvitundinni, þar sem mið-
illinn gerir sér fyllilega grein
fyrir þeim skynhrifum, sem hann
nemur, þótt hann viti ekki hvað-
an þessi skynjun komi. Hún
tilheyrir þó hans eigin vitund, en
til þess að geta skilið það verða
vísindamenn að komast á það
stig að geta sannað og viður-
kennt að hugsana-, tilfinninga-
og sjónflutningur er algengt
fyrirbæri manna á milli bæði
sem ljós-vitund og á dulvituðu
sviði og að þetta nær jafnframt
til stjarnanna.
Ekki nægir að skipta vitund-
arlífinu í tvo flokka, því að þeir
hljóta að vera fjórir. Ljós-vitund
og dulvitund skiptast hver um
sig í tvo flokka:
Ég-ljós-vitund og fjarskynj-
ana-vitund.
Ilelgi Pjeturss
Ég-dulvitund og fjarskynj-
ana-dulvitund.
Ég-vitund. Ljós-vitund að frá-
töldum skynjunum, sem eru að-
sendar.
Ég-dulvitund. Allt, sem að
framan greinir um dulvitund að
frátöldu öllu því, sem talist getur
til sambandsskynjana.
Fjarskynjunarvitund
Dæmi: Bifreið er stolið. Óvið-
komandi maður sér bifreiðina og
heyrir raddir með sambands-
skynjun sinni, um staðsetningu
bifreiðarinnar. Bifreiðin finnst
síðar þar sem hann sagði hana
vera. Þessi skynnæmi maður var
í „vökudraumi", þ.e. gerði sér
grein fyrir þeirri skynjun sem
hann varð fyrir. Utilokað að um
dulskynjun sé að ræða.
Fjarskynjunar-dulvitund.
Dæmi: Bandarískir vísinda-
menn gerðu tilraun: Maður (A)
er í herbergi með flest þau
mælitæki tengd við sig, sem
vísindin hafa yfir að ráða. Vís-
indamenn eru í þessu sama
herbergi, sem er hljóðeinangrað.
I næsta herbergi við er maður
(B) með ílát fyrir framan sig og
bundið fyrir augun, þar eru
Þessir hringdu . . .
Hvar voru
Lionsmenn?
Hvert á
að koma
tillegginu?
„Áhugamaður um málefni
fatlaðra" hringdi og spurðist
fyrir um hvar Lionsmenn
hefðu haldið sig um helgina.
„Þeir voru með tilkynningu í
útvarpinu þess efnis að þeir
myndu safna framlögum á
benzínstöðvum," sagði hann.
„Ég fór á einar fjórar benz-
ínstöðvar en fann þá hvergi.
Mig langar því til að fá svar
um hvert maður getur komið
þessu tilleggi sem þeir voru að
leita eftir um helgina."
Þakkir til
Tónabæjar
fyrir sunnu-
dagsskemmtun
Haukur Friðriksson hringdi
í því skyni að koma á framfæri
þakklæti til Tónabæjar fyrir
skemmtun sem Tónabær hélt
fyrir fatlaða og þroskahefta
síðastliðinn sunnudag. „Það
var Sumargleðin sem skemmti
okkur þar og tókst alveg sér-
staklega vel upp,“ sagði Hauk-
ur. „Þá voru og ókeypis veit-
ingar og finnst mér að Tóna-
bær hafi gert mjög vel og eigi
þakkir skildar fyrir."
einnig nokkrir vísindamenn. í
þessu íláti, sem fyrr greinir eru
samanvafðir miðar. Á þessa
miða eru skrifuð nöfn, sem tekin
voru úr símaskránni og nöfn
aðstandenda og vina (A). I hvert
skipti sem maður (B) dregur
miða, með nafni persóna, sem
(A) þekkir ekki til, verður engin
breyting á mælunum. En í hvert
sinn sem (A) þekkir eitthvað til
þeirrar persónu, sem nafnið á
miðanum segir til um og (B)
hefur dregið, verður breyting á
mælunum.
Þetta segir nokkuð greinilega
til um að hér er á ferðinni
skynjunarflutningur. Maður (A),
sem tók á móti þessari skynjun,
gerði sér enga grein fyrir að
hann hafi skynjað nokkuð frá
hinum manninum (B), en mæl-
arnir benda hins vegar á að svo
sé. (Sagt eftir minni. Þ.Á.) Þetta
nefni ég fjarskynjunar-dulvit-
und.
Dáleiðsla er lífaflsverkun, þeg-
ar heili eins tekur við áhrifum
eða „framleiðir" sig í heila ann-
ars manns og gefur dáleiðara
vald til að grafa djúpt niður í
fylgsni dulvitundarinnar og ná
fram í dagsins ljós því, sem hulið
var ljós-vitundinni eða dá-
leiðarinn stillir hann inn á sam-
band við aðrar verur á jörðu hér
eða á öðrum hnöttum. Einnig
getur hann stjórnað manninum
til hverskonar athafna svo lengi
sem það skerðir ekki sjálfsvirð-
ingu hans eða aðra hneigð sem
sterkari er en áhrif dávaldsins.
Dáleiðsla getur farið fram á
sviði ljósrar vitundar, dulvitund-
ar, fjarvitundar og fjardulvit-
undar. Það fer eftir því hversu
djúpur svefninn er og hvort
fjarsamband er að ræða. Dæmi-
gert fjarsamband í dáleiðslu er
þegar dáleiddi (Jón) með hjálp
dáleiðara, vitandi eða óvitandi,
segist vera Páll úr fyrra lífi. Þá
hefur dáleiddi framleitt sig í
heila Páls, sem er á framlífsjörð
á öðrum hnetti og finnst Jóni þá
hann vera Páll, á sama hátt og
maður, sem er að dreyma, fram-
leiðir sig í heila draumgjafans.
Páll verður þá draumgjafi Jóns í
vökudraumi eða djúpum svefni
undir dáleiðsluáhrifum.
Sú er skýringin á öllum hæfi-
leikum skynnæmra manna að
heili þeirra framleiðir sig eða
kemst í samband við heila sam-
bandsmanna þeirra (fjarskynj-
unarsamband). Með sannvísinda-
legum aðferðum verður niður-
staðan með ofangreindum hætti.
Þá mun einnig koma í ljós að
viss tegund af vitveiki, sem
nefnist geðklofi, er ekki rétt-
nefni, því að klofning vitundar-
innar er ekki fyrir hendi; það er
ályktun sem dregin er af röngum
forsendum. Ef við berum saman
þær sýnir, heyrnir og aðrar
skynjanir, sem skynnæmt fólk
verður vart við þegar það er í
sambandi, við það ástand, sem
geðklofinn er í, þá kemur í ljós að
hann verður var við samskonar
skynjanir og skynnæmur maður.
Sjúklingurinn er skynnæmur, en
hefur misst stjórn á sambandinu.
Læknar, sem þessa sjúklinga
stunda, þurfa að uppgötva hvers
vegna þetta samband hefur kom-
ist á og af hvaða ástæðum
sjúklingurinn missti stjórn á því.
Þorbjörn Ásgcirsson.
Oddcyragötu 10.
Akurcyri.
Frá Nýja tónlistarskólanum
Síöasti innritunardagur er í dag kl. 17—19,
fimmtudag 10. september.
Kennslugreinar: strokhljóöfaeri, píanó, orgel,
söngur, gítar, forskóli.
Skólinn veröur settur þriðjudag 15. septem-
ber kl. 17.30.
nyi toniisuirskí jinn ármúLi n sími:392K)
íþróttagallar frá
adidas -i-
Le Mans
sportjakkar
Barna- og fulloröinsstæröir.
Litir: rautt, blátt, Ijósblátt/dökkblátt.
Verö frá kr. 350.
Lmuis
Glæsibæ, sími 82922
wa msiui-
>T. FIMMTDJ05HT:
JffiL
BoDIES Qi||j
Fræbbblarnir þeyr
I*ÁRA ALOuO-STaK/iARKÁ BodljlNHl
THE FALL ER FARARHEILL
FORSALAMIÐA í FÁLKANUM
PuRRIM
PiUNiKK
kl: Ifc.io
Vígrá k
FÁLKINN