Morgunblaðið - 16.10.1981, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 3
Nú þarf enginn að smyrja
lengur með hördu
Smjörvi - nýtt viðbit frá Osta- og smjörsölunni
OSTA- OG smjörsalan hefur sent
frá sér nýtt viðbit sem selt verður í
verslunum næstu daga. Nefnist
það „Smjörvi“ og er að 4/5 hlutum
smjör en ’/5 hluta óhert sojaolía.
Smjörvinn er framleiddur í Mjólk-
ursamsölu KEA á Akureyri, og
hafa sérfræðingar frá sænska
mjólkuriðnaðinum aðstoðað við að
koma þessari framleiðslu af stað
hérlendis. Bragðgæði eru mjög
svipuð og í smjöri en auk þess er
Smjörvinn símjúkur og auðsmyrj-
anlegur beint úr ísskápnum.
Smjörvinn verðurseldur í 330 g
öskjum og hefur verðið verið
ákveðið 20,50 í smásölu.
Sænsku mjólkursamtökin
settu árið 1969 á markaðinn nýtt
viðbit sem þeir kölluðu „Bregott"
og hefur það notið sívaxandi
vinsælda meðal neytenda, og
hefur framleiðsla verið tekin
upp í allmörgum löndum öðrum
með góðum árangri.
Hér á landi hefur nú verið
hafin framleiðsla á samskonar
smjöri -
afurð, og á framleiðslan sér
langan aðdraganda, m.a. vegna
umfjöllunar bændasamtakanna
um málið, en á aðalfundi Stétt-
arsambands bænda 1979 var ein-
róma samþykkt að hvetja til
þessarar framleiðslu og óskað
eftir því við stjórnvöld að veitt
yrði leyfi til framleiðslunnar.
Með breytingum á lögum nr.
32/1933, sem samþykktar voru
af Alþingi í maí 1980, opnuðust
möguleikar til framleiðslu á
þessari nýju afurð sem nú kemur
í verslanir.
Á myndinni má sjá Harry Neij frá
Landsambandi sænskra mjólkurbúa
með nýja viðbitið „Smjörva" sem á
sænsku hefur verið nefnt „bregott'*.
Eins og áður sagði er Smjörvi
blanda af óhertri sojaolíu og
rjóma. Fituinnihald er 80% en
það er það sama og í smjöri og
smjörlíki. Fitan í Smjörva er V5
jurtaolia og 4/s mjólkurfita. Jurt-
afitan er vítamínbætt og er inni-
hald A og D vítamína það sama
vetur og sumar.
Aðferð við framleiðslu á
Smjörva var þróuð af sérfræð-
ingum á vegum Landsambands
sænskra mjólkurbúa (SMR).
Ákveðinn skammtur af rjóma og
sojaolíu er blandað í strokk, en
síðan er strokkað eins og þegar
verið er að framleiða smjör.
Einn af helstu kostunum við
Smjörvann er að hann er sí-
mjúkur og auðsmyrjanlegur
beint úr ísskápnum, og heldur
hann þessum eiginleikum á öll-
um árstímum.
Fyrsti bfllinn úr
leik í rallinu
FYRSTI bíllinn er strax úr leik I
Tomma-rallinu, sem hefst klukkan
18 í kvöld.
Er það Escort 2000 bifreið Haf-
steins Aðalsteinssonar og Birgis
V. Halldórssonar. Þetta er ný bif-
reið, sem talið var að myndi veita
Renault-bifreið bræðranna Ómars
og Jóns Ragnarssona mikla
keppni. I gær kom í ljós bilun í
vélinni og reyndist vélin við nán-
ari skoðun vera ónýt. í Mbl. í gær
var mynd af þessari bifreið.
Sjá nánar um Tomma-rallið á bls.
19.
Eyrarbakki:
Hitaveitan í
fyrsta húsið
HITAVEITA Eyrar, sem er sameign-
arfélag Eyrarbakkahrepps og
Stokkseyrarhrepps, tók formlega til
starfa í gær, með því að heitu vatni
var hleypt á eitt hús á Eyrarbakka,
en það var bamaskólahúsið.
Þór Hagalín sveitarstjóri á Eyr-
arbakka sagði í samtali við Morg-
unblaðið, að næstu daga yrði hald-
ið áfram að hleypa vatni á næstu
hús við skólann og reyndar á allt
kauptúnið fljótlega en búið væri
að leggja dreifikerfið. Þá væri
unnið við lagningu dreifikerfisins
á Stokkseyri og þar er reiknað
með að vatni verði hleypt á í
næsta mánuði.
Vatnið sem Hitaveita Eyrar
notar er keypt af Hitaveitu Sel-
foss og að sögn Þórs er kostnaður
við framkvæmdir væntanlega
kominn í um 18 milljónir króna.
Sagði hann að þessi dagur teldist
til meiri háttar hátíðisdaga, þó
svo að dýrt væri fyrir húseigendur
að tengja hús sín við hitaveituna í
byrjun, en það væri ódýrt þegar
horft væri til framtíðarinnar.
Nú eru 30 hús tilbúin til teng-
ingar á Eyrarbakka og verið er að
ljúka við frágang á heimtaug í alls
190 hús af um 195 húsum á Eyr-
arbakka.
Líkin flutt
vestur um haf
LÍK Bandaríkjamannanna, sem
fundust á Mýrdalsjökli um síðustu
helgi, átti að flytja frá Keflavíkur
flugvelli til Bandaríkjanna í nótt.
Fyrirhuguð var stutt minn-
ingarathöfn á Keflavíkurflugvelli
áður en líkin yrðu sett um borð í
flugvél, sem færi með þau til
Dover í Delawerríki, þar sem
rannsókn fer fram.
;***»*»
%»»**»
„Þrjú sterk rök fyrir
#UNIFL0
5BH
y*»a
IS
tsso
'9*-:
mm
i
_ k utmHi
2ZSS!t!f/k*<A' wwmwB
I tlMlmwwwU
ns#'V V* nmn **-
UNIFL0+
IfÍ
MOTOR 01
*««* 8R*»tOSTOF
•CUt KIOTOSStX)
PSEMfUM
mhoic wcroasjc
Náöu i bækling um nýju
UNIFLO+ á næstu
ESSO stöö.
Nýja UNIFLO+ smurolían er þaul-
prófað sköpunarverk vísindamanna
ESSO. Hún hefur að geyma ný bæti-
efni sem létta gang vélarinnar og auka
því endinguna til muna. Auk þess sem
sparnaðarþátturinn er verulega hag-
kvæmur. Rökin eru öll með nýju
UNIFLO+ því hún tryggir:
1. Léttari gangsetningu í kuldum
2. Minni eldsneytiseyðslu
3. Minni smurolíueyðslu
..og þau fjórðu!
4. Minna mótorslit
„Ef bílar gætu talað bæðu þeir um
nýju UNIFLO+“
Fæst á öllum bensín- og smurstöðvum
ESSO. Komdu við og taktu bílinn með
þér!
Olíufélagið hf