Morgunblaðið - 16.10.1981, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981
Observermaðurinn Aern-
out van Lynden, sem
dvaldist tvo mánuði meðal
ast að ljúka sem sigurveg-
arar
Andrei Gromyko vantaði ekki sjálfs-
trau.stið í fyrra þegar hann kvaðst ekki efa
að það hefði verið öldungis rétt ákvörðun
að senda sovéska herinn inn í Afghanistan
á sínum tíma.
„Öllum má vera ljóst,“ lýsti utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna yfir og skorti þá
ekki bjartsýnina, „að allar tilraunir í þá átt
að breyta núverandi stöðu í Afghanistan
eru út í hött, alveg vonlausar."
En þrátt fyrir að eyðileggingarmáttur
sovésku þyrlanna, sem stundum er líkt
við vængjaða fallbyssubáta, sé gífurleg-
ur, láta Mujahidin-skæruliðarnir alls
engan bilbug á sér finna. Baráttuþrek
þeirra hefur reyndar aldrei verið meira.
Hins vegar leikur lítill vafi á því að
Sovétríkin hafi illa misreiknað sig þegar
þau sendu herinn yfir landamærin til
þess að styrkja stjórnina í Kabúl því sú
stjórn naut sannarlega lítilla vinsælda
meðal landslýðs. Það má jafnvel halda
því fram að innrás Sovétríkjanna hafi
frekar orðið til að flýta fyrir upplausn
marxísku stjórnarinnar en hitt.
Nú eru um tuttugu mánuðir frá inn-
rásinni í Afghanistan og afghanski her-
inn, sem taldi þá áttatíu þúsund manns,
hefur minnkað niður í tuttugu þúsund;
liðhlaup er svona geigvænlegt. Sovét-
menn hafa því í æ ríkari mæli mátt grípa
til sinna eigin manna og það leikur eng-
inn vafi á, að mannfall meðal þeirra fer
vaxandi.
Sovéskir hermenn hafa sumpart einn-
ig tekið við lögreglustörfum af Afghön-
um sem aftur takmarkar sjálfkrafa um-
svif sovéska hersins í Afghanistan.
I röðum þeirra tuttugu þúsunda, sem
enn eru í afghanska hernum má finna
fjöldann allan af liðsforingjum og
óbreyttum hermönnum sem halda nán-
um tengslum við þessa svokölluðu óvini
sína. Meðan ég dvaldist hjá Mujahidin-
skæruliðunum rétt utan við Kabúl, hitti
ég tuttugu og átta þjónandi liðsforingja
sem unnu að því að lauma upplýsingum
til andspyrnuhreyfingarinnar eða að
smygla til skæruliðanna vopnum.
Það voru þessir liðsforingjar sem
komu því í kring að hægt var að lauma
mér inn í Kabúl. Embættismenn, sem
störfuðu leynilega innan andspyrnu-
hreyfingarinnar, skutu yfir mig skjóls-
Skæruliðaflokkur gerir áhlaup á sovéska herstöð í grennd við Jalalabad.
afganskra skæruliða, held-
ur því fram að Sovétmenn
hafí hér efnt til styrjaldar
sem beim muni aldrei tak-
Sovétmenn gæta Kabul meöal annars með þyrlum sem kalla mætti fljúgandi
fallbyssubáta.
Afgönskum
skæruliðum
vex ásmegin
húsi. Þetta sýnir vel að stjórnin getur
ekki treyst á embættismenn sína frekar
en hermennina.
Fréttaritarar, sem voru þarna á ferð í
fyrra, sögðu að Sovétmenn hefðu öll yfir-
ráð yfir-borgum og bæjum og að allar
samgönguæðar væru undir þeirra stjórn.
Ég varð annars vísari. Mujahidin-
skæruliðarnir gátu athafnað sig að vild
nærri öllum helstu höfuðstöðvum sov-
éska hersins. Og flestar tilraunir Sov-
étmanna til að bola þeim í burtu, runnu
út í sandinn.
Það kom skýrast í ljós í Pagham-
hæðunum rétt utan við höfuðborgina
Kabúl sem teljast verður sterkasta vígi
marxísku stjórnarinnar. Þær sjö vikur,
sem ég dvaldi í landinu, misheppnuðust
að minnsta kosti fimm meiriháttar her-
farir Sovétmanna gegn skæruliðunum.
Aftur á móti héldu Mujahidin-skærulið-
arnir uppi stöðugum næturárásum hve-
nær sem hlé gafst til þess.
Fyrsta skiptið, sem ég sá uppreisnar-
mennina að verki, var í Thesin-dal þegar
ég var á leið inn í Afghanistan. Flokkur
sjötíu manna eða þar um bil sat fyrir
sovéskri bílalest á veginum milli Kabúl
og Jalaba.
Þetta var áhrifarík sjón. Skæruliðarn-
ir voru flestir búnir Kalashnikov-riffl-
um, eða AK-47 eins og þessi sjálfvirki
riffill er venjulega nefndur. Mun betra
vopn en úreltu Lee Enfield-rifflarnir sem
þeir urðu að gera sér að góðu í fyrra. En
það sem meira er, skæruliðarnir höfðu
fimm sovéskar skriðdrekavarnarbyssur
undir höndum. Það þurfti ekki að spyrja
að leikslokum. Skæruliðarnir grönduðu
snarlega tveimur brynvörðum mann-
flutningabílum og tveimur fullhlöðnum
vörubílum að auki.
Þessi fyrirsát, sem ég varð vitni að, og
skærur af minna tagi, sem ég sá á slétt-
unum norður af Kabúl, sýna að ef upp-
reisnarmennirnir fá í hendur fullkominn
vopnabúnað, geta þeir haft í fullu tré við
sovéska innrásarliðið, eða svo gott sem.
En hvaðan fá skæruliðarnir vopnin?
Ég sá fjöldann allan af Kalashnikov-
rifflum og skriðdrekavarnarbyssum,
margar með kínverskar eða egypskar
áletranir. En eftir öllum sólarmerkjum
að dæma höfðu sovésku vopnin, sem
skæruliðarnir réðu yfir, annaðhvort ver-
ið tekin herskildi eða þá að liðhlaupar
höfðu komið með þau með sér.
Bandaríski blaðamaðurinn Carl
Bernstein ritar í blaðagrein að CIA sé að
reyna að samræma aðstoð fimm þjóða til
skæruliðanna. Eftir því sem Bernstein
ritar, hafa skæruliðarnir mesta þörf
fyrir SAM-7-loftvarnareldflaugar.
Þetta er örugglega satt. Á ferðalagi
mínu um þau landsvæði, sem telja verður
að skæruliðar ráði yfir, gat ég ekki séð
þess nein merki að þeir hefðu skotpalla
fyrir eldflaugar. En eldflaugarnar eru
einu vopnin sem mega sín gegn herþyrl-
um Sovétmanna.
Thesin-þorp ætti að vera næg sönnun
fyrir eyðileggingarmætti þyrlanna. I
árás átta þyrla sem stóð í sex tíma voru
tuttugu og tveir þorpsbúar vegnir og
þrjátíu og fimm skildir eftir í sárum sín-
um, en þorpið hafði ekki fleiri en tvö
hundruð íbúa. Þessi loftárás var hefnd-
araðgerð Sovétmanna fyrir árásina á
bílalestina.
Fæst þorp í fjallaskörðunum hafa
sloppið við loftárásir herþyrlanna og
skiljanlega svíður þorpsbúa undan. Þeir
eru fullir beiskju og sársauka yfir því að
enginn skuli vilja rétta þeim hjálpar-
hönd með því að senda þeim vopn sem
bíta á þessi dauðans tækniundur.
Hernaðarsérfræðingar á Vesturlönd-
um eru sammála um að ef skæruliðum
bærust SA M-7-loftvarnareldf laugar
myndi staðan gerbreytast í Afghanistan.
Þeir tala út frá þeirri reynslu sem fékkst
í Víetnam á sínum tíma.
En jafnvel þótt Mujahidin-skærulið-
arnir kæmust yfir SAM-7-loftvarnar-
eldflaugar yrði hernaðarstaða þeirra
aldrei svo sterk að þeim tækist að yfir-
buga sovéska herinn, en það er jafnvíst
að sovéski herinn gæti ekki heldur geng-
ið á milli bols og höfuð, á skæruliðunum.
Þá yrði aðeins um eina leið að velja fyrir
sovéska ráðamenn, að leita fyrir sér um
friðarviðræður.