Morgunblaðið - 16.10.1981, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 13
Það eiga sér fleiri
undraland en Lísa
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
naumast gert. Það er mjög rétt,
sem Kristján segir í lokin því að
svo er um flesta, ef ekki alla, sem
iðka svipaðan málunarmáta. Það er
líkast því sem það þurfi vissar ytri
aðstæður til að ríma við innri
kenndir, og þarmeð hreyfa við
sköpunargleði slíkra.
Það má geta nærri, að líf lista-
manns af svo sjálfstæðri gerð og
Kristjáns hefur á köflum ekki verið
neinn dans á rósum enda fer mikil
orka og kraftur í það hjá slíkum, að
ná endum saman í fjármálum frá
ári til árs. Það er þannig mjög at-
hyglisvert, að Kristján hættir að
sýna reglulega er hann eignast
fyrsta húsnæði sitt um ævina og
fer að mála glaðbeittur í eigin
vinnustofu. Getur nú loks fyrst og
fremst einbeitt sér að málverkinu
og ausið á fullu af orkubrunni sín-
um yfir það margræða og krefjandi
svið. Þetta síðasta tímabil hefur og
bersýnilega verið hið frjóasta á öll-
um ferli hans og hann stendur í
stórræðum í list sinni í dag.
- O -
Það er frískleg og stórfalleg sýn-
ing, sem Listasafn Islands býður
upp á og sýnir þróunarferil Krist-
jáns Davíðssonar og hér gefst ein-
stætt tækifæri til að setja sig inn í
listhugsun eins umbúðalausasta
myndlistarmanns, sem þessi þjóð
hefur alið. Væntanlega fjölmennir
fólk á þessa sýningu því að það
mun verða bið á að hliðstæð sýning
verði sett upp.
— Þá er að þakka aðstandend-
unum fyrir framtakið, ágæta upp-
hengingu, veglega sýningarskrá og
eitt bezta veggspjald (plakat) sem
hér hefur sést.
Bragi Asgeirsson
Heimir Már:
Sólin sest og sólin kemur upp.
Myndir: Philippe Kichard.
Bókaútgáfan Ax, Daðastaðir 1981.
Þess er getið að Heimir Már
hafi áður sent frá sér bókina
Dropi í hafið (1980). Bókum sínum
velur hann yfirlætislausa titla.
Ekkert er sjálfsagðara en það sem
felst í heiti nýju bókarinnar: Sólin
sest og sólin kemur upp.
Ljóð Heimis Más eru einföld,
hreinleg ef svo má komast að orði.
Ekki er þar með sagt að fátt búi að
baki myndanna sem Heimir Már
dregur upp. Fyrsta ljóðið, í morg-
unsárið, segir frá meðvitundar-
lausum mönnum í hlýjum rúmum
og fugli sem mennirnir héldu að
svæfi. En fuglinn er síður en svo
meðvitundarlaus þar sem hann
„leikur listflug" sitt í fjörunni. Á
krossgötum er dálítið ljóð sem
lumar á lífsspeki og nokkrum
þroska hjá ungu skáldi:
Þú stendur ringlaður
á krossgötum
og veist ekki
hvert þú átt að fara
einn segir hingað
annar segir þangað.
Svo eygirðu
sólargeisa
réttir úr bakinu
heldur af stað
og veist að þú ferð
í ranga átt.
JJLjóð Heimis Más
eru einföld, hreinleg ef
svo má komast að orði.
Ekki er þar með sagt að
fátt búi að baki mynd-
anna sem Heimir Már
dregur upp^^
Að hætti ungra skálda fjalla
mörg ljóðanna um ástina og einn-
ig vináttuna. „Djammhelgar koma
og fara“ stendur í Þú. Söknuður-
inn tekur við. ----
Það eiga sér fleiri undraland en
Lísa nefnist síðasta ljóðið í bók-
inni. „Hleyptu mér inn/ í undra-
landið/ og leyfðu mér/ að gleyma/
þessum súra heimi/ staðreynda og
vonbrigða" er upphaf ljóðsins. Það
er að sönnu skemmtilegra að búa í
heimi Lísu.
Engu að síður endar ljóðið á ósk
um að finna aftur súra heiminn:
„og hleyptu mér aftur út.“
Sólin sest og sólin kemur upp er
geðþekk skáldskapartilraun ungs
manns. Bókina prýða myndir eftir
Philippe Richard, best þykir mér
myndin á bls. 19 af draumkenndri
stúlku í íslensku landslagi. Mynd-
in á bls. 29 er aftur a móti af því
tagi rissmynda sem leyna ekki
viðvaningshættinum.
ÞÐR HJÁ PHIUPS GERA MEIRA EN AÐ HANNA NÝ KERFI.
ÞEIR KONA AF STAD BYLTINGUM!
Nýtt myndsegulband
Philips hefur nú fullhannað nýtt
myndseguldbandskerfi, sem margir
álíta vera gjörbyltingu á þessu sviði.
Philips 2000 er kerfi, sem býður upp á
kosti, sem aðrir hafa ekki:
- Myndkassettu, sem spila má báðu-
megin
- 8 klukkustunda sýningar/upptöku-
tíma
Upphitaðir upptökuhausar, sem
aðeins þekkjast á stærstu tækjum í
upptökusölum (studiotækjum) varna
sliti á segulbandinu, auk þess sem
svónefndir fljótandi hausar gera
stillingu þeirra óþarfa. Þannig er hægt
að taka upp á eitt tæki og sýna í öðrum
ántruflana.
30% afsláttur
Þar eð eigendum myndsegul-
bandstækja með Philips V2000 kerfinu
hefur fjölgað mjög að undanförnu,
hafa Heimilistæki hf. hafið útleigu
myndefnis á Philips kassettum. Fyrir-
tækið hefur tryggt sér leigurétt á úrvali
skemmti-, menningar-, lista- og
fræðsluefnis, og fjölbreytnin eykst
stöðugt eftir því sem fleiri notfæra sér
leiguna.
Það eru ekki aðeins eigendur
Philips myndsegulbandstækja sem geta
leigt kassettur hjá Heimilistækjum,
heldur einnig eigendur tækja frá þeim
framleiðendum sem samið hafa við
Philips um notkun á V2000 kerfinu.
Aftur á móti fá eigendur Philips
myndsegulbandstækja frá Heimils-
tækjum hf. 30% afslátt á leigugjaldinu.
Sextán daga upptökutími
Einn af höfuðkostum nýja Philips
myndsegulbandskerfisins er upp-
tökutíminn. Philips 2000 með nýju
8 klst. myndkasettunni, gefur kost á
innstillingu á5 mismunandi
sjónvarpsþætti á 16 daga tímabili.
Nýja kassettan hefur pláss fyrir
átta klukkustundir af efni, 4 klst. á
hvorri hlið. Þannig getur þú komið
fyrir t.d. fjórum 2ja klst. kvikmyndum
á einni spólu eða fjórum knattspymu-
leikjum og einni bíómynd.
Þeir hjá Philips gera meira en að
hanna ný myndsegulbandskerfi. Þeir
koma af stað byltingum. Þess vegna
hafa margir af þekktustu framleiðend-
um myndsegulbanda, eins og t.d. B og
O, ITT, Pye, Luxor og Gmndig gert
samninga við Philips um notkun þessa
nýja kerfis í sinni eigin framleiðslu.
Hagstætt verd og góð
þjónusta
Philips VR 2020 myndsegulbandið
er á mjög hagstæðu verði um þessar
mundir og hver klst. á kassettum í
V2000 kerfinu kostar aðeins um 50% af
verði hverrar klst. á kassettum fyrir
önnur kerfi. En Philips V2000 kerfið er
ekki bara ódýrt - Philips V2000 er
rétta kerfið.
Heimilistæki hafa nýlega stórbætt
alla þjónustu sína, því búið er að opna
stórglæsilega verslun í Sætúni og þar
er einnig til húsa fullkomnasta radíó-
verkstæði landsins og íhluta- og vara-
hlutaverstlun sem ekki á sinn líka á
íslandi.
heimilistæki hf
Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.
PHIUPS