Morgunblaðið - 16.10.1981, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981
15
Khomeini^ vill
heilaþvo írani
Beirút, 15. okt. AP.
KHOMEINI erkiklcrkur hvatti í
dag til heilaþvottar til að þurrka
Guinnes úti-
lokar lffs-
hættuleg afrek
New York, 15. október. AF.
FOLK hefur sofið á nöglum, gleypt
eld og sverð og jafnvel hámad í sig
reiðhjól og trjágróður í yfir aldar
fjórðung í þeim tilgangi einum að
komast í frægustu heimsmetabók
veraldar. Nú hafa ritstjórar Guinn-
ess heimsmetabókarinnar ákveðið
að birta ekki framar skrá yfir
hcimsmet í lífshættulegum grein-
um.
Ekki verður framar birtur
stafur um sverðgleypa, reið-
hjólaætur eða þá sem hreiðra
um sig á nagladýnum í bókinni.
„Sjónvarpið sér fólki fyrir alveg
nægilega mikilli vitleysu þótt við
séum ekki að bæta ofan á það,“
sagði Norris McWhirter, annar
stofnenda bókarinnar og rit-
stjóri hennar. „Allir hlutir hafa
sín takmörk," sagði hann. „Fólk
getur gert hvað sem það vill en
við ætlum ekki að halda skrá yf-
ir það. Afreka þess getur verið
getið í minningargreinum en við
tökum það ekki lengur að
okkur."
út vestræna hugsun í íran. Jafn-
framt sagði stjórn hans að íhlut-
un Bandaríkjanna í Egyptalandi
mundi „styrkja vilja eins millj-
arðar Múhameðstrúarmanna um
víða veröld í baráttunni gegn
kúgurunum“.
Teheran-útvarpið kvað Kho-
meini hafa sagt Ali-Akbar
Parvaresh, menntamálaráð-
herra og öðrum embættis-
mönnum:
„Heila verður að þvo og leysa
verður þá af hólmi með heila,
sem er sjálfum sér nógur“, til
þess að íranska þjóðin „skilji að
við erum allt það sem skiptir
máli og engu minni en aðrir,“
sagði Khomeini.
„Við verðum að byrja á börn-
unum og tilgangur okkar ætti að
vera sá að umbreyta vestrænni
manneskju í islamska. Við fáum
tryggingu fyrir því að þá geti
enginn greitt okkur högg. Ef við
verðum sjálfstæðir í hugsunar-
hætti, hvernig geta þeir ráðizt
gegn okkur? Þeir geta aðeins
ráðizt á okkur innan frá, eins og
þeir hafa gert.“
Khomeini átti við þriggja
mánaða sprengju- og morðher-
ferð vinstrisinnaðra stjórnar-
andstæðinga.
Tékkneska lögreglan
misþyrmir andófskonu
London, 15. október. AF.
ANDÓFSMENN í London sökuðu
tékknesku lögregluna í dag um að
hafa misþyrmt tékkneskri andófs-
konu í Prag og sögðu það aðeins
síðasta atvikið í röð fjölda ofbeldis-
verka í Tékkóslóvakíu á síðustu
þremur mánuðum.
Palach, fréttastofa tékkneskra
andófsmanna í London, sagði að
þrír óeinkennisklæddir lögreglu-
menn hefðu ráðist inn á heimili
Zina Freund sem er 26 ára gömul
snemma á þriðjudagsmorgun.
ERLENT
Hún sagði að konan hefði orðið
fyrir miklu áfalli og hlotið heila-
hristing.
Fréttastofan sagði að árásar-
mennirnir hefðu hótað stúlkunni,
bundið fyrir augu hennar og
munn, barið höfði hennar við
vegginn, nauðgað henni og sagt:
„Við drepum þig næst. Ef þú vilt
lifa skaltu hafa það hugfast. Eng-
inn mundi rannsaka dauða þinn
og eftir á yrði sagt að þú hefðir
framið sjálfsmorð og hengt þig.“
Arásarmennirnir skáru á símalín-
ur þegar þeir fóru og höfðu seg-
ulband á brott með sér.
Freund er talsmaður Charter 77
hreyfingarinnar í Prag. Frétta-
stofan fullyrti að árásin hefði ver-
ið gerð vegna ótta yfirvalda við að
barátta Samstöðu eigi eftir að
berast yfir landamærin frá Pól-
landi og grafa undan stöðu komm-
únistastjórnarinnar í Tékkósló-
vakíu.
BERLINGSKE TIDENDE
-- , --- " -—| 233. Argaag. ar. 206.3 sdctioMr 38 ridcr . Kr. 3,00 TirvU* átm 13. oklober 19*1 . Ug« 42
OYKRIÍI.Ik
Skl. Lukas
Slifteisens
fremtid
G7T>akok>(Wk atdelinf
«k«l mrn
hmSe^iy*n4n ateT
IMil
Tilkamp
'mod masse-
ded i Iran
manfp henrettea uden
torudcftwuU •fíxé-ing
JuposlavLsk
samvittig-
bedsfange
Daa «-lric» ér Nt-
Unge kom-
munister vil
terrorisere
skolerne
Skole-
•‘•nvtUlcbedafknco
JtiC—lari— - blev u-
iutuit I ltn og Ktomt
Klaus Pagh
opgiver
ABC-Teatret
Specialister i terror og kæ
Af Jem Thomitn
Tienestemænd
Friðarhreyfíngin
á mála hjá KGB?
UPPÁKOMUR, öngþveiti, ótti,
áhlaup, sviðsetning — þannig á að
skipuleggja nýstárlegar aðgerðir
hinnar nýju „friðarhreyfingar“ í
Evrópu í dönskum skólum. Að-
gerðirnar hafa það markmið að
koma á framfæri ákveðnum skoð-
unum, sem útlistaðar eru í nýút-
kominni „Hugmyndaskrá friðar
hreyfingarinnar". Útgefandi er
/Eskulýðsfylking danskra komm-
únista. Stóraukin umsvif kommún-
ista og hinnar nýju friðarhreyf-
ingar hafa vakið mikla athygli í
Danmörku að undanförnu, og seg-
ir Beriingske Tidende t.d. frá því
sl. þriðjudag, að þess hafi nú verið
krafizt að Kjeld Olesen, utanrík-
isráðherra, og Ole Espersen,
dómsmálaráðherra, láti fara fram
rannsókn á fjármálum friðarhreyf-
ingarinnar í Danmörku, einkum og
sér í lagi með tilliti til staðhæf-
ingar Stanislav Levtjenko, fyrrum
majórs í sovézku leyniþjónustunni
KGB, að fjármunir þeir sem frið-
arhreyfingin í ýmsum Evrópuríkj-
um hafi til umráða séu komnir frá
KGB. Hafi hin sovézka leyniþjón-
usta þannig bein áhrif á starfsemi
hreyfingarinnar.
Levtjenko, sem í þessari viku
fékk hæli sem pólitískur flótta-
maður í Bandaríkjunum, heldur
því fram að Sovétstjórnin hafi á
takteinum sérstaka áætlun, sem
unnin hafi verið í herbúðum
KGB og GRU, um hvernig koma
skuli í veg fyrir það með áróðri
og upplognum fregnum að al-
menningur í þessum löndum láti
það viðgangast að meðaldrægum
eldflaugum verði komið þar
fyrir, en það er liður í endurnýj-
un vopnabúnaðar NATO.
Sem dæmi um þessa skipu-
lögðu blekkingarstarfsemi Sov-
étstjórnarinnar, sem fram fer á
vegum hinnar nýju friðarhreyf-
ingar, nefnir Berlingske Tidende
að nýlega hafi v-þýzku blaði bor-
izt falsað bréf. Átti Joseph Luns
að hafa ritað Alexander Haig
bréfið, sem hafði að geyma ugg-
vænleg ummæli varðandi her-
mál. Ætlun sendenda var greini-
lega sú að bréfið yrði birt og
skyti lesendum skelk í bringu, en
við athugum kom í ljós að það
var runnið undan rifjum for-
ystumanna í einni friðar-
hreyfingunni.
Hægri stefiia boð-
uð á norska þinginu
Osló, 15. október. AF.
NORSKA stjórnin kynnti stefnu
sína í norska þinginu í dag og lagði
Bókmenntaverðlaun Nóbels:
Ritsmíðar Canettis
minna helst á Kafka
Stokkhólmi, Krankfurt, London, 15. október. AF.
ELIAS Canetti hlaut bókmennta-
verðlaun Nóbels í ár, að því er til-
kynnt var f dag. Hann er 76 ára og
búsettur í London en er fæddur í
Búlgaríu og skrifar á þýsku. Verð-
launanefndin nefndi endurminn-
ingar Canettis, Die Gerettete Zunge,
sem voru gefnar út 1977, sérstaklega
og kallaði þær „hápunkt rithöfunda-
ferils Canettis.“ Verðlaunin eru 1
milljón sænskra króna.
Aðdáendur Canettis hafa lengi
beðið eftir að hann hlyti verðlaun-
in. Ritstíll hans á þýsku þykir
sérlega góður en hann þykir oft
ekki njóta sín fyllilega í þýðing-
um. Gagnrýnendur hafa oft líkt
honum við þýska rithöfundinn
Franz Kafka. Canetti hlaut fyrst
viðurkenningu fyrir bók sína Die
Blendung sem kom út 1936.
Canetti fluttist til Vínar með
fjölskyldu sinni ungur að árum.
Þar lagði hann stund á náttúru-
fræði og þýskar þókmenntir.
Hann er Gyðingur og flúði Aust-
urríki 1938 eftir að herliði Hitlers
var fagnað þar. Múgæsingin sem
hann horfði uppá í Vín hafði mikil
áhrif á hann og hann lýsir henni í
bókinni Masse und Macht sem
kom út 1960.
Talsmaður útgáfufyrirtækisins
Hanser í Frankfurt sem gefur
bækur Canettis út vildi ekki segja
hvar hann er nú staddur. Hann
sagði að Canetti væri mjög feim-
inn og vildi komast hjá umstang-
inu sem fylgir Nóbelsverðlaunun-
um en hann myndi þó taka við
þeim þegar verðlaunin verða af-
hent í Stokkhólmi. Canetti er
kvæntur og á dóttur sem býr í
Sviss.
Hanser útgáfufyrirtækið hefur
gefið út um 17 af verkum Canettis.
Mörg þeirra hafa verið þýdd og
seld í Bandaríkjunum, Frakklandi,
Póllandi, ísrael, Japan og á Norð-
urlöndunum. Hann var mjög iðinn
til skamms tíma en hefur ekki
sent neitt frá sér nýlega. Þótt
hann tali ekki búlgörsku nýtur
Canetti mikilla vinsælda í föður-
landi sínu.
höfuðáherslu á efnahags- og örygg-
ismál. Stjórnin boðaði efnahagsum-
bætur sem eiga að sporna gegn verð-
bólgu og auka framleiðni og sam-
keppni í landinu. Hún vill lækka
skatta og draga úr ríkisafskiptum.
Káre Willoch sem tók við em-
bætti forsætisráðherra á miðviku-
dag lagði áherslu á að minni olíu-
tekjur á næsta ári og samdráttur í
framleiðslu, gætu haft áhrif á
framkvæmd stefnu stjórnarinnar.
Stjórnin sagðist ætla að halda
nánu samstarfi við aðrar þjóðir í
Atlantshafsbandalaginu áfram.
„Stjórnin mun stuðla að spennu-
slökun, vopnatakmörkun og jafnri
afvopnun í gegnum NATO. Það er
mjög mikilvægt að draga úr
kjarnorkuvopnum og fækka í her-
liðum í Evrópu. NATO og Varsj-
árbandalagið geta rætt hugmynd-
ina um kjarnorkulaust svæði í
samningaviðræðum sínum um
takmörkun kjarnorkuvopna,"
sagði stjórnin.
I stefnu stjórnarinnar er lögð
áhersla á að Noregur verði að hafa
full yfirráð yfir landgrunni lands-
ins. Stefnt er að betra og auknu
samstarfi við Efnahagsbandalag
Evrópu, reynt verður að hækka
elli- og öryrkjalífeyri og stjórnin
mun leggja til að einokun ríkisins
á útvarpi og sjónvarpi verði hætt.
Belyavski, Petrosian
og Timman í efsta sæti
Tilburg, llollandi, 15. október. AF.
ALEKSANDER Belyavsky
vann Tony Miles á Interpol-
is skákmótinu í Tilburg á
miðvikudag og hefur nú
hlotið jafn marga vinninga
og landi hans Tigran Petr
osian og Hollendingurinn
Jan Timman, eða 6,5 stig.
Belyavsky teflir við
Timman í dag og Petrosi-
an við Boris Spasski.
Spasski hefur hlotið 5 stig
og er í 7. sæti á mótinu
ásamt Garry Kasparov.