Morgunblaðið - 16.10.1981, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981
Yfirmenn tollgæzlu væru
stórsmyglarar og þjófar
- ef áburður Ólafs Ragnars Grfmssonar á vid rök að styðjast
sagði Friðrik Sophusson m.a. í utandagskrárumræðum
YFIRMENN tollgæzlu hafa í ára-
radir verið á eftir þessum manni og
ég hef haft tsekifæri til að fylgjast
náið með því máli. Eina ástæðan
sem ég sé til þessa er sú, að hann
hefur verið áhugasamari en vinnufé-
lagar hans um að upplýsa um smygl.
Ég fer fram á að um lcið og fram fer
opinber rannsókn á máli þessu, að
kannað verði hvort rétt sé að yfir
menn leiti uppi tilefni til að bola úr
starfi þeim tollvörðum sem eru
áhugasamari en aðrir,“ sagði Olafur
Ragnar Grímsson m.a. í umræðum
utan dagskrár í sameinuðu Alþingi í
gær, en Albert Guðmundsson
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í
tiiefni af ummælum tollgæzlustjóra
Kristins Ólafssonar, tollstjóra
Björns Hermannssonar, í dagblöð-
um vegna kröfu um brottvikningu
Matthíasar Andréssonar úr starfi
við Tollvörugeymsluna.
Albert Guðmundsson kvaddi
sér hljóðs og gerði að umræðuefni
ummæli tollstjóra og tollgæzlu-
stjóra í Tímanum 13. og 15. okt. og
krafðist þess, að æðsti yfirmaður
þeirra, fjármálaráðherra, Ragnar
Arnalds, sæi til þess að um leið og
opinber rannsókn færi fram á
máli umrædds tollvarðar færi
einnig fram rannsókn á þessum
ummælum eða að ráðherra sæi til
þess að þeir drægju ummæli sín
til baka. Sagði hann ummæli toll-
stjóra gefa tilefni til þess að ætla
að Tollvörugeymsla hefði reynt að
múta umræddum tollverði með
launagreiðslum, en svo væri alls
ekki. Tollvörugeymslan hefðr ein-
göngu orðið að greiða tollverðin-
um aukalega fyrir þá yfirvinnu
sem hann hafði orðið að inna af
hendi. Albert sagðist fagna því að
lausn væri fengin á málinu hvað
framtíðina varðar, en krafðist
könnunar af hendi ráðherra hvað
ummæli þessi varðar.
Ragnar Arnalds varaði Albert á
þá lund, að vandamálið varðandi
framtíðina hvað þetta varðaði
væri leyst, en eftir stæðu vanda-
mál varðandi fortíðina og væru
umrædd ummæli hluti af því.
Hann sagði Matthías Andrésson
tollvörð hafa fullyrt, að hann
hefði lent í ónáð hjá yfirmönnum
sínum fyrir að gera upptækt
smygl sem ekki hefði mátt taka,
og tollstjóri því ákveðið að láta
fara fram opinbera rannsókn á
því máli. Varðandi ummæli toll-
gæzlustjóra og tollstjórn sagðist
„ÉG FAGNA því að þetta er komið á
yfirborðið og að þessi samskipti
verða þá rannsökuð. Vegna ummæla
Ólafs Ragnars Grímssonar, alþing-
ismanns, á Alþingi í gær um að hann
hafi kynnt sér þetta mál undanfarin
ár og að honum sé kunnugt um að
við höfum verið á hælunum á
Matthíasi á undarlegum forsendum,
vil ég upplýsa að Ólafur Ragnar
Grímsson hefur aldrei talað eitt orð
við mig.
Þetta eru einhliða upplýs-
ingar sem hann byggir málfutning
sinn á,“ sagði Björn Hermannsson,
ráðherra telja, að viðkomandi
embættismenn ættu að standa
sjálfir við sín orð.
Næstur tók til máls Ólafur
Ragnar Grímsson, formaður þing-
flokks Alþýðubandalagsins, og
þakkaði Albert fyrir að hafa vak-
ið máls á þessu. Hann sagðist
hafa haft aðstöðu til að fylgjast
með máli Matthíasar tollvarðar í
langan tíma og hefði hann kannað
framgöngu yfirmanna hans í máli
þessu. Hann sagðist telja, af þeim
kynnum sínum, að ástæða þessara
árása væri fyrst og fremst sú að
Matthías hefði verið of áhuga-
samur í starfi sínu. Taldi hann
ummæli Björns Hermannssonar,
tollstjóri, er Mbl. spurði hann álits á
málinu.
Þá sagði Björn einnig: „Ég tel
það skipta mestu máli hvort það
er rétt eða ósatt sem ég segi í
dagblaðinu Tímanum í dag, um að
maðurinn hafi þegið þarna laun.
Ég hef aldrei gefið það í skyn eins
og Albert Guðmundsson, alþingis-
maður, virðist túlka þetta, að hér
hafi verið um mútugreiðslur að
ræða. Þetta eru laun sem hann
þiggur frá þeim aðila sem hann á
að líta eftir og hann tekur fram-
hjá sínu embætti."
sem óskað hefði eftir að Matthíasi
yrði vikið úr starfi, sýna og sanna
að svo væri. Greiðslur til Matthí-
asar væru ekki ástæða þessa,
enda engar leynigreiðslur.
Þá krafðist Ólafur þess að sam-
hliða þeirri opinberu rannsókn
sem fram ætti að fara yrði mál
þetta kannað ofan í kjölinn. Yfir-
menn tollgæzlu hefðu í áraraðir
verið á eftir þessum manni og
eina ástæðan sú, að hann væri
áhugasamari en vinnufélagar
hans um að upplýsa smygl. Hann
væri því ekkert hissa á ummælum
þessara yfirmanna. Þau væru í
stíl við önnur vinnubrögð, sem
Ólafur kvaðast þekkja gjörla til,
því Matthías tollvörður hefði leit-
að ásjár hjá honum allt frá því
hann settist fyrst inn á Alþingi.
Albert Guðmundsson tók til
máls á ný og endurtók kröfu sína
um að ráðherra, sem æðsti yfir-
maður umræddra embætt-
ismanna, kannaði ummæli þeirra.
Þetta væru ummæli sem ekki
væri hægt að sitja undir. Hann
sagði Matthías hafa gegnt starfi
sínu mjög vel og samskipti starfs-
manna Tollvörugeymslunnar og
hans verið góð. Hann sagði hér á
ferðinni embættismannahroka
sem þjóðfélagið fyrirliti. Þessir
menn væru þjónar fólksins en
ekki yfirmenn þess og ættu þeir
að haga sér í samræmi við það.
Albert sagði í lokin: „Ef von er á
einhverjum hefndaraðgerðum í
garð Tollvörugeysmlunnar vegna
máls þessa, þá lofa ég Alþingi því
að ég skal skýra frá því.“
Friðrik Sophusson tók því næst
til rriáls. Hann þakkaði Albert
fyrir að gera þetta að umræðuefni
og minnti á t því sambandi að sér-
stök nefnd hefði átt að fjalla um
tollkrít og fleira og harmaði að
ekkert hefði heyrst frá henni.
Björn Hermannsson tollstjóri:
Ólafur Ragnar ekki
talad eitt orð við mig
Bréf tollgæzlustjóra til fjármálaráðherra:
„Matthfas sé leystur frá
störfum án frekari fyrirvara“
HÉR fer á eftir bréf tollgæslustjóra, Kristins Olafssonar, til fjármálaráð-
herra, varðandi mál Matthíasar Andréssonar tollvarðar, sem starfaði við
Tollvörugeymsluna, en hefur nú verið fluttur í embætti tollvarðar í Hafnar
firði. í bréfinu fer tollgæslustjóri fram á að Matthíasi verði vikið frá
störfum, án frekari fyrirvara, og rekur ástæður þeirrar kröfu:
„A árinu 1977 var tollgæslu-
mönnum tilkynnt, að óheimilt
væri að vinna yfirvinnu í dag-
vinnudeildum tollgæzlunnar
nema verkefni gætu ekki beðið
úrlausnar og í öllum tilvikum
óheimilt umfram 1 klst. á dag pr.
mann nema með samþykki við-
komandi deildarstjóra. Tilkynn-
ing þessi var ítrekuð á árinu 1978.
Athugun, sem gerð var á yfir-
vinnu uppgjörstímabilið 16. febr.
1979 til 15. mars s.á., leiddi í ljós
að allir starfsmenn tollgæslunnar
hefðu farið eftir áðurgreindum
fyrirmælum um yfirvinnu nema
einn, Matthías Andrésson.
Kvaðst hann hafa unnið á tíma-
bilinu 55,5 klst. þar sem hann
hafði ekki aflað sér heimildar
viðkomandi deildarstjóra fyrir
þeim 35,5 klst., sem hann hafði
unnið umfram 1 klst. á dag á
nefndu tímabili eða umfram 20
klst., eins og áskilið var, þá var
tímafjöldi Matthíasar lækkaður
um 35,5 klst. í tilkynningu toll-
gæslunnar um yfirvinnu til
launadeildar fjármálaráðuneytis-
ins og jafnframt var honum
bannað að vinna yfirvinnu í
Tollvörugeymslunni við Héðins-
götu, þar sem vinnustaður hans
var og er, nema samkvæmt beiðni
yfirmanna hans hverju sinni,
enda ekki á henni talin þörf, við
þau talningarstörf, sem Matthías
hafði þar og hefur með höndum.
Sjá fskj. 1.
Mál það, sem rakið e'r hér að
framan, kom að nýju upp nú ný-
verið, er tollgæslunni barst
endurrit rannsóknar rannsókn-
arlögreglu ríkisins á vöntun á
dekkjum o.fl., sem vera átti í
geymslu Hjólbarðasölunnar hjá
Tollvörugeymslunni við Héðins-
götu. Þar er skráð eftir forstjóra
Tollvörugeymslunnar, hr. Helga
Hjálmssyni, að Matthías Andr-
ésson fái fasta aukavinnu hjá
tollvörugeymslunni þ.e. vinnu frá
því að dagvinnutíma hans ljúki
þar til kl. 17.00 að Tollvöru-
geymslan lokar. í tilefni þessara
orða var forstjóra Tollvöru-
geymslunnar skrifað og hann
beðinn um að gefa tollgæslunni
nánari upplýsingar um, hvenær
Tollvörugeymslan hóf að greiða
Matthíasi umræddar yfirvinnu-
greiðslur og hver fjárhæð þeirra
hefði síðan verið á mánuði. Sjá
fskj. 2. í svari forstjórans kom
fram, að Tollvörugeymslan hóf að
greiða Matthíasi yfirvinnu fyrir
tímabilið 15. febr. 1979 til 16.
mars s.á., 35,5 klst., og fékk
Matthías þar með greidda þá yf-
irvinnu, sem getið er um hér að
framan, að strikuð hafi verið út á
sínum tíma vegna óhlýðni hans
við fyrirmælum yfirmanna. Jafn-
framt kom fram í svarbréfi for-
stjórans, að Matthías hefði síðan
fengið greidda yfirvinnu hjá
Tollvörugeymslunni, og hefði hún
numið allt að 80 klst. á mánuði.
Sjá fskj. 3.
Samkvæmt framansögðu er nú
upplýst, að Matthías Andrésson
hefur starfað fyrir Tollvöru-
geymsluna í yfirvinnu í um tvö ár
jafnframt því að hafa með hönd-
um í dagvinnu eftirlit fyrir toll-
gæsluna með því, að Tollvöru-
geymslan og viðskiptamenn
hennar fari að settum lögum. Má
nærri geta, hvernig þessi tvö
hlutverk fara saman. Ekki er um
það kunnugt, hvort Matthías fór
að boði 34. gr. laga um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins, áð-
ur en hann hóf störf sín fyrir
Tollvörugeymsluna gegn varan-
legu kaupi og tilkynnti ráðuneyt-
inu, að hann hygðist taka við
slíku starfi. Matthías hvorki leit-
aði eftir né fékk samþykki yfir-
boðara sinna hjá tollgæslunni
fyrir því að starfa fyrir Tollvöru-
geymsluna eins og boðið er í 10.
gr. starfsreglna fyrir tollverði,
þegar um er að ræða störf, sem
ekki samrýmast tollvarðarstarf-
inu.
Fyrir öðru máli skal hér einnig
gerð grein. Þann 10. júlí sl. var
skriflega lagt fyrir Matthías að
senda undirrituðum vikulega
skriflega talningarskýrslu, sem
skyldi greina frá nánar tilteknum
atriðum varðandi talninguna. Sjá
fskj. 4. Arangur af þessum fyrir-
mælum var sá, að fyrst eftir að
þau voru gefin bárust óreglulega
frá Matthíasi nöfn á fyrirtækj-
um, sem hann hafði talið hjá, en í
engu hafði hann fyrirmælin um
að skýra frá því, hvort allur lager
viðkomandi fyrirtækis hafði ver-
ið talinn eða hluti hans. Sjá fskj.
5. Eftir 4. nóvember tók svo fyrir
allar upplýsingar frá Matthíasi,
sem um hafði verið beðið varð-
andi talningarvinnu hans í Toll-
vörugeymslunni.
Þau tvö mál, sem hér hafa ver-
ið gerð að umtalsefni, fjalla um
brot í opinberu starfi. Tel ég, að
málavextir gefi ástæðu til þess,
að Matthíasi Andréssyni verði
vikið úr starfi hjá tollgæslunni,
þar sem hann hefur áður hlotið
áminningu fyrir brot í starfi. Var
það 6. ágúst 1976. Þá var honum
jafnframt kunngert, að frekari
ávirðingar í starfi gætu varðað
lausn úr starfi. Sjá fskj. 6. í sam-
ræmi við stefnumótun ráðuneyt-
isins, sjá fskj. 7, leyfi ég mér að
leggja til við ráðuneytið, að það
leysi Matthías frá störfum hjá
tollgæslunni án frekari fyrirvara.
Virðingarfyllst,
K.Ó.“
Þá sagði Friðrik að í umræðum
þessum hefði komið fram mjög al-
varlegur áburður af hendi Olafs
Ragnars Grímssonar. Mætti
skilja á málflutningi hans, að ef
menn væru of duglegir við að upp-
lýsa um svik og smygl, væri þeim
hegnt. Hér væri ekki aðeins um
áburð á viðkomandi yfirmenn að
ræða, sem hlytu samkvæmt þessu
að vera stórsmyglarar og þjófar,
heldur sæti öll tollvarðarstéttin
undir ámælunum. Friðrik benti á
að Ólafur Ragnar Grímsson væri
formaður þingflokks Alþýðu-
bandalagsins, þar sem fjármála-
ráðherra, Ragnar Arnalds, æðsti
yfirmaður yfirmanna tollgæzlu,
ætti sæti og því hæg heimantökin
til upplýsingamiðlunar þar í milli,
sérstaklega þar sem Ólafur Ragn-
ar hefði lýst því yfir að sér hefði
verið kunnugt um þetta í árarað-
ir. Friðrik spurði því fjármála-
ráðherra, hvort hann ætlaði að
láta fara fram opinbera rannsókn
á þessum áburði og hvort hann
væri sammála Ólafi Ragnari. „Ef
hann er ekki sammála, þá ber
honum að upplýsa það hér og nú.
Hæstvirtur ráðherra getur ekki
látið orðum þessum ósvarað,"
sagði hann.
Guðmundur Þórarins tók undir
orð Friðriks og sagði málflutning
Ólafs Ragnars Grímssonar hafa
kallað sig í ræðustól því hér væri
um gífurlega alvarlegar ásakanir
að ræða. Hann sagði: „Hvað er
spilling ef þetta er ekki spilling,
að æðstu yfirmenn þessa mála-
flokks standa vörð um smygl í
landinu." Þá sagði hann orð Ölafs
svo alvarlegan hlut, að það hlyti
að vera krafa að fram færi opin-
ber rannsókn. Hér væri vegið að
öllu embættismannakerfi lands-
ins.
Ragnar Arnalds tók á ný til
máls og sagðist litlu einu vilja við
bað bæta sem hann hefði sagt áð-
ur. Hann sagði að krafist yrði
opinberrar rannsóknar á málinu
hvað varðaði umrædd ummæli yf-
irmanna en meginregla íslenzks
réttarfars væri sú að menn væru
sjálfir ábyrgir orða sinna. (Hér
greip Friðrik Sophusson fram í og
spurði: „Líka Ólafur Ragnar?")
Ráðherra sagði einnig að mál
þetta yrði að sjálfsögðu kannað.
Friðrik Sophusson tók þá aftur
til máls og krafði ráðherra svara
við spurningu sinni. Hann sagðist
hafa spurt einnar spurningar og
vildi frá svör við henni: „Ber að
skoða þetta svar ráðherra svo að
hann sé sammála Ólafi Ragnari
Grímssyni, formanni þingflokks
hans?“ spurði hann.
Ólafur Ragnar Grímsson tók nú
til máls og endurtók að hann
hefði haft aðstöðu til að fylgjast
með máli Matthíasar frá fyrstu
tíð. Eini lærdómurinn sem hann
hefði dregið af þeim kynnum væri.
að Matthías hefði verið hindraður
í starfi og honum haldið niðri í
starfi þar sem hann hafði unnið
of mikið. Þá hefði verið krafist
brottvikningar hans úr starfi,
sem væri eingöngu lokapunktur-
inn í löngu máli. „Ég sagði og segi
aftur," sagði Ólafur, „ef þetta er
lýsandi dæmi þá er mikið að.“
Hann endurtók kröfu sína um að
opinber rannsókn færi fram og
hún látin ná yfir alla sögu þessa
máls. Hann sagði í lokin að ef
hans mat væri rangt, myndi hann
sætta sig við það, en málið væri
það alvarlegt, að nauðsynlegt
væri að kanna það til hlítar.
Ragnar Arnalds stóð upp á ný
og sagðist gera það vegna fyrir-
spurnar Friðriks Sophussonar.
Hann sagði það liggja fyrir að
málið væri flókið og margslungið
og fyrir lægi að rannsókn yrði lát-
in fara fram. Varðandi spurningu
Friðriks sagði Ragnar: „Finnst
mönnum viðurkvæmilegt að ég
sem fjármálaráðherra lýsti skoð-
un minni á þessu máli á þessu
stigi?" Þá sagði Ragnar rétt að
tollgæslustjóri hefði talið rétt að
Matthíasi yrði vikið úr starfi.
„Ráðuneytið taldi rétt að afgreiða
málið þannig að maðurinn yrði
fluttur til og er hann nú tollvörð-
ur í Hafnarfirði."
Einnig tóku til máls i umræðu
þessari utan dagskrár þeir Árni
Gunnarsson og Stefán Jónsson.