Morgunblaðið - 16.10.1981, Page 26

Morgunblaðið - 16.10.1981, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 Bróöir okkar, GUDMUNDUR V. RAGNARSSON, bóndi, Hrafnabjörgum, Arnarfiröi, andaöist í Borgarspítalanum 9. okt. sl. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju miövikudaginn 21. okt. kl. 13.30. Þeim, sem vildu minn- ast hans, er bent á Slysavarnafélag Islands og minnlngarsjóö systkinanna frá Hrafnabjörgum. Systkinin. t Maöurinn minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, STURLA AGNAR GUÐMUNDSSON, skipstjóri. frá ísafirói, sem lést 2. okt. sl., veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju laugar- daginn 17. okt. kl. 2 e.h. Hulda Agnarsdóttir, Sígþrúður Agnarsdóttir, Höskuldur Agnarsson, Svava Agnarsdóttir, Agnes A. Wílliamson, Hjaltlína Agnarsdóttir, Guðmundur Agnarsson, Erna Agnarsdóttir, Margrét A. Martinez, Sigmundur Agnarsson, Eyjólfur Agnarsson, barnabörn og Margrét Sigmundsdóttir, Elísabet Halldórsdóttir, Inga Ólafsdóttir, Áslaug Sigurðardóttir, Garöar Pétursson, Jóhannes Bjarnason, Jenný Jakobsdóttir, Örlygur Þorvaldsson, Leo R. Martinez, Guörún E. Víglundsdóttir, Sigríður Traustadóttir, barnabarnabörn. + GUNNÞÓRA VIGFÚSDÓTTIR, SKAFTAHLÍO 27, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. okt. kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Sigþór K. Jóhannsson, Gunnþóra Freyja Jóhannsdóttir. + Þakka innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns míns, KÁRA HAUKS SIGURJÓNSSONAR, Drápuhltð 38. Sjöfn Jónasdóttir. Bróöir minn, ÁGÚST SVEINSSON frá Vatnsnesi, andaöist í Sjúkrahúsinu í Keflavík 15. október. Elín G. Sveinsdóttir. Faöir okkar, PÁLL HALLBJORNSSON, kaupmaöur, Leifsgötu 32, andaöist í Borgarspítalanum aöfaranótt 15. október. Jaröarförin auglýst síöar. Börnin. Móöir okkar, UNNUR PÁLSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, Borgarheiði 18, Hverageröi, lést i Landspitalanum miövikudaginn 14. október. Garðar Sveinsson, Ásdís Sveinsdóttir, Aöalheiður Sveinsdóttir. t Móöursystir okkar, ANNA THEÓDÓRSDÓTTIR MATHIESEN, andaöist i sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 15. þ.m. Sigurlaug Jónsdóttir, Árni M. Jónsson. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og utför sonar míns og bróöur okkar, DANÍELS WILLARDS FISKE TRAUSTASONAR. Kristín Valdimarsdóttir, Halldóra Traustadóttir, Steinunn Traustadóttir, Þórunn Traustadóttir, Valdimar Traustason, Sæmundur Traustason. Gunnþóra Vigfúsdótt- ir — Minningarorð Fædd 24. september 1908. Dáin 9. október 1981. I dag fer fram útför Gunnþóru Vigfúsdóttur, Skaftahlíð 27 hér í borg, en hún lézt að Vífilsstöðum 9.- október sl. eftir erfiða sjúk- dómslegu. Gunnþóra var fædd 24. sept- ember 1908 á Brekku á Álftanesi, dóttir Vigfúsar Sigurðssonar trésmiðs og konu hans, Guðbjarg- ar Árnadóttur. Vigfús var þing- eyskur að ætt, sonur Sigurðar Guðmundssonar bónda að Gils- bakka i Öxarfirði og konu hans, Þóru Bjarnadóttur Buch, bónda á Fossi í Búrfellsheiði, Péturssonar, Nikulássonar Buch. Guðbjörg kona Vigfúsar og móðir Gunnþóru var frá Eyrarbakka, Árnadóttir, járnsmiðs þar og síðar í Reykja- vík, Þorvarðssonar. Þau hjón Vigfús og Guðbjörg bjuggu á Brekku frá 1907 til 1912. Þá varð sú breyting á högum Vigfúsar að hann réðist sem aðstoðarmaður í Grænlandsleiðangur Johann Peter Kochs höfuðsmanns, er var dansk- ur jöklafræðingur og mælinga- maður. Vigfús hóf för sína fót- gangandi frá Brekku til Akureyr- ar, í marzlok 1912, en þaðan skyldi förin hefjast um vorið. Er af því mikil saga sem hér verður ekki sögð. Guðbjörg fluttist með börn þeirra þrjú, Tómas, Gunnþóru og Ólaf, til Reykjavíkur og þar fædd- ist fjórða barnið, Ánna, um sumarið. Vigfús var í leiðangrin- um í tæp tvö ár (1912—1913). Árið 1915 réðist hann vitavörð- ur að Reykjanesvita og þar voru þau í tíu ár, eða til 1925. Þar fædd- ust þeim hjónum fjögur börn til viðbótar, Svanhildur, Sigurður Árni, Auður Ingibjörg og Jóhann Pétur Koch. Við Reykjanesvita og í umhverfi hans lifði Gunnþóra sín unglingsár. Til Reykjavíkur fluttust þau ár- ið 1925 og þar settist fjölskyldan að og þar átti Gunnþóra heimili æ síðan. Næstu tvö árin eftir kom- una til Reykjavíkur vann Gunn- þóra fyrir sér við eitt og annað sem til féll. Haustið 1927, er hún var nítján ára, ætlaði hún að fara í Kvennaskólann í Reykjavík, en þá veiktist hún og í þess stað lá Íeið hennar að Vífilsstöðum og átti hún þar ársdvöl. Var þá komin lykkja á þá ævileið er ætluð hafði verið og nú var um það að ræða að endurheimta heilsuna á ný, og það tókst þótt aldrei yrði hún heilsu- sterk. Árið 1930 réðist Gunnþóra á ljósmyndastofu Hans Petersen, og þar vann hún síðan í hartnær hálfa öld, eða til 1979, þar af verk- stjóri frá 1950 til 1969. óhætt er að segja að hún ávann sér fyllsta traust eigenda og vinsemd og virð- ingu samstarfsmanna fyrir sam- vizkusemi, lipurð og vönduð vinnubrögð. Gunnþóra bjó um langt árabil með Axel Clausen verzlunarmanni. Þær systur Gunnþóra og Anna skildu aldrei samvistir og bjuggu ætíð saman, nema hálft annað ár. Anna fór til Kaupmannahafnar sumarið 1939 að læra til sauma, en að því hafði hún starfað. Hún kom svo heim aftur haustið 1940 í ferð Esju til Petsamo. — Síðar starf- ræktu þær systur í nokkur ár saumastofu í húsnæði Tómasar bróður þeirra, byggingameistara á Víðimel 57. Þar bjuggu þær systur um langt skeið með börn sín tvö, fósturson Gunnþóru og bróðurson þeirra, Sigþór Jóhannsson, er kom á heimili þeirra 1941 á fyrsta ári, og dóttur Önnu, Gunnþóru Freyju Jóhannsdóttur, fædd 1944. Og er Kristrún dóttir Axels, er unnið hafði hjá þeim á saumastofunni, missti heilsuna og várð að fara á Vífilsstaðahæli, tóku þær einka- son þeirra hjóna, Kristján Her- mannsson, 2 ára, f. 1947, og ólu upp til fermingaraldurs. Það var innilegt samband þeirra systra og náin samstaða um uppeldi barn- anna, en þau eru nú þaðan flutt og hafa stofnað sín eigin heimili. Það eru yfir fjörutíu ár síðan fundum okkar Gunnþóru bar fyrst saman, en það var í Góðtemplara- reglunni er ég gekk í stúkuna Verðandi nr. 9, en þar var hún fé- lagi fyrir. Síðan lá leið okkar sam- an í Verðandi og síðar í st. And- vari nr. 265 í samvinnu með bræðrum og systrum að félagslegu hugsjónastarfi, allt þar til á síðastliðnu vori að hún mætti á fundi í stúkunni okkar, heima stödd í leyfi frá Vífilsstöðum þar sem hún var sjúklingur. Þá mátti sjá að hverju dró, þótt enginn vissi daginn né stundina sem hún yrði leyst undan því sjúkdómsoki er þá hafði þjáð hana meira en árlangt. + Alúöar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og utför eiginmanns míns. fööur, stjúpfööur, tengdafööur og afa, JÓNS A.F. HJARTARSONAR, Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks lyflæknisdeildar Fjórö- ungssjúkrahúss Akureyrar. Hjördís Jónsdóttir, Hjörtur Jónsson, Ingveldur Jónsdóttir, Pálína Jónsdóttir, Steinn Jónsson, Birna Friöríksdóttir, Guölaug Bjarnadóttir, Jóhann Tryggvason, Jóhanna Gunnarsdóttir, Þorleifur Ananíasson, Hjálmar Björnsson, Ásdfs Jónsdóttir, Egill Jónsson og barnabörn. Þökkum auösýnda samúö vlö andtát og útför eiginmanns míns og föður okkar, DAGNÝS BJARNLEIFSSONAR, skósmiös. Steinunn Siguröardóttir, Ólafía Dagnýsdóttir, Sigurður Dagnýsson, Lilja Dagnýsdóttir, Hlynur Dagnýsson, Björk Dagnýsdóttir, Vigfús Dagnýsson. Myndastofa Hans Petersen hf. veröur lokuð frá kl. 1 í dag vegna jarðarfarar. GUNNÞÓRU VIGFÚSDÓTTUR Gunnþóra var falleg stúlka og vel gefin, listræn í hugsun og hög í höndum. Það var gott að vinna með henni. Hún var fórnfús og hjálpsöm og ætíð boðin og búin að láta í té tíma sinn eða fjármuni fyrir stúkustarfið. I áratugi var hún formaður sjúkrasjóðs stúk- unnar og gegndi ýmsum embætt- um í stúkunni. Hjálparstarf regl- unnar átti hug hennar umfram flest annað og því vildi hún ljá lið. Þessi prúða og hægláta stúlka bar með sér hlýlegan þokka er veitti manni traust og væntumþykju. Nú, þegar hún er horfin okkur og á burtu kvödd, þökkum við stúkusystkin hennar fyrir samver- una og hinar björtu stundir sem við varðveitum í hugum okkar með þökk og virðingu. Og fólkinu hennar öllu, systkinum, fóstur- börnum og öðru skylduliði, flyt ég einlæga kveðju og bið þess að minningin um hana megi verða þeim blessunarrík. Indriði Indriðason Gunnþóra Vigfúsdóttir, móð- ursystir mín, sem í dag verður jarðsett frá Dómkirkjunni í Reykjavík, lést á Vífilsstaðaspít- ala þ. 9. október sl. eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Hún var fædd að Brekku á Álftanesi 24. september 1908, næstelst 8 barna hjónanna Vigfúsar Sigurðssonar, Grænlandsfara, og Guðbjargar Árnadóttur. Þau fluttu til Reykja- víkur árið 1912, en afi tók við vita- varðarstarfi á Reykjanesi árið 1915. Hann hafði það starf á hendi i 10 ár. Má nærri geta, að eldri börnin hafi tekið þátt í störfum þeirra hjónanna. Afi var trésmið- ur og þurfti oft að sækja vinnu annað. Eldri börnin sinntu því vit- anum á meðan. Hann gekk þá fyrir lóðum og á 4 stunda fresti, nótt sem dag, þurfti að draga þau upp. Heimilisstörfin á þessu af- skekkta, barnmarga heimili hafa líka verið mörg og erfið, en allir hafa hjálpast að. Síðan flytja þau til Reykjavíkur aftur, en Gunnþóra veiktist 19 ára gömul og var nær samfellt rúm- liggjandi í 3 ár. Þegar hún hafði náð kröftum, hóf hún störf hjá ljósmyndastofu Hans Petersen, en eftir Alþingishátíðina 1930 vant- aði starfsfólk við vinnslu ljós- mynda. Hún átti eftir að verja allri sinni starfsævi hjá fyrirtæk- inu og mörg ár sem verkstjóri. Þar átti hún góð ár, og reyndist Hans Petersen og fjölskylda hans henni mjög vel. Síðustu árin var heils- unni mjög farið að hraka og segja má, að viljinn hafi verið sterkari en þrekið. Gunnþóra hélt heimili með móður minni, Önnu. Ekki voru þær systur þó einar í heimili, því fyrst áttu yngri- systkinin heimili með þeim. Þegar þau fóru að heiman smám saman, bættust aðrir við. Þær tóku til fósturs bróðurson sinn, Sigþór Jóhanns- son, og ólu hann upp til fullorðins- ára sem sinn eigin son. Síðan bættist ég í hópinn og var Gunn- þóra mér sem önnur móðir, en hjá mér hét hún alltaf Nabba. Síðan tóku þær 2ja ára gamlan dreng, Kristján Hermannsson, sem átti hjá okkur heimili fram að ferm- ingu. Móðir hans átti við mikla vanheilsu að stríða. Þrátt fyrir langan vinnudag á Ijósmyndastofunni og heima með okkur börnunum, og síðustu árin barnabörnunum, átti Nabba önn- ur áhugamál. Ung gekk hún i Góð- templararegluna og var síðan ein af stofnendum stúkunnar And- vara nr. 265 árið 1948. Hún starf- aði þar af áhuga alla tið. Nabba tók einnig þátt í öðrum félagsstörfum, en ótalin er öll hennar handavinna. Bar vinna hennar heima og á vinnustað þess merki, hve listræn hún var. Eg vildi með þessum fáu línum þakka fyrir að við nutum fegurra og betra lífs með henni. Guð blessi minningu hennar. Sé hún góðum Guði falin. Gunnþóra Freyja Jóhannsdóttir Fædd 24. seplember 1908. Dáin 9. október 1981. Níunda þessa mánaðar lést að Vífilsstöðum Gunnþóra Vigfús-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.