Morgunblaðið - 16.10.1981, Page 27

Morgunblaðið - 16.10.1981, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 27 dóttir, Skaftahlíð 27, Reykjavík. Hún var fædd 24.9. 1908 að Brekku, Álftanesi, dóttir hjón- anna, sem þar bjuggu, Guðbjargar Árnadóttur og Vigfúsar Sigurðs- sonar. Var hún næstelst átta barna þeirra hjóna. Árið 1912—1913 fór faðir þeirra í leið- angur um þvert Grænland með J.P. Koch. Vigfús Grænlandsfari skrifaði seinna skemmtilega og fróðlega bók um þá ferð og kom hún út í Reykjavík árið 1948. Gunnþóra fluttist til Reykjavík- ur árið 1925 með foreldrum og systkinum. Hún kom á ljósmynda- stofu foreldra minna árið 1930 og starfaði þar óslitið síðan í tæpa hálfa öld. Þetta reyndist okkur mikið happ, því hún var feikilega mikil verkmanneskja, þegar á þurfti að haida, og það var oft á þessum árum. Það var ómetanlegt öryggi fyrir móður okkar að hafa þessa traustu, samviskusömu og duglegu konu í forstöðu fyrir myndastofunni í öll þessi ár. Þess- ar tvær konur voru þó ekki bara vinnuveitandi og vinnuþegi, held- ur vinkonur, sem alla tíð auðsýndu hvor annarri sanna virðingu og hlýju. Þær Gunnþóra og Anna, systir hennar, sem starfaði hjá okkur í fjölda ára, fyrst við heimilisstörf, síðan á myndastofunni, urðu í barnshugum okkar eins nátengdar heimilinu í Skólastrætinu og nokkur óskyldur gat orðið. Gaman gat verið að sitja og hlusta á frá- sagnir af bernskudögum þeirra sjálfra og systkina þeirra, af lífinu á Reykjanesinu og vitavörslunni þar, sem oft kom í hlut elstu systkinanna, er faðir þeirra var á sínum löngum og ævintýralegu ferðum. Á þessum árum ólust börnin í Reykjavík heldur ekki upp í nein- um „svefnborgum“. í litla, indæla Skólastrætinu okkar voru auk heimilanna hjólaverkstæðið hans Óskars, trésmiðjan hans Árna, Menntaskólinn og KFUM við suð- urendann, með sjálfan séra Frið- rik, sem klappaði á kollinn á smá- fólkinu, þar sem hann púaði sinn stóra „sígar", og svo Ijósmynda- stofan í bakhúsinu hjá okkur, með sínum leyndardómsfullu myrkva- stofum, tikkandi borðum og eld- snöggu höndunum hennar Gunn- þóru, sem þar sat og klippti mynd- ir og filmur. Gunnþóra giftist ekki og átti ekki börn sjálf, en „barnlaus" var hún ekki, því auk Sigþórs Jó- hannssonar, bróðursonar síns, sem hún ól upp, var Gunnþóra Freyja, dóttir Onnu, henni sem dóttir, en þær systur héldu alla tíð heimili saman. Ég kveð góða konu og sendi ástvinum hennar innilegar sam- úðarkveðjur. Lilja M. Petersen Einn af öðrum hverfa þeir, sem settu svip á bernskudagana, full- orðna fólkið, sem ófst inn í líf þeirra barna, sem ólust upp í Skólastrætinu á síðustu þrjátíu árum. Nú á sama árinu hafa þrír látist, sem áttu búsetu eða starf við þessa litlu götu, fyrst Gunnar Ormslev, svo Haukur Erlendsson og nú síðast Gunnþóra Vigfúsdótt- ir. Bernskuminningar birtast oft í svipmyndum, sem tengjast nán- asta umhverfi og því fólki, sem þar átti sér ákveðinn stað og hlut- verk. Vinnustaður Gunnþóru var í næsta húsi við okkar, á ljós- myndastofunni, og því sáum við hana næstum daglega. Gunnþóra var á miðjum aldri, þegar við fyrst munum eftir henni, ljós yfirlitum, grannvaxin og fínleg kona. Hún var hæglát í fasi og rólynd og óvenju þolinmóð við forvitin börn, sem gerðu sér erindi til að skyggn- ast inn i dularfullar myrkvastof- ur. Síðar kynntumst við því, að það var gott að vinna undir henn- ar handleiðslu, hún hafði lág á því að hvetja unglinginn til meiri af- kasta og vandaðri vinnubragða. Samstarfsfólk Gunnþóru ber henni góða sögu, enda urðu lítil mannaskipti gegnum árin. Gunnþóra bar hag ljósmynda- stofunnar mjög fyrir brjósti og vildi fyrirtækinu allt hið besta. Traust eiganda þess átti hún allt og í augum okkar yngri kynslóðar- innar var hún eins og ein af fjöl- skyldunni. Við kveðjum Gunnþóru, þökkum vináttu hennar og góðvild og send- um aðstandendum hennar hlýjar samúðarkveðjur. Guðrún Agnarsdóttir, Elín Agnarsdóttir. í dag fer fram útför Gunnþóru Vigfúsdóttur frá Dómkirkjunni í Reykjavík er lést á Vífilsstaða- spítala 9. október sl. Hún var fædd 24. september 1908, dóttir hjón- anna Guðbjargar Árnadóttur og Vigfúsar Sigurðssonar, Græn- landsfara. Það var nú ekki ætlun okkar að rekja æviferil hennar, við viljum aðeins minnast hennar í fáeinum orðum. Gunnþóra var heiðurskona í orðsins fyllstu merkingu og kom fram við okkur systkinin af umhyggju og kær- ieika í hvívetna og vildi okkur allt hið besta. Okkur þótti einkar gott að leita til hennar með vandamál því hún var skilningsrík og alltaf tilbúin að greiða úr vandamálum okkar eftir bestu getu. Við syst- kinin, sem dvöldum á heimili Gunnþóru, nutum ástúðar hennar og vinsemdar í ríkum mæli og stöndum í mikilli þakkarskuld við hana. I huga okkar geymum við minn- ingu um góða og hjartahlýja konu. Við vottum systur hennar, Önnu, sem hélt heimili ásamt henni og fósturbörnum okkar, dýpstu sam- úð svo og öðrum ættingjum. Við kveðjum Gunnþóru með þökk og virðingu og eigi hún góða heimkomu handan móðunnar miklu. Einnig óskum við henni Guðs blessunar með þökk fyrir allt og allt. Börn Axels Clausens. Kveðja frá ynjjri systkinum Okkur langar að minnast Gunn- þóru systur okkar með örfáum orðum að leiðarlokum. Þegar við vorum að alast upp voru þrautatímar í lífi þjóðarinn- ar og margir áttu um sárt að binda, en við eigum ekki nema góðar minningar frá þessum ár- um. Það getum við þakkað Gunn- þóru og eldri systkinum okkar öll- um, sem léttu undir með foreldr- um okkar, þegar við vorum að al- ast upp. Hugur okkar er fullur þakklætis fyrir allt sem Gunnþóra var okkur, fyrir þá umhyggju sem hún bar fyrir okkur og seinna börnum okkar allt til hinstu stundar, ef hún hélt að eitthvað amaði að. Það var gott að leita tikGunn- þóru ef eitthvað bjátaði á. Hún hafði einstaklega gott lag að hugga þá sem hrelldir voru og stappa stálinu í þá sem voru að gefast upp. Þessum eiginleika hélt hún þó þrek hennar sjálfrar væri á þrotum. Oft var sorgarefnið ekki mikið í augum fullorðna fólksins, en lá þó þungt á hjarta barnsins. Gunn- þóra sá þá alltaf einhver ráð. Við munum brosið hennar hlýja og milda sem færðist yfir andlitið, en um leið svolítið eggjandi eins og hún vildi segja „þú lætur þetta ekki buga þig, við ráðum fram úr þessu". Gunnþóra Vigfúsdóttir hefur runnið sitt æviskeið á enda. Það var henni þrautaþungt undir lok- in. Guð hefur létt þessu oki af henni, og við biðjum henni góðrar heimkomu handan lífs og dauða og blessunar um alla framtíð. Yngri systkinin Móðurminning: Ólöf Kristjánsdóttir Fædd 4. júní 1892 Dáin 9. október 1981 Móðir mín er fædd að Stekk- holti, sem að ofan getur og uppalin í Árnessýslu, í Biskupstungum og Flóa. Foreldrar hennar voru Kristján Kristjánsson, síðasti kirkjuhaldari í Uthlíð, og Guðrún Sigurðardóttir, kona hans. Átti hún einn bróður, Jónas. Dvaldist hún með foreldrum sínum í heimahúsum fram yfir þrítugt. Jónas, bróðir hennar, kaupir svo 1923 Vetleifsholt ásamt föður mínum og bjuggu þeir þar um stund, eftir að fyrra hjónabandi föður míns var slitið. Tók Jónas svo að öllu leyti við því búi. Þegar svo þar að kom, að faðir minn setti fyrst upp umboðsverslun að Rauðalæk, um 1924, réðist hún bókhaldari hjá honum og fór frá Vetleifsholti til vinnu, en gerðist síðar ráðskona hjá honum er hann stofnar Hellu á Rangárvöllum 1927. Giftast þau svo 12. nóvember 1932. Var móðir hennar áður með 2 börn föður míns frá fyrra hjóna- bandi, sem hún tók nú við sem stjúpbörnum sínum. Á Hellu bjuggu þau svo til vorsins 1935, að þau flytja að Selsundi og bjuggu þar til Hekla gaus 1947, en þá flytjast þau til Hafnarfjarðar. Síðustu árin búa þau svo í Hafnar- firði og Kópavogi, en dvöldust bæði síðustu árin á Sólvangi í Hafnarfirði. Dó faðir minn þar 27. maí 1973. Síðustu árin á Hellu og allt fram um 1945 má segja, að móðir mín hafi rekið eigin sjúkrastofu, en hjá henni dvöldu 3 aldraðar konur, tvær líkamlega farlama og ein andlega heft. Ein þeirra var móðir hennar, sem var kreppt af liðagigt og þurfti lengi á liðkun að halda á klukkustundarfresti allan sólarhringinn, til að afbera kval- irnar. Þá tóku foreldrar mínir tvö fósturbörn í Selsundi, börn Jónas- ar bróður hennar, er hann dó. Börn þeirra voru: Sigurður H. Þorsteinsson, Blönduósi, Jónína Kristín Þorsteinsdóttir, Asker, Noregi og Sigríður Guðrún Þor- steinsdóttir, Kópavogi. Stjúpbörn hennar: dr. Björn Þorsteinsson, Kópavogi, og Gyðríður Þorsteins- dóttir, Hafnarfirði. Uppeldisbörn: Gerður Þ. Jónasdóttir og Lárus Jónasson, Hellu. Þetta er hið opinbera lífshlaup. 89 ár við uppeldi barna og að- hlynningu barna, barnabarna, hjúkrun og hverskonar störf við hlið eiginmanns. Fyrir 10 árum féll hún svo og slasaðist á höfði og hefir verið sjúklingur síðan. Eigi ég svo að minnast einhvers þeirra þátta í lífi hennar, sem að okkur börnunum sneri, þá þótti mér sá stærstur er fólst í ráð- vendni hennar. Aðgætni í umtali og frásögn var henni svo sjálf- sagður hlutur, að ég minnist þess ekki að hún hallaði orði á nokkurn mann. Af kynnum mínum af ýmsu fólki á yfir 50 árum er þetta ein- stakt og jafnframt einstaklega ljúf móðurminning. Hún sagði kannske: „Já, hann á stundum bágt með munninn á sér,“ eða „Honum var nú víst ekki sjálf- rátt.“ En ólöt var hún að geta þess, sem betur fór hjá öðrum. Greiðvikin var hún, svo að hún tók jafnan af því besta sem hún hafði, vildi hún hjálpa einhverjum eða gera greiða. „Fæst orð hafa minnsta ábyrgð," var henni gull- væg regla. í anda hennar innrætti hún okkur börnunum, að best væri að spara ummæli um hvaðeina. Þá helst það sem miður færi hjá öðr- um. Hún var dul við ókunnuga, gat virkað þóttafull og gat verið það, því að skaplaus var hún ekki, væri því að skipta. En einlægur vinur var hún vina sinna og valdi sér fáa. Hún var í senn jafnaðar- manneskja í bestu merkingu þess orðs og þá einnig samvinnumann- eskja. Hún naut heimakennslu í þeim litla mæli, sem veitt v^r í byrjun aldarinnar, og upplifði það að fá ekki tækifæri til að læra allt það sem hún þráði. Því betur var það lært, sem kostur var á. Hún átti og fleiri drauma. Einn var að fá að vinna við verslunarstörf. Þess naut hún skamma hríð við verélun pabba. Einbeitni hennar minnist ég og. Þegar ekki fannst nema haltur hestur til að beita fyrir rakstrarvél, en forða þurfti heyi og pabbi var ekki heima, hugðist hún draga vélina á sjálfri sér. Það varð hanni ofraun og gripum við því til hrífunnar, þó seint ynnist. En það kenndi mér raunhæft að gefast ekki upp að óreyndu máli. Væri henni þungt, þagði hún gjarna. Hún tjáði sig oft í lausa- vísum eða ljóði og skrifaði alltof lítið niður. Trú hennar var einiæg og kom oft fram í hinu bundna máli. Eigum við öll, börn hennar og uppeldisbörn, fyrirbænir henn- ar í bundnu máli. Hún var traust- ur persónuleiki, sem aldrei bar til- finningar sinar á torg, en harma í hljóði. Reyndist öllum, sem meta kunnu og þáðu, lýsandi fyrirmynd. Kennari svo góður, að mér og dótt- ur minni hafði hún fullkennt að lesa á fjórða og fimmta aldursári, var það verk unnið af hlýju og elju. Kærleikur hennar var svo djúpur og vitur, að sá, sem kynnt- ist honum, varð af betri maður ævilangt. Lífsreynsla, sem aldrei gleymist, en gefst aðeins fáum. Áð lokum færi ég starfsfólki Sólvangs einkar góðar þakkir fyrir hlýlega og góða umönnun ár- in sem hún dvaldist þar. Er hún vaknaði við sólargeisla í rúmi á Vindási í Oddahverfi eftir flutninginn frá Selsundi 1947, varð henni að orði: f sálu minní sc nú bjarma þinn. Sannarlcga hið ég Drollinn minn. Yeittu öllum visku, krafl og skjól. Yel upplýsi þinnar náðar sól. Sé það kveðja hennar til þeirra er eftir lifa. S.H.Þ. Sveinbjörg Sigurðar- dóttir Minningarorð Fædd 16. nóvember 1905. Dáin 3. október 1981. Þegar ég frétti lát Sveinbjargar að morgni 3. október brá mér við, því svo snöggt fannst mér þetta bera að, því aldrei kvartaði hún þó lasin væri. Á þennan hátt hefði hún örugg- lega viljað fara hefði hún mátt ráða, snögglega og hljóðlega, og þurfa ekki að verða neinum til byrði. Hennar líf snerist fyrst og fremst um að hjálpa öðrum og þegar hún veiktist var hún stödd hjá systur sinni norður í landi til að veita henni liðsinni. ATIIYGLI skal vakin á því. að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagshlaði, að berast í siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með grcinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni. að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línuhili. Okkar kynni hófust, þegar ég 11 ára gömul þurfti að fara að heiman til að ljúka minni barna- skólagöngu og vorum við samtímis á heimili systur minnar sem gift er Friðbirni syni Sveinbjargar. Hún var ekki sú manneskja sem lét auðveldlega tilfinningar sínar í ljós, en sem barn fann ég fljótt að hjá henni átti ég tryggan vin og hefur sú vinátta haldist í 27 ár og eigum ég og mín fjölskylda henni margt að þakka. Sveinbjörg var sérstæður per- sónuleiki, hún var greind kona og hafði lifandi áhuga á atvinnu- og þjóðfélagsmálum. Jafnréttismál voru henni afar hugleikin, og finnst mér að hún sé fyrsta og sannasta jafnrétt- ismanneskjan sem ég kynntist, enda gat hún talað af eigin reynslu, kom sínum tveim börnum til manns og mennta að mestu stuðningslaust, þrátt fyrir heilsu- leysi á sínum yngri árum, og hefur það örugglega oft verið erfitt. Barnabörnin hafa misst mikið, svo sterk ítök hefur hún átt í þeirra uppeldi og umönnun. Hún var heimilisföst hjá systur minni og mági og sá um heimili þeirra, þannig að sín uppvaxtarár þurftu börnin ekki að líða fyrir flæking og ókunnar hendur, þó foreldrarnir ynnu báðir úti, enda eru þau ömmu sinni til sóma, og á hún þar ekki svo lítið lífsstarf að baki. Barnabarnabörnin fengu einnig að njóta hennar, og voru þeir ófáir dagarnir sem hún fóstraði þau og var það ekki talið eftir. Ég vil þakka fyrir að hafa kynnst henni og fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, fyrir öll heilræðin sem hún gaf mér, þegar ég stofnaði heimili, þau hafa komið sér vel og að síð- ustu þakka ég fyrir umhyggjuna sem hún veitti mér sem barni fjarri mínum foreldrum. Bjössi minn og Sissa, Elsa og Oskar, ég votta ykkur og börnun- um mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Sjana

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.