Morgunblaðið - 21.10.1981, Side 1
32 SÍÐUR
235. tbl. 68. árg.
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1981
Prentsmiðja Morgunblaösins.
Net öfga-
manna meö
Iran sem
fyrirmynd
- segir Mubarak
,V*w York, 20. október. Al'.
IIOSNI Muharak forseti Egyptalands
segir í viðtali sem birtist í The New
York Times í dag að í kringum morð-
ingja Sadats hafi verið „net" öfga-
manna sem hafi gengið það til að
endurtaka það sem gerðist í íran. Hafi
stjórninni tekizt að koma höndum yfir
230 úr „netinu" og megi ætla að öllu
fleiri séu samsærismennirnir ekki.
Mubarak segir í viðtalinu að ör-
yggissveitir stjórnarinnar séu sem
óðast að svæla öfgamennina út úr
grenjum þeirra. Rannsókn vegna
morðsins á Sadat sé enn ekki lokið
en ýmislegt hendi til að ekki einung-
is hafi verið sótzt eftir lífi forsetans
heldur og annarra stjórnmálaleið-
toga sem viðstaddir voru hersýning-
una örlagaríku fyrir hálfum mán-
uði.
Hosni Mubarak
35 líf-
látnir
í íran
Hoirút. 20. októbvr. Al*.
SKÝRT var frá því í Teheran í
morgun, að síðasta sólarhring
hefðu 35 andstæóingar byltingar-
stjórnarinnar verið teknir af lífi.
I»ar með hefur stjórnin opinber-
lega viðurkennt að hafa tekið af
lífi 1405 manns frá því að Bani-
Sadr var flæmdur úr forsetaemb-
ætti. Amnesty International full-
yrðir hins vegar, að síðan hafi
1800 verið teknir af lífi og Bani-
Sadr, sem dvelst í París, heldur
því fram, að talan sé að nálgast
3000.
Bani-Sadr skoraði í dag á „alla
Irani að rísa upp gegn fjendum
Islams og Irans sem nú stjórna
með ógnum og glæpaverkum", en í
hópi þeirra, sem teknir voru af
lífi, var nánasti lögfræðilegi
ráðgjafi forsetans fyrrverandi.
Gífurlegar skemmdir urðu er öflug sprengja sprakk í gyðingahverfi í Antwerpen í gærmorgun. Tvær konur létu lífið og um 90 manns
særðust. Sjá nánar frétt á bls. 15. ai* símamvnd
Átök milli lögreglu og Sam-
stöðumanna í Katowice
Narsjá, 20. október. Al*.
TIL ÁTAKA kom milli Samstöðu-
manna og sérþjálfaðra lögreglu-
sveita í Katowice í dag. Átökin
stóðu skamma stund og er ekki vit-
að til þess, að meiðsl hafi orðið, en
rúður voru brotnar og lögreglubíl
var velt. í kvöldfréttum sjónvarps-
ins var sagt, að þrír menn hefðu
verið handteknir í sambandi við
átökin. Að sögn bæði Samstöðu og
lögreglunnar var kyrrð komin á í
Katowire í kvöld, en víða í landinu
er mikil ólga og þess sjást lítil
merki, að mark sé tekið á verkfalls-
banninu sem Samstaða hefur Ijáð
samþykki.
Átökin í Katowice hófust er
Ekki tekið
mark á verk-
fallsbanninu
óeinkennisklæddir lögreglumenn
reyndu að hefta dreifingu flugrita
frá Samstöðu á aðalmarkaðstorgi
borgarinnar á þeirri forsendu að
þau flyttu boðskap er bryti í bága
við stefnu stjórnarinnar í landinu
og væri „and-sovézkur“. Kom til
handalögmála er Samstöðu-menn
vildu ekki una þessum afskiptum
og dreif þá að mikinn mannfjölda.
Að sögn Samstöðu-manna komu
óðar á vettvang milli 20 og 30 lög-
reglubílar, hlaðnir sérþjálfuðum
lögreglumönnum með hjálma og
skildi, og skökkuðu þeir leikinn á
skammri stundu.
Meðan á þessu stóð birtu 12 þús-
und verkfallsmenn í Zyrardow,
sem er skammt fyrir vestan
Varsjá, harðort mótmælaskjal,
þar sem skorað er á Jaruzelski,
hinn nýja flokksleiðtoga, að bæta
lífskjörin þannig að endi verði
bundinn á verkföll. í skjalinu er
tekið fram, að hér sé ekki um póli-
tísl; mótmæli að ræða heldur beið-
ni um hjálp til handa fólki sem
skorti nauðþurftir.
Stöðugt berast fregnir af nýjum
mótmælum og verkfallshótunum.
A miðvikudag er yfirvofandi
klukkustundar verkfall um 180
þúsund verkamanna hjá um 700
fyrirtækjum í Zielona Gora, auk
þess sem hótað hefur verið alls-
herjarverkfalli á fimmtudag
vegna brottvikningar Samstöðu-
manna af samyrkjubúi einu í
Suður-Póllandi. Þá hafa bændur í
Bledow í Mið-Póllandi hótað að
boða verkfall til að mótmæla spill-
ingu í sambandi við kolasölu á
svæðinu og i Konon í vesturhluta
landsins og Legnica eru yfirvof-
andi verkföll til að mótmæla mat-
vælaskorti.
Búist er við nýrri stjórn
í Grikklandi á morgun
\|»rnu. 20. oklóber. Al*.
Sósíali.staleiðtoganum Andreas
Papandreou, sem vann stórsigur í
þingkosningunum um helgina, var í
dag falin myndun nýrrar stjórnar, og
er við því búizt, að hún taki við völd-
um á miðvikudag.
Er endir þar með
bundinn á 35 ára hægri stjórn í
Grikklandi, en Papandreou, sem
hefur á að skipa drjúgum meirihluta
í þinginu, ætlar að beita sér fyrir
þjóðnýtingu í stórum stfl, auk þess
sem hann hefur heitið margskonar
félagslegum umbótum.
I.ítið spyrst af því hverjir verði
ráðherrar í nýju stjórninni. Ýmis
blöð sem fylgja sósíalistaflokkn-
um að málum spá því að Papan-
dreou ætli sjálfur að fara með
varnarmál, en frá því í herfor-
ingjabyltingunni 1967 er talið að
embætti varnarmálaráðherrans
verði ekki ofmetið.
Þegar öll atkvæði í kosningun-
um voru komin til skila hafði
PASOK, flokkur Papandreous,
hlotið 48% atkvæða og 174 þing-
sæti, Nýi lýðræðisflokkurinn,
flokkur Rallis, fráfarandi forsæt-
isráðherra, sem baðst lausnar í
dag 35,9% og 113 sæti, en komm-
únistar 10,6% og 13 sæti á þing-
inu, þar sem 300 fulltrúar sitja í
einni deild.
Fálæti einkennir viðbrögð
flestra ráðamanna á Vesturlönd-
um við sigri Papandreous og er
ljóst að þeir treysta því varlega að
stefna hans í utanríkismálum
reynist jafnhófsöm og hann vildi
vera láta t kosningabaráttunni.
Virt blöð á Vesturlöndum, svo sem
The Times i Lundúnum og The
New York Times, telja fyllstu
ástæðu til að kvíða því hvað hin
nýja stjórn sósíalista í Grikklandi
kunni að taka sér fyrir hendur í
utanríkis- og öryggismálum, og
The Guardian segir að Papan-
dreou skilji flestum stjórnmála-
mönnunt betur að sitthvað sé
stefna í kosningabaráttu og stefna
ríkisstjórnar, og stórsveiflur Pap-
andreous í kosningabaráttunni,
þegar ra'tt hafi verið um utanrík-
ismál og EBK geti vart talizt góðs
viti.