Morgunblaðið - 21.10.1981, Side 2

Morgunblaðið - 21.10.1981, Side 2
2 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1981 Endurnýjun flugleyfis Flugleiða milli Glasgow og Kaupmannahafnar: Óskað verður eftir viðræðum við Breta „VIÐ framsendum umsókn Flug- leida um upptöku viðræðna við Breta til l'tanríkisráðuneytisins, sem hef- ur falið sendiherra íslands í Bret- landi, að taka málið upp,“ sagði Sameiginlegt próf- kjör á Akranesi Stjórnmálaflokkarnir á Akranesi hafa komist að samkomulagi um að halda sameiginlegt prófkjör vegna sveitarstjórnarkosninganna næsta vor. Prófkjörið fer fram í janúar. Fyrirkomulag prófkjörs- ins er þannig, að þátttak- endur fá afhenta kjörseðla með nöfnum frambjóðenda allra flokka, en aðeins er heimilt að merkja við hjá einum flokki. Slíkt prófkjör hefur ekki áður verið reynt hér á landi. Birgir Guðjónssun, deildarstjóri í samgönguráðuneytinu, í samtali við \lbl., er hann var inntur eftir með- höndlun ráðuneytisins á þeirri um- sókn Flugleiða, að teknar yrðu upp viðræður við Breta um, að félagið fengi að nýju leyfi til flugs milli Glasgow og Kaupmannahafnar, í kjölfar þess, að British Airways, sem fékk leyfið, hefur ákveðið að hætta flugi þarna á milli. Um nánari framvindu málsins er mér ekki kunnugt, en svona mál taka alltaf sinn tíma. Það þarf að finna stað og stund til að ræðast við og þetta getur tafizt um nokk- urn tíma enn,“ sagði Birgir Guð- jónsson. Flugleiðir flugu á þessari leið um árabil og kom það mjög vel út fyrir félagið, að fylla upp í vélarn- ar á leiðinni til Kaupmannahafnar frá Glasgow. British Airways gerði síðan tilka.ll til flugleiðar- innar og ákveðið var að taka hana af Flugleiðum. Það leið síðan ekki eitt ár frá því, að British Airways hóf flugið, þar til Ijóst var, að það myndi ekki bera sig eitt og sér. Jóhann efstur á haustmóti TR Kísilmálmverksmidja á Reyðarfirði gæti hafið störf innan fjögurra ára - kostnaður áætlaður 500 til 600 milljónir „ÞAfí KKIT engar samningaviðræður í gangi við hugsan- lega eignaraðila um uppbyggingu kísilmálmverksmiðju í Reyðarfirði enda ekkert sem kallar á það, að um er lenda sameignaraðila þurfí að vera. Verksmiðjan gæti alveg eins verið að öllu leyti í íslcnzkri eigu, hvorki markaðsmál, tækniþekking né hráefnismál kaila á það, en síðan er það bara matsatriði hvort menn telja skyn- samlegt af öðrum ástæðum að vera í samstarfi við ein- hverja aðila og er seinni tíma ákvörðun. Fjármögnun er lítið vandamál, því þetta er það lítið fyrirtæki og mun kosta um 500 til 600 milljónir, sem er talsvert minna en til dæmis Blönduvirkjun, og fjármögnun er því ekkert vandamál,“ sagði Finnbogi Jónsson, formaður nefndar um byggingu kísilmálmverksmiðju í Keyðarfírði, í sam- tali við Morgunblaðið. JÓHANN Hjartarson hefur forustu að loknum 7 umferðum á Haustmóti Tafí- félags Reykjavíkur. Jóhann hefur hlot- ið 5 vinninga. Benedikt Jónasson er í öðru sæti með 4' 2 vinning. Þeir Jóhann og Benedikt gerðu jafntefli í frestaðri skák í gærkvöldi. Staðan á mótinu er nokkuð óljós vegna biðskáka og frestaðra skáka vegna veikinda keppenda. Þeir Elvar Guðmundsson og Júlíus Friðjónsson hafa hlotið 4 vinninga, Jón Þor- steinsson og Jóhann Orn Sigurjóns- son 3Vi. Þeir Sævar Bjarnason og Arnór Björnsson hafa 3 vinninga og eina frestaða skák, og auk þess á Sævar 1 biðskák. Dan Hansson hefur 2'h vinning, 1 biðskák og 1 frestaða skák. Sveinn Kristinsson hefur 2'/2 vinning og 1 frestaða skák. B-jörn Jó- hannesson hefur 2 vinninga og 1 biðskák og lestina rekur Björn Sig- urjónsson með 'k vinning og 1 frest- aða skák. Þremur skákum var frestað á sunnudagskvöldið í 7. umferð. Úrslit urðu: Júlíus vann Björn Jóhannes- son, Jón Þorsteinsson vann Jóhann Örn og þeir Sveinn og Elvar gerðu jafntefli. Hafnir landsins fá tæplega 17% hækkun GJALDSKRÁRNEFND ákvað á fundi sínum fyrir skömmu að heimila höfn- um landsins, sem eru tæplega 50 að tölu, að hækka taxta sína um tæplega 17*. Hafnirnar fengu í byrjun janúar 10'J hækkun á gjaldskrám eins og reyndar allar aðrar opinberar stofn- anir og fyrirtæki. Síðan fengu hafn- irnar 8% hækkun í maí sl. Síðan sóttu hafnirnar um hækkun í ágústmánuði sl. og var þá ákveðið að heimila þeim 8% hækkun. Við það vildu hafnirnar ekki una og töldu, að ekki hefði verið tekið tillit til röksemda þeirra fyrir meiri hækkun. Á fundi sínum fyrir skömmu ákvað svo Gjaldskrárnefnd, að heim- ila höfnunum á nýjan leik að hækka um 8%, þau sömu 8% og heimiluð voru í ágústmánuði, að viðbætium rúmlega 8%. „Býð mig ekki fram til varaformanns“ — segir Matthías Bjarnason „ÍXi HEF tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér til varaformanns í Sjálfstæðis- flokknum,“ sagði Matthías Bjarnason alþingismaður, þeg- ar Morgunblaðið spurði hann í gær, hvort hann hefði tekið ákvörðun um sitt framhoð. „Það er alltaf erfitt að taka slíka ákvörðun, sér- staklega þegar maður hefur ekki áhuga á starfinu sjálf- ur,“ sagði Matthías ennfrem- ur, þegar hann var spurður hver væri ástæðan fyrir því að hann byði sig ekki fram. „Hinsvegar er það svo að margir samstarfsmenn mín- ir innan þingflokksins og utan og ekki síst forystu- menn út um allt land skor- uðu á mig að bjóða mig fram. Ég met traust þeirra mikils, en engu að síður hef ég tekið þá ákvörðun að bjóða mig ekki fram,“ sagði Matthías að lokum. „Hins vegar eru í gangi viðræð- ur við ýmsa aðila í þessu sam- bandi. í sambandi við hráefnisöfl- un hefur verið haft samband við fjölmarga aðila, það sama er að segja hvað varðar tækniþekking- una en í seinni tíð höfum við aðal- lega hallazt að tveimur aðilum, sem við teljum líklegasta til sam- starfs. Þeir eru norska fyrirtækið Elkem og þýzka fyrirtækið Bem- ag, sem helzt er talið koma til greina varðandi kaup á ofnum. I sambandi við markaðsmál hefur einnig verið haft samband við fjöldamarga aðila, sem eru hugs- anlegir kaupendur að þessari vöru og áhuga hafa á því að selja hana og undirtektir hafa verið mjög jákvæðar. Þá er unnið að þessu verkefni samkvæmt verkáætlun, sem gerð var síðastliðið vor. Jarðvegskönn- unum er lokið, landmælingu og kortagerð og rannsóknum á hafn- araðstöðu. I samræmi við það er unnið að frumáætlunum um höfn og aðra þætti, sem tengjast að- stöðunni á staðnum. Þá er unnið að kostnaðaráætlun við byggingu verksmiðjunnar í samvinnu við þessi tvö fyrirtæki, sem tilboð í ofnana munu koma frá, og svo er unnið að stofnkostnaðaráætlun að öðru leyti og Almenna verkfræði- stofan er þar okkar aðalráðgjafi, en hún hefur töluverða reynslu af byggingu Grundartangaverk- smiðjunnar. Inni í stofnkostnað- aráætluninni munu verða allar nauðsynlegar teikningar af verk- smiðjunni. Við fáum teikningar frá þessum tveimur fyrirtækjum, en engar útlitsteikningar eru til enn. Miðað er við að verksmiðjan gæti komizt í gagnið seint á árinu 1984 eða snemma á árinu 1985 og það verður að segjast að þetta virðist vera mjög vænlegur kostur miðað við þá þekkingu, sem við höfum í dag, og miðað við aðra valkosti í orkufrekum iðnaði,“ sagði Finnbogi. „Demantar vandmeðfar- in fjárfestingarleiðu - segir Óskar Kjartansson gullsmiður AUGLÝSING, sem birtist í Morgunblaðinu í gær og aftur í dag þar sem fjárfestingardemantar eru boðnir til sölu, vakti forvitni okkar. Af því tilefni höfðum við samband við Oskar Kjartansson gullsmið og spurðum hann út í demantafjárfestingu sem þessa. „Hér er um vandmeðfarna fjár- festingarleið að ræða og er hún síð- ur á færi hins almenna borgara, sem enga þekkingu hefur á dem- öntum, eðli þeirra og gerð,“ sagði Óskar. „Þegar þessi fjárfestingarleið er farin er það mikið atriði að geta treyst viðkomandi fyrirtæki. Eg er ekki að segja að þetta fyrirtæki, sem auglýsir starfsemi sína í Morgunblaðinu, sé ekki gott og gilt. Eg verð þó að segja frá reynslu minni af fyrirtæki, sem auglýsti demantafjárfestingu í sumar í Morgunblaðinu undir nafninu Diamandfinans. Ég óskaði eftir upplýsingum frá þessu fyrirtæki bréflega. Ég fékk sendan myndar- legan upplýsingabækling og í með- fylgjandi bréfi var mér tjáð að sölumaður frá fyrirtækinu kæmi til íslands í ágúst og myndi þá hafa samband við mig. Ég hef ekkert heyrt frá þessu fyrirtæki síðan. Eg hef velt þeirri spurningu fyrir mér, af hverju Diamandfinans, sem auglýsti starfgemi sína hér í sumar, hefur ekki haldið áfram að athuga markaðsmöguleika sína hér á landi og hvers vegna nýtt sam- bærilegt fyrirtæki að nafni Diam- anthuset er allt í einu komið með heilsíðuauglýsingu í Morgunblað- inu. Ég er á leið til Antwerpen um Þegar fjárfest er í demanti er hann afhcntur í innsiglaðri öskju. næstu mánaðamót, til að afla nán- ari upplýsinga um fjárfestingar- demanta. Þegar ég kem til baka ætti ég að vera orðinn stórum fróð- ari um viðskipti sem þessi og gæti þá gefið betri upplýsingar um þau,“ sagði Óskar. „Nokkur íslensk gullsmíðafyrir- tæki ættu að geta boðið almenningi sömu möguleika á að fjárfesta í demöntum og erlend fyrirtæki, og þar eð slík fyrirtæki væru innlend, þá væri auðveldara að eiga við- skipti við þau. Þeir sem hyggja á demanta- fjárfestingu verða að athuga að það þarf að greiða um það bil 25% söluskatt af öllum þeim demöntum, sem koma inn í landið. Annað um- hugsunaratriði er, hvað gera tolla- og skattayfirvöld, þegar viðkom- andi aðilar ætla síðan að selja dem- antana úr landi? Það er að ýmsu að hyggja í þessu sambandi og ég held að fólk ætti ekki að flana að neinu þangað til góðar og öruggar upplýsingar um fjárfestingarleið sem þessa eru fengnar," sagði Óskar Kjartansson gullsmiður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.