Morgunblaðið - 21.10.1981, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1981
3
Sven Stray utanríkisráðherra Norðmanna:
Norðmenn gáfu of mikið eftir í
samkomulaginu við íslendinga
eyðingarvopna og ástands heims-
mála. Hann svaraði því til, að
hann liti á utanríkismál Noregs
frá þessu sjónarmiði út frá veru
Noregs í NATO og sagði Norð-
menn túlka grundvallarskoðun út
frá staðreyndinni, Helsingfoss-
sáttmálanum, og því að Noregur
væri í NATO. Spurningunni um,
hvort hann teldi að takmarka ætti
kjarnorkuvopn svaraði hann: „Það
er mál sem samstarfsaðilar innan
Samkomulagið undirritað í dag
NATO verða að taka upp innan
NATO.“
Sven Stray sagði í lok fundar-
ins, aðspurður um fjölgun frið-
arhreyfinga í heiminum, t.d. í
Þýzkalandi, að honum kæmi slíkt
ekki á óvart. Yfirgangur Rússa, og
nefndi hann þar sérstaklega sem
dæmi innrás Rússa í Afganistan,
hefði valdið því að almenningur í
heiminum væri hræddur. Hræðsl-
an skapaði viðbrögð sem þessi.
Krá blaðamanni Mbl. í Osló,
Fríðu l'roppó.
„VIÐ LÍTIIM með tilhlökkun til
komu forseta íslands, Vigdísar
Finnbogadóttur, og einnig til veru
utanríkisráðherra Islands, Ólafs Jó-
hannessonar, hér í Noregi,“ sagði
Sven Stray, utanríkisráðherra Nor
egs, í upphafi fréttamannafundar
með íslenzkum fréttamönnum hér í
Osló í gær. En forseti íslands, Vigdís
Finnbogadóttir ásamt föruneyti
kemur í sína fyrstu opinberu heim-
sókn hingað í dag.
Utanríkisráðherrann sagðist
aðspurður á fundinum um Jan
Mayen-samkomulagið telja, að
Norðmenn hefðu gefið til muna
meira eftir hvað varðar niðurstöð-
urnar í samkomulaginu en íslend-
ingar. „Ef litið væri á það sem
eðlilega lausn að miðlínan réði,“
eins og hann orðaði það. Hann
sagðist þó fagna niðurstöðunni
eins og Norðmenn gerðu yfir höf-
uð og því að samkomulag hefði
náðst. Utanríkisráðherrar land-
anna munu rita undir samninginn
um Jan Mayen á morgun, fimmtu-
dag.
Aðspurður sagði Sven Stray
einnig á fundinum, að vel mætti
hugsa sér meiri samstöðu í milli
Noregs og Islands á sviði orku- og
iðnaðarmála, og vel gæti komið til
aukinn áhugi Norðmanna á því
sviði. En hann hefði verið spurður
að því hvort hugsanlega gæti kom-
ið til aukinnar samvinnu, t.d. í
vöruskiptum á olíu og rafmagni
milli landanna. Hann sagði þó að
Norðmenn vildu ekki „þrýsta á“
Island á þessu sviði. Og einnig að
„hræðsla í gamla daga“ hvað varð-
aði áhrif stórra iðnfyrirtækja
væri ástæðulaus.
Nokkuð var komið í umræðum á
fundinum inn á ófriðarblikur í
heiminum og hinn nýi utanríkis-
ráðherra Noregs, sem aðeins hefur
verið í embætti í þrjá daga, var
spurður um afstöðu sína til ger-
1. des.-nefnd
stúdenta:
Kosningum
lýkur í dag
í 0/EKKVÖLI)l hófust í iláskóla
Islands kosningar iil I. des.-
nefndar og er einnig kosið í dag í
Félagsstofnun stúdenta frá kl. 9.00
til kl. 18.00.
Þrír listar eru í framboði, A-
listi Vöku, sem býður fram undir
kjörorðinu: Eru menntamenn of
margir?, B-listi Félags vinstri
manna, sem hefur að yfirskrift:
Kjarnorkuvígbúnaður: Helstefna
eða lífsstefna? og D-listi SALT,
sem býður fram undir kjörorð-
inu: Maður — manngildi. Félag
umbótasinnaðra stúdenta býður
ekki fram í þessum kosningum.
Farþegaskip milli
íslands og útlanda:
Hentugt
skip hefur
ekki fundizt
ATHUGANIR hafa staðið yfir um
nokkurt skeið á vegum Kimskipafé-
lagsins, Hafskips og Færeyska
skipafélagsins á því, hvort hag-
kvæmt reyndist að reka skipaferju
yfir sumarmánuðina sameiginlega
af félögunum. Yrði hún aðallega í
siglingum milli íslands, Færeyja,
Skotlands og Noregs.
Að sögn Harðar Sigurgestsson-
ar, forstjóra Eimskipafélags ís-
lands, virðist vera rekstrargrund-
völlur fyrir svona skipi 5—6 mán-
uði á ári, en vandamálið væri hins
vegar að finna hentugt skip til
verkefnisins.
„Til þessa höfum við skoðað
nokkur skip, sem ekki hafa hentað
til flutninganna. Það er nauðsyn-
legt, að niðurstaða fáist í það mál
mjög bráðlega, svo hægt sé að
undirbúa málið með nægilegum
fyrirvara, og satt bezt að segja er-
um við orðnir talsvert svartsýnir á
að finna skip,“ sagði Hörður Sig-
urgestsson ennfremur.
»
Ef bílar gætu talað bæðu
!£run,#'lUNIFL0
smurolíuna
+
UNIFL0+ÍUN,FL0
IOTOR OLIE
wœ* a«-4ENOSTOP
•CKE WOTO«SUO
Náöu í bækling um nýju
UNIFLO+ á næstu
ESSO stöö.
áá
Þessi nýja UNIFLO+ smurolía gerir
betur en að fullnægja ströngustu
gæðakröfum sem framleiðendur
bensínbíla gera til slíkrar olíu. Hún
hefur að geyma ný þaulprófuð bæti-
efni sem draga stórlega úr núnings-
mótstöðu vélarinnar. Ef þú ferð síðan
reglulega með bílinn í smurningu ertu
vel settur því nýja UNIFLO+ tryggir:
• Léttari gangsetningu í kuldum
• Minni eldsneytiseyðslu
• Minni smurolíueyðslu
• Minna mótorslit
Bjóddu bílnum þínum upp á nýju
UNIFLO+ á næstu bensín- eða smur-
stöð ESSO. - Það gerir honum gott.
OHufétagið hf