Morgunblaðið - 21.10.1981, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1981
7
Þakkir
Ég þakka af alúð öllum þeim fjölmörgu vinum og ætt-
ingjum, sem heimsóttu mig og glöddu á áttræðisafmæli
mínu 11. október sl.
Guð blessi ykkur öll.
Krístjana Guðjónsdóttir,
Hjallavegi 2.
Kærar kveðjur sendum við öllum þeim fjölmörgu sem
ausýndu okkur vináttu og kærleikshug 3. október. Við
þökkum heimsóknir, heillaóskir, góðar gjafir og blóma-
haf.
Drottinn blessi ykkur öll.
Rósa B. Blöndals, Ingólfur Ástmarsson,
Mosfelli.
Spónaplötur
af ýmsum geröum og þykktum
10-12—16—19—22 millimetra
Mjög hagstætt verð.
W
Timburverzlunin
Volundur hf.
KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244
.„ lo^aW° Folaldakjöt
’/2 skrokkar
°^tö aðeins 28 kr. kg.
Tilbúið í frystinn.
Folaldahakk .......................33 kr. kg.
Folaldasnitzel....... .............95 kr. kg.
Folaldafillet .....................98 kr. kg.
Folaldagullasch...... .............89 kr. kg.
Folaldabuffsteik ..................91 kr. kg.
Reykt folaldakjöt .................28 kr. kg.
Saltaö folaldakjöt .................25kr.kg.
Laugalæk 2. simi 3 50 20
IÐNAOARRAÐHERRA A BLAOAMANNAFUNDI UM ALVERIO
Er atvinnuöryggið að bresta?
Landflótti, burtflutningur fólks umfram aöflutta, sem sagt hefur til
sín um nokkurt árabil, hefur veriö talinn til dulins atvinnuleysis hér á
landi. Rekstrarleg staöa fyrirtækja í sjávarútvegi, bæöi útgeröar og
frystiiðnaðar, sem nú sæta verulegum taprekstri og vaxandi skulda-
söfnun, þykja benda til meiri óvissu á íslenzkum vinnumarkaöi en
veriö hefur um árabil. Sama máli gegnir um útflutningsiönaö. Bygg-
ingariðnaöur á i sýnilegri vök aö verjast, eftir aö ríkisvaldiö hjó aö
rótum hins almenna veölánakerfis. Og ríkisvaldiö sefur værum svefni
á öllum áformum um stórvirkjanir og nýja stóriðju, sem ýmsir telja
nauösynlegan undanfara sambærilegra lífskjara hér á landi og ná-
grannar búa viö.
Samdráttur á
báðar hendur
Krjsliidnaðurinn í land-
inu er talinn húa við 7,6%
rekstrarhalla — áður en
nýtt fiskverð hefur verið
ákveðið, en sú ákvörðun
hefur dregizt úr hömlu. Út-
gerðin, og þá fyrst og
fremst hinir nýju togarar,
sem eru í mestum skulda-
fjötrum, er rekin með bull-
andi tapi og vaxandi
skuldasöfnun. Allar grein-
ar íslenzks útflutningsidn-
aðar horfa fram á vaxandi
rekstrarerfiðleika að
óbreyttri þróun í innlend-
um tilkostnaði, sem vaxið
hefur um a.m.k. 50% á síð-
ustu 12 mánuðum, og
óbreyttri verðþróun á er
lendum sölumörkuðum,
hvar verð hefur staðið í
stað og jafnvel lækkað í
raun, s.s. í Kvrópu.
Atvinnufyrirtæki í sjáv-
arútvegi, sem eru grund-
völlur að afkomu heilla
byggðarlaga, eru á vonar
völ. Útgerðarfélagið Jökull
á Kaufarhöfn, sem fjölmið-
lar gerðu sér mat úr fvrir
skemmstu, er ekkert eins-
dæmi, þó staða þess sé efa-
lítið í verri kantinum. At-
vinnuöryggi sjómanna og
nskvinnslufólks er víða í
strjálbýli, og raunar einnig
hér á suðvesturhorninu, að
nálgast sama farið. Kast-
Ijósi fjölmiðla var og nýver
ið beint að rekstrarlegri
stöðu iðnaðardeilda SÍS á
Akureyri, en þar er at-
vinnuöryggi hundruða
starfsmanna talið í veru-
lcgri hættu. Níðhöggur
Alþýðubandalagsins og rík-
isstjórnarinnar hefur og
nagað rætur byggingarið-
naðarins í landinu, bæði
með ónógri og umdcildri
lóðaúthlutun í Kcykjavík
og þó öllu fremur með stór
skerðingu hins almenna
veðlánakerfis.
Talsmenn ríkisvaldsins
hafa einkum og sérílagi
hreykt sér af atvinnuör
yggi, sem þeim er tamt á
tungu. I*etta atvinnuöryggi
var til staðar löngu áður en
þeir settust á valdastóla, en
hefur veikzt mjög, svo ekki
sé sterkar að orði kveðið, í
tíð núverandi sofenda í
stjórnarráðinu. Kekstrar
leg staða flestra atvinnu-
greina okkar er í kaldakoli,
að óbreyttum aðstæðum,
og rekstraröryggi atvinnu-
veganna er nákvæmlega
sama fyrirbærið og at-
vinnuöryggi almennings.
iH'ssi neikvæða þróun ger
izt við á flesta grein hag-
stæð ytri skilyrði. Hér á við
sem forðum var sagt:
„Móðuharðindi af manna-
völdum"!
Stórvirkjanir
— stóriðja
Tugþúsundir vinnufúsra
handa ba-tast við á íslenzk-
an vinnumarkað næstu 20
árin. Ef búa á þjóðinni
I framtíðaratvinnuöryggi
sem og sambaTÍIeg lífskjör
— um auknar þjóðartekjur
— og nágrannar búa við er
óhjákvæmilcgt að nýta inn-
lenda orkugjafa í mun rík-
ari ma'li en nú er gert, m.a.
með tilkomu nýrrar stór
iðju.
Kkkert er hættulegra ís-
lenzkri framtíðarbyggð en
það ef íslendingar dragast
lífskjaralega meir en þegar
er aftur úr nágrannaþjóð-
um. Slíkt yki á þegar of
mikinn landflótta. I>að þarf
því hvorutveggja að gerast:
treysta rekstrargrundvöll
hinna hefðbundnu atvinnu
vega okkar og setja nýjar
stoðir undir efnahag og af-
komu þjóðar og þegna með
stórvirkjunum — og nýjum
orkuiðnaði, sem gerir þess-
ar stórv irkjanir arðsamar,
tryKgir orkuafsetningu
þeirra. Við aukum ekki á
annan hátt verðma-tasköp-
un í þjóðarbúskapnunt og
þjoðartekjur til að rísa
undir hatnandi lífskjörum í
landinu.
Alþýðubandalaginu. sem
illu heilli var falin forysta
þcssara mála í núverandi
ríkisstjórn (hvað vóru al-
varleg pólitísk mistök), hef-
ur tckizt að tefja þessa
framþróun um allnokkur
dýrkeypt ár. Alþýðubanda-
lagið var og er helzta
hindrun þjóðarinnar á vegi
hcnnar til nauðsynlcgs
orkuiðnaðar. I>að var
glapræði að troða þessari
hindrun í öndvegi iðnað-
arráðuncytisins. Af því súp-
um við seyðið, því miður,
lcngur en vera hefði þurft,
ef framsýni og framtak
hefði varðað veg okkar í
þessum efnum.
Dregid verdi úr umferöar-
hættu í gamla Vesturbænum
MORGÚNBLAÐINÚ hafa borist eft-
irfarandi samþvkktir aðalfunda Kor
eldrafélags Vesturbæjarskóla og For
eldra- og kennarafélags sama skóla,
þar sem lýst er áhyggjum vegna ís-
kyggilegs ástands í umferðarmálum
og þess krafizt að dregið verði úr
umferðarhættu í gamla Vesturbæn-
um:
Aðalfundur Foreldra- og kenn-
arafélags Vesturbæjarskóla, hald-
inn 1. okt. 1981, skorar á borgarráð
að beita sér tafarlaust fyrir því, að
gerðar verði ráðstafanir til að
draga úr umferðarhættu í gamla
Vesturbænum. Foreldra- og kenn-
arafélag Vesturbæjarskóla og
Ibúasamtök Vesturbæjar hafa
oftsinnis farið þess á leit við
borgaryfirvöld, að umferðaröryggi
barna verði tryggt, svo sem tíðkast
i nýrri hverfum borgarinnar.
Foreldra- og kennarafélag Vest-
urbæjarskó'a telur þetta vera slíkt
alvörumál, að ekki verði lengur un-
að við aðgerðarleysi borgaryfir-
valda.
Aðalfundur foreldrafélags Vest-
urbæjarskóla, haldinn 4.11. 1980,
lýsir yfir áhyggjum sínum vegna
þess ískyggilega ástands, er rikir í
umferðarmálum hverfisins.
Bendir fundurinn á, að mikil og
hröð gegnumumferð liggur þvert á
skólaleiðir fjölda barna í hverfinu
og skapar stöðuga ögrun við líf og
heilsu nemenda skólans.
Skorar fundurinn á borgaryfir-
völd að gera gangskör að því að
takmarka umferð um hverfið og
gera nauðsynlegar ráðstafanir til
að draga úr ökuhraða þeirra, sem
um hverfið aka.
Væntir fundurinn þess, að þess-
ari málaleitan verði vel tekið og
komi til framkvæmda þegar á
þessu hausti.
Við seljum vörubflana
Skúlagötu 40, sími 19181 og 15014.